Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ r fyrir. Þessvegna vildu þeir ekki lengur draga byltinguna á lang- inn — þeir vildu fá hana strax, en þó væga, til þess að geta sjálf ir tekið að sér varnir landsins. Siðar, þegar stríðsþreytan hafði náð tökum á almenningi í land- inu, breyttu þeir aftur um skoð- un og heimtuðu friðinn fljótt. En vitanlega komu margar sundur- leitar skoðanir fram i þessu karpi um málið almennt, en líklega er það mála sannast, að margir rússneskir sósíalistar byrjuðu sem varnarsinnaðir föðurlands- vinir 1914, en voru orðnir ósig- urgjarnir byltingarmenn 1917. Lenin skipti líka um skoðun, en það var snemma í ófriðnum. í fyrstunni var hann vonsvik- inn og hneykslaður á þessum föðurlandssinnuðu uppþotum alls staðar, og því, hvernig eitt land- ið eftir annað — þ. e. sósíalistar þar — Þýzkaland. Frakkland, England og Rússland, greiddi at kvæði með stríðsfjárveitingum til handa stjórnum sínum. En brátt tók hann gamt að sveigja yfir á aðra braut. Hann sleppti að vísu ekki alveg fyrri hug- xnyndum sínum um heimsbylt- ingu, en viðurkenndi hinsvegar. að ósigur Rússlands mundi verða „skárra af tvennu illu“ — þ. e. skárra en ósigur Þýzka- lands. 1). .1) Tilvitnunin í heild var þannig: „Það er ekki hægt um það að segja, frá sjónar- miði alheims-öreiganna, hvort væri sósíalismanum illskárra: ósigur Austurríkis-Þýzka- lands eða ósigur Frakklands- Rússlands-Englands. En fyrir augum okkur rússneskra sósí aldamókrata, er enginn vafi á, að frá sjónarmiði vinnu- stéttanna og hins stritandi múgs allra rússneskra þjóðcrr væri fall keisaradæmisins skárra af tvennu illu. Við get um ekki horft framhjá þeirri staðreynd, að þessi eða hin útkoma af hernaðaraðgerðum mun auðvélda eða torvelda frelsisstarf okkar í Rúss- landi. Og við segjum: við vonumst eftir ósigri Rúss- lands, af því að hann auð- I veldar innanlandssigur Rúss- •' lands — afnám þrældóms- þess, og frelsun úr viðjum keisaras t j órnarinnar. Þetta var vel í áttina til að segja, að hann styddi sigur Þýzkalands, og það nægði til þess, að njósnarinn Keskuela leitaði Lenin uppi í Bern, vorið 1915. Handskrifaðar minnisgrein- ar Keskuela um þennan fund þeirra eru ólæsilegar, en svo virðist, sem hann hafi fundið Lenin eitthvað tregan. Lenin neitaði að Ijá Þjóðverjum flokk sinn. Og meira að segja var hann ófús til að hafast nokkuð já- kvætt að; hann skýrði aðeins frá hinni nýju stefnu sinni — fyrst ósigur Rússlands og síðan heims byltinguna — og virðist svo hafa farið frá málinu óútkljáðu. Eitthvert samkomulag hefur samt orðið með tvímenningun- um. og áreiðanlega hafa ein- hverjar peningagreiðslur farið fram. Bolsjevíkarnir í „Sviss höfðu þegar áður en þetta gerðíst, styrk frá Frelsissambandi Úkra- níu, sem svaraði 2000 sterlings- pundum, og fyrir þá peninga kom Lenin út blaði sínu hinu nýja, Social Demokrat. Á þessu tímabili — frá vori 1915 til sum ars 1916 — sem Lenin stóð í sam bandi við Keskuela, var hann aftur „múraður“. Það er vitað, að Keskuela hafði frá Þjóðverj- um sem svaraði 20.000 sterlings- pundum, svo að hann gat vel styrkt blöð bolsjevíka, meðan þau voru andrússnesk. Mestöll prenvinnan við þessi blöð var framin af prenstsmiðju flota- málaráðuneytisins með þannig samningi, að tímaritin voru fyrst gefin út í smáum upplög- um og á lélegan pappír í Sviss. Síðan voru eintök af þeim flut til Þýzkalands og Ijósprenuð á þunnan pappír hjá flotamála- ráðuneytinu. Síðan komust blöð- in til hermanna á vígstöðvunum eða þeim var smyglað eftir krókaleiðum inn í Rússland. Annar árangur af sambandi Keskuela við Lenin og aðra bol- sjevíka, var sá, að í aprílmán- uði 1915 gaf hann skýrslu um þá til utanríkisráðuneytisins. Þetta er skynsamlega og ná- kvæmlega úthugsað og rökstutt skjal. Hann byrjar á því að benda á, að kúgaðir minnihlut- ar í rússneska ríkinu kynnu að vísu að geta komið fram opin- berlega og stutt Þjóðverja, en hinsvegar geti rússnesku bylt- ingarmennirnir ekki gert það nema leynilega, ef þeir eigi að sleppa við þann fjandskap, sem föðurlandssvikarar verða óhjá- kvæmilega fyrir á ófriðartím- um. Ennfremur væri grundvall- ar-ósamkomulag með þessum tveim hópum: minnihlutarnir væru hlynntir dreifðri stjórn, klofningu Rússlands eftir styrj- öldina, en byltingarmennirnir hinsvegar vildu 'eina miðstjórn, þar sem allra mest vald væri í þeirra eigin höndum. Keskuela lýsti Lenin sem góð um skipuleggjara og harðdugleg um manni, en fylgdarlið hans takmarkaðist við borgar-verka- menn í Rússlandi, en mensjevík arnir ættu miklu fjölbreyttara fylgi. Þar eð svo margir mensje- víkaforingjar væru Gyðingar, fengju þeir mikinn fjárstyrk frá Gyðingum. En annmarkinn á mensjevíkunum væri sá, að þeir væru allir, að ofurlitlum „alþjóðlegum hóp“ undantekn- um, föðurlandssinnaðir og and- vígir sigri Þjóðverja. í skýrslunni sagði ennfremur, að annar annmarki væri á sósíal demókrötunum ’ almennt, • frá þýzku sjónarmiði séð: bæði mensjevíkar og bolsjevíkar tryðu því nú (1915), að bylting í Rússlandi væri óumflýjánleg. Þessvegna vildu þeir fresta henni þangað til ófriðnum væri lokið, til þess að fá yfirráð yfir sameinuðu landi því, að þeirra hyggju, gæti bylting, sem kæmi of snemma, orðið til þess að hluta Rússland í sundur. Þetta væri ástæðan til „aðgerðaleysjs- stefnu“ Lenins — hann vildi ekki láta Þjóðverja „nota sér“ byltinguna. Af þessum ástæðum væri hvorki honum né öðrum sósíaldemókrötum treystandi. Keskuela lauk skýrslu sinni með því að ráða Wilhelmstrasse að taka upp þrefalda aðferð, þ. e. beinan stuðning við minni- hluta flokkana, uppbyggingu sjálfstæðs byltingarflokks innan Rússlands (og skáganga þannig byltingarmennina í útlegð í Sviss), og loks eindregna tilraun til að kenna útlögunum þýzkan hugsunarhátt. Til eru sannanir þess í þýzku skjölunum, að Keskuela hélt áfram sambandi sínu við Lenin í Sviss um sumarið 1915, sýni- lega í sambandi við hið síðast- nefnda þessara þriggja atriða. I septemberlok 1915, kom hann í þýzka sendiráðið í Bern með- mjög mikilvægt skjal, sem var tafarlaust sent þýzka kanzlar- anum í Berlín. Þetta var hvorki meira né minna en tilboð Lenins að semja frið við Þýzkaland, ef bolsjevíkarnir næðu völdum í Rússlandi. Hinir sjö skilmálar Lenins voru sem hér segir: Lýst verði yfir, að Rússland sé lýðveldi. Stóreignir í Rússlandi verði gerðar upptækar. Átta stunda yinnudagur verði lögskipaður. Minnihlutaflokkarnir haldi sjálfsstjórn. Engar skaðabætur verði greiddar, né land látið af hendi við Þjóðverja (þó hafði hann ekkert á móti því að stofna smá ríki sem höggdeyfa milli Þýzka- lands og Rússlands). Rússneski herinn fari úr Tyrk landi. Rússland hefji sókn á Indland. Tvö atriðin siðustu eru furðu- leg, en sýna þó, hve langt Lenin var á þessum tíma reiðubúinn að ganga í samningum við Þýzka land. í rauninni þýddu þau það, að bolsjevíka-Rússland mundi verða reiðubúið til að gefa Þýzkalandi frjálsar hendur í Austurlöndum nær og mundi verða bandamaður Þýzkalands í árás í brezka heimsveldíð. Hvort Lenin hefur nokkurn- tíma ætlað sér að standa við þessar skuldbindingar, fáum við aldrei að vita, en fúsleiki hans til að ganga til samninga við Þýzkaland, kemur að minnsta kosti greinilega í Ijós, og fund- ur þessa plaggs varpar nýju ljósi á vopnahlésskilmálana milii Rússlands og Þýzkalands, sem samþykktir voru að lokum í Brest-Litovsk 1918. Annar mikilvægur viðburður, sem gerðist um þessar mundir — síðsumars 1915 — var hinn langþráði alþjóðafundur vinstri- sósíalista, sem haldinn var í Zimmerwald, skammt frá Bern. Þar komu róttækustu sósíalistar af ýmsum kynþáttum og hugs- anagangi, og þessi fundur gaf út yfirlýsingu, sem var einskon- ar gagnsókn gegn föðurlands- ástinni, sem mið- og hægri-sósí- alistar sýndu af sér í stuðningi sínum við ófriðinn. Þarna var skorað á verkalýðsstéttirnar um heim allan, í ófriðarlöndum jafnt sem hlutlausum, „að rísa uþp og berjast fyrir friði“, og fyrir „hið heilaga markmið sósíalismans". Fundurinn gekk út frá friði án skaðabóta eða landvinninga og lagði áherzlu á frelsun „kúgaðra þjóða“, og sjálfsákvörðunarréttinn. En fram kvæmanleg stjórnmálastefna kom þarna engin fram. Lenin setti nafn sitt undir þetta plagg, en var ekkert hrif- inn af því — og innan fárra vikna kom hann fram í hópi helztu fylgismanna sinna — sem voru Zinoviev, Radek, svissnesk- ur fulltrúi að nafni Fritz P'latt- en, og fleiri — og þeir gáfu ú.t yfirlýsingu þar sem þeir tjáðu sig ekki vera ánægða. Þeim fannst yfirlýsingin vera of blóð- laus:. hún væri ekki andvíg „tækifærisstefnu“, og „hún kæmi ekki með neinar forskrift- ir um aðferðirnar til að berjast gegn styrj öldinni". Þeir komu sjálfir með ýmsar slíkar aðferð- ir svo sem að neita að greiða atkvæði með fjárveitingum til hernaðarþarfa, fordæmingu ófrið ar bæði í löglegum blöðum og ólöglegum, stofnunar til götuupp þota gegn ríkisstjórninni, sam- tök í skotgröfunum, hagræn verkföll. í stuttu máli sagt: borgarastríð en ekki borgara- frið það skal vera vígorðið". í fljótu bragði virðist þetta vera talsvert hop af Lenins hálfu frá „nýju línunni" haíis, sem stefndi að ósigri Rússlands sem hinu „skárra af tvennu illu“. En hinsvegar batt þetta hann ekki við neitt ákveðið, þar eð hann var gjörsamlega ófær um að framkvæma þessar hugmyndir; og yfirlýsingin var vissulega gagnleg til að endurreisa mann- orð hans sem hreins og ósveigj- anlegs sósíalista — en það lagð hann stöðugt mikla áherzlu á. Það er ekki unnt að líta á Lenin, sem neitt framkvæmda- afl á þessum árum. Hann hopar á hæl, hikar, mjakast svolítið áfram, til þess eins að draga sig aftur inn í skelina sína, og hann tekur því jafnan með tregðu og tortryggni, ef leitað er til hans. í stríðsbyrjun tók hann við pen- ingum frá Frelsissambandi Úkraníu, en gerðist brátt hlé- drægur gagnvart þeim félags- skap; hann virðist hafa haldið að félagsskapurinn væri að teyma hann inn í herbúðir men- sjevíka, og því sleit hann öllu sambandi við hann. Parvus kom til Sviss, til viðtals við hann, og jafnskjótt viðraði hann sam- keppni við sig um forustuna fyr- ir sósíaldemókrötum, þar sem Parvus var. Parvus hafði bæði peningana og dugnaðinn, og var engu samvizkusamari en Lenin sjálfur. Samt sem áður urðu engin opinber vinslit með þess- um tveim mönnum, fyrst um sinn; Lenin hlustaði á ráðagerð- ir Parvusar, en samdi síðan eins lega um að hafa auga með at- höfnum hans í Kaupmanna- höfn. Einn af helztu trúnaðar- mönnum Lenins, Pólverjinn Ganetsky, sem var marxisti, var sendur til Kaupmannahafnar með fyrirmælum um að koma sér að hjá vísindastofnun Parv- usar og senda skýrslur um hana; og það var ekki fyrr en um árs- lok 1915, að Lenin veittist opin- berlega að keppinaut sínum á prenti. Þetta atvik bar mjög svip af byltingunni, Þjóðverjar höfðu orðið varir vaxandi. tregðu gagn vart ófriðnum hjá sínum eigin sósíalistum, sem sögðu jafnvel, að úr því að ósigur Rússlands væri vis, væri tími til kominn Fimmtudagur 7. maf 1964 Árbær, §©Sás, SmáSöndln SUMAUBÚ STAÐ AFÓLKI upp við Árbæ, í Selásnum og í Smálöndum við Graf- arholt, skal á það bent, að í þesSum hverfum eru starf- andi umboðsmenn fyrir Morgunblaðið. Til þeirra skulu sumarbústaðaeigend- ur snúa sér ef þeir óska að fá Morðunblaðið r aeðan dval izt er í sumarbústaðnum. Einnig er hægt að snúa sér til afgreiðslu Morgunblaðs- ins, sími 22480. Umboðsmennirnir eru fyr- ir Árbæjarbletti Hafsteinn Þorgeirsson, Árbæjarbletti 36, fyrir Selás, frú Lilja Þorfinnsdóttir, Selásbletti 6 og i Smálöndum María Frið- steinsdóttir, Eggjavegi 3. að hefja skemmdarverk á ófric- arrekstri Þjóðverja með þeim að ferðum, sem bent var á á ráð- stefnunni í Zimmerwald. Parv- us, hinn rússneski byltingarmað- ur, sem um þessar mundir var þýzkari en nokkur Þjóðverji, bauðst til að leiðrétta ’ þessi frá vik. Hann birti grein í tímariti sínu, Die Glocke (Bjöllunni), þar sem sagði, að þýzka herfor- ingjaráðið væri nú öflugasti bandamaður byltingarflokkanna, þar eð það ejtt gæti tryggt fall Rússakeisara. Lenin réðst gegn þessu í Social Democrat, 30. nóv- ember 1915, en furðu linlega, því að vafalaust vildi hann ekki slíta öllu sambandi við Parvus. Sama máli gegndi um sam- band hans við Keskuela. í fyrst- unni hafði hann jafnvel háft Keskuela grunaðan um að vera stjórnarspæjara, en tók hann samt gildan sem millilið milli sín og Þjóðverja, þá peninga af honum og trúði honum fyrir frið aráætlunum sínum; en sumarið 1916 hafði samband þeirra rofn- að. Þetta var þessi gamli einmana leiki og framkvæmdaleysi utan- garðsmannsins og Lenin var fyrir tilverknað ófriðarins, orð- inn þrefaldur utangarðsmaður, þar eð hann átti sér ekkert föð- urland, enga föðurlandsást og ekkert fylgi að marki. Sumarið 1916 má sjá hann á tilgangslaus- um flækingi. Hann blandar sér inn í smávægileg mál svissnesku byltingarhreyfingarinnar, hann ritar bók um stórveldastefnuna, og ófriðurinn fer að mestu fram hjá honum. Frá júlíbyrjun til miðs september tók hann sér frí uppi í fjöllum með Krup- skayu, og þegar þau komu aftur til Zúrich voru þau mjög aura- lítil. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræt’i 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.