Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 31
jFimmtudagur 7. piaí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 Norðurlandaferð Verzlun- armannafélags Rvíkur Verzlunarmannafélag Keykja- vikur hefir ákveðiö að gangast fyrir utanlandsferð í suraar og mun það vera fypsta launþega- félagið, sem gengst fyrir slíkri ferð. Ferð þessi er farin til Norður- landanna, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs og tekur 21 dag, stend- ur frá 17. júlí til 6. ágúst. Flog- ið verður til Gautaborgar, en heim frá Osló. Auk þessara borga verða m.a. heimsóttir Marstrand, kunnur sumardvalarstaður í Sví- þjóð. Skoðuð verður í Gautaborg Japan Industry Floating Fair, sem er japönsk iðnsýning um borð í 13000 lesta skipi Sakura Maru. Síðan verða ýmsir merkir stað ir skoðaðir í Svíþjóð og Dan- mörku og m.a. dvalist í Höfn. Síðan haldið til Stokkhólms og ekið um marga fegurstu staði Svi þjóðar og til Oslóar. Allmargir frídagar eru áætlaðir, sem ferða- fólkið getur notað til eigin þarfa. Heildarkostnaður við ferðina er 13.320.00 kr. og er þá innifalið allar ferðir í iofti og á landi, | kynnisferðir, gistingar ásamt morgunverði og aðgangi að jap- I önsku sýningunni, en takmarkað ! er hve margir geta komist á þá sýningu. Féfag búfræðikandidata AÐALFUNDUR Félags íslenzkra búfræðikandidata var haldinn í Reykjavík dagana 21. og 22. marz 1964. Að loknum aðalfundarstörfum var rætt um landbúnaðarstefn- una hér á landi. Frummælendur voru þeir Gunnar Bjarnason, kennari, og Jónas Jónsson, kenn- ari. Miklar nmræður ui-ðu um máiið, og var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur í félagi íslenzikra bú- fræðikandidata haldinn i Reykja vík dagana 21. og 22. marz 1964 gerir eftirfarandi ályktun: '"egna ummæla, sem fram hafa komið í ræðu og riti undan farna mánuði, um gildi íslenzka landbúnaðarins og framtíðar- stefnu i landbúnaðarmálum skal eftirfarandi tekið fram: — Áfram með Framhald af síðu 25 dags þurkflæsu var þetta hey sett í hlöðu, og þar hitnaði dálítið í því á ný. Reyndist það gott fóður. Þá hefur mér verið tjáð, að bóndi einn í Þingeyjarsýslu, hafi nýverið brúnheysverkað sína há tekna af ljánum, í ferköntuðuim stakk á bersvæði með ágætum árangri. Einnig héfur mér verið s'kýrt frá brúnheysverkun á eyjatöðu, sem vanalega þurfti margra daga þerri til að þorna. En í óþurrkatíð hafði stundum verið gripið til þess ráðs, að hlaða henni lítið þurrkaðri í heystakk, rúml. 3 m. á breidd og nokkra metra á lengd, til þess að láta hitna í henni og þurrka hana á þann hátt. Þá varð útkoman venjulega sú, að þessi taða rauð- ornaði, var þvöl viðkomu og reyndist mjög lystugt og gott fóður. Þetta dæmi sýnir, hvað kjarn- góð taða þolir mikinn hita, án þess að fóðurgildi henar saki til muna. Lúðvík Jónsson. 1. Fundurinn mótmaelir því, sem algjörri fjarstæðu, að land- búnaðurinn sé og hafi verið hem ill á hagvöxt þjóðarinnar. 2. Fundurinn telur, að á und- anförnum árum haíi framleiðni landbúnaðarins stóraukizt og í vissum greinum landbúnaðarins (sauðfjárrækt, heyframleiðslu og gróðurhúsarækt) hafi nú þegar náðst jafnfætisaðstaða við land- búnað grannþjóðanna. 3. Fundurinn telur mjög að- kallandi að stórauka fóðuröflun landbúnaðarins með aukinni og fjölbreyttari ræktun og að auka og bæta beitar- og afréttarlönd landsins. 4. Fundurinn telur mjög að- kallandi, að aukin verði mark- aðskönnun ísl. landbúnaðarvara | og m.a. leitað eftir samningum um sölu umframafurða til langs tíma. 5. Aðkallandi er að auka og bæta aðstöðu til tækni.búnaðar í landbúnaðinum, sem grundvall- ist á auknum tilraunum og rann- sóknum. Sérstakiega bendir fund urinn á nauðsyn rannsókna, er lúta að byggingu gripahúsa og tæknibúnaði þeirra. 6. Það er mikilvægt fyrir ís- lenzkan landbúnað, að gerð verði abhugun á skipulagningu byggðar innar, og hvort hugsanlegt væri að taka upp í tilraunaskyni stærri búrekstur með frjálsu samrekstr arsniði. 7. Að lokum vill fundurinn færa. hinum ýmsu stofnunum landbúnaðarins þakkir fyrir öt- ula baráttu fyrir velgengni land- búnaðarins, en jafnframt skorar fundurinn á þessar stofnanir að hvika hvergi í áframhaldandi bar áttu fyrir bættum hag landbún- aðarins og um leið betri og ó- dýrari búvöruframleiðslu. Það er eitt stærsta sjálfstæðismál þjóð- arinnar“. Stjórn félagsins skipa: Formaður: Hjalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi. Ritari: Ól- afur Guðmundsson, framkvstj., Hvanneyri. Gjaldkeri: Stefán H. Sigfússon búfræðikandidat, Rvík. blDDikJlS í gær rákust tveir bílar saman á mótum Suðurlands og Vesturlandsvegar fyrir ofan Artúnsbrekku. Var þar vörubíll • leið til Reykjavíkur en sendi- bíll kom frá borginni. Rákust þeir saman á gatnamótunum af miklu af'U og kastaðist sendibíll inn út í kant. Ökumaður hans, Ágúst GuðmundssoMn, Sogavegi 18, skarst mikið í and'liti og hlaut fleiri meiðsli. lían-n var fluttur í slysavarðstofuna. Myndin sýnir bílana eftir áreksturinn. Ljósm.: Gylfi Héðinsson. LADY NANCY ASTOR, sem fyrst kvenna settist í neðri deild brezka þingsins, og fræg var fyrir glæsibrag og hnyttni í ti'lsvörum, andaðist í Bret- landi 2. maí. Þessi orðheppna. röggsama kona, sem skemmti Bretum — eða reytti þá til reiði — þann aldarfjórðung sem hún sat á þingi, var nærri 85 ára, er hún lézt. — Lady Astor hætti þing- mennsku árið 1945 og dró sig i hlé af opinberum vettvangi eftir að eiginmaður hennar, Astor lávarður lézt árið 195-2. Þegar Lady Astor, sem va.r ættuð frá Virginia í Bandarikj unum, tók sæti í neðri deild brezka þingsins, fyrst allra kvenna, sáu Bretar í fyrstu aðeins í henni fagra, ríka og glæsilega konu, með ákveðnar skoðanir á vissum málum, konu, sem hafði komizt inn í hringiðu stjórnmálanna fyrir sin góðu sambönd. Hún var gift Waldorf Astor, sem þá var ^þingmaður í neðri deild fyrir Plymouth, en erfði aðals- titil við dauða föður síns og varð að flytjast í Iávarða- deildina. Kona hans bauð sig þá fram fyrir íhaldsmenn og var kosin í kjördæmi hans. Ekki leið á löngu áður en Lady Astor hafði vakið að- dáun margra þeirra, sem í fyrstu höfðu litið baráttu hennar í félagsmálum, horn- auga. Lady Astor er heimsfræg fyrir hnyttin og hvassyrt til- svör sín og mörg þeirra eiga eftir að verða lífseig. Ein- hverju sinni á hún t.d. að hafa sagt við Winston Ohurohill: „Ef ég væri konan þín, þá mundi ég setja eiiur í teið þitt“. Og forsætisráðherrann fyrrverandi svaraði um hæl: „Ef ég væri maðurinn þinn, þá mundi ég líka drekka það“. Árið 1953 kom hún af stað miklum gauragangi, þegar hún sá McCartihy taka sér glas i kokteilboði: „Það vildi ég að þetta væri eitUr“. Þegar þetta var borið upp á hana seinna, neitaði hún að hafa sagt þetta. „Ég kæri mig ekk- ert um að eitra fyrir Mc Carthy. Ég hugsa að hann hengi sig sjálfur". Lady Astor var ákafur bindindispostuli. Eirnhverju sinni predikaði hún lengi yfir »■■■■ i ■■■■■»)——i Stalín fyrir að leyfa sölu á vodka í Rússlandi. Hún var Mka mikil kvenréttindakona. Einu sinni sagði hún,' þegar kvenréttindimál voru til um ræðu: „Við erum ekki að tala um yfirburði, því þá höfum við alltaf haft. Við förum að- eins fram á jafnrétti.“ Þingfréttaritarar muna sér- staklega eftir Lady Astor sem mjög kveníegri konu með fjör legt augnaráð. Hún bar sig mjög vel og þótti gaman að koma á óvart og hneyksla. í þinginu gekk hún venjulega í svörtu og hvítu, hafði þrí- hyrndan hatt á höfði og drif- hvíta skinnhanska. Þingmenh voru svo vanir henni þannig, að þegar hún dag einn gekk í þingsalinn, klædd hárauðum kjól og með samlitan hatt, var henni fagnað ákaft* af þingheimi. Hún var íhalds- maður fram í fingurgóma, eo einhverju sinni buðu þing- menn Verkamannaflokksins henni í gamni að sitja þeirra megin í þinginu. Nancy Wioher Langhorne var fædd 19. maí 1879 i North Carolina í Bandaríkjunum og ólst þar upp í hópi 11 syst- kyna í vel efnaðri fjölskyldu. Orð fór af dætrunum fimm, sem kallaðar voru „hinar fögru Langhorne-systur“. — Nancy giftist :rið 1897 Robert Gould Shaw, af tiginni ætt frá Massaohusetts. Þau skildu, en hún hélt einkasyni þeirra. Þá fór hún til Englands og hitti á skipinu erfingja Astor auðæfanna í Englandi, Wald- orf Astor, en faðir hans hafði gerzt brezkur ríkisborgari ár- ið 1899. Þau hjónin eignuðust firnm börn, og urðu þrír af f jórum sominum þingmenn. — Lady Astor var urn áratugi húsmóðir og gestgjafi í Clive- den House, og safnaði þar í kringum si-g stóðum hópi al- þjóðlegra stjórnmála- og lista manna. Lady Astor var það sem af . er þessari öld fræg alþjóðleg persóna, og í báðum föður- löndum hennar, Bandaríkjun um og Bretlandi, þykir mikil eftirsjá að henni. Lady Astor látln á 85. aldursári Fræg í stjórnmálum fyrir hvöss og hnyttin tilsvör Vilfa tæknifræðsíuráð Frá aðalfundi Tæknifræðifélags Islands AÐALFUNDUR Tæknifræðifé- lags íslands var nýlega haldinn í Klúbbnum við Lækjarteig. Fundarstjóri var kjörinn Jón Sveinsson, véltæknifræðingur. Formaður félagsins, Axel Krist- jánsson, forstjóri, flutti skýrslu um sta-rfsemi félagsins á síðast- liðnu starfsári. í skýrslu for- manns kom m. a. fram, að 15 nýútskrifaðir tæknifræðingar hafa komið til landsins á sl. árí. Meðlimafjöldi félagsins er nú á annað hundrað. Stjórn T.F.Í. skipa nú: formað- ur Axel Kristjánsson, varaform. Jón Sveinsson; meðstjórnendur: Baldur Helgason, Bjöm Emilsson, Jónas Guðlaugsson; va.rastjórn: Hreinn Jó.nasson og Ágúst Karls- son. Tæknifræðinigar faigna því, að síðasta Alþingi setti löig um v e r n d u n menntunarheitisins tæknifræðmgur á sama hátt og áður hafði verið gert um vemd- un menntunarheitanna verkfræð ingur og húsameistari (arkitekt). Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: Aðal- fundur Tækniræðingaélags js- lands ualdinn 11. marz 1964, lýsir ánægju sinni yfir þeim áfaniga, sem þegar hefur náðst í undir- búningi að aukinni tæknimennt- un íslendinga. Sérstaklega viW fundurinn þakka menmtamála- ráðherra þann áhuga, sem hann I hefur sýnt þessu n.áU. Fundurinn telur það stórt spor í átt, að komið hefur verið upp undirbúningsdeild fyrir væntan- lega tæknifræðinema, og að und- irbúningur er þegar hafinn að því að hægt verði að stunda fyrrihlutanám í tseknifræði hér- lendis, sem létta mundi verulega námskostnað og örfa unga, efni- Íega menn til tæknifræðináms, sem ella ættu þess ekki kost. Þá vill fundurinn þakka frum- kvæði menntamálaráðherra að samkomulagi, sem náðst hefur við dönsku og norsku tækni- fræðis'kólana, um stuðning við fyrirhugaðan Tækniskóla ís- lands meðal annars með því að aðstoða við undirbúning og gefa vilyrði um að veita nemendum með fyrrihlutapróf héðan viðtöku til seinnihlutaimáms í viðkomandi löndum á meðan fullkominn tæknifræðiskóli er ekki til hér- lend-Ls og á þann hátt tryggja, að islenzkir tæknifræðingar fái sam- bærilega menntun og bezt gerist á Norðurlöndum. Til þess, að þróun tæknifræðsl- unnar hér á landi veiói sam- ræmd og sem bezt skipulögð, leggur T.F.j. til að stofmað verði sérstakt tæknifræðsluráð, sem hafi svipuðu hlutverki að gegna og t. d. danska tæknifræðsluráð- ið, „Tekniker Kommissionen", hefur þar í landi. Ennfremur vill T.F.Í. leyfa sér , að benda á, að nauðsynlegt er, að núverandi iðnlöggjöf verði þegar breytt til samræmis við þróun þessara mála hjá nágranna þjóðum vorum, m. a. með því að koma á kerfisbundinni verk- kennslu í iðnskólum, sem gerði kleyft að færa niður iðnnámið og fá unigmemni á þan.n hátt fyrr til raunhæfrar þátttöku í atvin-mi lífinu. — Hótel V'ikingur Framhald af síðu 32 vaeri við Hlíðarvatn og gætu menn unað sér þar við margt annað en veiði. T.d. væri skammt til hinna nýfundnu hella í Gullborgarhrauni, og stæðí til að leita leyfis Náttúru verndarráðs um að skoða megi hella þessa. Þá yrðu hestar til leigu í Iandi til lengri eða eða skemmri tíma, ög væri þarna t.d. hægt að ríða upp á Geirsgnúp, sem er 989 metra hár. Þaðan er útsýni allt norður til Barðastrandar og suður á Reykjanestá, um Borgarfjörð all an og inn til hálendisins. Þá gat Ingólfur þess, að tveir smábátar yrðu við skipið til af- nota fyrir geisti. Yrði annar þeirra búinn utanborðsmótor. . Ingólfur sagði að lokum að rekstur Hótel Víkings mundi hefjast upp úr næstu mánaðar mótum og vseri nú hafið að taka við pöntunum um dvöl eftir 15. júní. Hann ben.ti og á að út- lendingar kaemu til íslands til þess að sjá fleira en Reykjavík, og allir þeir, sem af ferðamálum hefðu afskipti. könnuðust við að fjölmargir spyrðu um veiði, sem illmögulegt væri að útvega. Hó- tel Víkingur mundi leysa að nokkru úr þessum vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.