Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 20
26 JólablaS S s s $ s s s s s GLEÐILEGJÓL! Bræðurnir Ormsson. (Eiríkur Ormsson) GLEÐILEGJÖL! Bifreiðastöðin Geysir. GLEDILEGJÖL! Verksmið j uútsalan Gefjun — Iðunn. GLEÐILEGJÖL! Þvottahúsið Grýta h.f. GLEÐILEGJÖL! H.f. HAMAR GLEÐILEGJÓL! r s s s S s s HEITT & KALT S s s s s s s s r * s GLEÐILEGJÖL íshúsið Herðubreið. upp á sér, nagi fornslægjuna hérna á flötunum fyrir vestan og skemmi fyrir okkur vetrarbeitina, ef um vetrarbeit verði á annaS borð að tala. Það er miklu minna beitiland hjá okkur en ykkur, segir hann, því að vestan við bæinn er svo ákaflega bert. — Ykkar fé rennur nú svo sem austur eftir líka og gengur miklu meira uppi á okkur að vorinu og sumr- inu, af því að okkar land er stærra og grösugra. Hún greip gula fléttu, sem féll niður á brjóstið, og fleygði henni aftur á bák. — Jæja, við skulum ekki fara að jagast um það. Eg segi nú bara svona, og það er bezt, að þú sért ekkert að geta um það við kven . . við Þorkötlu. Hún brosti afsakandi og roðnaði. Svo sagði hún hressilega: — Slepptu hestinum. Við skulum finna upp á einhverju! Hann skimaði kringum sig og sleppti taumnum, og klárinn fór að naga. Finna upp á einhverju? Það var langt síðan honum hafði dottið slíkt í hug. Já, hann skimaði, eins og hann byggist við, að einhverjir kynnu að vera vitni að þessari uppástúngu stúlkunnar við ráðsmanninn í Hvítabjarnarvík og bera þetta út til spotts og aðhláturs og verðugrar útásetningar. Og hún, sem sýndist svo fullorðinsleg, sýndist bara fullorðin stúlka, áreiðanlega mikið fullorðinslegri en hann! En hann var annars reiðubúinn! Hverju var bara- hægt að finna upp á? Hún fór að hlæja. Hann varð svo vandræðalegur á svipinn, síðan komst hann allur á ið af ákafa. — Já, ég er til! sagði hann og veifaði um sig hönd- unum. — En upp á hverju eigum við þá að finna? — Við skulum reyna að komast upp á stóra stein- inn þarna. Hann af stað að steininum og reyndi strax að kom- ast upp, þar sem hann kom að honum. Hánn greip báðum höndum upp fyrir sig og prikaði svo fótunum utan í steininn. En allt í einu missti hann tökin, og hann skall aftur á bak í grastó. Ósk skellihló. Hún beygði sig áfram, og flétturnar féllu fram yfir axlirnar. Hún studdi lófunum á knén, og svo vaggaði hún höfðinu. Hann stóð á fætur, vand- ræðalegur og grettur. Hann leit á hendurnar á sér. Þær voru hruflaðar og blóðugar. Hann varð hörkuleg- ur á svipinn, og allt í einu snéri hann sér við og gekk í áttina^til hestsins. Þá var kallað: — Nei, nei, nei! Góði bezti Steini minn, þú mátt ekki reiðast mér, ég gat ekki að mér gert. Þú trúir ekki, hvað það var skrítið að sjá þig, þegar þú datzt. Það var eins og hendurnar og fæturnir væru áð strit- ast við að losna frá og mundu sendast sitt í hverja áttina, og þegar þú skallst á hnakkann, þá hristust og skulfu á þér kinnarnar, og það varð svo stórt það hvíta í augúnum á þér. Eg held, að þó að þú hefðir dáið, þá hefði ég ekki getað stillt mig, því að ég er svo aðhlæg- in! . . En svo hefði ég . . svo hefði ég auðvitað grátið á eftir! Hann hafði gefið henni auga svona út undan sér, og nú vék hann sér alveg að henni. Góði, bezti Steini minn. . . Og lýsingin á byltunni. Og: Eg er svo aðhlæg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.