Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1964, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtuðagúr 7. maí 1964 Skemmtilegt hraðmót KR í körfuknattleik SL. þriðjudagskvöld gekkst körfuknattleiksdeild KR fyrir hraðkeppni í körfuknattleik í til- efni -af 65 ára afmæli félagsins. Ails tóku sex lið þátt í keppn- inni, þ.e.a.s. KR, Ármarín, ÍR, KFR og ÍS og lið af Keflavíkur- ílugvelli, sem keppti sem gestur. Fór keppnin í alla staði hið bezta fram, gekk mjög fljótt og tafar- laust fyrir sig og bauð upp á mjög skemmtilegan. körfubolta. Leikirnir Mótið hófst með leik KFR gegn ÍR. Að sjálfsögðu var búizt við að íslandsmeistarar ÍR myndu eiga auðvelt með I. flokkslið KFR, enda varð sú raunin, en þó sýndu KFR-ingar góða baráttu, einkum í Seinni hálfleik, og end- aði leikurinn með tólf stiga mun, 41:29. Næsti léikur, milli Ármanns og Keflavíkurvallarliðsins, var nokk uð jafn allan tímann, en endaði þó með öruggum sigri Ármanns, 21 gegn 16. Þriðji leikurinn var milli af- mælisbarnsins Kp og iiðs stúd- enta. Var aldrei um neina bar- áttu að ræða og sigruðu KR-ing- ar með yfirburðum, 33 stigum gegn 16. .Undanúrslitin voru milli ÍR og Ármanns. Var sá leikur hinn skemmtilegasti og mjög spenn- andi fram eftir seinni hálfleik. Ármann hafði yfir í hálfleik, 12:10, og leit jafnvel út fyrir að þeir ættu möguleika á sigri. En ÍR-liðið reyndist miklu sterkara í seinni hálfleik og sigraði örugg- lega, 33:23. Úrslitaleikurinn var þannig: ÍR—afmælisbarnið. — Var þetta lang-bezti ðg skemmtilegasti leik ur mótsins og mjög spennandi all an tímann. í hálfleik er aðeins eins stigs munur ÍR í vil. í seinni hálfleik helzt sama spennan, lið- in skiptast á að skora og þegar þrjár mínútur eru eftir hefur ÍR enn yfir, þá fjögur stig. Enda- spretturinn varð svo mjög jafn og endar leikurinn með sigri ÍR, 20:16. Fyrir sigur sinn í þessu skemmtilega og spennandi móti hlutu ÍR-ingar fagran grip, sem Helgi Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR af- henti þeim um leið og hann sleit mótinu með stuttu ávarpi. — EMATT. Þorsteinn Hallgrimsson, fyrirliði ÍR, hefur tekið við sigurlaunum af Helga Sigurðssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. (Ljósm.: Sveinn Þorm.) Hermann Hermans- son þjálfar FH. Mikill knattspyrnuáhugi í Hafnarfirði þriðjudag- og föstudagskvöldum frá kl. 5,30—8,30. Skráning knattspyrnumanna. Skráning knattspyrnumanna FH hefir gengið mjög vel og hafa flest allir látið skrá sig, en skrán ing mun fara fram eftirleiðis á æfingum flokkanna. WííískS Barizt um knöttinn — þrír ÍR-ingar hafa hendur á lionum, þrír KR-ingar horfa á. Frjálsíþrdtta- mót á Snæfells nesi INNANHÚSSMÓT HSH í frjáls- um íþróttum var haldið í íþrótta- húsinu í Stykkishólmi 19. apríl. Þátttakendur voru 13 frá 5 fé- lögum. Sigurvegarar urðu: Hástökk með atrennu: Jón Ey- þór Lárentsínusson, Snæf., 1.75. Hástökk án atrennu: Jón Ey- þór Lárentsínusson, Snæf., 1.50. Lángstökk án atrennu: Sigurð- ur Hjörleifsson, ÍM, 3.03. Þrístökk án atrennu: Sigurður Hjörleifsson, ÍM, 9.14. Hástökk með atrennu: Sesselja G. Sigurðardóttir, Snæf., 1.30., 2. Rakel Ingvarsdóttir, Snæf., 1.30. Langstökk án atrennu: Signý Bjarnadóttir, Helg., 2.32, 2. Rakel Ingvarsdóttir, Snæf., 2.28. Indónesar ekki með í Tokíó-leik- unum INDONESIA fær ekki að taka þátt í OL í Tokíó í haust. Alþjóða Olympíunefndin tók þessa af- stöðu í vikunni og fylgdi sú skýr ing að bréf frá olympíunefnd Indonsiu hefðu bundið enda á allar vonir um sættir milli Indo nesa og alþjóða nefndarinnar. Frumorsök málsins er sú að Indonesar neituðu ísrael og þjóðernisinnastjórn Kína um þátttöku í Asíuleikum á sl. árL Var það kært til alþjóða OL- nefndarinnar. Hún gaf Indones- um tækifæri til að lýsa yfir stuðn ingi við alþjóða-Olympíureglur og vilja til að fylgja þeim. Þetta boð hefur OL-nefnd Indonesiu ekki vilja þiggja og það eP nú útrætt og afgreitt mál að Indo- nesar fá ekki að taka þátt 1 Tokíóleikjunum. MIKILL áhugi er meðal knatt- spyrnumanna F.H. og sérstaklega hafa meðlimir yngri flokkanna mætt vel á æfingar. Hermann Hermannsson, hinn gamalkunni knattspyrnumaður hefir tekið að sér þjálfun yngri flokka félags- ins og sér um æfingar félagsins á Aust-norðaustan áttin ríkti enn í gær. Var Kalsaveður norðan lands með aðeins eins til 6 stiga hita og jafnvel slydda víða um hádaginn. Á sunnanverðu landinu var A.- gola eða kaldi og 6—10 stiga hiti. Líkur benda til, að svipað veður hatdist áfram næstu dægrin. Og nægur kuldi er norðurundan, ef vindur blæs þaðan t.d. 12 stiga frost á Tóbinhöfða. Þjó&arátak í Bandaríkjunum til að ná Rússum í íþróttum BANDARÍSKA Olympíunefnd in er að hefja mikla sókn eft- ir fyrirfram gerðri áætlun til að „komast fram úr Rússum á Olympíuleikum og vinna aft ur það álit og traust sem bandaríska þjóðin hefur tap- að á íþróttavettvanginum". Á- ætlun OL-nefndarinnar nær til allra þeirra íþróttagreina, sem keppt er í á Olympíuleik unum bæði vetrar- og sumar leikjum. „Þetta er tilraun til skera úr því hvort lýðveldis fyrirkomulag getur keppt við einræðisveldin“ sagði formað ur bandarísku nefndarinnar, Franklin L. Orth. Hann bætti því við að áætlunin yrði dýr í framkvæmd og myndi auk fjárútláta kosta bandarísku þjóðina mikla vinnu. Áætlunin gerir ráð fyrir að þjóðia öll sameinist um til- lögur og hugmyndir sem verða megi til þess að Banda- ríkin geti aftur borið hæstan hlut frá borði á Olympíuleikj um vegna þess hve allar þjóð ir leggja mikið upp úr mörg- um og miklum sigrum á þessu höfuðíþróttamóti heims. Gert er ráð fyrir að veru- legur árangur af áætluninni komi í ljós á leikunum 1968 og enn meiri á hverjum leik- um eftir það. Sex stórfyrirtæki hafa tek- ið að sér vissa þætti áætlunar innar. „Við vitum“ sagði Orth „að Rússar vörðu 1,2 mildjörð um dollara- (eða 51,6 milljörð um ísl. kr.) til íþróttastarfs- ins í Rússlandi 1963. Þeir ætla sér að sýna og sanna m.a. með iþróttasigrum, öllum umheim inum að stjórnarfyrirkomu- lagið í Rússlandi sé bezt og ennfremur að sanna hnignandi íþróttagetu fólksins í lýðræðis löndunum. Fyrst mun áætlun okkar kanna hvar þörf er auk ins stuðnings og síðan bæta við þjálfurum, bæta aðstöðu, auka við tæki og annað það er þarf til takmarkið nóist“ sagði Orth við blaðamenn. U kU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.