Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNHiAÐIÐ Fimmtudagur 7. maí 1964 Sigurður Á. Björnsson frá Ve&ramóti — Minnmgarorð — Kveðja frá formanni Sjálfstæðisflokksins FÖSTUDAGINN 1. maí andaðist á Landsspítalanum Sigurður Árni Björnsson frá Veðramóti, tæplega áttræður að aldri. • Hann var fæddúr á Heiði í Gönguskörðum 22. maí 1884, sonur hinna alkunnu hjóna Björns Jónssonar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Veðramóti og Þorbjargar Stefánsdóttur á Heiði Stefánssonar. Björn Jónsson, sem lengst bjó á Veðramóti, var sonur Jóns Jónssonar hreppstjóra á Háa- gerði á Skagaströnd og konu hans Guðríðar Ólafsdóttur á Harastöðum Guðmundssonar. — Þorbjörg Stefánsdóttir var al- systir hinna landfrægu alþingis- manna Sigurðar prests í Vigur og Stefáns skólastjóra á Möðru- völlum og Akureyri. Er sú ágæta ætt, sem flestir kenna við Heiði alkunn, og ákaflega fjölmenn. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum í hópi margra syst- kina, fyrstu árin á Heiði, en síð- an á Veðramóti. Hann stund- aði nám í Hólaskóla og útskrif- aðist þaðan 1904. Hann kvæntist 21. 5. 1912 Sig- urbjörgu Guðmundsdóttur frá Holti, alsystur þeirra ágætu bræðra Magnúsar ráðherra, Jakobs bónda í Hnausum og Jó- hanns bónda í Holti. Fóru hin ungu hjón sama vorið, þ.e. 1912, að búa á Veðramóti og bjuggu þar samfleytt til 1934, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust 5 börn, 4 sonu og eina dóttur. Náðu þau öll fullorðinsaldri og eru fjögur á lífi. Börnin voru þessi talin eftir aldursröð: 1. Dr. Björn, læknir á Keldum, er kvæntur var Unu Jóhannes- dóttur frá Hofsstöðum í Skaga- firði. Hann lézt árið 1959, 46 ára að aldri. 2. Dr. Jakob, fiskiðnfræðingur, nú forstjóri, kvæntur Katrínu Sívertsen, dóttur Jóns skólastjóra í Reykjavík. 3. Dr. Magnús Z. hagfræðingur, kvæntur Nadezdu, læknisdóttur frá Tékkóslóvakíu. 4. Björgvin, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, kvæntur Steinunni Vilhjálmsdóttur. 5. Frú Guðrún Björg, gift Sig- urði Benediktssyni, fram- kvæmdastjóra. Barnabörn þeirra Veðramóts- hjóna eru 13. Meðan Sigurður bjó á Veðra- móti tók hann mikinn og marg- víslegan þátt í félagsmálum, og var innan sveitar og utan valinn til forystu. Um margra ára skeið var hann samtímis hreppstjóri, odditi, sýslunefndarmaður, for- maður búnaðarfélags, formaður skólanefndar o. fl. Einnig var hann formaður Ungmennafélags- ins Tindastóll og í stjórnum allra samvinnufélaga sýslunnar, þ. e. Sláturfélags Skagfirðinga, Kaup- félags Skagfirðinga og Verzlun- arfélags Skagfirðinga. Eftir að hann kom til Reykja- víkur keypti hann húsið nr. 23 við Fjólugötu og hefir búið þar alltaf síðan. Hans aðalstarf í Reykjavík varð það, að hann gerðist framfærslufulltrúi Reykja víkurbæjar. Því starfi gegndi hann frá 1935 til 1959, en þá varð hann fullra 75 ára. Mörg önnur störf hlóðust á hann hér í bæn- um. Hann varð einn af stofnend- um Ofnasmiðjunnar h.f., lengi þar í stjórn og formaður stjórn- arinnar þar um nokkurra ára skeið. Þá var hann lengi í sókn- arnefnd dómkirkjunnar og for- maður henpar nokkur ár. Einnig var hann lengi í Sáttanefnd Reykjavíkur o. fl. Sigurður Á. Björnsson var með al myndarlegustu manna, hár og þrekinn og samsvaraði sér vel. Hann var mikið hraustmenni, af- burða verkmaður og mikill íþróttamaður á yngri árum. Einkum lagði hann stund. á okk- ar íslenzku glímu. Stóðu honum líka fáir á sporði í þeirri list. Fór þar saman mikil bragðfimi og örugg hreysti. Sigurður var mikill gæfumað- alla sína tíð. Næst á eftir eigin hæfileikum, var hans mesta gæfa sú, að eignast ágæta konu, mennt aða, vel ættaða og í alla staði góðum hæfileikum gædda. Þau voru á sama ári, að aldri, og hafa notið gæfu lífsins í' margvísleg- um myndum: Góðrar heilsu lengst af, mjög efnilegra barna, tengdabarna og barnabarna. — Synir þeirra allir urðu háskóla- lærðir menn og hafa staðið mjög framarlega hver á sínu sviði. Eina dóttirin er og vel menntuð kona og prýðileg á allan hátt. Eini skugginn, sem á leiðina féll, var að missa elzta soninn, dr. Björn lækni, á bezta aldri. Kom sá atburður mjög óvænt, því lengst af hafði hanp haft góða heilsu. Búskapur Veðramótshjóna var alltaf með miklum myndarbrag. Þar var aldrei skortUr á neinu því er nauðsynlegt var að hafa, og öll stjórn heimilisins á þá leið, að hagur búsins gekk árlega fram og oft í stórum stíl. Þegar til Reykjavíkur var komið var öll stjórn heimilisins líka í föst- um skorðum. Á báðum stöðum ríkti gestrisni og höfðingsskap- ur. Þar þótti frændum og vinum ánægjulegt að koma. Góðar veit- ingar, glaðværð og alúð hélzt í hendur, og allt bar vott um góða stjórn og ánægjulegt samkomu- lag innan heimilis. í Skagafjarðarsýslu var Sig- urður á Veðramóti lengi einn hinn helzti og áhrifamesti hér- aðshöfðingi, og kom það Ijóst fram í því, að víða var hann valinn til forystu. Innan sveitar sinnar stjórnaði hann öllum fé- lagsmálum sem oddviti og hrepp- stjóri, formaður búnaðarfélags o. fl. í sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu var hann í sinni tíð meðal áhrifamestu og glæsilegustu full- trúa. Og í samvinnumálum hér- aðsins var hann einn af helztu forystumönnum, er lýsti sér í því, að hann var í stjórn helztu fé- laga á því sviði, sem voru Kaup- félag Skagfirðinga, Sláturfélag Skagfirðinga og Verzlunarfélag Skagfirðinga. Að vísu mun hann eigi hafa verið í stjórn þeirra allra samtímis. Það sem til þess bar, að hann reyndist svo mikill áhrifamað- ur, sem raun bar vitni, var það, að maðurinn var skarpgreindur, prýðilega máli farinn, stefnufast- ur og svo glöggur á hvert mál, að honum veittist létt að greina aðalatriði hvers máls frá auka- atriðum, og sjá hvað mestu varð- aði og bezt gat til hagsbóta verið. Þegar til Reykjavíkur kom breyttist aðstaða þessa ágæta manns að vonum mikið. En það breyttist ekki, að hann var mik- ill áhrifamaður og hvar sem hann tók á varð hann sér og sínu fé- lagi til gagns og sæmdar. Hvar sem hann lét sín sín heyra á mannfundum, vakti hann athygli og á hverri gleðisamkomu, sem hann mætti, þótti það miklu varða að hafa hann með og vita hvað hann legði til málanna. Það fór aldrei á milli mála, að hann var maður stefnufastur og heil- brigður í skoðunum. Hann var heldur aldrei hikandi við að segja sitt álit og enginn gat ver- ið í vafa um það, að hann var alla tíð einlægur og ókvikull Sjálfstæðismaður, er styrkja vildi hag og heiður og framtíðar- gengi íslenzku þjóðarinnar. Veikindin, sem leitt hafa til þeirra úrslita, sem nú eru orðin, voru örðug eins og víða reynist. SIGURÐUR Björnsson var kominn fram yfir miðj'ain ald- ur, þegar hann settist að í Reykjavík. Hann hafði þá lengi stuindað búskap og var víðkunnur ekki aðeins í heimahéraði sínu heldur um allt land, sem ágætur búhöld ur, hygginn og fylginn sér. Um þessar mundir var mikið atvinnuleysi hér í Reykjavík, svo að þúsundir. manna voru bjargarlitlir mikinn hluta árs. Framfærslubyrði bæjar- sjóðs var því þung og mikils um vert, að hæfir menn gegndu störfum framfærslu- fulltrúa eða fátækrafulltrúa eins og þeir þá munu hafa verið kailaðir. Ég man, að Pétur heitimn Halldórsson hreyfði því þá, að hyggilegt mundi vera að fá Sigurð Björnsson til þessa starfs og varð það að ráði. Sigurður réðst til bæjarins og vann síð an hjá bænum á meðan starfs aldur entist. Sigurði var ærinn vandi á höndum þegar hann gerðist framfærslufulltrúi. Fá störf krefjast meiri mannúðar og hæfileika til að setja sig í ann arra spor en jafnframt festu og fjármálavits. Þnátt fyrir það þótt Sigurður væri í fyrstu lítt kunnuguir staðh.áttum hér, En hann tók þeim örlögum með ró og stillingu. Og þó að svona færi, má þegar alls er gætt, telja það meðal gæfuatriða þessa skör- ungsmanns, að þuifa eigi að stríða lengi við ellihrumleika og ósjálfbjarga tilveru. Hann var í hópi þeirra manna, sem ekki eru í neinum vafa um betra fram- haldslíf á æðra tilverustigi. Hann hafði sterka trú á guðlega for- sjón og guðlega handleiðslu. Að- alatriði kristindómsins voru hon- um helgari en allt annað. Þess vegna óttaðist hann hvorki veik- indi né dauða. Hitt er víst og eðlilegt, að nú þegar hann er horfinn af sjónar- sviði þessa hérvistarlífs, þá er hans sárt saknað, ekki aðeins af konu og börnum og öðru nánasta skylduliði, heldur og af miklum leysti hann starf sitt ætíð af hendi með þeirri prýði, sem aflaði honum vinsælda sam- sarfsmanna og virðingar bæði þeirra, sem áttu mál undir hann að sækja og yfir honum höfðu að segja. Sigurður Björnsson hélt til æfiloka virðingu allra þeirra, sem komust í kynni við hann, en þeir voru harla margir hér í bæ. Auk síns eiginlega lífs- starfs átti hann hlutdeild í blómlegum atvinnurekstri, sótti manna bezt fundi Sjálf stæðisflokksins og var maður kirkjurækinn. Tillögur Sigurðar voru hvar vetna mikils metnar og á mál hans hlýtt með athygli, enda var hann vörpulegur á veMi, skörulegur og vel máli farirnn. Skoðanir hans voru ætíð sikyn- samlegar og settar fram af hreinskilni og hispursleysi. Það leyndi sér ekki, að mik- ið ástríki var með þeim Sig- urði Björnssyni og konu hans, frú Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur. Bæði voru af þjóð'kunn um ættum og höfðu óvenju- legt barnalán. Sannaðist þar, að eplið fellur sjaldan fjarri eikinni. Sigurður var því gæfumaður og samferðamenn hans munu ætíð halda minn- ingu hans í heiðri. Bjarni Benediktsson. fjölda annara manna sunnan- lands og norðan. En í því felst mikil huggun, að minningarnar um þennan ágæta mann eru allar góðar og skemmtilegar. Mér og öðrum, sem vorum hans vinir, þykir það miklu skipta, að hafa kynnzt honum, haft mikið saman við hann að sælda og átt þess kost, að njóta með honum svo margra ánægjulegra stunda, á hans heimili og utan þess. Konu hans og börnum, tengda- börnum, barnabörnum og syst- kinum votta ég hérmeð einlæga samúð og hluttekningu. Jón Pálmason. ÞAÐ var þarun 10. maí 1938, sem leiðir okkar Sigurðar A. Björns- sonar frá Veðramóti Lágu saman. Heirna í héraði hafði ég oft heyrt hans getið, sem mikils atihafna- manns og bónda. Nú urðum við samstarfsimenn á framfærsluskrif stofunni hér í Reykjavík. Sigurður frá Veðramóti var fá gætur starfsmaður og samstarfs- maður. Ávallt glaður og_ reifur, uppörvandi og hvetjiandi, hrein- skilinn og tillögugóður og mjög vinsæll meðal starfsm.anna. Hans var því mjög saknað er hann lét af störfum á árinu 1959. Það var ekki vandalaust og vin sælt að vera framfærslufultlrúi í Reykjavík á árunum fyrir síð- ari heimsstyrjöldina. Reyndi þar mjög á mainndóm og skilning þeirra er með þau mál fóru. Van þakklátt var starfið og erfiðara en menn gera sér nú í hugar- lund. Þurfti þá bæði festu og lip urð svo að vel færi. Þar var Sig- urður frá Veðramóti, að mínu á- liti, réttur maður á réttum stað. Við fyrstu kynni gat margur haldið að hann væri harður og mjög af „gamla skólanum“, en því var ekki svo farið. Hann mat manndóm og vilja til sjálfs- bjargar og var þeim hlýr og góð- ur er veikir voru eða höfðu orð ið illa úti í veðragangi mannlegs lífs. Er mér vel kunnugt, að hann tók oft nærri sér, að geta ekki veitt alla þá hjálip, sem þörf var á. Hef ég oft fengið að heyra, eftir að Sigurður frá Veðramóti lét af störfum sem framfærslu- fulltrúi, að rnargir voru honum þakklátir fyrir leiðbeiningar hans og uppörfanir á erfiðum tímum. Þeir minnast hans nú með sökn- uði. Það gerum við einnig sam- starfsfólkið á borgarskrifstof- unni og vottum aðstandendum hans innilega samúð. SkúM Tómasson, yfirframfærslufulltr. ÞEGAR Sigurður Á. Björnsson frá Veðramóti er horfinn úr hópi ástvina og venzlaifóllks, þá sakna ég vinar í stað. Hann kenndi sig jafnan við föðurleifð sína, Veðramót í Skaga firði. Þar var hann fæddur og uppalinn. Eftir föður sinn tók hann við jörðinni og fór að búa með eftirlifandi konu sinni Sig- urbjörgu Guðmundsdóttur. Að Veðramóti kom ég með föð ur mínum, hálfstálpuð Reykja- víkurstúlka. Skagafjörður var búinn sínu fegursta skarti. Sólih hellti geislum sínum gjafimild yfir litskrúðuga jörðina, svo jafn vel gömul bæjarhús urðu falleg. Þetta var um há sláttinn. Það var ekki slegið slöku við á bærf um þeim. Það vakti þegar í stað athygli mína hve glæstur og frjálslegur þokki var yfir hús- bændum og börnum. Það var sem hefðu þau drukkið eibtíh vað í sig úr sínu fagra umhverfi. — Börnin eru Bjöm, nú liátinn, Jakob, Magnús, Björgvin og Guðrún. Gat ég ekki séð að þau vantaði neitt, þó farið höfðu þau á mis við ys og þys borgarlífs- ins. Þeim var kennt að vinna og draga ekki af sér, og gengu glöð að sínu. Enda höfðu þau fyrir- myndina, sem faðir þeirra var. Hann var með afbrigðum dug- legur og áhugasamur að hverju sem hann gek'k. Karlmenni í lund og fasi. Hann nnni íslenzkri náttúru af heilum hug og fannst það fólk mun fátækara, sem ekki þekkti þann unað, að ganga á vit móður náttúru og hlusta á raddir þær. Bnda var það í fegurð og mikil- leik hennar og þess er hana skóp, sem fólikið sótti kraft og styrk, er veður og hríðar börðu utan baðstofuþil á dimmum skamm- degisvetruim. Jók þeim þrá og biðlund eftir nýju vori. Þegar börnin komust á legg brugðu þau hjón búi, fluttust hingað til Reykja-víkur, til að hægt væri að mennta þau eins vel og kostur var á. Allt vildu þau fyrir börnin gera, innan skyn samlegra takmarka. Bnda hafa þau kunnað að meta það og Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.