Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 21
^ Fimmtudagur 7. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 ÚTVARP REYKJAVÍK Á SUNNIJD A'GSMOR GUN, 26. apríl, "var útvarpað messugerð séra Jakobs Jónssonar úr Ha\ l- grímskirkju. Hann talaði um skort þann á öryggistilfinningu, sem ávallt virtist hrjá mannkind ina. Bf sæmilega viðraði að vetr inum, þá óttuðust allir hart vor, ©g ef vel voraði, þá óttuðust menn slæmt sumar og svo koll af kolli. Þannig virtist ótti og skortur á öryggistilfinningu vera manninum eðlisl'.segur. Þetta var ein af þeim messu- gerðum, þar sem ekki var látið nægja að tæpa í hálfkveðnum setningum á leyndardómsfullri uppbyggingu óræðs guðdóms, heldur var jafnhliða reynt að skyggnast í afkima mannlegs sál arlífs og skýra maxmleg viðbrögð í ljósi trúfræðilegrar könnunar. Ætli við íslendingar gerum efeki fulllítið af því að hlíða á vandaðar messugerðir og leiða hugann að þeim viðfangsefnúm, sem þær fjalla um? „Strítt hafið þér talað biskup" var forðum daga sagt við Jón biskup Ögmundsson. • Svipað hefðu útvarpshlustendur getað sagt við Einar Björnsson, bónda í Mýnesi, sem talaði um daginn og veginn á mánudagskvöldið. Það var mögnuð hugvekja, um ýmislegt, sem flutningsmaður taldi, að aflaga færi í þjóðféiagi okkar. Hann taldi, að vald borgarinnar væri of mikið, við eina götuna væru til dæmis allir helztu Einar bankar landsins, Björnsson auk þess sem Ihér væri miðstöð menntamála, tryggingamála, svo og auðvitað 6tjórn landsins, Alþingi o. fl. o. fl. Þá ræddi Einar áfengisvanda- málið og sagði það geigvænlegt að Íslendingar keyptu áfengi ár- lega fyrir um 250 milljónir kr., «em mundi sennilega nægja til að byggja húsnæði yfir 2500 manns. Hann sagði, að það væri furðu hljótt um þetta vandamál og bað menn ígrunda það með velvild og stillingu. Kvaðst hann aldrei hafa verið bindindismaður en sæist þó ekki yfir það stór- kostlega vandamál, sem hér væri á ferðinni. Erindi Einars var vel flutt, og margt, sem hann sagði hafði gull vægan sannleika að geyma. Hin mikla áfengisneyzla okkar er vandamál, sem æskilegt væri að geta leyst á einhvern hátt. En á hvern? Það vandamál verður varla leyst nema fyrst sé reynt að grafast fyrir orsakir hinnar miklu áfengisneyzlu. Ei raunin er sú, sem margir telja, að áfeng isneyzla okkar stafi af skorti á hugnæmum viðfangsefnum, þá væri sjálfsagt ekki einhlýtt að reyna að leysa vandann með því að stöðva innflutning á áfengi og hætta sölu þess innanlands. Við megum heldur ekki gefa Bakk- usi færi á, að reka gagnáróður í skjóli neins píslarvættis. Meðan við leyfum innflutning sígarettna sem fjöldamorð hafa þó verið sönnuð á, þá væri líka óeðlilegt að banna innflutning og sölu á- fengis. Hitt er eðlilegt og heilbrigt að reyna að grafast fyrir rætur áfengisbölsins, og vitanlega hlýt- ur sú hugsjón að vaka í með- vitund hvers heillbrigðs manns, að það takist að vinna fullkom- inn sigur í baráttunni við áfengis bölið. En við megum ekki ein- göngu líta á sjúkdómseinkennin heldur leitast við að komast fyrir rætur meinsins. Aðeins með því móti getum við gert ok'kur vonir um 'haldgóðan árangur í barátt- unni við áfengið. „17 ára keppninni“ var ennþá haldið áfram á þriðjudagsikvöld- ið og las Steindór Hjörleifsson þá frásögu Sigmars G. Þormars, sem hann nefndi „Kúskur hjá gehejmeettsrád Bramsen". Var þetta mjög fróðleg frásaga. Þar fengu menn meðal annars svar við þeirri spurningu, sem ýmsir hafa velt fyrir sér á ýmsum tim- um, spurningunni: „Hvað á ég að gera til þess að verða ríkur?“ Og svarið er einfalt. Það hljóðar svo: „Maður notar aldrei tvær eld- spýtur til að kveikja í einum vindli“. Á kvöldvökunni á miðviku- dagskvöldið var m.a. fluttur fróð legur frásöguþáttur eftir Benja- mín Sigvaldason fræðimann um Árna Reynistaðamág, sem svo er nefndur. Var rakinn æviferill hans, sem var á margan hátt æv ýmsu misjöfnu Benjamín fyrir honum, og Sigvaldason raunin varð einnig sú, eftir að 'hinum stuttara lega valdatíma hans sem land- fógeta sleppti, en hann stóð að- eins 20 daga. Þótt Árna Reynistaðamági væri missýnt um margt, þá bar hann þó glöggskyggni til að afla sér ríks kvonfangs, og þrátt fyrir ýmis konar áföll, sem hann varð fyrir á lífsleiðinni, þá var sá stjóri honum þó endingargóður og bjargaði honum frá að missa alveg rótfestu og reka reiðalaust um brotsjóa lífsins. Eftir að þeir þjóðsagnamenn höfðu sagt okkur margar lygi- legar sögur af kraftamönnum fyrri daga, þá kvað Andrés Val- berg stökur eftir sjálfan sig og aðra .Það er heldur sjaldgæft, að kveðnar séu stökur í Ríkisútvarp ið — merkillega sjaldgæft vildi ég segja — því ég er ekki í vafa um að góðar og vel kveðnar stök ur þær finna ekki síðri hljóm- grunn með þjóðinni heldur en margt af þeirri hænugaggsmúsik, sem glymur í eyrum útvarps- hlustenda í tima og ótíma. Á fimmtudagskvöldið flutti svo Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari þáttinn „Af vettvangi dómsmálanna.“ Fjallaði þáttur- inn að þessu sinni um réttindi og skyldur sameigenda fjölbýlis- húsa, og var fjallað um dóms- mál, sem reis af ágreiningi miíili tveggja slíkra sameigenda. Ann ar málsaðili setti lögbann á bygg ingu bílskúrs hjá hinum á sam- eiginlegri lóð. Mál þetta var all- flökið og verður ekki rakið hér, en niðurstaðan varð sú, að lög- bann þetta hefði verið heimilt, eftir þeim ástæðum sem þarna voru fyrir hendi. Þátturinn snér ^ b't þarna ^ um * sam- J § býíishúsum og Hákon '* kvöldskóli, sem Guðmundsson hægt er að hugsa sér um málefni hins dag- lega lífs og vandamál og ágrein ingsefni sem hæglega geta ris- ið í sambúð manna. „Skommti þáttur með ungu fól'ki“ þetta kvöld var áuætur. I Dagsskráin á föstudagskvöld var að mestu helguð hátíðisdegi verkaiýðsins. Var fluttur ýmis- konar fróðleik- um 1. mai og sannarlega Ólafur virðist svo stund Hanson um sem honum sá fátt mannlegt ökunnugt. „Vizkan er upphaf allra dyggða" er haft eftir forn- um spekingi, og vissulega er það virðingarvert, er menn afla sér góðrar þekkingar um hina óljk- ustu hluti. Hins vegar er nokkur hætta á því, þegar fróíleikur manna er orðinn mjög umfangs- mikill, að menn ta'ki að rugla SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur fimmtándu og næst síðustu hljómleika sina á þessu starfsári í' Háskólabíói í kvöld kl. 9. Á efnisskránni eru fjögur verk, forleikur að Beatrice og Benedikt eftir Berlioz, fiðlukon- sert í D-dúr eftir Bra'hms, Spurn ingu ósvarað eftir Charles Ives og að síðustu sinfónía nr. 3 eftir Robert Ward. Tveir erlendir gestir munu koma fram á tónleikunum, Igor Buketoff, sem þegar er kunnur íslendingum, mun stjórn hljóm- sveitinni, og einleikari í fiðlu- kanserti Bra'hms verður þekktur fiðluleikari, Wanda Wilkomirsika. Pólski fiðluleikarinn Wanda Wilkomirsika er fædd í Varsjá, og er af mjög þekktu tónlistar- fólki kominn. Hún hóf nám í fiðluleik, þegar hún var 5 ára að aldri og fyrsti kennari hennar var faðir hennar, sem er þekktur fiðluleikari. Hún var 7 ára, þeg- ar hún léik í fyrsta sinn opin- berlega á tónleikum og 15 ára saman auka og aðalatriðum meira en góðu hófi gegnir. Ekki fannst mér þess þó gæta í hin- um ágæta útvarpsþætti Ólafs þetta kvöld. Sama kvöld „spjallaði Stefán Jónsson við fólk að starfi'*. Ekki fötuðust Stefáni skemmtilegheit- in fremur en endranær. Fól'kið sem hann spjallaði við átti auð- vitað einnig sinn hlut í að gera þátt þennan lifandi og skemmti- legan. Ég er viss um, að þótt svo ólí'klega færi, að Útvarp Reykjavík yrði einhverntíma al- varlega ógnað af erlendum sjón- varpsstöðvum, þá mundi Stefán Jónsson standa eins og klettur upp úr öldurótinu með alla þá skemmtilegu „karaktera", sem honum tekst að Iaða fram. Um leið og ég lýk þættinum nú Vil ég varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort Útvarpið geri ekki fm llítið af^því að endurtaka gott útvarpsefni, og hvort það sé viðhöfð næg nákvæmni við val slíks efnis? Ég veit að þetta get- ur hverju sinni verið mikið álita- mál og valið verið örðugt. Góðir þættir um daginn og veginn, fróðlegir þættir um Hæstaréttarmál og „Raddir skálda“ t. d. hljóta tíðum að koma sterklega til greina, svo og ýmsir fróðleiksþættir fluttir á að aldri lék hún sem einleikari með hljómsveit. Wilkomirska hefir unnið til verðlauna í fjölmörgum sam- keppnum i fiðluleik víðsvegar um heim, t. d. í Genf, Búdapest, Leipzig og víðar. Hin frægu Wieniawsky-verðlaun hlut hún árið 1952. Hún hefur ferðast mjög víða og haldið sjálfstæða tónleika og leikið sem einleikari með hljómsveitum. Hún hefur leikið í Bandaríkjunum, Kanada, Israel, Japan, Rússlandi og í nær öllum Evrópulöndum. ísland er 26. landið, sem hún heimsækir. Wilkomirska hefur lei'kið ein- leik með hljómsveitum undir stjórn 121 hljómsveitarstjóra og meðal þeirra mætti nefna: Klet- zki, Klemperer, Hindemith, Sawallisch og Guilini. kvöldvökum eða endranær. Góð- an Útvarpsþátt geta menn hlust- að á tvisvar eða oftar sér til ánægju, á sama hátt og menn lesa góða blaðagrein eða bók oftar en einu sinni. Máttur end- urtekningarinnar getur eigi síð- ur þjónað góðum markmiðum en slæmum. Sveinn Kristinsson. — Athugasemd i’ramh. at bls. 12 og afli væri sæmilegur, þá kæmi þegar í stað til löndunar- stöðvunar og ekkert skip hefði þá möguteika á að fylla _sig tvisvar á sólarhring. Einnig er það margreynt, að eins mánaðar afli er varla ýfir 10000 tunnum, en umrætt skip fékk 3500 tunn- ur á mjög stuttum tíma. Það er því ljóst, að ágæt mánaðar- veiði gefur um kr. 670.000.00. Af þessari veiði verður útgerðin að greiða minnst 5Ó% til skipshafn ar með aukahluta. Það er því ekki stórt, sem kernur í „hlut“ skipsins eftir mánuðinn. Verð- mæti venjulegs skips í dag með góðri síldarnót er 11-12 milljón- ir. Það er því svo augljóst, sem nokkuð má vera, að ekkert ó- happ má koma fyrir, ef nokkur minnsti 'möguleiki á að vera til þess að standa í skilurn. Það er athyglisvert hvað verð- lag á síld er hér á landi miklu lægra en t.d. í Noregi. Engin viðunandi skýring hefur verið gefin á því, en alkunna er, að síldarverksmiðjur hér hafa und- anfarið mokað inn peningum. Þetta er eðlilegt, því að hin mikla aukning skipanna hefur sem betur fer aukið heildar aflamagnið verulega og verk- smiðjumar hafa fengið miklu lengri vinnslutima og þar með getað dreift miklum fastakostn- aði á miklu meira magn og lengri tíma. Rétt er að benda sér kemur hreinlega inn, sem auka- innlegg fyrir verksmiðjurnar og staklaga á, að vorsíldarveiðin ætti það að vega mikið í verð lagningu á vorsíldinni. Við sjáum ekki ástæðu til þess að fjölyrða meira um síldar hlutina og verðið, en allt er þetta mikið mál og væri vel þess vert að þetta væri gaumgæfilega rætt og athugað frá grunni af hæfum mönnum. Reykjavík, 6. maí 1964, Jón Árm. Héðinsson, Baldur Guðmundsson, Sigurð'ur Pétursson. Pétur Friðrik sýnir málverk og vatnslitamyndir í Bogasal Þjóð- minjasafnsins þessa dagana. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og fjöldi mynda hefur selzt. Myndin hér að ofan er af einu málverkinu á sýningunni, Frá Kleifarvatni. Frægur pólskur fiðluleik- ari leikur Brahms með sinfóníuhljómsveitinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.