Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. ofetóber 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 Skarð á Skarðsströnd er elzta óðal hér á landi. Hefir Ólafur próf. Lárusson fært líkur að því, að sami ættlegg ur hafi búfð þar síðan á land- námsöld. Og með vissu hefir sama ætt búið þar síðan á dögum Sæmundar fróða. Stað arlegt er heim að líta að Skar'ði, og fagurt er bæar- stæðið. Stendur bærinn hátt í stóru og grasgefnu túni. Á aðra hönd er skarðshyrna, há með klettabeltum, en hinum megin við túnið rennur Skadðs á og handan við hana er hjá- leigan Manheimar. Að baki eru grónar grasbrekkur. Af ábúendum Skarðs munu fræg ust hjónin Björn Þorleifsson ríki og Ólöf Loftsdóttir. Björn var veginn af Englendingum í Rifi 1467, en Ólöf hefndi hans grimmilega og lét her- táka mörg ensk kaupför hér við land. Suma mennina lét hún taka aí lífi, en hneppa aðra í þrældóm. Er sagt að eitt sinn hafi hún haft 50 fanga á Skarði og 50 Íslend- inga til að gæta þeirra. Þá voru reistir skálar handan við ána, þar sem nú eru Man- heimar, og fangarnir geymdir þar. Lét hún fangana gera gríðarstóra hellulagða kirkju- stétt á Skarði, og sér enn minjar hennar eftir rúm 500 ár. Nokkur örnefni eru þarna frá Ólafar dögum. í hvammi undir Skar’ðshyrnu hafði hún skemmur sínar og geymslu- hús og heita þar síðan Smjör dallshólar. Draumaklettar heita upp af norðurhorni túns ins, en Paradís heitir rvamm- ur í suðurhorni túnsins, rétt við ána. Á báðum þessum stöðum á hún áð hafa setið þegar hún vildi fá frið og næði. — Manheimatind'ar heita efst á brekkunni fyrir ofan Manheima. Eru það ein- kennilegar klettabríkur, margra mannihæða háar, en þunnar og með skásköiðum á miili. Er engu líkar en þarna hafi verið reistar á rönd af tröllahöndum þessar ógurlegu hellur. En þær munu hafa myndast þannig, að fyrir þús- undum ára hefir blágrýti spýtzt þar upp í sprungur í linari bergtegund og storknað Síðan hefir hin lina bergteg- und molnað undan átökum frosts, vatns og vinda, og feykzt brott. En eftir stóð blágrýtið og smám saman hækkuðu hellurnar, þar til þær voru orðnar eins og hér sést á myndinni. ÞEKKIRÐl LAIMDIÐ ÞITT? YSSUKORN Liður daginn óðum á, einn ég plægi og herfa, reyttur fæ ég senn að sjá 3Ó1 við ægi hverfa. Hjörleifur Jónsáon, Gilsbakka. AkranesferSir: Sérleyfisbifreiðir Þ.Þ.Þ. Frá Reykjavík alla daga kl. S:30 frá BSÍ og kl. 6:30 frá BSR, nema laugardaga ki. 2 frá BSR. eunnudaga kl. 9 e.h. frá BSR og 11:30 frá BSÍ. Frá Akranesi: kl. 8 og 12 alla daga nema laugardaga kl. 8 og sunnudaga kl. 3 og 6. Hf Jöklar: DrangaiökuiU er i Fort de Franoe, ~ Martinique, V-Indium. Hofsjökull fór 7. þ.m. frá Charleston til I/C Havre, Rotterdam, London og Hamborgár. Langjökuil fer í dag frá Montreal til Nýfundnaiands. Vatna- jökuii fer á hádegi í dag frá Hamborg til Rví-kur. Hafskip h.f. Langá er í Rvik. Laxá er í Antwerpen. Rangá er í Vestmanna eyjum. Selá fór frá Norðfirði 10. þ.m. til HuH. Hedvig Sonne fór frá Kaup- mannahiöfn 8. þ.m. tii Rvík. Stannes lestar í Gautaborg 15. þ.m. tii íslands. Skipadeild S.Í.S.: ArnarfeH áttí að fara frá Gloucester 10. þ.m. til Rvíkur. Jökulfell er á Hvammstanga. DísarfeH átti að fa-ra í gær frá London, væn-t- anlegt til Rvíkur 13. þ.m. LltlafeH vænta-niegt til Rvíkur 13. þ.m. Helga- fel-1 er á Akureyrl. HamrafeH fór frá Rvík til Aruba. Stapafell væntániegt til Rvíkur 13. þ.m. MælifeH er á Húsa vík. Fiskö væntaniegt til London 13. þ.m. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austurlandshöfnum á norðurleið. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum ki. 21:00 í kvöld tií Rvíkur. Skjaldbreið er á Norðurlands höfraum á austurleið. Herðubreið var væntanleg til Rvíkur í morgun að vestan úr hringferð. Þróttur fer til Snæfellsnes- og Breiðafjarðarhafna á fimmtudag. Eimskipafclag Reykjavikur h.f. — Katla er á leið tU Siglufjarðar. Askja er á leið til Rvíkur frá Xæningrad. ounskipafélag islands h.f. Bakka- foss kom til Rvíkur 9. þm. frá Vest- mannaeyjum og HuU. Brúarfoss fór frá ísafirði 6. þm. tH Cambridge og NY. Dettifoss fer frá Hofsósi 11. þm. til OIaf.sfjarðar, Húsavikur, Eski- fjarðar og Norðfjarðar og þaðan tii Grimisby, Rotterdam og Hamiborgar. Fjallfoss fór frá Sauðárkróki 11. þm. til Sigliuíjarðar, Akureyrar, Húsavik- ur, Raufarhafnar og Eskifjarðar. Goða foss kom til Ventspils 7. þm. fer það- an tH Finnianids. Gullfosis kom tH Leith 13 þm. Lagarfoss fer frá Akur- eyri í dag 11. þm. til Fáskrúðsfjarð- ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyð- isfjarðar.Mánafoss fer frá HuM 12. þm. til Rvíkur. Reykjafoss er í Gdansk fer þaðan til Gdynia, Gauta- borgar og Hamborgar. Selfoss fór frá Leith 9 >m. væntanlegur til Rvíkur kil. 23:00 í kvöld. Skógafoss fer frá Rvik kl. 12:00 á morgun 12. þm. til Siglufja'rðar. Tungufoss fór frá NY 6. þm. tii Vestrraannaeyja og Rvíkur. Pol-ar Víking fer frá Akranesi 11. þm. til Kefflavikur. Ooean Sprinter kom tH Rvifcur 10. þm. frá Dover. Utan skrifstofu'tíma eru skipafréttir liesnar í sjálifyirkum simsvara 2-1466. Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er væntaniegur frá NY kl. 07:00. Fer tu baka tH NY kl. 02:30. Vilhjálm- ur Stefánsson er væratanlegur frá NY kl. 10:50. Fer til Luxemborgair kl. 11:50. Er væntanlegur til baka | frá Luxemborg ki. 01:30. Heldur á- I fram til NY kl. 02:30. Snorri Þorfiffns son fer til Glasgow og London kl. 08:00. Er væntaralegur til baka kl. 01Þorfinraur karlsefni fer tU Osló- ar og Kaupmannahafnar kl. 08:30. Er væntanleguir til baka kl. 01:30. GAMALT oc con SIGURÐUR BLINDI Það er að segja af Sigurði blind, samdi hann ljóð um hverja kind, sá hann hvorki sól né vind, seggjum þótti hann kveða með hind. Spakmœli dagsins Það er líkt um peningana og áburðinn, þeir koma að litlu haldi, nema þeim sé dreift. — Bacon. JÁaaótLéla Nú er hljóður söngvaseiður sumaróðar runnin tíð. Sölnar gróður, himinn heiður, hrannast glóðum hvelfing fríð Geislar falla um græði og löndin glitrar hjallarinda sól. .' Bryddist mjallarblæjuröndin bláum fjallatindastól. Skuggar læðast langar nætur, lykja úm hæ’ð og fram að sjá. Stormar æða, Ægisdætur ekkert næði hlotið fá. Gránar fjúk og gróður deyðist grettur rjúka hrannafalds. Yfir hnjúkabrúnir breiðist bjartur dú’kur fannaval'ds. Heím að kveldi fer’ðum flýta, flestir heldur kalt með geð, að sér feldi fastar hnýta. Frostið veldur : tormi með. Stækka svæðin vetrarveldin, vi'ðsjált æðir kuldablá — því skal glæða andans eldinn, óðarfræða kyrja mál. I. S. i! sá NÆST bezti Vilhjálmur hét maður, sem bjó á Stóra-Hólmi í Leiru á síðari hlota 19- aldar. Hann var greindur maður og fyndinn í tilsvörum. Sigríður hét kona hans. Þau áttu sonu tvo, er hétu Björn og Bjarni. Sjófang geymdi Vilhjálmur r.i'ðri við sjó, og voru strákamir stundum sendir þangað að sækja í matinn. Vilhjálmi þótti þeir ærið semir í förum. Eitt sinn spyr hann konu sina, hvort hún sjái nokkuð til þeirra, er þeir voru í slíkn fcr. Kona hans segist halda, að þeir séu neðst í túninu. „Jæja“, segir þá Viihjálrnur, „en sérðu nokkurt liifsmark með þeim?“ Vil kaupa vél í Moskwitch ’57. Uppl. í síma 51091. Til sölu er 2ja herb. íbúð í Kringlu- mýrarhverfi. Félagsmenn hafa forkaupsrétt lögum samkvæmtr By ggingars amvinnufélag Reykjavíkur. Stúlka óskast til afreiðslustarfa. Uppl í síma 19882 kl. 7—9 í kvöld. Til leigu kjallaraíbúð, stór stofa og eldhús, á bezta stað í Vest- urbænum. Æskilegt að ieigjandi taki að sér smá- heimilisaðstoð. Tilb. merkt: „B — 2326“ sendist Mbl. Notað timbur til sölu. UppL f síma 40507. Múrara vantar til Grindavíkur. Uppl á Grjótagötu 12. SLmi 22966. Til leigu 2ja herb. íbúð í Vesturbænum, leigist til 1. júní. Tilb. merkt: „íbúð — 2332“. Rakarastofa Til leigu er húsnæði fyrir rakarastofu á góðum stað í borginni. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m, merkt: „Rakarastofa — 2331“. Kvenstúdent óskar eftir vel launaðri at- vinnu, strax. Uppl. í síma .14530. 11 Ríkisútvarplð óskar að taka á leigu geymsluhúsnæði, sem næst útvarpshúsinu við Skúlagötu. Upplýsingar í aðalskrifstofu útvarpsins, Skúlagötu 4. — Sími 2-22-60. Ríkisútvarpið. Drengja .terylenebuxur írá 395 kr. herrastærðir 698 kr. Stretchbuxur telpna frá 327 kr. dömustærðir 525 kr. Verzlunin Njálsgötu 49 Hafið þér Iltið inn í verzlimlna Yr nýlega? MIKIÐ ÚRVAL AF: Smábarnafatnaði Amerískum dömur''g«kápum Dömukjólum Barna- og unglingakjólum ENNFREMUR: Uppblásin dýr í barnaherbergið í mörgum gerðum. VERÐ OG GÆÐI VIÐ ALLRA HÆFI VERZLUNIN _ m GRETTISGATA 32 íbúð — Aðstoðarstúlka — helzt ekki yngri en 30 ára. Stofa og eldhús getur fylgt. — Tilboð merkt: „2716“, sendist afgr. MbL ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.