Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 8
Jólablað bróður Colin og bróður Paul „koma eftir veginum, en þeir voru að kalla inn tíundirnar. Þeir höfðu verið sendir frá klaustrinu, og enda þótt þeir ættu ekki von á að fá neitt hjá Roark, datt þeim samt í hug að orða það við hann. Bróðir Paul var grannur maður, en karl- menni til burða, magur í andliti og hvasseygur, en bróðir Colin var hins vegar lágur maður vexti og þybb- inn. Bróðir Paul lét sér nægja að hugsa til eilífrar sælu hinum megin grafar, en bróðir Colin þóttist ekki upp á það kominn að bíða svo lengi og vildi fá að reyna gæði lífsins hérna megin grafar. Fólk kallaði bróður Colin góðan mann, en bróður Paul ágætan mann. Þeir fóru saman til þess að kalla inn tíundirnar, því að það, sem bróðir Colin fékk ekki með góðu, fékk bróðir Paul með því að ógna með Víti og eldi brennanda. — Roark! segir bróðir Paul. — Við erum að heimta inn tíundina. Þú ætlar vonandi ekki að lenda í eilífum eldi? Roark hætti að hvetja hnífinn og leit á Katy, Hann fór að hlæja. — Þarna er svín, sem þið megið fá, sagði hann og lagði frá sér hnífinn. Bræðurnir urðu undrandi, því að fram að þessu höfðu þeir ekkert fengið hjá Roark, nema hvað hann sigaði stundum á þá hundunum. — Svín, sagði bróðir Colin. — Hvers konar svín er það? — Það er gyltan, sem er þarna í stíunni, sagði Roark. Bræðurnir flýttu sér að stíunni og gægðust inn. Þeir sáu, að Katy var bæði stór og feit og ætluðu varla að trúa sínum eigin augum. Colin hugsaði um svínasteik- ina, en bróðir Paul um hrósyrði föður Benedikts, þegar hann frétti, að þeir hefðu fengið fullorðna gyltu hjá Roark. Paul sneri sér að Roark. Hvenær ætlarðu að senda okkur gyltuna? spurði hann. — Ég ætla alls ekki að senda hana, hrópaði hann. — Annaðhvort takið þið hana með ykkur núna, eða þið fáið hana ekki. Bræðumir eyddu ekki fleiri orðum að þessu. Paul brá bandi í nasahring gyltunnar og teymdi hana af stað og fyrst í stað var Katy þæg eins og lamb. Og þegar þau þrjú fóru út um hliðið kallaði Roark á eftir þeim: — Hún heitir Katy. Og svo skellihló hann. — Þetta er allra fallegasta gylta, sagði Paul. Bróðir Colin var að því kominn að svara honum, þegar hann var bitinn óþægilega í kálfann. Hann rak upp óp og snéri sér snarlega við. Katy var að jóðla það, sem hún hafði bitið úr kálfanum á honum og gaut illilega til hans augunum. Katy tuggði hægt, renndi svo niður og ætlaði að fá sér annan bita. En bróðir Paul barði á trýnið á henni með stafnum sínum. Hafi augnatillit gyltunnar verið ljótt áður, þá dönsuðu púkar í augunum á henni nú. Það heyrðist öskur langt niðri í hálsinum á henni og hún nísti tönnum. Bræð- umir biðu ekki boðanna, en hlupu að tré, sem var þar nálægt og klifruðu upp í það, unz þeir voru komnir úr allri hœttu. Roark hafði gengið niður að hliðinu til þess að sjá, hvernig þeim gengi, og nú stóð hann þar skellihlæj- andi og þeir sáu, að þaðan var engrar hjálpar að vænta. Fyrir neðan þá gekk Katy fram og aftur, bölsótaðist og pældi upp jörðina. Bróðir Paul fleygði til hennar viðargrein, en hún tætti hana sundur og horfði gulum illgirnisaugum upp til þeirra. Bræðurnir reyndu að hagræða sér uppi í trénu og sátu þar lengi þögulir. Bróðir Paul hugleiddi málið unz hann rétti skyndilega úr sér, greip krossmarkið sitt, hélt því fyrir framan sig og tónaði: „Apage Satanas.11 Brott fjandi! Það fór hrollur um Katy, eins og hún væri reyr af vindi skekinn, en ekki spektist hún til muna. „Apage Satanas,“ hrópaði bróðir Paul á ný og enn fór hrollur um Katy, en samt gafst hún ekki upp. í þriðja skipti þuldi bróðir Paul særinguna, en Katy var nú búin að ná sér og særingin bar engan árangur. Bróðir Paul horfði döprum augum á bróður Colin og sagði: — Hún hefir eðli Satans, en er ekki Satan sjálfur, því að ann- ars hefði hún sprungið í loft upp við svona magnaða særingu. Katy nísti tönnum og henni var sýnilega skemmt. — Áður en mér datt í hug að særa úr henni þennan illa anda, sagði bróðir Paul, —■ var ég að velta því fyrir mér, sem Daníel gerði í ljónagryfjurini og hug- leiða, hvort sú aðférð dygði við gyltu. Bróðir Colin horfði á hann hugsandi og sagði: *— Vera má, að ljón séu ekki eins forhert og gyltyr. Alltaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.