Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 16
16 Jólablað GLEÐILEG JÓL Skóbúð Reykjavíkur. GLEÐILEGJÓL! V s s s S s s i Sláturfélag Suðurlands. GLEÐILEG JÓL! Skóverzlunin HECTOR, Laugavegi 7, * j GLEÐILEG JÓL! s ^ Þóroddur E. Jónsson. s Heildverzlun — Umboðsverzlun. s GLEDILEGJÓL! Sjómannafélag Reykjavíkur. s \ s s s s GLEÐILEG JÓL! CUliamdj Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleði- legra jóla og gæfuríks árs. húsinu við mylluna, vopnuð skammbyssum föður síns og lét sem vind um eyrun þjóta allt hjal nábúanna um ungu stúlkuna, sem átti marga aðdáendur og bjó ein og varnarlaus. — En hún Zenobia litla gat séð um sig sjálf, sagði afi minn. Hann hefir sennilega vitað, hvað hann söng, því að hann var einn af aðdáend- unum. En hann var samt ekki hinn útvaldi. Zenobia elsk- aði ungan, rauðhærðan, skozkan nýbyggja, sem hét Duncan McLeod, sem var skapbráður maður, eins og hún, fallegur maður og mesti hlauparinn í allri sveit- inni. Zenobia hafði elskað hann af þeim tilfinninga- hita, sem henni var í blóðið borinn. En þau áttu ekki skap saman. Eitt kvöldið höfðu þau farið út í reiðtúr (að því er afi sagði) og þegar þau komu aftur sat Zenobia tignarleg í söðli sínum, en reið spölkorn á undan honum, því að þau höfðu verið að rífast. Og þegar þau komu að litla húsinu (þar sem Zenobia lá nú á líkbörum í brúðarkjólnum sínum) fór hún ein inn. Þau höfðu rifizt, enda þótt þetta væri einum eða tveimur dögum fyrir brúðkaupið, og hún sagði hon- um, að hún vildi ekki sjá hann framar. Því næst (sagði afi) hafði Zenobia farið inn og lok- að húsinu og gluggunum, svo að enginn kæmist inn, tekið biblíuna og lesið, til þess að 1-ægja tilfinningar sínar. í litla húsinu í rjóðrinu, þar sem uglurnar vældu ömurlega alla nóttina og Zenobia laut yfir biblíuna og bað guð að milda skap sitt og veita sér hamingju. En allt í einu heyrist fótatak . . . einhverjir eru úti í runnunum í garðinum, ef til vill margir menn, því að í myrkrinu er ekki hægt að greina það fyrir árniðnum. Og Zenobia rís hægt á fætur til þess að ná í skammbyssur föður síns, gengur fram að dyr- unum og hlustar. Zenobia slekkur á kertinu. Enn þá heyrir hún fótatakið og draugslegt væl uglunnar, en loks lyftir hún skammbyssunni og skýtur út um hurð- ina, til þess að hræða árásarmennina, Það heyrist skothvellur, en svo er dauðaþögn og Zenobia stendur með rjúkandi skammbyssuna og bíður átekta . . . stein- þegjandi. Þeir eru farnir . . . Ekkert heyrist nema and- vörp vindsins og væl uglunnar. Og um morguninn (sagði afi minn) hafði hún vakn- að við sólskin í herberginu og þrastaklið í garðinum. Hún leit á brúðarkjólinn sinn, sem lá á stóli við rúmið. Og þegar hún var klædd og komin niður opnaði hún dyr og glugga, unz hún kom að dyrunum, sem lágu út að garðinum . . • Þar lá Duncan McLeod á grúfu og rauða hárið hans glóði eins og logi í sólskininu . . . dauður með kúlu I hjartastað. Ég leit upp og sá Jabez Smith, sem sat uppi við tré. Hann hafði gleymt því að heyið lá flatt og það voru ský í vestrinu. Ég vissi, hvað hann var að hugsa. Hann var að reyna að ráða þá gátu, hvers vegna þetta írafár hafði gripið hann út af dauða Zenobiu White. Aldrei framar myndí ég sjá Zenobiu White í gula kjólnum sínum með slóðann í ryki vegarins og kettina sína á eftir sér. Eitthvað var horfið úr litla heiminum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.