Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ 5 "4 UFSI H.F. HAFNARFIRÐI Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill! Gunnar Búnar ljósmyndari tók Jiessa skemmtilegu mynd suður í Hafnarfirði um daginn. Það hafa strákar stofnað minnsta útgerðar félag í þessum fjórðungi. Það heitir Ilfsi h.f. eins og skýrt stendur skrifað á útgerðarhús- næðinu, sem sjálfsagt er allt í senn beitningarkró, aðgerðarhús og skrifstofa. í „hjallinum" til vinstri ber mest á kola, sem vafalaust er veiddur þar við bryggjurnar. Vonandi verður þetta útgengileg vara. Áfram hærra, og gangi ykkur allt í haginn sumarlangan dag- inn! - GAMALT og GOTT UM þann síðasta dag Dimmt er í heiminum, drottinn minn, deginum tekur að halla. Dagur fagur prýðir veröld alla! ■MmHmwzM Gegnum kýraugað Er það ekki furðulegt, hvað erfitt reynist að koma í veg fyrir stór umferðarslys? Dæmin eru bæði gömul og ný, og máski fyrst og fremst ný. Suðurlandsbrautin er hætt uleg. Það verður að sýna var úð. Þar stanza strætisvagnar. Ilandan brautarinnar eru fjöl menn íbúðarhverfi. Bilar þjóta framhjá strætisvögnunum, án þess að ökumennirnir almennt leiði huga að því, að alltaf getur lítið barn skotixt fram undan strætisvagninum, það gefur umferðinni engan gaum. Sannast sagna þyrfti að vera göngubrú, annað hvort undir eða yfir, þarna við Múlakamp inn. Hryggilegur atburður, sem verður af völdum svona fram úraksturs, verður ekki aftur tekinn. En það mætti reyna að hindra, að þvílíkir atburðir endurtækju sig. Máski væri lausnin sú, að taka upp í umferðarlög þá amerísku reglu, að skylda bif- reiðastjóra lil að stanza, með an strætisvagn hleypir far- þegum út? Þessi spurning er brýn í dag. Það skaðar a.m.k. ekki að velta henni fyrir sér. Á ferð og flugi Kaupskip h.f. llvítanes er á lei'ð til Hamborgar frá Sikiley Skipadeild S.I.S.: Arnarfell er í Kefla vík. Jökulíell fer í dag frá Rvík til Norrköping og Pieter Sarry. Dísarfell er væntanlegt tiJ Þorlákshafnar í dag, fer þaðan til Hornafjarðar og Djúpa- vogs. Litlafell fór í gær frá Hafnar- firði til Breiðaíjarða og Vestfjarða. Helgafell er í Rendsburg. Hamrafell fór í gær frá Aruba til Rvíkur. Stapa- fell fór 5. þm. frá Véstmannaeyjum til Fredrikstad. Mælifell er í Chat- ham, fer þaðan væntanlega 9. þm. til Saint Louis de Rhone. H.f. Jöklar Drangajökull fór frá Aust fjörðum í nótt til Rússlands, Helsing- fors og Hamborgar. Langjökull kemur væntanlega til Cloucester 1 dag, fer þaðan til Camden og Rvíkur. Vatna- jökull kom til Rvíkur í nótt frá Rott- erdam. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er á leið til Cagiiari frá Canada. Askja er á leið til íslands frá Cagliari. Flugfélag lslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22:20 í kvöld. Gullfaxi fer til London í fyrramálið kl. 10:00. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir). ísafjprð ar, Vestmannaeyja (2 ferðir), Kópa- skrs, Þórshafnar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir, Egilsstaða, Vestmanna- eyrar (3 ferðir) Egilsstaða, Vestmanna víkur, ísafjarðar, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka- foss kom til Hafnarfjarðar í gær frá Hull. Brúarfoss fer frá NY 7. þm. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Keflavik 0. þm. til Vestmannaeyja, Gloucester og NY. Fjallfoss fer frá Rvík í dag til Kaupmannahafnar, Gautaborgar og Kristiansand. Goðafoss er í Helsing- fors fer þaðan til Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith 4. þm. tiT Rvíkur. Lagarfoss fró frá Stykkishólmi 4. þm. til Grav- arna, Gautaborgar Rostock og Riga. Mánafoss fór frá Þórshöfn í morgun fi þm. til Reyðarfjarðar. Reykjafoss er . í Rvík. Seifoss fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld 6. þm. tií Rotterdam og Ham- borgar. Tröllafoss kom til Reyðarfjarð ar 5. þm. frá Kristiansand. Tungufoss fer frá Antwerpen 7. þm. til Hull, Leith og Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyj um kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Þyrill er í Rvík. Skjaldbreið fór frá Rvík í gær vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á suður leið. H.f. Skallagrímur: Akraborg fer í dag frá Rvík kl. 9, frá Akranesi kl. 10.45, frá Rvík. kl. 16.30, frá Akranesi kl. 18. A morgun frá Rvík kl. 7.45, frá Akranesi kl. 9, frá Rvik kl. 12, frá Borgarnesi kl. 18 og frá Akranesi kl. I 19.45. IJngrar stúlku mínnzt MÖRG undanfarin ár hefur Fíla- delfíusófnuðurinn minnzt Mar- grétar Guðnadóttur þennan dag (Uppstigningardag), með því að styrkja sjóð, er fósturfofeldrar hennar stofnuðu á sínum tíma í minningu hennar Markmið sjóðs ins er að styrkja innanlandstrú- boð. Margrét Guðnadóttir dó um tvítugsaldur í sigurfagnandi trú á Jesúm Krist endurlausna-ra og frelsara sinn. Síðustu orð henn- ar og viðskilnaður við vanda- menn sína og vini, var með þeim hætti, að fósturforeldrar hennar réðu það við sig að stofna sjóð, sem gæti orðið til styrktar þeim körlum og konum,- sem vildu fara um þetta land til þess að boða öðrum mönnum þá sigrandi trú á Krist Jesum, er þau hefðu séð ljóma svo - dásamlega yfir dánarbeði fósturdóttur þeirra, er þau elskuðu eins og væri hún þeirra skilgetið barn. Margir hafa fengið styrk úr þessum sjóði. Margir hafa styrkt hann þannig, að þeir hafa keypt minningar- spjöld, er gefm hafa verið út og eru alltaf fáanieg hjá Fíladelfíu- söfnuðinum og fósturforeldrum hinnar látnu, Sigríði og Ólafi Ás- geirssyni klæðskerameistara, Snorrabraut 67, Reykjavík. Þau fást einnig njá Hvítasunnusöfn- uðum úti um land. Þennan dag hefur um mórg ár verið haldin fórnarsamkoma í Fíladelfíu, og eins verður í þetta sinn. Samkom an verður að Hátúni 2, kl. 8,30. Ræðumaður verður Guðmundur Markússon, Á samkomunni verð- ur fjölbreyttur söngur. H O R N I Ð Lata menn langar alltaf til að' rera eitthvað. •mmmmmmmmmmmmmmmm.®—-----------------__ sá NÆST bezti Vinur Matthíasar Emarssonar læknis, sem var nokkuð drykk- felldur, haltraði in.i í .ækningastofuna, hlammaði sér niður í stól og sagðirt hafa fengið vatn á milli liða. Matthías leit niður á fót sjúklmgsins og sagði með áherzlu: „Nei, vatn er það ekki.“ Garðarósir nýjar harðgerðar tegundir. Plöntusalan Hrísateig 6. — SLmi 33252. KLÆÐUM HÚSGÖGN Svefnbekkir, svefnsófar, sófasett. Veggihúsgögn o. fi. Valhúsgögn Skólavörðusitíg 23. Sími 23375. Reglusamur ungur maður vanur enskum bréfaskrift- um, óskar eftir vel launaðri vinnu. Sími 33992. Notað grindverk með girðingarstaurum til sölu, selst ódýrt. Uppl í síma 24663. Gert við kæliskápa og kælikistur. Smiðum frystiihólf. Viðgerðir og áfylling fyrir kælikerfi í verzlunum. Uþpl. í síma 51126. Til sölu er plötuspilari í teak-borði með inmbyggðri plötu- geymslu. Uppl. í síma 18066. Ökukennsla Sími 34222. íbúð óskast til leigu Þrenrnt í heicmili. Uppl. í sima 10235. Sveit Stúlka með 2 börn óskar eftir ráðskonustöðu á góðu sveitaheimili. Uppl. í síma 41885. Stúlka 20—35 ára sem vill taka að séir lítið heimili í kaupstað út á landi óskast nú þegar eða í haust. Má hafa með sér 1—2 börn. Tilb. merkt: „9423“ sendist Mbl. Hafnarfjörður Hef sendibíl, hri.ngið í síma 51772. Geymið auglýsmg- una. Presto Offset fjölritun, vélritun, kopiering og prentun. PRESTO Klapparstíg 16. Sími 21990. Trommusett Til sölu er trommusett með öllu tilheyrandi. Uppl. Granaskjóli 21 í dag óg á morgun. Fjölskyldu sem er að byggja, vantar íbúð 14. maí í 6—8 mánuði. Uppl. í sima 37146. Skúr óskast Góður sikúr óskast til kaups. Uppl. í síma 21931. Óska eftir að kaupa Volkswagen, árg. 1963. Úr einkaeign, lítið keyrðan og vel með farinn, milliiiða- laust. Uppl. í síma 24708. Vöggur Brúðuvöggur, hjólhesta- körfur, bréfakörfur og körfur fyrir óhreinan þvott Körfugerðin Ingólfsstræti 16. Eldri kona óskar eftir 1—2 herb. 14. maí. Barnagæzla kæmi til greina. Tilb. rnerkt: „9694“ sendist afgr. Mbl. fyrir há- degi laugardag. Leigjum út liblar rafknúnar steypu- hrærivélar. Ennfremur raf- knúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum, og mótor-vatnsdæi ur. Uppl. í síma 23480. Múrarar óskast Upplýsingar í síma 17888 INGÓLFSCAFÉ Gömlu dansarnir w í kvöld kL 9 Hljómsveit Garðars. Dansstjóri: Kristján Þórsteinsson. ASgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. INGÓLFSCAFÉ BINGÓ KL. 3 E.H. í DAG Meðal vinninga: Segulbandstæki — Sófaborð — Arm- bandsúr — Svefnpoki o. fl. ______Borðpantanir í síma 12826. Bezf að augíysa í IVIorgunbiaðínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.