Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. maí 1964 SÝNiNG vogaskúla Síðastliðinn sunnudag var haldin sýning á handavinnu og teikningum nemenda i Vogaskólanum. Á sýningunni var yfirlit verkefna nemend- anna frá vetrinum og gat þar að lita verkefni nemenda á aldrinum frá 9 ára til 17 ára og voru sýningargripir því mjög fjölbreyttir. Sýning þessi er árlegur þátt nr í starfi skólans og er lögð í hana mikil vinna fyrir utan starf það er hver og einn hef- ir lagt í sina sýningarmuni. Sýningin tók yfir skála skól ans og 4 kennslustofur, auk þess sem teiknimyndir voru liengdar upp í anddyri. Vogaskólinn er fyrsti skól- inn hér í borg, sem er skipu- lagður frá upphafði bæði sem barna- og gagnfræðaskóli og útskrifar nú í vor í annað sinn gagnfræðinga. Myndir þessar sýna í annan stað handavinnu pilta í gagn- fræðadeildum og handavinnu stúlkna á sama stigi. Getur þar að líta allt frá skraut- munum úr beini í borð og skápa og hjá stúlkunum allt frá smádúkum upp í spari- kjóla. (Myndirnar tók Sveinn I>orm.) Maíurinn viö stýriö IMý bók um umferðarmal „ÉG HEF horft á menn ráðast að verkfærum, sem þeir voru að nota, svo sem skóflum og hök- um, tala við þau eins og lifandi verur. Ráðast að þeim með óbóta Menn lita misjöfnum augum á ökutæki sin. skömmum. Þetta á líka við um ■* bifreiðir. En þá verða hlutirnir alvarlegri. Bifreiðin hlýðir öll- um skipunum okkar. Hún getur Canberra, 25. apríl. NTB. Paul Hasluck, landvarna- ráðherra Ástralíu hefur tekið við embætti utanríkisráðherra af Sir Garfield Barwick. Hef- ur Sir Garfield verið skipað- ur hæstaréttardómari í Can- berra. orðið hættulegt tæki i höndun- um á manni, sem er einhverra hluta vegna truflaður á geði, orð ið til stórtjóns. Ég veit ekki, hvort er hættulegra, að maður aki bifreið i reiði og annarri mik illi geðshræringu eða undir á- hrifum áfengis*. Þannig fórust Hafsteini Guð- mundssyni bókaútgefanda orð, þegar hann boðaði blaðamenn, tryggingamenn og fulltrúa frá slysavarnarfélögunum á sinn fund í gær í tilefni af því að út er komin bókin: „Maðurinn við stýrið“ eftir Áke Carnelid. Bókin er útgefin mest að áeggjan Ás- björn Stefánssonar, læknis og Bindindisfélags ökumanna, en Slysavarnarfélag íslands hefur lagt fram kr. 25.000,00 til útgáfu hennar. Gunnar Friðriksson, for- seti Slysavarnarfélagsins, sem þarna var mættur, sagði að aðal vörnin til að forðast slysin, væri fræðsla, og það væri nauðsynlegt að mynda fræðsluhópa, sem láta sér annt um umferðarmál. Mein ingin væri að senda slysavarnar deildunum úti um land bókína og fá þær til að kynna efni henn ar og útbreiða hana. Fagnaði Þorleifur Guðmundsson skrifar: A FERÐA8LÓÐLHI MEÐ hækkandi sól og góðu veðri eins og hefur verið und anfarið, er eins og nýtt líf færist í þá sem útiveru unna. Þessa dagana er líka að koma út ferðaáætlun þeirra sem að- allega annast ferðir um Iand- ið, og er úr miklu að velja bæði stuttar ferðir um helgar og sumarleyfisferðir. Við yfir lestur þessara áætlana er eins og kvikni í manni ferðalþráin, og er þar vandi á höndum hverju skal hafna og hvað skal velja. Ferðafélag íslands býð- ur auk þess upp á gönguferð- ir á sunnudögum, og er ætlun in að gera þær að umtalsefni í þessu spjalli. Gönguferðirn- ar á sunnudögum hafa marga kosti, lítill tími fer í bifreiðir, en þeim mun meira fæst út úr þeim til göngu. Ein slík ferð var farin sunnudaginn 18. apríl. Hann var bjartur og fagur eins og reyndar margir aðrir dagar undarnfarið. Allt lofaði því góðu um ánægju- legan dag. Bíllinn, sem átti að flytja okkur beið við Aust- urvöll, en fáir mættu til göng unnar, en það' var ekki látið hafa áhrif á ferðina og lagt af stað eins og til stóð. Farið var í Kaldiársel og komið þangað eftir hálftíma akstur. Fyrst var farið yfir Kaldá, sem er líklega stytzta á á landinu, því Jj/ún hverfur í hraunið nokkur hundruð metra frá upptökum, en þau voru í vatnsbólj Hafnfirðinga. Við ána er undrafagurt, eins og raunar við allar bergvatnsár þessa lands. Þarna skiptast á silfurtærar straumrastir og spegillygnir hyljir. Við ána eru friðsælir og fagrir hvamm ar, ríkir af alls konar gróðri. Þarna er gott á sumardegi að njóta hvíldar og næðis. Við gengum yfir Undirhlíð- ar, en svo heitir hæðardrag, sem liggur alla leið frá Kald árseli að Krísuvíkurvegi. Með þessum hæðanhrrygg skiptast á grasi grónar flatir með brekkurrótum og birkikjarr í í brekkum. Þarna fengum við fyrstu kveðjur frá vinu okk- ar, lóunni, og einhvers staðar lét stelkurinn til sín heyra. Þessir vorboðar gerðu sitt til að gera ferðina ánægjulega og þess verða að hún væri far in, þó ekiki kæmi annað til. Við lögðum nú leið ok-kar á Helgafell en það er 340 m. hátt og er alls staðar auðvelt uppgöngu og engum ofraun, jafnvel þótt göngufólkið sé ekki í þjálfun eftir kyrrsetu vetrarins. Þarna suð-vestan í Helgafelli eru fagrar og ilm- ríkar lyng og grastorfur. Ég held jörðin ilmi aldrei meira en á vorin, þegar hún er að vakna af vetrardvalanum og fagna nýju sumri, og klæðast sumarskrúði. Eða svo fannst mér þann dag. Þó Helgafell sé ekki hátt er útsýni af því furðu gott, sökum þess að það stendur eitt sér. Fjallaihringur inn allt frá Keili rangsælis til Snæfellsjökuls blasti við í allri sinni dýrð. Við sáum allt norð ur á Skjaldbreið og Botnsúlur og útvörðinn fagra í vestri Snæfellsnesjökul. Nær okkur voru Hengill, Bláfjöll, Esja og Móskarðsihnjúkar, og svo Lönguhlíðar,. sem nú eru hjúp aðar þunmri snjóslæðu, sem leidu hugamn að skíðaferðum. Hræddur er ég um að þar hefði víða urgað í grjóti und- ir skíðum, því ekki var um verulegan smjó að ræða. Eftir að hafa dvalið góða stund á Helgafelli var gengið yfir í Valahmjúka, en svo heitir tind óttur hryggur úr móbergi norð an við Helgafell. í Valahnjúk um verpir að jafnaði hrafn, og mun það hafa verið ætlun hans nú, því vorhreingeming var um garð gengin i hreiðr- irnu, en þar vom engin egg þó kominn sé varptími, og eng in krummahjón voru sijáanleg og ríkti þarna algjör þögn. Það gæti þó ekki verið að veiði glaðir byssumenn hefi verið þarna á ferð? Þá væri þögnin skiljanleg umihverfis hreiðrið. Hvenær lærum við að um- gangast fugla himinsins eins og vini okkar? Eftir þetta var gengið á Húsafell, en það stendur eitt sér nokkuð aust- an við Helgafelil, þaða.n var svo farið á Búrfell. Reyndar er varla hægt að kalla það fell, því þetta er lágreistur gíg ur, sem hefur þó verið mjög athafnasamur meðan hann var og hét. Frá honum er nefni- lega komið mikið af því hrauni sem hefur runnið í sjó fram bæði í Garðálhreppi og Álftanesi. Frá gígnum liggur breið og mikil gjá og bera veggir henn ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON framkv.stj Rauða krossins, er kunnur göngugarpur. Hann mun skrifa þætti um göngu- ferðir fyrir lesendur Morgun- blaðsins, og birtist hér fyrsti þátturinn. ar það með sér að þarna hef- ur hraunið brotizt fram og sums staðar gljáfægt þá eins og þeir væru unnir með verk- færurn nútíðarininar Nú er botn gjárinnar mosa- og grasi gróinn og viða er þar alls kon ar lyng og fjalldrapi. Nokkuð langt frá Búrfelli og í gjánni er gamla fjallskilarétt þeirra Garðahr. og Álftanesmanna, og annarra sem upprekstrar- land hafa átt á þessum slóð- um. Réttin er listilega hlað- in, og er engu líkara en hver steinn sé tilihöggvinn Svo vel hefur náttúran unnið verk sitt. Nú er réttin yfirgefin og þar fara ekki aðrir um garð, en stöku göngumenn. Það svæði sem ég hefi nú lítillega lýst er mjög skemmti legt til göngugerða og við allra hæfi, því fjöllin eru öll mjög auðveld uppgöngu og hraunið víðast helluhraun, sums staðar sandorpið. Fáar gönguslóðir þekki ég hér í nágrenni, sem eru lit- ríkari á haustdegi, þegar all- ur gróður hefur tekið á sig mjög auðveld uppgöngu og haustlit, þá- er gott að hefja ferðina frá Hafnarfjarðavegi sunnan Silfurtúns, fylgja hraunbrúninni að norðan, ganga neðan túns á Vífilsstöð um, fara inn með Vífilsstaða- hlíð allt að áðurnefndri skila rétt og enda gönguna í Kald- árseli. Fyrir einn fagran haustdag á þessum slóðum, verður móð ur náttúru aldrei fultþakkað. Gunnar útkomu hennar. Ásbjörn læknir Stefánsson, sagðist hafa trú á því, að hver sem opnaði bókina myndi lesa hana til enda, en það mætti svo sem vel lesa hana í köflum, og svo þægileg væri hún í meðför um, að hægt væri að hafa hana með sér á ferðalögum, jafnvel í strætisvagni. Hafsteinn sagði bókina vera þýdda óstytta af Skúla Jenssyni lögfræðingi, en auk þess hefði Ásbjörn Stefánsson lesið hana yfir og þýtt suma kaflana, en Árni Böðvarsson cand. mag., hefði lesið prófarkir ásamt Sí- moni Jóh. Ágústssyni prófessor. sem hefði auk þess lagt mikið til bókarinnar, sem snerti sérfag hans, sálarfræðina. Bókin væri ekki gefin út í gróða skyni, og kostaði hún kr. 90,00 út úr búð að vxðbættum söluskatti. Hún er í 6 köflum, 160 bls. að stærð og er öll hin snyrtilegasta. Hafsteinn kvað nauðsyn til bera að útbreiða þessa bók. Það gætu blöðin gert, með því að sýna fram á nauðsyn þess, að bif reiðastjórar almennt læsu hana. Það gætu tryggingafélögin gert með því að senda umboðsmönn- um sínum hana til kynningar og sölu. Það mætti ef til vvll forðast milljónir í tjónabætur, ef bif- reiðastjórar fengjust til að lesa bókina með athygli. Hafsteinn sagði að lokum, að það væri ekki vitað, hversu marg ir bifreiðastjórar væru óhæfir að aka bíl, en eitt væri víst, að þeir væru sjálfir sér þess ekki meðvitandi. Bók þessi gæti ef til vill orðið til þess, að menn sæju sjálfa sig í nýju ljósi, grand- skoðuðu sjálfa sig ofan í kjölinn. Og að síðustu eitt lítið heilræði til þeirra kvæntu, sagði Haf- steinn. Ef þið ætlið að rífast við konu ykkar, þá látið þig hana hafa bíllyklana áður, þ.e.a.s. ef hún hef-ur ekki próf líka“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.