Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLADIÐ Flmmtudagur 7. mal 1964 Sýknað aí ákæru um ölvun viö aksfur Kaffinefnd Kvenfélags Langarn essóknar, talið frá vinstri: Ásta Jónsdóttir, Sigriður Ásmundsdó ttir, Þóra Kristjánsdóttir, Hall- dóra Narfadóttir, Hulda Kristjá nsdóttir, og Jóhanna Gísladóttir, Ragnhildi Eyjólfsdóttur vantar á myndina. Ora et labora — að iðja og biðja NÝLEGA er lokið í Hæstarétti máli, er ákæruvaldið höfðaði gegn ungum manni í Keflavík, en hann var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið aðfaranótt laug ardagsins 20. október 1962 i beinu framhaldi af neyzlu áfengis og undir áhrifum þess. Var þess krafizt, að ákærði yrði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar og greiðslu alls sakarkostn aðar. Málavextir eru sem hér segir: Um klukkan 4 aðfaranótt laug ardagsins 20. október veittu lög- regluþjónar, sem voru á eftirlits ferð um Hafnarveg á Reykja- nesi, athygli bifreið, sem stóð á veginum nálaegt Stapafellsvegi. I bifreiðinni voru tveir menn. Sá, sem sat undir stýri kvaðst ekki hafa ökuréttindi, en hafa ekið bifreiðinni að beiðni þess, sem með honum var, en hann var ölvaður. Lögreglan handtók báða mennina, en í rannsókn málsins kom ekkert fram, er styddi grun um, að eigandi bif- reiðarinnar hefði ekið henni í umrætt skipti og heimilaði Sak sóknari ríkisins, að þessum IÐNSKÓLA ísafjarðar var sagt upp þriðjudaginn 21. apríl í Gagnfræðaskólanum, en þar er Iðnskólinn til húsa. Skólastjór- inn, Björgvin Sighvatsson gerði gr'ein fyrir skólastarfinu. í skólanum voru alls 28 nem- endur, og skiptust þeir á miili 10 iðngreina. þætti málsins yrði lokið með sátt. Meðan á rannsókn þessari stóð, barst rannsóknardómara til kynning um, að brotizt hefði ver ið þessa sömu nótt inn i birgða- geymslu Sölunefndar varnarliðs eigna á Keflavíkurflugvelli, en hún er tiltölulega skammt frá þeim stað, er tvímenningarnir voru handteknir á. Er frekar var gengið á þá fé- laga kom fram, að þeir höfðu fyrr um nóttina ekið ásamt þremur öðrum mönnum að fyrrnefndum stað á Hafnaveginum og hefði ferðin gagngert verið ráðin til að stela einhverju fémætu úr birgða geymslunum. Ákærði í þessu máli var úr hópi þeirra þremenn inga, er síðar komu við sögu. Var svo um talað, að þremenningarn ir skyldu fara til birgðageymsl anna, en tvímenningarnir skyldu síðan sækja þá á nánar tiltekn i um tíma. Voru tvímenningarnir þeirra erinda, er lögreglan hand-. tók þá. 1 Það er nú af þremenningunum að segja, að eftir að hafa látið greipar sópa um skemmur sölu- nefndarinnar, fluttu þeir þýfið að fræðsluerindum varðandi ýmis viðfangsefni iðnaðarmanna, og hefur skólanefnd Iðnskólans tek- ið inn á fjárhagsáætlun þessa árs framlag til þeirra hluta. Formað- ur skólanefndarinnar er Finnur Finnsson, kennari. Hafnarveginum og biðu hinna tveggja, en er þeim tók að leiðast biðin, lagði ákærði af stað fót- gangandi heim til sín til Kefla- víkur og tók þar bíl föður síns og ók honum til baka. Þeir óku síðan þýfinu heim til ákærða. Samkvæmt ákvörðun saksókn- ara ríkisins var frestað öllum frekari aðgerðum í framan- greindu þjófnaðarmáli, skilorðs bundið, en hinsvegar skyldi höfða opinbert mál á hendur á- kærða fyrir að hafa ekið bíl föður síns ölvaður í umrætt sinn. Lögreglu- og dómsrannsókn hafði einkum beinst að því að upplýsa sem bezt þjófnaðarmál- ið, en önnur atriði, svo sem meint ur ölvunarakstur ákærða, hafði setið frekar á hakanum og var ákærði t.d. ekki færður til blóð- töku vegna alkóhólrannsókna. Niðurstöður málsins í héraðs- dómi urðu þær, að ákærði var sýknaður af kæru ákæruvaldsins og var sá dómur staðfestur í Hæstarétti. í forsendum í dómi Hæsta- réttar segir svo: „Föstudaginn 19. október 1962, eftir kl. 6 að kvöldi, hóf ákærði áfengisdrykkju ásamt þremur fé lögum sínum, eins og í héraðs- dómi greinir. Kl. 7 um kvöldið hættu þeir drykkjunni og slitu félagsskapnum um sinn, og kveðst ákærði þá hafa fundið á sér áhrif áfengis. Síðar um kvöldið hittust þeir aftur, svo sem rakið er í héraðsdómi, en um áfengisneyzlu ákærða eftir það og þangað til hann tók að aka bifreið, væntanlega milli kl. 2 og 3 um nóttina, er lítið í ljós leitt, sem henda megi reiður á, að því undanteknu, að ákærði kveðst hafa sopið einu sinni á vínblöndu, að því er virðist milli kl. 12 og 1 um nóttina. Eftir það gekk ákærði frá vegamótum Hafnarvegar og Stapafellsvegar til Keflavíkur, en stytzta leið þar á milli er 4,5 km. Eftir það hóf hann aksturinn. Er ósannað, að hann hafi þá fundið á sér áhrif áfengis, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum úrslitum ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyr ir Hæstarétti, sem eru ákveðin kr. 3500,00“. KONURNAR hafa ávallt staðið í brjóstvörn kristninnar. Þær fygldu Jesú norðan Galileu. — Þær voru meðal þeirra er stóðu undir krossi hans á Golgata, — og ilmjurtir páskamorgunsins voru í höndum þriggja nafn- greindra kvenna: Maríu frá Mag- dölurn, Salóme og Maríu, móður Jakobs. Um aldaraðir hafa það fyrst og fremst verið konurnar, sem sáðu sæði kristninnar í hjörtu hverr- ar nýrrar kynslóðar, sem átti eftir að lifa hér. Karlar eru venju lega kallaðir hið sterka kyn. Á því er þó mikill vafi. Konur ná hærri aldri að meðaltali. Þær virðast eiga meiri sálarstyrk, þegar á reynir, að minnsta kosti til að þola þjáningar. Börnin minnast að jaínaði lengur á æfi sinna mæðra en feðranna. Hvor var svo sterkari, þegar allt kom til alls? Og er það víst að stjórn- málin væru verr komin í hönd- um þeirra en vor — ef þær legðu sig þar fram? Hver einasta kona sameinar í sér, vitað eða óafvitað Maríu- og Mörtueðlið: að biðja og iðja. Því er hún ef til vilr stærri og sam- ræmdari heild en nokkur af oss körlum getur hrósað sér af að vera. Þessvegna hafa þær alltaf stað- ið í brjóstvörn kristninnar og það hljóta Reykvíkingar að hafa séð, í sambandi við starf kirkjulegu kvenfélagana hér í bænum, því þau hafa öll unnið þrekvirki á tiltölulega sköinmum tíma. Hér fyrir ofan sjáið þér nokkr- ar konur úr Kvenfélagi Laugar- nessóknar. Fyrir framan þær er borð með hinum lystilegustu kök- um og brauði, sem þær hafa bak- að. Myndin er táknræn, því í dag, frá kl. 3 fer fram kaffisala Kven- félags Laugarnessóknar í Kirkju- kjallaranum og þar munu kon- urnar ganga um. vopnaðar vel- vilja og fúsleik til að gleðja alla, sem koma. — Ágóðanum verja þær svo til ýmiskonar prýði fyrir kirkjuna og til þeirra líknarmála er þær láta til sin taka. Verið velkomin öll í kjallara Laugarnesskirkju eftir ki. 3 í dag. Garðar Svavarsson. Iðnskoia ísaf jarðar slitið Sex nemendur luku burtfarar- prófi frá skólanum: 3 húsasmið- ir, 2 járnsmiðir og 1 múrari. Einn þeirra, Gunnlaugur Karls- son, Bolungarvík, hlaut ágætis einkunn, 9,10, sem jafnframt var hæsta einkunn yfir skólann. — Tveir hlutu I. einkunn og 3. II. einkunn. Gunnlaugur hlaut bóka- verðlaun frá skólanum fyrir námsárangur og ástundun. Hæsta einkunn upp úr 1. bekk hlaut Jón Eðvald Guðfinnsson, Bolungarvík, 7,89. Hæsta eink. úr hópi gagnfræðinganna, sem eru á 1. námsári, hlaut Jón Guð- bjartsson, ísafirði, 8,43, og hæsta einkunn í hópi þeirra, sem eru á 2. námsári, hlaut Helgi Júlíus- son, ísafirði, 8,43. Heilsufar í skólanum var ágætt. í byrjaðan aprílmánuð gekkst Iðnskóli ísafjarðar fyrir nám- skeiði í meðferð reiknistokks, og var iðnnemum og iðnaðarmönn- um gefinn kostur á að sækja nám skeiðið. Kennari á námskeiðinu var einn af kennurum skólans, Anton Björnsson, rafveitustjóri. Áformað er, að Iðnskólinn beiti sér fyrir námsskeiðum og HVÍTUR STAFUR Gunnar Arndal á blindraiheim ilinú hringdi í mig í gær og spuiði hvort ég vildi ekki láta þess getið hér í dálkunum, að hvítur stafur væri blindra- merki engu síður en guli borð- inn, sem margir blindir hafa á handleggnum. Sagðist hann hafa orðið var við að fólk átt- aði sig almennt ekki á þessu. Þetta væri samt alþjóðlegt merki — og blinda fólkið hér, einkum það yngra, væri farið að nota hvítu göngustafina meira en gulu borðana. Satt að segja hef ég ekki átt- að mig á þessu enda þótt ég hafi séð blint fólk með hvíta göngustafi. Ég vil þess vegna vekja athygli ökumanna og vegfarenda yfirleitt á hvítu stöfunum — og að sýna blindu fólki fyllstu nærgætni í um- ferðinni og veita því aðstoð, ef með þarf. LISTIN A» SVARA I SÍMA Og hér kemur bréf um hátt vísi: „Fasteignasali“ og þú Vel- vakandi góður, gangið að sjálf sögðu útfrá því sem sjálfsögðu í sunnudagsblaðinu síðasta, að fólk viti, „að það teljist til al- mennra kurteisisvenja, að kynna sig óbeðið í síma.“ Mál- ið er bara ekki svona einfalt. Fjöldi fólks hefir eklci hug- mynd um það og margir þeirra, sem vita það þó, nenna blátt áfram ekki að viðhafa þessa háttvísi. Alveg sama gegn ir um kveðjur í síma. Fjöddi fólks, sérstaklega á skrifstof- um og á hærrí stöðum, er ekk- ert að hafa fyrir því að taka undir kveðjur, heldur leggur símann á steinþegjandi. Eg er viss um að íslendingar eiga „met“ í mörgum greinum, kann ske ekki endilega í íþróttum, en það væri ekki úr vegi, að kanna, hvort það gæiti þó ekki orðið í háttvísi. K.H.“ Og ég hef fengið annað bréf um sama efni. Þar segir m.a: „Segðu mér annars: Hve oft er ekki spurt, þegar þú svarar í símann „Hver er þetta?“ — og er þú ert ekki nógu fljótur til svars —■ þá er ítrekáð með frekju „Já, hvar er þetta?“ Jú, ekki neita ég því að hafa heyrt þetta — og þessu fólki veitti auðvitað ekki af smánám skeiði í almennri kurteisi. SJÁLFDAUÐIR FISKAR Maður nokkur hringdi til mín og sagðist hafa keypt veiði leyfi í Kleifarvatni. Hefði hann fengið nokkra titti, en þeir hefðu verið horaðir og vesæld arlegir, að helzt liti út fyrir að fiskurinn í vatninu væri að veslast upp og deyja. Vildi hann gagnrýna það, að veiðileyfi skyldu seld á slik- um stað. Sagðist hann hafa hringt í viðkomandi forráða- mann í Hafnarfirði til þess að kvarta, boðið honum að skoða veiði sína, en Hafnfirðingurinn ekki haft áhuga. Ég ætla engan dóm að leggja á þetta, en Hafnfirðingarnir geta fengið að svara fyrir sig hér í dálkinum, ef þeir hafa áhuga. Þó ekki með lengri klausu en þessari. EINN AÐ AUSTAN Og svo kemur hér ein frá Ungverj al andi: — Eigum við að líta á Sovét ríkin sem vin eða bróður? — Bróður — auðvitað. Menn eru sjálfráðir um að velja sér vini. ÞURRHIÖBUR ERU ENDINOARBEZJ AR ( 1 BRÆÐURNIR OKMSSON hf. Vestnrgotu 3.. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.