Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 25
Fimmtudoffur 7. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 25 „í>AÐ ER eins og gerist og gengur, þegar margir sýna saman, sumt er gott annað slæmt og enn annað miðlungi gott“, sagði Finnur Jónsson, • er við gengum um Vorsýn- ingu Myndlistarfélagsins, þar sem 19 málarar og 4 mynd- höggvarar sýna verk sín. „Hér eru natúralistar, abstrakt-mál arar og allt þar á milli“. „Hefur þú alltaf málað æ abstrakt, Finnur?" „Já, svo að segja. Ég var far inn að mála alveg abstrakt þegar ég kom út til f>ýzka- lands, árið 1921. Ég var í Berlín á fimmta ár, allan verð bólgutímann, það er segja, Finnur Jónsson miUi tveggja af þremur pastelmyndum, se unni. — Þaer eru allar í einkaeign. eftir hann eru á Vorsýning Á vorsýnmgu með Finni Jónssyni markið var orðið nokkuð stöðugt, áður en ég skildi við í>jóðveTja. Á verðbólguárun- um var gott að vera útiending ur í f>ýzkalandi, því ekki féll gjaldeyririnn okkar. Við skipt um bara smáupphæðum hverju sinni, því að stund- um voru fleiri en ein gengis- lækkun á dag‘. „Sýndir þú í Berlín, áður en þú komst heim?“ „Já, ég komst í sýningarfé- lag, sem hafði galerí, það nefndist „Der Sturm“ eða stormurinn. Þetta var mikill sigur fyrir mig, því að allir módernistar í Berlín á þess- um árum, annaðhvort voru meðlimir Sturm eða voru að reyna að fá myndir sínar sýnd ar þar. Myndlist var á mjög háu stigi í Þýzkalandi, þar til Hitler komst til valda, — jafn vel enn hærra en í París. í Sturm sýndu allir þýzku meist ararnir og einnig nokkrir út- lendingar til dæmis Picasso og Braque". „Voru myndir eftir þig lengi f sölum Sturm?*- „Þegar ég fór heim, skildi ég eftir nokkrar myndir. Átta voru hangandi á veggjum Sturm, en nokkrar voru þar í geymslu. Þeir seldu nokkrar myndir eftir mig og hengdu þá nýjar upp. Sumar sendu þeir svo ásamt myndum eftir marga aðra Sturm-félaga á farandsýningar út um alla Evrópu. Afganginn af mynd- unum hirti Hitler, þegar hann gerði allar myndir Sturm upp tækar og lokaði galeríinu. Naz istar kváðu Sturm vera stofn- un, sem fjandsamleg væri „þýzkum anda“. Ég held að 17 af raínura myndum hafi fallið í hendur Hitlers. Ein- hver sagði mér, að þeir hefðu ekki lagt eld í listav.erk okkar Sturm-félaga, heidur selt þau til Sviss“. „Hefur þú tekið þátt í mörg urn sýningum erlendis, síðan þú komst frá Þýzkalandi?“ „Já, ég hef sent myndir á nokkuð margar. Ætli þær séu ekki milli 2ú og 30. Ég hef ekki haldið sýningu einn hér heima í 3 ár. Við þessir gömlu nennum ekki að ráðast í þau stórræði að halda * sýningu. Þessir yngri sjá um það. Sum- ir þeirra eru líka alltaf úti að mála landslag og svoleiðis lag að. Það tekur tiltölulega stutt an tíma að mála slíkar mynd ir, svo að myndirnar hlaðast upp hjá þeim og eitthvað verða þeir að gera við þær. — Svo þurfa menn að lifa. Það þurfum við reyndar líka þess ir gömlu, en það er samt öðru vísi með okkur. Ég sel mest heima hjá mér“. „Hvernig finnst þér þeir vera þessir ungu?“ „Það er erfitt að segja. Marg ir eru það sem maður kallar efnilegir, en mér finnst þeir alltof bundnir af einhverjum gömlum málurum, oft erlend um meisturum. Þeir renna um farveg, sem lærifeður þeirra og átrúnaðargoð hafa sorfið, og þegar þeir fara að mála eitthvað, sem á að vera sjátf stætt, þá kemur meistarinn, fyrirmyndin, alltaf í gegn. Hvort rætist úr þessum efnis- mönnum, er undir því komið. að þeir hristi af sér þessi á- hrif og gerist sjálfstæðir lista menn, sem hafa lært af meist urnum, en eyða ekki ævinni í það, að kópíera list þeirra. Fyrsta skilyrði til inntöku i Sturm i gamla daga, var alð vera sjálfstæður, en ekki eim hver hermikráka. Enginn hinna ungu, sem nú mála hér á íslandi, mundi komast i Sturm. Hins vegar er það von mín og trú, að einhverjir þeirra muni vaxa upp úr þeim jarðvegi, sem rætur þeirra standa djúpt í nú‘. f Arram með hrúnheysverkun — Alþingi Framh. á bls. 8. sjúkra var samþykkt sem lög frá Aliþingi, umræðulaust 5) Frv. til 1. um ávöxtun fjár tryggingarfélags var til 2. umr. Ilafði Birgir Kinnsson (A) fram eögu fyrir málinu. Málinu var síð an vísað til 3. umr. eftir að sam þykkt höfðu verið breytingatill. frá heilbarigðis- og félagsméla- nei'ad. Á seinni fundi Neðri deildar voru tvö mál á dagskrá: Frv. uni atvinuuleysistrygingar og frv. um ávöxtun fjár tryggingarfélaga voru til 3. umr, samþykkt um- ræðulaust og send til Eíri deild ar. EFRI DEILD - Á fyrri fundi Ed. voru átta mál á dagskrá: 1) Frv. til laga um húsnæðis- iriálastofinun o-.fl. var til 1. umr. og hafði félagsmálaráðtherra, Emil Jónsson (A) framsögu. — Ólafur Jóhannesson (F) tók einn ig til máls, en siðan var máliinu vísað ti! 2. umr. 2) Frv. til 1. um búfjárrækt var til 3. umr. Ásgeir Bjarnason (F) mælti fyri-r breytingartillögu, en Bjartmar Guðmundsson gegn henni. Var hún feíld að viðröfðu nafnakalli, og frv. siðan samþ. og afgreitt sem lög fiá Alþingi. 3) Frv. til 1. um almannatrygg ingar var til 2. umr. og mælti Bjartmar Guðmundsson fyrir breytingartillögum samgöngu- málanefndar. Var frv. vísað til 3. umr. 4) Frv. til 1. um vegamál var til 2 umr. Til máls tóku Ásgeir Bjarnason (F), Bjartmar Guð- tnundsson, Magnús Jónsson og Jón Þorsteinssoo (A). Breytingar tillaga frá Ásgeiri Bjarnasyni (F) og Páli Þorsteinssyni (F) var felld, og máliinu siðan vísað til 3. umir. 5) Frv. til 1. um sjúkrahúsalög voru til 2. umr. Þorvaldur Garð- ar Kristjánákon hafði framsögu fyrir áliti heilbrigðis. og félags- málanefndar á frumvarpinu. Maelir nefndin með því, að frv. veiði samþ. óbreytt, en tveú nefndarmenn áskildu sér rétt til að flytja breyt.till eða fylgja þeim. Karl Kristjánsson (F) kvað frv. ti1 mikilla hagsbóta í ýmsum efnttm og flutti breyt.tíil. frá sér og tveimur öðrum Fram- sóknarmönnum, Ásg. Bjarnasyni og Ól. Jóhannessyni. Va-r fallizt a að fresta till. til 3. umr. og frv. síðan samþ. til 3. umr. 6) Frv. til 1. uni skipulagsmál var endursent N. d. 7) Frv. til 1. um Ljósmæðra- skóla íslands var til 2. umr, og hafði Þorvaldur Garðar Krist- jánsson framsögu fyrir áliti heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Kvað hann aðalbreytingu frv. felast í því, að skóhnn ætti nú að verða 2ja ára skóli í stað eins áður. Nefndin var sammála uffl, að frv. bæri að samþy'kkja. Var því síðan vísað til 3. umr. 8) Frv. til 1. um Seðlabanka Islands var tekið út af dagskrá Á seinni fundi E. d. voru tvö frv. afgreidd sem lög frá Alþ. Voru það frv. undir lið nr. 3 og 4 hér að framan. I FUNBUR í Sameinuðu Alþingi í gær hófst á fyrirspurn Lúð- víks Jósepssonar (K) og svari Gunnars Thoroddsen-s, fjármála- ráðherra ,sem skýrt er frá annars staðar. Eysteinn Jónsson (F) bar fram svohljóðandi fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar: „Hyggst rí'kis- stjiómin notaði heimild í 6. gr. laga nr. 1, 1964 til þess að fresta framkvæmdum, sem fé er veitt til á fjárlögum 1964? Sé svo, þá hvaða fram;kvæmdum?“ Forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson, svaraði, að ríikisstjórn- in hefði enn ektki tekið ákvörðun um frestun framkvæmd-a, og færi það eftir framvindu efna- hagsmála, hvoi t svo yrði gert. ÞÓ MIKIÐ hafi verið rætt og ritað um heyverkun að undan- förnu og ýmsar tilraunir gerðar til úrbóta í þeim efnum, skortir enn nofckuð á að fullnægjandi árangri hafi verið náð á þeim vettvangi. Hér verður svonefnd brúnheys verkun gerð að umræðuefni. Hún hefur lítinn eða engan stofnkostnað í för með sér, til hennar er hægt að grípa með litlum fyrirvara í óþurrkatíð og hvenær sem er, og samkvæmt gamalli reynslu hefur bleiikornað hey svipað fóðurgildi og græn- verkað, af sama gæðaflokkL í Danmörku, Þýzkalandi og víðar hafa tilraunir verið gerðar með umrædda heyverkun, en þær hafa ekki borið eins góðan árangur og vænta mátti, þegar allt kom til alls. En í megin- atriðum voru nefndar tilraunir gerðar með þeim hætti, að ný- slegið eða lítið þurrkað sáðgresi var sett í nokkuð stóra hey- stak-ka, og þar hitnaði í heyinu þar til hitin-n var kominn upp undir 86 gr„ C. Þá var það rifið úr stökkunum, án tillits til veðurs þá stundina, en vegna þessa miikla hita sem varð í stöktkunum, dökkornaði heyið og tapaði fóðurgildi, í meltan- legu tilliti. Nú er þess að gæta, að smá- gert og# kjarngott töðugresi og einnig há eru betur fallin til brúnverkunar en grófgert sáð- gresi, og hitaþróunina er hægt að tempra í heystökkum og hlöð- um og koma í veg fyrir hey- skemmd »f þeim sökum. Þegar nýslegið eða lítið þurrk- að gras hefur verið sett í stakk, kemur venjuleg gerð og hiti fram í heyinu, að nokkrum dög- um liðnum. Hvort tveggja get- ur haldið áfram að auikast, með hverjum degi sem líður. En til þess að koma i veg fyrir að þessi þróun gangi lengra en góðu hófi gegnir, er dregið úr henni á einn eða annan veg. Með súgverkun er hitagufu þrýst úr heyinu og dregið úr gerðinni með súgþurrkunar- tækjum, endrum og eins þegar þörf gerist. En með brúnheys- verkun á að vera hægt að leysa þetta verk af hendi á fyrir- hafnarlítinn og hagkvæman hátt, með því móti að takmarka breidd heystakkanna þannig hverju sinni, að óhæfilega sterk hitasvaekja, sem fram kem- ur í heyinu, geti sjálfkrafa leitað útrásar til beggja hliða. Og heyið haldið sínu fóðurgildi að miklu leyti óskertu. Láta mun nærri að umrædd stakkbreidd þurfi að vera um 3 metra fyrir töðugresi og há, en um 4 m, undir sáðgresi. En þar sem um stóra, fríttstand- andi heystakka er að ræða og allra veðra er von, getur svo farið að umræddar stakkibreidd- ir verið ónógar, og þegar eitt- hvert aðhald vantar til beggja handa, er tæplega hægt að stakka heyinu eins jafnt og þétt og æskilegt væri. Úr þessum ágöllum er hægt að bæta að miklu leyti, með því að setja heyið í sívala hey- turna, með strompi á miðjan reit. í þannig breyttu stakkformi ætti umrædd heyverkun að fara fram með svipuðum hætti og fyrr greinir. Því slíkir heyturn- ar hafa umfangsmikinn útvegg og trekkur í heystrompinum dregur úr hitaþróun í heyinu að innanverðu. Þeir hafa gott hey- rými, þar er hægt að hlaða vel úr heyinu, og með góðum frá- gangi er þeim óhætt í hvernig veðráttu sem er. Lofttrekk í heystrompi er hægt að auka, ef þörf gerist, með því móti, að leggja holan tréstofn með jörðu, sem nær frá útvegg að strompopi. En sfik loftrás ætti helzt að vera lokuð, þar til gerð og hiti er kominn. í heyið. Uppbygging heyturna. í fyrsta lagi þarf að velja lágréttan, þurran os? kringlóttan- reit, um 6m. í íermál, fyrir stakkstæði. Þá þarf að stilia 8-10 járnrörum lóðrétt á -end- ann, með jöfnu millibili, um- hverfis reitinn. Næst á að strengja fremur smáriðnu vír- neti, með jörðu, utan á járn- stengurnar og festa endana sam- an í einni þeirra. Að lokum er sívölu strompmóti, tæpl. 1 m,- í fermál, stillt á endann í miðju stakkstæðinu. Að þessum undirbúningi lókn- um, er hægt að taka á móti heyi og fylla í stakkmótið. Heyinu skal dreifa jafnt og þétt í stakk hólfið og þegar fyrsta áfang- anum er náð, er gott að láta þaS síga dálítið saman, áður en lengra er haldið. Að því búnu á að strengja annað vírnet ofan við hið fyrra og fæva stromp- • mótið upp yfir heybrún og t ganga frá hvorutveggja eins og ■ áður. Þannig er heyturninn hlað- > inn upp með þvi að bæta einu heylaginu ofan á annað. þar til hann er kominn í þá hæð, er þurfa þykir hverju sinni. Að síðustu skal ganga vel frá hey- toppinum . Hér verður ekki fjölyrt um> hérlenda reynslu varðandi brún- •heysverkun, en þó skal nefna fá- ein dæmi. Eitt sinn átti ég þess kost, ásamt öðrum manni, að hlaða lítið þurrkaðri há í ferhyrndan heystakk tæplega 4 m. á hvern veg, undan fyrirsjáanlegri rign- ingu. En svo liðu röskar tvær vikur, þar til birti aftur í loftí og hægt var að breiða hey-ið. Þá brá svo við að snarpur hiti var kominn í stakkinn og háin orðin bleikornuð. Eftir hálfs Framhald á -bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.