Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 26

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 26
26 Jólablað GLEÐSLEGJÖLS Sápuverksmiðjan Sjöfn. GLEÐILEG JÖL! Kaffibætisverksmiðjan Freyja. GLEÐILEG JÖL! SANITAS •y'V*y*v*yr<^r*>r* GLEÐILEGJÖL! Hótel Skjaldbreið. GLEÐILEG JÖL! Bifreiðastöð íslands. j j Gleðileg jól s s s s s s s s s s s s s s s í s * s $ s '•JriJhijr.^ijr-ijrtjJ-.jrijiis-ijrijr.jris-ijr.jr.rr.s-i^is-.^-.si.^-.^.-^rijr.^r.. Samband ísl. samvinnufélaga. stóran stein. Síðan hallaði hann sér fram á makkann á hestinum-----og skalf og stundi. En augun voru þurr. Loks rétti hann sig upp og starði þangað, sem hún hafði horfið. — Seinna, kannske, hvíslaði hann síðan í eyrað á Dreyra gamla, sem stóð og tuggði mélin og geispaði önuglega. Hann hafði sitt af hverju að ergja sig yfir: — Meira uppátækið að lofa manni ekki að dunda við að tína svolítið í sarpinn, úr því að á annað borð var verið að drolla þetta. Og hann sló sig með taglinu — og enn tuggði hann mélin: — Veröldin! 3. Þegar svo féð var látið í kaupstað þarna úr norður- byggðunum, þá fylgdi Steinmóður Jósúason því ekki einungis vestur í Lónafjarðarbotn, heldur alla leið vestur í Tangakaupstað. Það fór hann á vélbát, sem lyktaði, svo að manni sveið í háls og nef, og hristi mann það mikið, að líkast var því, sem maður væri að róa á staf niður harða og hrjúfa fönn í bröttu fjalli. Loks voru það skellirnir: Það mátti heita gott að sleppa í land með hellu fyrir eyrum, en annars fulla sansa, nýkominn úr kyrrðinni í Hvítabjarnarvík. Kaupstaðurinn, — hús við hús á alla vegi, og fólk í gluggum, glápandi eins og kýr. Menn á götunum á sí- felldu rápi — og flestir rétt undir það að vera á sprett- inum. Þetta var eins og sansalausar og villuráfandi sauðkindum í sandauðn, énda hvergi gras eða gróðr- arnál, heldur og möl og for og mold og skítur. Það var svo, að sjórinn var eins og úldið skolp, sem gleymzt hefir í þvottabala. Að nokkur manneskja skyldi kunna við sig í svona plássi! Annars fékk Steinmóður fljóta afgreiðslu og allt skýrt skrifað á lappa, bæði það, sem inn var lagt og út var tekið. Og búðarmennirnir, sem voru á þönum eins og hundtíkur á samrekstrardegi, höfðu ekki tíma til að segja neitt nema það nauðsynlegasta; það fannst Steinmóði stór kostur. Hann svaf og borðaði hjá gömlum hjónum, sem höfðu verið samtíða honum í Leiru og alltaf verið hon- um vel. Saltsteinbítur og svart kaffi, rúgbrauð, sem var súrara og þurrara en hann átti að venjast, og svo eitthvað, sem kallað var magarín. Það var ljóta hal- vítis óætið, gult eins og hrossafeiti og á bragðið eins og maður gæti hugsað sér saumavélarolíu. En það var nú sama. Hjónin voru fáorð og viðmótsgóð og öll þeirra orð eins og maður hafði vanizt. Þau voru bara aumkunarverð að þurfa að lifa á svona. Slíkt hafði honum ekki verið boðið upp á, ekki einu sinni hjá Bríetu í Leiru. Og svo kom hann heim til þeirra með þrjú dilkslátur, með mör og öllu saman. Og gamla konan hló og sagði: — Oho, guðlaun! — Og þetta er mör, sagði gamli maðurinn. — Og það er rétt víðilykt af þessum sviðum. Þú lítur hérna inn, Móði minn, þegar þú ert á ferð. O, skal það vera munur fyrir þér, eða.þegar þú varst fastur í Leirunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.