Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 8
MORG U N B LAÐIB r Fimrntudagur 7. maf I9S4 8 Sorgarsaga stóreignaskatfsins FJármálaráðherra svarar fyrirspurnum á Alþíngi Á DAGSKRÁ Sameinaðs þings í gfer var fyrirspurn til fjármálaráðherra um stór- eignaskatt frá Lúðvíki Jóseps syni. Hljóðaði fyrirspurnin þannig: a. Hve miklu nam álagSur stór- eignaskattur samkv. 1. nr. 44 3. júní 1957? b. Hve mikið hefur verið inn- heimt af skattinum og hve mikið á árunum 1961. 1963 og 1963 hverju um sig? e. Hve mikið af þessu íé hefur þegar verið afhent bygging- arsjóði ríkisins vegna íbúð- arhúsaiána? Um fyrsta lið fyrirspurnarinn- ar sagði fjármálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, að þótt spurning in vaeri einföld, yrði svarið flók K, því að af þeim skatti, sem uppháflega var á lagður, stæði tæpur helmingur eftir. Dómstól ar hefðu farið höndum um stór eignaskattslögin og dæmt sum á kvæði þeirra stjórnarskrárbrot. Kakti ráðherrann síðan sögu skattsins. Álagningu skattsins var upp- haflega lokið 15. febrúar 1958, og var talið, að hann næmi um 135 milij. kr. Mjög fljótt varð vart villu á þessari tölu, svo að hann reyndist eiga að vera 136.6 millj. kr. Margir skattþegnar kærðu á- lagninguna til skattstjórans í Reykjavík, sem þennan skatt lagði á. Hefði skattstjóri lokið við að afgreiða kærur og reikna skattinn út að nýju í ágúst 1958, og var þá talið, að heildarskatt- urinn næmi 125.9 miUj. kr. 29. nóv. 1958 gekk hæstarétt- ardómur í máli Guðmundar Guð- mundssonar o. fl. gegn fjármála- ráðherra f.h. rikissjóðs. Með þeim dómi voru úr gildi felldar reglur stóreignaskattslaganna um verðmætismat á eign í hlutafé- lögum og talið, að hlutabréf skyldi meta á sannvirði við á- lagningu skattsins, og lagði hæsti réttur fyrir skattayfirvöld að Ieggja skattinn á að nýju. Því var lokið í marz 1959, og þá tal- ið, að heildarskatturinn næmi nú 113.3 miilj. kr. Þessi skattákvörðun og verð- mætismat var kært til ríkisskatta nefndar. í maí 1959 ákvað ríkis- skattanefnd nýjan grundvöll fyr- ir verðmætismati á hlutabréfum. Nýjum endurreikningi skattsins var lokið í des. 1959. Var þá tal- ið, að heildarskattfjárhæðin væri 73.5 millj. kr. í des 1959 gekk hæstaréttar- dómur í síðari hluta máls Guð- mundar Guðmundssonar o. fl. varðandi skattinn. Voru þá úr gildi felld ákvæði stóreignaskatts laganna um fyrirfram greiddan arf. Varð þá nauðsynlegt að reikna skatt xnargra aðilja að nýju. f okt. 1962 gekk dómur hæsta- réttar í máli Eimskipafjelags ís- lands gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, og með þeim dómi var stórlækkað verðmætismat skatt- yfirvalda á hlutabréfum í Eim- skipafjelagi íslands. Fjármálaráðherra sagði síðan, að skatturinn næmi nú um 65.8 millj. kr. eftir þeim upplýsingum, sem nú væru fyrir hendi. Hefði hann því lækkað við dóma Hæsta réttar og úrskurði skattyfirvalda ur 136.6 millj. kr. niður í 65.8 millj. kr., eða um 70.8 millj. kr. Kynni þessi fjárhæð enn að breytast sökum þess, að enn er ólokið málum, sem risu vegna þessarar skattlagningar. Um annan lið fyrirspurnarinn- ar sagði ráðherrann, að alls hefðu verið greiddar 39.881.000 kr. Árið 1961 hefðu verið greidd- ar 2.923.000 kr. og árið 1962 542.000 kr., en árið 1963 hefði útkoman verið mínus 366.000 kr., þar sem endurgreiða þurfti á því ári af því, sem áður hafði verið greitt. Þriðju spurningunni svaráði ráðherra svo, að alls hefði sjóð- urinn fengið 14.746.000 kr. Ráðherra bætti síðan nokkrum athugasemdum um stóreigna- skattsmálið við svör sín. Lögin Gunnar Thoroddsen um þennan skatt (nr. 44 frá 3. júnx 1957) hefðu verið sérstæð og óvenjuleg, sem miklar deilur urðu um á Alþingi. Var bent á, að þau væru ósanngjörn, misr munuðu aðiljum, væru varhuga- verð gagnvart atvinnuvegum þjóðarinnar, þar eð þau íþyngdu þeim, og með sumum ákvæðum laganna og jafnvel lögunum í heild væri höggið nærri stjórnar- skránni. Saga laganna síðan Al- þingi afgreiddi þau væri líka ein- stæð. Dómstólar hefðx árum saman þurft að glíma við þann vanda, hvort lögin í heild eða einstök ákvæði þeirra væru brot gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Hæstiréttur fslands hefur bein- línis úrskurðað, að viss ákvæði laganna samrýmdust ekki stjórn- arskránni. Auk þeirra lagaákvæða, sem Hæstiréttur ógilti, metur hann ýmis önnur ákvæði með gagn- rýni, án þess að telja fullnægj- andi ástæðu til að fella þau úr gildi. T.d. segir í dómi Hæstaréttar frá 2.9. nóv. 1958 svo um mis- munun félagaforma: „Samkv. gögnum málsins eiga hlutafélög samkv. 1. nr. 14 frá 1957 að svara til skatts, sem nemur röskum 81 millj. kr., en samvinnufélög skulu standa skil á sköttum, sem nema 312 þús. kr. Með ákvæði 4. gr. 2. mgr. 1. er vikið frá þeim grundvelli, sem eignar- skatturinn almenni er reistur á, og verður því ekki neitað, að þessum félagsformum er gert mishátt undir höfði með þessum skattháttum. Allt að einu er ekki unnt að telja lög nr. 44 1957 ógilda réttarheim- lid af þeim sökum“. f sama dómi segir Hæsti- réttur um verðmætismat við skattaákvörðun: „í reglum 1. nr. 44 frá 1957 er hvikað í veigamiklum atrið um frá verðmætisreglum hinna almennu skattalaga. Skal landsnefnd sú, sem starf- aði samkv. 1. nr. 33 frá 1955, og endurskoða mat á lóðum og hækka það, ef henni lízt svo á, en við þá hækkun á síðar að hæta 200% álagi“» Síðar er í dóminum raktar sérreglur um mat frystihúsa, sláturhúsa, vinnslustöðva sjáv arafurða og landbúnaðaraf- urða, aðrar matsreglur fyrir flugvélar og fiskiskip og enn aðrar fyrir önnur skip. Hæsti- réttur segir: „Með þessu ákvæði (þ.e. 2. gr. 1.) er verið að gera skatt- gjaldendum mishátt undir höfði". Um ákvæði 3. gr. 1. um, að sum skuldabréf skuli undan- þegin skattinum, segir Hæsti- réttur: „Ákvæði þetta getur leitt til mismununar milli skattgjald- enda". Og að lokum segir svo í þess- um dómi: FUNDUR SameinaSs Aiþingis í gær hófst á svörum ráð'herra við fyrirspurnum. svo sem rakið er annars staðar í blaðinu. Ákveðið var, að ein umræða skyldi fara fram um þingsálykt- unartillögu Geirs Gunnarssonar (K) um uppsetningu radarspegla á suðurströnd landsins, sem auk ið gætu öryggi sjófarenda. Ein umræða var einnig ákveð in um þáltilí um jarðhitarann- sóknir. Jónas G. Rafnar, formaður fjár veitinganefndar, hafði framsögu fyrir áliti nefndarinnar á þáltill. um vegaáætlun fyrir árið 1964. Var þetta frh. fyrri umr, og málinu síðan vísað til seinni um ræðu. • EFLING BYGGÐAR Á REYKHÓLUM. Matthías Bjarnason hafði framsögu fyrir áliti allsherjar- nefndar á till. til þingsályktun- , ar um ráðstaf- anir ti'l eflingar byggðar á Reyk hólum. Þingsá- lyktunartillaga þessi er flutt af Sigurði Bjarna- syni, Þorvaldi Garðari Krist- jánssyni, Birgi Finnssyni og Matthíasi Bjarnasyni. Hefur henni verið lýst áður hér í blað- inu. Miðar hún að því að gera Reykhóla að miðstöð menningar- og félagslífs í Austur-Barða- strandarsýslu. Segir svo m.a. í henni: Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina að lá-tá fram fara nýj ar athuganir á því, hvernig hag- nýta megi hið forna höfuðbóil Reykhóla á Reykjanesi þannig, að byggð þar eflist og verði jafn framt nálægum sveitum til stuðn ings. . í þessu sambandi skal sérstak- lega athuga möguleika á eftirfar andi: 1) Auknum stuðningi við hag- nýtingu jarðhita á staðnum til gróðurhúsaræktunar. 2) Uppbyggingu iðnaðar, t.d. mjólkuriðnaðar pg þang- vinnslu. 3) Umbótum í skólamálum, t.d. með bættri aðstöðu til ungl- ingafræðslu og stofnun hér- aðsskóla. 4) Lendingarbótum á Stað á Reykjanesi eða á öðrum þeim stað, sem hentugur yrði tal- inn. Matthías Bjarnason kom fram með ýmsar nýjar upplýsingar um þetta mál og lagði fram álit land námsstjóra, Pálma Einaissonai', „Svo sem greint er hér að framan, fela ýmsar reglur 1. nr. 44 frá 1957 það í sér, að þeim skattaðilum, sem greind- ir eru í hinni almennu eignar- skattslöggjöf, einstaklingum um félögum, er gert mishátt undir höfði. Þykir ekki alveg fullnægjandi ástæða til að telja að skattastefna 1. nr. 44 frá 1957 sé andstæð 67. gr. stjórnarskrárinnar". Fjármálaráðherra sagði síð- an, að ekki hefði þótt fært að hefja uppboð og sölu á eignum, sem teknar hefðu verið lögtaki til greiðslu á skáttinum, meðan dómar dundu yfir og hrikti í lög- unum, meðan hvert ákvæði lag- anna eftir annað var úr gildi fellt sem stjórnarskrárbrot eða talið höggva mjög nærri stjórnar- skránni, og meðan heildarskatt- urinn hrundi úr 136.6 millj. kr. sem mælir með því, að þingsá- lyktunartillagan verði samþykkt. Allsherjarnefnd mælti einróma með því, að tillagan yrði sam- þykkt með einni breytingu. Var tillagan, sem nú var til síðari umræðu í Sameinuðu þingi, sam þykkt með breytingunni og send ríkisstjórninni. -- XXX ---- Jón Þorsteinsson (A) hafði framsögu fyrir nefndaráliti meiri hluta allsherjarnefndar á þáltill. um héraðsskóla. Leggur meiri hlutinn til, að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Ein- ar Ágústsson (F) mælti fyrir á- lit minni hlutans. Einnig tóku tii máls Gísli Guðmundsson (F) og Ágúst Þorvaldsson (F). Málinu var síðan frestað. • ADILD ÍSLANDS AÐ UNESCO. Sigurður Bjarnason, formað- ur utanríkismálanefndar, hafði framsögu fyrir áliti nefndarinnar á tillögu til þingsályktunar um heimild til að- ildar fslands að Menningarmála stofnun Samein uðu þjóðanna (UNESCO). Var tillagan nú til síðari umræðu. Sigurður kvað utanríkis- málanefnd leggja einróma til, að tillagan verði samþykkt óbreytt. Samkvæmt henni væri ríkis- stjórninni heimilað að gerast fyr ir Í9iands hönd aðili að Menning armálastofnun Sameinuðu þjóð- anna, United Nations Education al, Scientific and Cultural Organ ization, og takast á hendur skyld ur þær, sem samkvæmt stofnskrá menningarmálastofnunarinnar eru aðildinni samfara. Gert er ráð fyrir, að kostnaður íslands AUK fundarins í Sameinuðu þingi í gær (miðvikudag) voru haldnir tveir fundir í neðri deild og tveir í efri deild. NEDRI DEILD Á fyrra fundi Neðri deildar voru fimm mál á dagskrá: 1) Frv. ti'l 1. umr. um lög- sagnaruimdæmi Akraneskaupstað ar. Enginn kvaddi sér hljóðs, og var málinu vísað til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmálanefnd- ar. 2) Frv. til 1. um eftirlit með opinbei unx ajóðuixt var til 2. uiu | niður í tæpan helming. I stað þess var sú leið valin, að altir, sem ekki höfðu greitt eða gefíð út skuldabréf, skyldu setja full- nægjandi tryggingu fyrir ógoldtx- um skatti. Var það gert, og eru lögmætar kröfur ríkissjóðs vegna Itóreignaskattsins fulltryggðar. Málin eru ekki útkljáð enn, því að málaferli standa enn yfir, Þó líður senn að því, að loki'ð verði dómum í máli þessu, og þarf þá að finna sem skásta lausm á því, hvernig fara á með þaia slitur af stóreignaskattinum, seta eftir eru eða verða, sagði ráð- herra. Að lokum sagði ráðherrann, aS saga þessa máls ætti að verða alþingismönnum til varnaðar í framtíðinni, og vonandi drægju menn lærdóm af þessari sorgar- sögu, sem orðið hefði elzta lög- gjafarþingi veraldar til litila sóma. Þegar ráðherra hafði svarað fyrirspurninni, tóku Lúðvík Jós- epsson og Eysteinn Jónsson til máls. Taldi Eysteinn stóreigna- skattslögin hafa verið „fuilkom- lega réttlát og réttmæt lög“. —• Gunnar Tlxoroddsen kvað fróð- legt að heyra yfirlýsingu ein# aðalhöfundar laganna, Eystein# Jónssonar, um að þau væru rétt- lát og réttmæt. Væri greinilegt, að hann varðaði ekki um dóm æðsta dómstóls landsins. af þátttöku í UNESCO muni á árinu 1964 nema rösklega 335 þús. kr., auk byrjxmarframlags, sem er að upphæð kr. 57 þús. Fyrir árið 19ó5 og 1966 er gert ráð fýrir að árgjaldið muni nema um 387 þús. hvort ár. Tilgangur menningarmálastofn unarinnar er að stuðla að friði og öryggi með því að efla sam- starf þjóða í milli með fræðslu vísinda og menningarstarfsemx, til þess að auka almenna virð- ingu fyrir réttlæti, lögum og mannfrelsi, sem staðfest er I stofnskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðir heimsins, án tillits til kynþáttar, kynferðis, tungu eða trúarbragða. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóð anna eru nú aðilar að menning arstofnun samtakanna, að tveim ur undanteknum, Suður-Afríku og Portúgal. Frá því að stofnun in var sett á laggirnar árið 1945, hefur hún haldið uppi fjölþættri starfsemi á sviði fræðslu, vísinda og menntamála. Sagði Sigurður Bjarnason óhætt að fullyrða, að íslenzku þjóðinni gæti orðið mik ið gagn að aðild að þessum við- tæku alþjóðasamtökum. Stofnun in veitti til dæmis margs konar styrki, sem íslenzkir námsmenn, listamenn og vísindamenn geta orðið aðnjótandi. Mætti gera ráð fyrir, að ísland mundi hafa af þessu allmiklu meiri hagnað en sem nemur kostnaðinum af aðild inni að samtökunum. -- XXX ----- Páll Þorsteinsson (F) mælti fyrir þáltillögu sinni um bindind isfélög unglinga. Umræðum var síðan frestað og málið tekið út af dagskrá. Benedikt Gröndal (A) mæltl fyrir þingsélyktunartillögu um verndun og varðveizlu Björns- steins í Rifi vestur. Umræðum var frestað. Jón Skaftason (F) mælti fyrir þáltillögu um markaðsrannsókn ir í þágu útflutningasatvinnuveg anna. ræðu. Einar Ágústsson (F) og Guitnar Thoroddsen tóku til rnáls Kvaðst Gunnar vera sam- þykkur breytingum í þessum efn u>m: leggja bæri eftirlitsnefndina niður og fela ríkisendurskoðun- inni eftirlitið. Var frv. samiþykkt ásamt breytingartil. frá fjárhags nefnd til 3. um,r 3) Frv. um atvinnuleysistrygg ingar var samþ. umræðulaust tii 3. um>r. 4) Frumvarp til laga um með- ferð ölvaðra manna og diykkju- Framhald á sxðu 2S Fundur Snmeinaðs Alþingis Deildníundir Alþingis í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.