Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 28

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 28
28 Jólablað OLCÐILEGJÓL! Verzl. Höfði h.f. GLEÐILEG JÖL! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðandi ári. Heildverzl. Guðm. H. Þórðarsonar. H. Þórðarson & Co. •^•^•^■•J'*. ■•^•^•^•^•*r»jr •***•*?-•■. GLEÐILEG JÚL! FISKHÖLLIN GLEÐILEGJÓL! Friðrik Bertelsen & Co. GLEÐILEG JÓL! Nýja Efnalaugin, S s s s s s s s s s s ) s s s s GLEÐILEG JÓL! BÆJARBÍLSTÖÐIN GLEÐILEG JÓLS s s s s s s s \ Asgeir G. Gunniaugsson & Co. gjarnan heilsa upp á nágranna sinn að norðan? Nei, annað var hreint og beint tortryggilegt. Ja, hvað átti honum svo sem að geta gengið til að vilja ekki heilsa upp á stúlkuna? Huh! — Ja, já, — það gæti náttúrlega verið nógu gaman. — Það er nú svo þröngt hjá þeim. Eg held það væri þá nærri því bezt, að ég bara sækti hana. — Já, það sýnist mér, sagði gamli maðúrinn og var ekki sofnaður fram á hendur sínar — eða kannske líka var hann vaknaður aftur. Hann hafði verið á skaki og var vanur að sofna sér fuglsblund, sitjandi við færið. Svo þerraði gamla konan vætuna af höndunum á sér, stakk þeim undir svuntuna og ráfaði út. Klukkan tifaði inni í herberginu. Hún var hávær, en seinmælt, gamaldags lóðaklukka. Ekk-ert-ligg-ur-á- ekk-ert-ligg-ur-á, tautaði hún og hélt þetta víst vera haustkvöld í sveitinni. Svo suðaði eitthvað og suðaði, kannske ketillinn, — nei, það var dautt í eldavélinni. Hvað suðaði þá fyrir eyrum Steinmóðs Jósúasonar? Hér var enginn á — ekki einu sinni lækur. Dyrnar opnuðust, og inn kom Eyrún gamla. — Hún kemur. Steinmóður ræskti sig, og svo þreif hann pontu upp úr vasanum og tók í nefið. — Ha, ertu farinn að taka í nefið, Móði minn? sagði gamla konan. — Það held ég, sagði Steinmóður. — Villt þú, Al- bert? — Ó-nei, maður, þakka þér fyrir samt. Eg mátti venja mig af því fyrir eina tíð, eins og ástæðurnar voru þá. Það er eitthvað, sem maður hefir reynt, misst fjögur börn ofan í moldina og fullorðinn pilt í sjóinn, og mátt það á sig leggja í ofanálag og hætta að taka tóbakskornið í nefboruna. O, það held ég. Nú heyrðust hlátrar og létt, en títt fótatak. Og hurðin hrökk upp, og tvær stúlkur komu inn, önnur þeirra Ósk, hýr, en þó ekki hlæjandi, hin með viprur í munnvikum, rjóð og skoteyg. — Nei, komdu nú sæll, Steini! sagði Ósk og rétti fram höndina. Og Steinmóður stóð upp, frekar undirleitur, og rétti sína, máttlaust og sígandi, og hann sýndist kyngja munnvatni með herkjum. — Sa-æl! Svo rétti hann henni höndina, steinþegj- andi, og hann horfði á hvoruga þeirra stallsystra. — Sæll, sagði ókunna stúlkan lágt, og leit á alla viðstadda eins og stygg skepna. Svo settist Steinmóður niður, en stúlkurnar virtust ætla að standa. — Tyllið ykkur þarna á bekkinn, geyin mín, sagði þá gamli maðurinn. Þær settust, og Steinmóður sá það svona út undan sér, að sú ókunnuga hnippti í Ósk. — Hvað segir þú mér, Steini? spurði svo draum- konan. — O, allt mannheilt, sosum, og góðar heimtur. — Nú, já, það er gott. Þorkatla hress, gamla konan? Steinmóður skotraði til hennar augunym:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.