Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 16
16 MORCUNBfAÐIÐ Timtnfu<Jaí?ur T. maf I9#4 3M*t9mtirIjifr$fr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstj órar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. END URFÆÐING FRAMSÓKNAR fT’ími kraftaverkanna er ekki -*■ liðinn. Hin gamla Fram- sóknarmaddama er endur- fædd. Hún kemur nú daglega fram í alveg spánýju gervi. Hún er búin að slétta úr elli- hrukkunum og hefur klæðzt nýjum og litríkum kyrtli. Hvað er til marks um þessa endurfæðingu hinnar gömlu maddömu? Fyrst og fremst það, að nú segja Framsóknarmenn að stærsta áhugamál þeirra sé að lækka skatta og tolla á bless- aðri þjóðinni þeirra! En þeir segjast vilja gera meira. Þeir segjast vilja vera einlægur verkalýðsflokkur og gera sem allra bezt við launþega, hækka kaupið þeirra, stytta vinnudaginn og tryggja þeim nýtt, betra og ódýrara hús- næði. Hin gamla maddama vill gera enn meira. Hún segist geta lokið öllum verklégum framkvæmdum í landinu í einu vetfangi, ef hún að- eins fái að ráða. Niðurlögum dýrtíðarinnar segist hún einn- ig geta ráðið á skömmum tíma, ef hún aðeins fái tæki- færi til þess að beita snjall- ræðum sínum. Finnst íslendingum ekki dásamlegt að horfa upp á þessa endurfæðingu? Það eru ekki nema tæp sex ár síðan Framsóknarflokkurinn hafði forýstu í svokallaðri vinstri stjórn. Þá gafst hún upp á miðju kjörtímabili. Hinn mikli vinstri hertogi, Her- mann Jónasson, stökk fyrir borð af stjórnarskútunni og landslýður allur sá í iljar hon- um í haf þeirrar óðaverð- bólgu, sem úrræðaleysi stjórn ar hans hafði leitt yfir þjóð- ina. Á valdatímabili stjórnar hans drógust verklegar fram- kvæmdir saman, lífskjör al- mennings þrengdust og algert hrun blasti við, þegar formað- ur Framsóknarflokksins lýsti því yfir, að innan stjórnar hans væri ekki samkomulag um nein úrræði til lausnar þeim mikla vanda, sem við var að etja. Allt þetta heldur hin end- urfædda maddama að sé graf- ið og gleymt. Hún heldur líka að það sé gleymt, að ævinlega þégar Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn hækka skatt- ar og tollar. Þegar hin fyrsta vinstri stjórn Hermanns Jón- assonar fór með völd á árun- um 1934 til 1938 margfaldað- ist til dæmis skatta- og tolla- byrðin. Það er íslendingum í fersku minni, að Eysteinn Jónsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur aldrei átt nema eitt úrræði gegn hvers konar vanda, að hækka skatta og tolla, þyngja byrðarnar á almenningi. Það þarf mikla endurfæð- ingu til þess að láta íslenzku þjóðina gleyma þessu öllu saman. En Framsóknarmenn virðast þó trúa því að það geti tekizt. Þeir segjast nú vilja og geta gert allt það, sem þeir ekki gátu gert, þeg- ar þeir höfðu aðstöðu til og fóru með völd í landinu. Þeir segjast geta sigrazt á verð- bólgunni með því að æsa til stöðugs kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags, heimta hærri laun handa launþegum og hærra verð fyr ir kjötið, mjólkina og kartöfl- urnar, sem bændurnir fram- leiða. Þannig ætlar hin gamla og endurfædda maddama að leysa vandann, sem hún gafst upp fyrir haustið 1958, þegar vonir hennar um áratuga vinstri stjórn brustu og leið- togar Framsóknarflokksins lýstu með átakanlegum hætti hinu hrikalega skipbroti vinstra ævintýrisins. GÆTIÐ BARNANNA rimm banaslys hafa orðið 4 hér í Reykjavík í um- ferðinni frá síðustu áramót- um. Nú síðast varð þriggja ára telpa fyrir bifreið og beið þegar bana. Þessi sorglegi atburðúr hvetúr enn tií aukinnar að- gæzlu. Umferðin á hinum þröngu götum hinnar íslenzku höfuðborgar er orðin óskap- leg. Hver einasti borgarbúi verður að líta á það sem þelga skyldu sína að koma fram af fyllstu varfærni. Það verður heldur aldrei nógsam- lega brýnt fyrir fólkinu að gæta barnanna. En því miður brestur mjög á að það sé gert. Um allar götur getur að líta börn eftirlitslaus að leik. Á þessu verður að verða breyt- ing. Börnin eru ekki aðeins hjartað í brjósti foreldra sinna, þau eru ókomna tím- ans von. Dauði lítils barns skilur ekki aðeins eftir sorg og söknuð í brjósti foreldra og annarra ástvina, heldur stórt skarð í röðum lítillar þjóðar. Kjörorðið í umferðar- málunum hlýtur þess vegna að vera: Gætum barnanna, verndum þau fyrir hinum vél- vædda hraða, sem alls staðar Bandaríska flugvélaflutningaskipið Card við hafnarbakkann í Saigon eftir sprenginguna. Skipi4 hvilir nú á botni Saigon-árinnar. Hermaður stendur vörð. (AP) Kommúnístar sökkva bandarísku f lutningaskipi Saigon, 2. maí (AP): — SKÆRULIOAR Viet Cong komm únista sökktu að morgni 2. mai bandarísku herflutningaskipi í höfninni i Saigon, höfuðborg Suður-Vietnam. Flutningaskipið, Card, var 15 þúsund tonn og sér- staklega smíðað árið 1942 til að flytja flugvélar og þyrlur. Card hafði flutt nýjar þyrlur og spcengjuflugvélar frá Banda ríkjunum til Saigon. Var afferm ingu lokið fyrir nokkru og búið að skipa utn borð gömlum og bi'l uðum þyrlum, sem átti að flytja til baka til Bandaríkjanna. Ætl- unin var að skipið legði af stað frá Saigon klukkan 10 um morg uninn. Klukkan fimm um morguninn varð sprenging í skipinu, og kom þá stórt gat á skipseíð- una neðan sjávarborðs. Tók skip ið þegar að sökkva. 73 manna áhöfn var á Card og komust all ir í land. Sökk Card þa-rna á 15 metra dýpi, og standa yfirbygg- ing skipsins og þyrluþiljur upp úr. 8 bandarískir hermenn særð ust í sprengingunni. Skipstjórinn á Card, Borge Langeland, segir að ekki sé vit að með vissu hve miklar skemmd ir urðu á -skipinu við sprenging- ana, e« telur að gatið á síðunn. hljóti að vera mjög stórt, því skipið var fljótt að sökkva. Ray mond Arbon, annar stýrimaður, var á vakt þegar sprengin varð. Þeyttist hann til og féll kylli- flatur, en varð ekki meint af. Járnbútar úr skipinu og bjálkar úr bryggjunni, sem það lá við, flugu langar leiðir. Fullvíst er talið, að hér hafi skæruliðar kommúnista, Viet- Cong, verið að verki, og hafi þeir valið tímann til skemmdar- verksins í sambandi við 1. maí. Bandarísk yfirvöld hafa fyrir- skipað ítarlega rannsókn á at- burði þessum, sem talinn er geta orðið til meiriháttar álits- hnekkis fyri Bandaríkjamenn í Viet-Nam. Málið er enn óupp- lýst, en sérfraeðingar telja að skemmdarverkamennirnir hafi ýtt sprengjunum með þar til gerðum stöngum frá naerliggj- andi hafnarbakka og að skips- hliðinni. >aer ha.fi síðan verið sprengdar með rafmagnsþræði úr fjarlsegð. Talið er að sprengi efnið hafi ails numið 25 kg. og er ekki- talið ósennilegt að hér hafi verið um pJasteprengiefni að ræða. Card @r fyrsta- bandaríska skipið, sem verður fyri tjóni í styrjöldinni í S-Viet Nam. Npkkru eftir að sprengingin varð í skipiniu, lýsti Williatn Bundy, aðstoðarutanríkisráð' herra, því yfir í sjónvarpsvið- tali, að hann teldi að hér gæti verið um að ræða fyrsta þáttinn í aukinni skemmdarverkastai j semi kommúnista. Ráðstefna um meimtim utan skólanna DAGANA 11.—13. marz sl. sótti Þorsteinn EinarssOn, íþróttafulU trúi, af hálfu menntamálaráðu- neytisins, fund í Strasbourg, sem efnt var til á vegum Evrópuráða í nefnd þeirri, er fjallar Um menntun utan skólanna. Meðal annarra mála fjallar nefnd þessi um íþróttamál og tók íþróttafull- trúi þátt í þessum fundum vegna þeirra. Helztu viðfangsefnin, sem tek- in voru til umræðu, voru þessi: íþróttir og örvunarlyf, sameigin- legt afreksmerki, íþróttakvik- myndir, rekstur áningastöðva fyrir ferðafólk, efling íþróttaiðk- ana meðal almennings, sameigin- legar lágmarkskröfur fyrir í- þróttaþjálfara og leiðbeinendur, gagnkvæm aðstoð Evrópuráðs- þjóðanna á sviði íþróttamála, o* loks var rætt um námskeið, sem fyrirhuguð eru á ýmsum sviðum íþróttamála. (Frá menntamála- ráðuneytinu) skapar hættu á slysum og dauða. Á MÓTI VOPNLEYSI ITmboðsmenn hins alþjóð- lega kommúnisma hér á íslandi þykjast nú miklir unnendur friðar og vopnleys- is. En sú var tíðin, að komm- únistar voru herskárri. Blöð kommúnista hér á íslandi hvöttu Islendinga til dæmis ákaflega til þess að taka sér vopn í hönd og berjast með kommúnistum á Spáni á sín- um tíma. Brynjólfur Bjarna- son sagði líka að hér á ís- landi mætti skjóta, ef það væri Rússum í hag. Árið 1937 komst Einar Ol- geirsson einnig þannig að orði í „Þjóðviljnum“: „Frá því að ísland fékk sjálfstæði sitt 1918 hefur orð- ^ ið svo stórfelld breyting á al- þjóðaháttum, að sú trygging, sem menn þá treystu á að nægja mundi fyrir sjálfstæða smáþjóð eins og ísléndinga: Virðing fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar og drengskapur gegn vopnlausri smáþjóð, er nú horfin". Einn aðalleiðtogi kommún- istaflokksins á íslandi var þannig á móti vopnleysi á þessum tíma. En þá voru kommúnistar líka á móti hlut leysinu, auðvitað vegna þesa að Sovétríkin voru þá hlut- leysisstefnunni andvíg. Nú, þegar íslendingar hafa leitað sjálfstæði sínu og ör- yggi trausts í varnarbanda- lagi frjálsra þjóða, þá heimta kommúnistar og aftaníossar þeirra að ísland verði hlut- laust og varnarlaust. Engum dylst, að það er vegna þess a3 Sovétríkin telja sig nú hafa hagsmuni af því að smáþjóð- ir Evrópu aðhyllist hlutleysia stefnu. Þannig er utanríkisstefna kommúnista. Hún miðast í engu við íslenzka hagsmuni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.