Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtuda'gur 7. maí 1964 Jón Þórarinsson og Ragnar Jónsson, Rabbað við listafrömuði um listamannaþing Athugasemd við grein um sölarhringshlut skipstjóra í MORGUNBLAÐINU 5. þ.m. er grein, þar sem rætt er um afla- hlut eins síldarsikipstjóra yfir einn sólarhring. Tiigangur grein arlnnar virðist vera sá einn að nota urnmæli skipstjóra-ns, seim komu fram í viðtali við dag- blað s.l. sunnudag, til þess að réttlæta verðið á vorsíldinni núna til bræðslu. Þetta verð var ákveðið með dómi á móti at- kvaeðum seljenda í marz-mánuði s.l. og gildir fram til 15. júní. Það fer ekki leynt, að útvegs menn og sjómenn eru mjög óánægðir með verð á bolfiski og síld á yfirstandandi vertíð. En þrátt fyrir óhæfilega lágt verð er annað enn verra og hættu- legra, en það er sú túltoun lag- anna, að aðeins einn maður hafi vald til þess að ákveða verðið til sjómanna og útvegsins. Und- a-nfarnar verðákvarðanir hafa verið mjög ónákvaemlega undir búnar og verðlagsgrundvöllur- inn alils ekki nægilega traustur til viðmiðunar. Sem dæmi um handahófið í verðla-gningunni, má nefna verðið á 1. fl. gotu, sem var ákveðið kr. 8.18 með uppbótum, en gangverð til fryst ingar var frá kr. 12-14.00 pr. kg. Einnig er fituprósenta síldarinn- ar mjög misjöfn á tímabilinu og etf viðmiðun á að vera við fit- una, ber að fitumæla farmana og greiða samkvæmt því mis- jafnt verð eftir gæðum síldar- innar. Það er vitað, að fitan get- ur verið frá 5-14% á tíma-bil- inu og enn liggja ekki fyrir næigi leg gögn, sem sýna „rétta“ með- alfitu. Það, sem útvegs- og sjó- menn vilja, er að sannvirði sé grun-d-völlur við verðlagningu en ekkert handaihó-f og kák. En núverandi verð er miðað við 3% nýtingu fitu eða 6% búkfitu. Mörgum er tíðrætt um tekjur síldarsjómannsins og um leið hörmungarvæi útgerðarmanns- ins. Umrædd grein mun erm auka á slúðrið urn útgerðina og sjómennina. í greininni var sagt að skipstjórinn hafi verið með kr. 19.885.00 á einum sólarhrin-g og hann hafi samt áður tálið sig vera að vinna í „þegnskyldu“. Rétt er að benda á þá staðreynd að veiðiflerðunum báðum lauk á tæplega tveimur sólarhringum og er því hér kxítað liðu-gt um sólahringstekjur. Ennfremur er rétt að benda á það, að en-n eru sárafá skip á veiðu-m og vonandi er að svo verði í mótmælaskyni við verðið. Væri hins.vegar svo, að allur flotinn stundaði veiðar Framhald á bls. 21 EINS OG getið var hér í blaðinu 1. maí s. h, þá verður haldin Lista'hátíð hér í sumar, frá 7.-19. júní, að til'hlutan Bandalags ísdenzkra listamanna. Verður hátíð þessi mjög fjölþætt og fara hátíðahöld, listasýningar og lista flutningur fram á ýmsum stöð- u-m, svo ■ sem í Háskólafoíó, þar sem hátíðin verður sett, en auk þess í Þjóðleikhúsinu, Austur- bæjarbíói, Listasafni íslands, Bogasal Þjóðminjasafnsins, Sig- túni, Hótel Sögu og auk þess að Laugavegi 26 í húsakynnum arkitekta. Við opnun hátíðarinnar í Há- skólabíó verður Halldór Laxness aðalræðumaður, og tónverk verða þar leikinn eftir Pál ísólfs- son og Jón Leifs. Tómas Guð- mundsson verður hins vegar aðalræðumaður 19. júní, er hátið inni verður slitið. Framkvæmda- stjóri Listahátíðarinar er Ragnar Jónsson forstjóri. í tilefni þessa merka viðburðar í íslenzku menningarlífi brá fréttamaður blaðsins sér á fund í 14. UMFERÐ í opna flokknum á Ólympíumótinu urðu úrslit þessi: Belgía — Frakkland 5-2 írland — Líbanon 5-2 Spánn — Brasilía 4-3 Filippseyjar — ísrael 7-0 Þýzkaland — Suður-Afríka 6-1 Egyptaland — Holland 7-0 Mexíkó — Bermuda 7-0 Kanada — Formósa 7-0 Pólland — Holl. Ant.-eyjar 7-0 Thailand — Argentína 7-0 Svíþjóð — Ítalía 6-1 England — Jamaica 7-0 Chile — Bandaríkin 6-1 Ástralía — Sviss 7-0 Venezuela sat yfir. Staðan er þá þessi: 1. England 78 st. 2. Ítalía 71 — 3. Bandaríkin 65 — 4. Sviss 64 — 5. Brasilía 63 — 6. Ástralía 61 — 7. Kanada 61 — 8. Sviþjóð 61 — 9. Frakkland 60 — 10. Thailand 59 — 11. Belgía 56 — Jóns Þórarinssonar, tónskálds for seta Bandalags íslenzkra lista- manna í gær og spurði hann nán- ar um hin fyrirhuguðu hátíða- höld og aðdraganda þeirra. Jón reyndist höfðingi heim að sækja, ba-uð mér til stofu í hinni vistlegu íbúð sinni að Klepps- vegi 2-8 og vildi góðfústega veita þær upplýsingar, sem hann mætti. „Ég held bara, að erfitt verði að tala saman, því hér er jarð- ýta að störfum rétt fyrir utan stofugluggann, og er allbávaða- söm“, segir Jón. En ég er hinn bjartsýnasti og minnist þess, að Demosþenes varð mikill mælsku maður á því, að rökræða við sjávarrótið. Á þetta reyndi þó ekki verulega, því rétt í þessu opnast dyrnar og Ragnar Jóns- son, forstjóri Helgafells vindur sér inn. Bregður þá svo kynfega við, að jarðýtan þagnaði og lét hún ekki meira á sér kræla. Voru þag góð umsikipti. „Hefur ekki Bandalag ís- lenzkra listamanna haldið slíkar Lista'hátíðir áður Jón?“ 12. Argentína 55 — 13. Venezuela 53 — 14. Holland 52 — 15. ísrael 52 — 16. Pólland 52 — 17. Formósa 51 — 18. Spánn 49 — 19. írland 48 — 20. Filippseyjar 47 — 21. Suður-Afríka 43 — 22. Jamaica 42 — 23. Líbanon 42 — 24. Mexíkó 42 — 25. Egyptaland 37 — 26. Þýzkaland 36 — 27. Chile 32 — 28. Bermuda 25 — 29. Hollenzku Ant.-eyjar 10 — Að undankeppninni lokinni munu 4 efstu sveitirnar keppa til úrslita. I kvennaflokki er staðan þessi að 4 umferðum loknum: 1. England 28 st. 2. Bandaríkin 27 — 3. Frakkland 21 — 4. Belgía 18 — 5. frland 17 — 6. Venezuela 14 — 7. Suður-Afríka 14 — 8. Kanada 14 — 9. Bermuda 14 — 10. Mexíkó 13 — 11. Sviþjóð 12 — 12. Argentína 11 — 13. Danmörk 8 — 14. Egyptaland 8 — 15. Chile 5 — „Jú, en þó með nok-kuð öðru sniði. Á árunum 1945-50 voru haldin þrjú svonefnd Lista- mannaþing. Var það að frum- kvæði Páls ísólfssonar að hafizt var handa um þetta upphaflega. Fyrsta Listamannaþingið var tengt hundruðustu ártíð Jónasar Hallgrknss-onar. Þessi þing stóðu yfiifeitt um vikutíma. Þau voru með nokkuð öðru sniði en nú, meðal annars voru þar ekki neinir erlendir listamenn. „Árið 1955 var sett í lög Banda lagsins, ag halda Listamannaþing eða Listahátíðir annað hvort ár, en því miður hefur orðið nokkur misbrestur á því. En nú er sem sagt ætlunin að bæta úr þessu“. „Verður þetta ekki mjög fjár- frekt fyrirtæki? “ „Jú, það má telja víst, að það verði nokkuð kostnaðarsamt. En Bandalag íslenzikra listamanna hlýtur nokkurn opinberan styrk. Auk þess höfum við vonir og loforð um bæði beinan og óbein- an styrk, frá opinberum aðilum og einstaklingum, tk að standa straum af kostnaði við hátíðina" „Hvenær var Bandalag íslenkra listamanna stofnað“. „Það var 6. sept. 1928. Þá voru þetta samtök einstaklinga ein- göngu en ekki félagasamtaka. Stofnendur voru um 20. Gunnar Gunnarsson var fyrsti formaður samtakanna, en með honum i stjórn voru Jón Leifs og Guð- mundur Einarsson frá Miðdal. Nú eru hátt á fjórða hundrað listamenn innan samtakanna". Ég spyr Rangar Jónsson, hvað hann vilji segja um þessa fyrir- huguðu Listahátíð. „Ég vænti þess fastlega, að hún verði íslenzkri list til efl- ingar. Lista-menn hverrar þjóðar eiga að skipa virðul egan sess í þjóðfélaginu. Ég tel að lýðræðið sé í hættu, ef virðing og veldi stjórnmálamanna skyggir á þá sem framleiða góða list, éins og í einræðislöndunum. Listin frjóvgar og skýrir hugsunina og er ein höfuðundirstaða heilbrigðs mannlífs". Jón Þórarinsson sagði að lok- um, að mjög gott samstarf og góður samfougur væri milli bandalagsfélaganna um að gera hátíðiná eins vel úr garði og unnt væri. Ég óskaði þeim félögum þess, að allar beztu vonir þeirra u-m þessa hátíð mættu rætast, kvaddi og þakkaði fyrir mig. S. K. ÞEGAR rætt er um það, að fólki fækki í sveitum þessa lands, þá er að jafnaði aðeins ein or- sök nefnd fyrir því, að þessi flótti eigi sér stað, en það er að fjárhagsafkoma sé verri hjá bændum, en þeim sem í borg eða bæ eiga heima. Þó að þetta sé að sjálfsögðu veigamikið atriði, þá eru hér ekki öll kurl komin til grafar. Þegar vina- og frændmargt fólk flytur sig búferlum i þétt- býlið og sérstaklega ef því vegn- ar vel í nýju heimkynnunum, vill það oft verða, að frændfólkið sem eftir varð feti í fótspor þess og fari líka og þegar skarð er komið í stífluna þá verða oft á tíðum aðrir að flytja frá búum sínum vegna þess að erfiðleikarnir eru orðnir of miklir, að fólkið gefst upp og fer frá öllum sínum fast- eignum óseljanlegum, búpening- ur, vélar og áhöld fer langt fyrir neðan sannvirði. Fáir hafa áhuga á því að kaupa eða geta keypt. Hér er því aðeins stigsmunur á þessu fólki og fólki sem flýr byggðarlag sitt eða land, snautt af veraldargæðum, vegna trúar eða stjórnmálaskoðana. Sé litið á þessi mál frá sjónar- hóli neytandans og ekkert annað haft í huga en þarfir hans, þá stendur honum á sama hvort hann fær mjólk sína úr næsta nágrenni eða hún er framleidd í öðrum landsfjórðungi, bara að varan sé sem ódýrust. Hér er allstór hópur manna, sem byggir sína hagfræði á þessu sjónarmiði. Útreikningar og nið- urstöður allar byggja þeir svo á þessum sannleika, sem þeir þykj- ast hafa höndum tekið, en því miðúr er þetta mikla vandamál ekki svona einfalt. Við búum í stóru, erfiðu og strjálbyggðu landi. Við þurfum að byggja vandaðri og þar af leiðandi dýrari byggingar, en bændur í grannlöndum okkar, vegna þess að veðrátta hér er umhleypingasöm. — Sprettutími hér er styttri og meðalhiti lægri, en hjá grönnum okkar, þar af leiðandi þurfum við að bera meiri áburð á til þess að fá sam- bærilega sprettu. Búpeningur og þá einkum kýr eru hér 2 til 3 mánuði lengur á fóðrum en kýr hjá nágrönnum okkar og sé tekið eitthvert tillit til þessara atriða væri ekki furða þó að vöruverð á landbúnaðarvörum væri hér hærra, en það er þó ekki þegar allt kemur til alls, sem sýnir, að búskapur hér er yfirleitt mjög vel rekinn og dreifingarkerfið er rekið á hagkvæman hátt. Nú finnst þér lesandi góður að ég sé kominn langt út fyrir efnið, en svo er þó ekki, því að það er ekkert einkamál okkar sem sveit irnar byggjum, hvort landinu verður haldið í byggð, það er mál þjóðarinnar allrar. Það hvílir jafnmikil skylda á þeim sem í þéttbýlinu búa og hinum sem í dreifbýlinu búa, ef á að halda landinu í byggð og sá sem í þétt- býlinu býr má ekki setja átthaga- fjötra á þann sem í dreifbýlinu býr, en það er gert með því að gera jarðir og aðrar eignir verð- lausar. Það hefur alloft skeð á undan- förnum árum, að bændur slíti þessa fjötra og fari slyppir og snauðir í þéttbýlið. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki eða svo lengi sem það minnist baráttu sinnar og sálarstríðs og vilji rétta hönd sína til hjálpar þeim sem eftir verða, til að koma jafnvægi á í byggð landsins, en margur er gleyminn á reynslustundir sínar. Það kostar mikið að halda stóru en fámennu landi í byggð og láta alla íbúana lifa við svip- uð menningarleg skilyrði, en sé það ósk þjóðarinnar að svo verði gert þá er það.skylda allra fslend inga að sjá um, að lífskjörin verði sem jöfnust, hvort sem maðurinn framleiðir matvæli eða neytir þeirra. Það er oft erfiðara að byggja upp en rífa niður. Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Reykhólasveit. BRIDGE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.