Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. mal 1%4 MORGU N BLABIÐ i> Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR Hugleiðing um |>jóðsöng i. MATTHÍAS JOCHUMSSON dvaldist í Bretlandi veturinn fyrir þjóðhátíðina 1874. Það var í þriðja skipti, sem hann fór utan. í þessari ferð gisti hann um tíma hjá Sveinbirni Sveinbjörnssyni tónskáldi í Edinborg. Sveinbjörn var skólabróðir hans og vinur. „f>á orti ég nokkur smá- kvæði,“ segir Matthías, „þar á meðal „Lýsti sól“, „Minni Ingólfs" og þar bjó ég til byrj- un lofsöngsins, „Ó, guð vors lands“. Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér að búa til lag við; fór svó, að ég um vetur- inn sendi honum aftur og aft- ur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Síðari vérsin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma.“ Matthías var sjálfur kominn heim fyrir þjóðhátíðina og orti fleiri kvæði vegna hennar, þar á meðal konungsnunni og Minni Islands. Lofsöngurinn var fyrst sunginn í Reykjavík- urkirkju, þessu fátæklega ný- lendubænhúsi, sem Danir höfðu klambrað saman af van- efnum og Islendingar voru svo lítilþægir að kalla dómkirkju. Matthías hlýddi á lofsöng- inn og fannst ekki mikið til hans koma. „Og til dæmis um skaplyndi mitt er það,“ segir hann, „að þá er ég fyrst heyrði sungið í dómkirkjunni lagið og sálminn: „Ó, guð vors lands“, fannst sál minni það sem „hljómandi málmur og hvellandi bjalla“, og gladdist ég hvorki né metnaðist.14 Matthías Jochumsson var andans maður par excellence. Hann orti, þegar andinn kom yfir hann. Og andinn kom býsna oft yfir hann. Svo mik- ið liggur eftir hann af góðum kveðskap, að nærri má geta, að lítil þurrð hefur verið á andagiftinni. ímyndun hans var lipur og sveigjanleg. Hann hafði undravert vald á ís- lenzku máli, svo sem þýðing- ár hans sanna ef til vill bezt. Alþýðumál og skáldamál lék honum jafnt á vörum. Hann kryddaði stíl sinn með lang- sóttum heitum og kenningdm, erfiðislítið, að því er virðist. Hann þurfti ekki að berja sam an kvæðin, eins og margir, sem kveða dýrt. Það var eins og allt kæmi af sjálfu sér, eins og skáldamálið væri móðurmál hans ekki síður en hið hversdagslega talmál. Matthías var kappsamur og afkastamikill höfundur. Hann gat ort löng kvæði á stuttri stundu. Og líklega hafa þau vinnubrögð látið honum bezt. Gauf og yfirlega voru honum fjarri skapi. Hann átti til að breyta kvæðum sínum, löngu eftir að þau voru ort. En þær breytingar voru að jafnaði til lýta. Hann orti af stemningu og innblæstri. En innblásturinn gat rénað, þegar minnst varði. Og þegar innblásturinn þraut, gat skáldinu fatast tökin. Því er það, að innan um kveðskap Matthíasar, svo márgt fagurt sem þar er að finna, leynist furðu léttvægur samsetning- ur. Auðvitað var það honum sjálfum manna ljósast. En þá var ekki. venja að stinga neinu undir stól, þegar kvæðasöftv voru búin til prentunar. Hvað eina, sem skáld hafði fest á blað, var látið á þrykk út ganga. Matthías var mikill trúmað- ur í þeim skilningi, að hann hugsaði mikið um eilífðarmál. Kristindómurinn var honum ærið umhugsunarefni. Stund- um efaðist hann, eri sannfærð- ist svo þess á milli. Hann var mikill og einlægur mannvinur. Fá skáld hafa ort jafnmikið um manninn, yfirleitt. Hann var í rauninni alþjóðlega sinn- aður maðUr. fslenzkt þjóð- frelsi var honum því takmark- að tilfinningamál. Þar skildi á milli hans og annarra sam- tímaskálda íslenzkra. II. Hverfum aftur til Fjölnis. Hann hófst á inngangskvæði Jónasar, fsland, farsælda frón. Sú stemning gekk síðan eins og rauður þráður gegnum alla ljóðagerð aldarinnar. Það var landið sjálft, sem skipaði æðsta sess. Ósnortin náttúra varð í kveðskap tákn ættjarð- arástar og þjóðhollustu. Land- ið varð það sameiningartákn, sá gunnfáni, sem þjóðin hélt síðar á lofti í sjálfstæðisbar- áttunni. Það varð tákn þjóð- arinnar, og einstaklingurinn varð samkvæmt því hluti landsins. Hann var eins kon- ar landvættur, sem gæddi landið lífi, en þáði í staðinn reisn sína . frá því. Þjóðin mældi verðleika sína eftir víð- áttu landsins. Sá mælikvarði var vitaskuld hagstæðari en hin örsmáa íbúatala. En Matthias var sérstæður meðal nitjándu aldar skálda. Hann lifði sig aldrei inn í þetta viðhorf. Hann dáðist lítt • af ósnortinni náttúru. Honum gat hugkvæmzt að tala um „fárán- leg fjöll", og var slík hug- mynd í sjálfu sér fáránleg frá sjónarmiði nítjándu aldar manns. Honum fannst lítið til um Dettifoss, þann regineflda jötunn, sem gerði önnur skáld stjörf af hrifningu — s tóð heldur ógn af honum, ef eitt- hvað var. f Skugga-Sveini lét hann byggðamenn sigra úti- legumenn, þessa höfuðprýði íslenzkrar þjóðtrúar. Hann fann sárt til þeirrar einangr- unar, sem fámennið olli. Það setti hroll að honum, þegar hafjsinn hrannaðist að Norð- urlandi, byrgði hverja vík og þrúgaði landsfólkið með bjargarskorti. Þá skrifaði hann vini sínum til Vestur- heims: (Hafísinn) „faðmar þetta hrafnasker eða þennan Hrafnaflókahrauns- og hafis- hólma. Allir vilja vestur, en enginn kemst fyrir efnaleysi." Eitt sinn, þegar illa lá á honum, orti hann Niðkvæði um ísland, sem hófst á orðun- um, volaða land. Það var ekki fátítt, að skáld- in segðu þjóðinni til syndanna á nítjándu öld og bæru henni á brýn volæði. En lándið — það var í flestra augum hafið yfir alla gagnrýni. Matthías var þar á öndverðum meiði. Fólkið sjálft var honum efst í huga. Það var í hans augum hvorki hluti landsins né held- ur þjóð, sem hlaut að vera tengd þessu landi. Það var að- eirus fólk. Einstaklingurinn var miklu fremur guðsbarn en partur af þjóð sinni. Matthías fann til með öll- um, sem bágt áttu. Það var því ekki að undra, þótt hann léti reiði sína bitna á þess- um „Hrafnaflókahrauns- og hafíshólma", þegar að svarf í harðindum. Hann sá, að það gat orðið mörgum til bjargar að flytjast til Vesturheims. En hvað var framundan, ef allir færu vestur? Væri íslenzk tunga og þjóðmenning ekki þar með dauðadæmd og salti gleymskunnar stráð yfir skáldanna verk? Þá áhættu virðist Matthias ekki hafa hugleitt, satt að segja. Matthías orti að sönnu mörg ættjarðarkvæði og kvæði um einstök héruð. Hetjuskapur fornaldar var honum hugstæð- ur, svo sem berlega kemur fram í ljóðum hans. Þá gat landið orðið eins konar leik- tjöld á sviðinu. Þá fékk það ljóma sinn af hetjunum. III. Arin í kringum þjóðhátíðina voru eitthvert erfiðasta ævi- skeið Matthíasar. Hann hafði orðið fyrir þeirri þungbæru Matthias Jochumsson reynslu að missa tvær eigin- konur, hvora á eftir annarri. Hann hætti prestskap og gaf sig að blaðamennsku. En þar naut hann sin ekki sem skyldi. Það var los á honum. Það sótti á hann trúarefi.. Ferða- lögin voru hans helzta af- þreying. Hann hafði keýpt Þjóðólf, sem var þá elztá og skásta blað landsins. En lítið orð fór af blaðamennsku hans. Sjálf- stæðismálið var að fá byrr undir vængi. Það mál var honum lítt hugfólkið. Hann var. enginn stjórnmálamaður. Hann fékk það orð á sig, að hann væri vingull í skoðun- um, og loddi það álit við hann, meðan hann lifði. Það varð honum í senn happ og ham- ingja, að hann kvæntist í þriðja sinn, seldi Þjóðólf og hóf prestskap að nýju. Lofsöngur Matthíasar, sem hann orti í Edinborg og Lund- únum, hefur síðan verið þjóð- söngur Islendinga, og má það furðu gegna. Matthíasi hefur áreiðanlega ekki komið til hugar, þegar hann orti text- ann, að hann væri að leggja til efni í þjóðsöng, enda kallar hann kvæðið sálm. Það er og greinilegt, að andinn hefur brugðizt honum, þegar hann orti þennan sálm. Hann upp- hefur fyrsta versið á orðunum — Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð. — Sem sagt, fjórum orðum skýtur upp í "höfði hans; síðan endurtekur hann sömu orðin, með þvi að hafa á þeim endaskipti. Honum geng- ur ekki betur en svo að kom- ast af stað. Upphaf sálmsins minnir á orðtakið — það er nú svo, og svo er nú það — sem menn tauta fyrir munni sér, þegar umræðuefni þrýtur. Eftir þessar vomur kemst skriður á verkið, og skáldið lýkur við versið. En hann kemst ekki lengra í bili. Anda- giftin er' gersamlega þorrin, aldrei þessu vant. Það er svo ekki fyrr en Matthias er kominn til Lond- on, að hann prjónar við tveim erindum. Hann varð aldrei ánægður með þau. Samt eru þau ekki lakari skáldskapur en hið fyrsta. Hins vegar kennir þar meiri öfga. „Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá,“ segir skáldið. Hann er staddur í auðugustu borg og voldugasta landi veraldar. Hann hugsar heim. Honum hrýs hugur við. Þjóðin er svo vanmáttug ,að henni er helzt líkjandi við blaktandi strá, sem getur visnað og fallið hve- nær sem er. Slíkar eru hug- renningar skáldsins í þann mund, sem þjóðin býst til að halda upp á þúsund ára af- mæli sitt. Sú er eina bót í máli, að almættið er stórt. Og Matthíasi fer sem oftar, þegar han'n ber manninn sam- an við almættið, að honum ógnar sá reginstærðarmunur. „Fyrir þér er einn dagur, sem þúgund ár.“ Skáldið minnist jafnvel á tár og dauða. Hins vegar gætir lítt þeirrar fjör- legu bjartsýni, sem var Matt- híasi svo eðlileg, þegar honum tókst bezt upp. Sú bjartsýni hefur ekki lífgað sinni hans, þegar hann orti lofsönginn. Það liggur í augum uppi, að sálmur, sem gerður er vegna eins ákveðins tilefnis, er all- sendis óhæfur þjóðsöngur. Tækifæriskvæði voru mjög í tízku á seinni hluta nitjándu aldar. Lofsöngurinn ber öll einkenni þess konar kveðskap- ar. Nú ber engan veginn að skilja orð mín um lofsönginn sem áfellisdóm yfir öðrum kveðskap skáldsins. Matthías er okkar mesta sálmaskáld eftir daga Hallgríms Péturs- sonar. Á því leikur enginn vafi. Margir sálmar hans eru sungnir að staðaldri við guðs- þjónustur, sumir gullfallegir, langtum fremri lofsöngnum að stemningu og fegurð. Og skáldgáfa Matthíasar var ekki einskorðuð við sálma kveðskap. Líklegt er, að hann hefði ort texta fyrir þjóðsöng, ef hann hefði verið um það beðinn. En honum var aldrei falið það verk né nokkru skáldi öðru. En hvað skal þá segja um lag Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar. Hann var skólabróðir og vinur Matthíasar og gest- gjafi að auk, þegar Matthías fór þess á flot, að hann gerði lagið. Samt varð Matthias að ganga eftir honum. Hvað kom til? Þótti honum textinn ekki heppilegur til söngs? Eða var hann kannski í vafa um, að Matthías lyki nokkurn tíma við sálminn? Um það vil ég engum getum leiða. Lagið kom á endanum. Matthíasi fannst ekki mikið til þess koma, þeg- ar hann heyrði það sungið í dómkirkjunni, og furðar okk- ur lítið á því. Lagið er drunga- legt og þó gersneytt tragiskri fegurð. Það vekur hvorki undrun né hrifningu. Og söng- menn segja, að það sé ákaflega erfitt til söngs. Það er rauna- legt að heyra það leikið í sömu andrá og þjóðsöngva annarra Erlendur Jónsson, bók- menntafræðingur, hefur skrifað gagnrýni um bækur að undanförnu i Morgun- blaðið eins og lesendum er kunnugt. Á næstunni mun hann skrifa nokkra bók- menntaþaetti eða hugleið- ingar um bókmenntir á víð og dreif og er ekki að efa að þeir verða vel þegnir af lesendum. Hér birtist fyrsti þáttur Erlends Jónssonar. þjóða, sem eru margir hverjir líflegir og hressilegir. IV. Landshöfðingjatímabilið, sem i hönd fór eftir þjóðhátíð- ina, var dapurlegur tími, þrátt fyrir aukið forræði. Framfarir urðu að visu nokkrar. En þær voru hverfandi litlar á við þá framþróun, sem varð í öðrum löndum á sama tíma. Þjóðinni leið skár en stundum áður. En á móti því vó, að hún varð nú fyrst meðvitandi um smæð sína gagnvart öðrum þjóðum. Skriður komst á sjálfstæðis- málið. Ekki voru þó allir trú- aðir á framgang þess. Og þar sem málið hafði vakið vissa þjóðerniskennd, hlutu þeir, sem vantrúaðir voru á fram- gang þess, að efast um fram- tíð þjóðarinnar. Sumir trúðu, að það ynnist, aðrir voru sann- færðir um, að það ynnist aldrei Þúsundir manna tóku sig upp og fluttu til Vestur- heims. Svo aumir voru for- ráðamenn þjóðarinnar, að þeir horfðu sljóir á þann land- flótta, töldu hann jafnvel nauð synlegan. Og það sýnir bezt andstæðurnar í íslenzkri þjóð- acvitund, að menn, sem höfðu ekkert við Vesturheimsflutn- ingana að athuga, ætluðu að ærast, ef útlendingi voru leigð skitin vatnsréttindi í einhi gruggugri ársprænu. Kristján Jónsson kvað sína skáldlegu bölsýni inn í hjörtu fólksins. Og fólkið gerði hinn dapurlega þjóðhátíðarsálm að þjóðsöng og.kirjaði kringilfætt og lotið, „vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.“ Ekki var mikil uppörvun í þeim söng. Nú eru nítíu ár liðin, frá því að lofsöngurinn hljómaði fyrst í Reykjavíkurkirkju. Síðan hefur flest breytzt, að minnsta kosti á ytra borði. Þjóðin er nú þrefalt fjölmennari, en hún var þá. Og hvað velmegun snertir, má segja að við höf- um náð þeim þjóðum, sem búa við bezt lífskjör. Við krefj- umst allra sömu þæginda og tíðkast meðal voldugustu þjóða heims. Ef þeir, sem börðust — stundum vonlítilli baráttu — fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á landhöfðingja- tímabilinu. mættu líta upr> úr Fratnhald á 19. síðM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.