Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 3
Fimmiudagur 7. maí 1%4 MOtoGUNB» AÖIÐ 3 STAKSTIINAR Styrkjum gengi krónunnar Ing-ólíur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, ritar grein í „Suður- land“ 2. maí undir fyrirsögninni: Næst samkomulag um stöðvun verðlags og óraunhæfra kaup- krafpa? Kemst hann þar m_a. að orði á þessa leið: „Nú hafa aflabrögð verið góð á þessari vertíð. Mun það styrkja gengi krónunnar og ætti að skapa möguleika til þess að þeim gjöldum sem lögð voru á þjóðina við síðustu áramót til stuðnings útgerðinni verði aflétt ef aflabrögð verða sæmileg á- fram og einhver hækkun verður á íslenzkum vörum á erlendum markaði. í»að er því ástæða til að ætla að með því að stöðva nú kaupgjald og verðlag, megi ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og leggja grundvöll að traustum efnahag, sem tryggir framtíðina. Þegar núverandi stjórn tók við völdum, voru miklar lausaskuld ir erlendis og enginn gjaldeyris varasjóður. Gjaldmiðill þjóðar- innar fékkst ekki skráður í er- lendum bönkum, enda vissi eng- inn hvert raunverulegrt gengi var á íslenzku krónunni. Atvinnuvegir landsmanna áttu í miklum erfiðleikum og lá við stöðvun. Atvinnuleysi varð víða um land og fólksstraumur utan af landi til Reykjavíkur var mik ill hvert ár. Mikil breyting til batnaðar Hvaða skoðun sem menn hafa á stjórnmálum, verður þvi ekki neitað að mikil breyting hefur orðið til batnaðar á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Þarf ekki að hafa mörg orð um það sem öllum er sýnilegt og áþreif anlegt. Það vita allir að þjóðin hefur eignazt all myndarlegan gjaldeyrisvarasjóð og að um óreiðuskuldir erlendis er ekki lengur um að ræða. Það er einn ig kunnugt, að krónan er skráð í erlendum bönkum eins og gjaldmiðill annarra sjálfstæðra þjóða. Það er og áþreifanlegt að atvinnuvegirnir starfa með þeirri afkastagetu, sem möguleg er og að nú er ekki lengur rætt um atvinnuleysi heldur vöntun á fólki til vmissa starfa. Það sem áunnizt hefur í efna- hagsmálum landsmanna má ekki glatast. Það eru því gleði- leg tíðindi að svo virðist vera að almenningur hafi áttað sig á því hvað er um að ræða. Efnahagslegt öryggi Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að leysa kaupgjalds- og verðlagsmálin farsællega til lykta. Það er gleðiefni ef verka lýðsforystan vill í einlægni leggja sig fram til þess að sem bezt megi takast í þessu efni. Ef svo giftusamlega tekst til, eins og margir vilja ætla, að samvinna takist milli ríkisstjórn arinnar og verkalýðsforystunnar um þessi mál, má fullyrða að þíóðin hefur aldrei staðið betur að vígi en nú, til þess að treysta efnahagslegt öryggi og áfram- haldandi , framkvaFjmdir í land- inu. Þjóðin getur því litið björtum augum á framtíðina, ef hún verð ur ekki sjálfri sér sundurþykk. Tækifærin til að vinna að margháttuðum framförum og velgengni verða meiri en nokkru sinni fyrr, ef farsæl lausn fæst á þeim málum, sem hér um ræðir.“ MORGUNBLAÐIÐ spurðist í gær fyrir um það hjá ferða- sknfstofunum, hvort 'margir hefðu pantað sumarleyfisferð itr til útlanda og hvert fólk vildi helzt fajra. Hjá Löndum og leiðuim fengust þau svör, að erfitt væri að geta sér tiil um tölu þeirra, sem utan færu á veg- uim ferðasikrifstofunnar, en. hún yrði þó varla lægri en 400 til 500, eða svipuð og í fyrra. Fyrst væri ferð til Bandaríkj anna 17. maí á heimssýning- una í New York. Þangað ætl- uðu um 30 manns. Tvær aðrar ferðir á heimssýninguna verða tm í Júgóslaviuferð Utsýnar mun meöal annars Verða flatmagað á baðströndum Dalamatiu. 1 ferð Landa og leiða munu menn eflaust kynnast bumbuslætti Afrikunegra. Rætt við ferðaskrifstofurnar um ferðir íslendinga til útlanda í sumar „Mér viröist ferðamanna- straumurinn úr landi ætla að verða svipaður og í fyrra“, sagði starfsmaður Sunnu. — „Annars er erfitt að sjá það fyrir, vegna þess að fólk er yfirleitt ekki enn þá búið að ákveða sig. Við höfum verið beðnir að athuga um ferðir fyrir fjöldanm allam af fólki, sem ekki hefuir beimlímis pamt að far“. Starfsmaður Summu kvað fólk ætla að leita mest til No'rðurlamda. Þá hefðu þeir ferð til Bandaríkianna með eims, tveggja eða þriggja vikna viðdvöl. Margjr hefðu pantað sæti í ferð um Rínar- lömd. Þá sagði hamn að ferðir til Mallorca nybu alltaf mik- illa vinsælda. Hanm giskaði á að tala þeirra sem þegar hefðu pantað ferðir eða bðið um að skiipuilggja þær fyrir sig, væri 500 til 600, en sú tala væri þó mjög úr lausu lofti giripin. farnar á vegum þessarar ferða skrifstofu í sum*ar. Mikilil á- hugi er á ferðum Landa og, leiða til Norðuirlandanma fjög urra með viðdvöil í Leningrad. Þá hafa margir tryggt sér far í hópferð til Ítalíu. Lönd og leiðir munu eiminig gangast fyrir ferðurn til Spánar, Tang er og Marokkó, Rhodos og á baðstrendur Rúmeníu. Ferð- irnar kosta frá kr. 14.000,00 upp í 3>6 þúsund. Sú dýrasta er til Viktoríuvatns í Afríku. Verður farið um Bgyptaland, Aþhessyniu og Kenya. „Við skipuleggjum líka ein staklingsfe>rðir“, sagði starfs- maður Landa og leiða. „Þær verða ekki farnar á hentugri Plaza de Espana (Spánartorg) og konungshöllin í Madrid. í Spánarferð Sögu munu þátttakendur kanna þessar slóðir. hátt. Ferðaskrifstofur fá 26% afslátt hjá flugfélögunum og nota það fé til að greiða niður dvailarkostnað viðskiptavin- anna. Allar Bvrópuferðir eru farnar um London eða Kaup- mannahöfn og numið staðar þar um hríð annað hvort á út- eða heimleið“. „Við höfum verið beðnir að skipuleggja um 45 slíkar ferð ir“ hélt hann áfram. „Þær vara ‘6 til 25 daga hver. Þess- ar ferðir verða til allra landa Evrópu vestan jámtjalds". Ingólfur Guðbrandsson í Út sýn tjáði blaðamanni Mlbl. að miklu meiri áhugi virtist vera á utanferðum en á síðastliðnu ári. öll sæti væru tekin í Bret landsferð og Skandinavíuferð ir i júní og júlí. Þá væri mikil aðsókn um Júgóslavuferð síð ari hluta júlímánaðar og Mið- Evrópuiferð um Frakkland, Þýzkaland og Sviss. „Áhuginn á suðurlandaferðum er alltaf að aukast“, sagði Ingólfur. Hvert skal halda í sumarleyfinu? #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.