Vísir - 24.12.1948, Page 1

Vísir - 24.12.1948, Page 1
1918 JÓLABLAÐ Scfokamr jé/ahna lólahugvekja eMr sira Kristín §teíánsson, * fríkirkjuprest í Hafnarfirdi jþEGAR skammdegið er mest hér við hin yztu höf, höldum vér heilög jói — hátíð friðarins og ljóssins. Aldrei eiga mennirnir barnshugann eins og þá. Þeir eru aldrei einlægari, aldrei ríkéuri af samúð og góðvild til annarra, aldrei sannari menn en á jólunum. Minningar bernskuáranna snerta hugann, — minningar um föður og móður og systkini, minningar um æskuheimilið, um lítið kertaljós, ímynd sjálfs jólaljóssins, koma fram í hugann á jólunum. Og hvort sem þessar minningar eru tengdar við lágreistan kotbæ eða glæsta höll, þá skiptir það engu máli. Áhrif jólanna eru hin sömu, mildi þeirra og máttur í senn líkur. Jólin koma jafnt í hreysi og höll, og boð- skapur þeirra er alls staðar hinn sami. Jól! Sá hlýtur í sannleika að vera mannhatan, sem fmnur i ekki til sællar tilfinnmgar í brjósti sér, þegar blessuð jólin \ koma, eða veki jólin ekki hýjar minningar í sál hans. — Og senn eru jólin að koma til vor mitt í skammdegismyrkr- 1 inu. Vér sjáum fyrir hugskotssjónum vorum himneskar her- \ sveitir og heyrum englaraddir vegsama guð og boða mann' ' kyninu frið. Og þar skynjum vér í raun og veru allan jólaboð- skapinn, því að hvað er hann og á að vera, annað en lof" söngur til skaparans og gjöf friðarins til mannanna? Af miskunn- semi og kærleika til vor sendi guð son sinn inn í þennan heim, til þess að vér ættum í honum fyrirmynd og leiðtoga, 1 sem fulltreysta mætti í lífi og dauða. Fyrir því eigum vér að lofsyngja og þakka Guði fyrir dýrmætustu jólagjöfina, sem j mankyninu hefir verið gefin. En boðskapur iólanna er annars vegar gjöf friðarins til mannanna. Sú gjöf er jólabarnið sjálft, hann, sem er friðar- höfðmginn. Kristur gaf mönnunum meginreglu til þess að hfa eftir: ,,Það, sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Ef mennirnir lifðu í sannleika eftir þessari grundvallarreglu, þá liti heimurinn annan veg út, en hann gerir í dag. Þá bæri minna á togstreitu, úlfúð og hatri, en raun ber vitni um, í bæ og byggð og þjóða í milli. Andi Krists, andi friðarins hefir ekki náð að gegnsýra þjóðfélögin. Þess vegna fer svo margt aflaga í samskiptum cinstaklinga og þjóða. En einnig í öðru tilliti gaf Jesús mönnunum frið. Hann gaf öllum lærisveinum sínum innri frið — sálarfrið. Sá friður er ekki af þessum heimi. Hann er andlegur máttur, sem gerir oss veika menn styrka til þess að bera byrðar lífsins. Hann er trúin, sem gæðir lífið tilgangi. Hann er vonin, sem kyndir undir Hfsgleðina og nær alla leið inn í ríki eilífðarmnar, Hann er kærleikurinn, sem vermir í hretviðrum lífsms og lýsir upp takmarkið. Mönnunum er einskis frekar vant, en að eignast þenna frið í hug og hjarta — þann frið, sem jólabarnið, gaf þeiin. Á þetta eiga sérhver jól að minna oss. Og þegar jólahelgin færist nú yfir, þegar amstur og hugsanir hversdagslífsins víkja um set, en lotning og helgi gagntekur sálir vorar, þá skulum vér muna, að jólm eiga erindi til vor allra. Fagnaðarerindi þeirra er boðskapur hins sanna friðar, sem gerir menmna að sterkum sálum, góðum og heilsteyptum einstaklingum, af því að þeir gefa Guði dýrðina, vegsama og þakka föðurnum himneska fyrir allar gjafir, en einkum fyrir jólagjöfina — fyrir Jesúm Krist. Megi þessi jól vekja í brjóstum vorum þrána eftir því að verða ávalt betri og sannari lærisveinar hans. Og mættum vér vita það, að þótt jólin líði fljótt séu þau talin í dögum eða klukkustundum, þá eiga áhrif jólanna að verða varanleg í sálum vorum. Þar á að varðveitast sú trú, sú von og sá kær- leikur, sem jólabamið færði mannkyninu. Þá mun oss skilj- ast, að ríki himnanna er oss nær en vér höldum, að algóður faðir vakir yfir oss og heilagar verur sleppa aldrei af oss hend- inni. Og vér skynjum, að lofsöngur englanna: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu, er boðskapur, sem á erindi til vor. :/ GLEÐILEG JÖL! J

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.