Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIG Þriðjudagur 12. október 1965 Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 14. október kl. 21. Stjómandi: Tauno Hannikainen frá Finnlandi. Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson. Viðfangsefni: Sibelius: Tapiola. Haydn: Cellokonsert í C-dúr. Sibelius: Sinfónía nr. 1 e-moll. Aðgöngumiðar seldir í bókaverlun Sigfúsar Eymundssonar og bókabúðum Lárusar BlöndaL Vegna endurnýjunar höfum við til sölu eftirtaldar Vörubifreiðir SCANIA-VABIS, árgerð 1959, Model 51 — 7 tonna með stálpalli, sturtum og hliðarborðum. Nýskoðað- ur og nýupptekin vél. Thames TRADER, árgerð 1961 — 5 tonna — með stálpalli. Frambyggður og með vökvastýrL MERCEDES-BENZ, árgerð 1963, Model 322 — 9,8 tonn á grind — með stálpalli, sturtum og háum hliðarborðum. Greiðslur eftir samkomulagi, ef samið er strax. Upplýsingar í síma 10-600. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. FRAMLEIÐENDUR ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI DAGATÖL 1966 Við framleiðum dagatöl sem henta Öllum — 4 stœrðir með úrval íslenzkra litmynda — Hagstœtt verð Biðjið um sýnishorn fyrir lok okt. ÚTGÁFAN Skipholti 35 sími 31180 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK handa mömmu? Hvað í ósköpun um var hægt að gefa henni? Var það kannski einhver sjálf- virk ýta, sem hún gæti notað þegar hún þyrfti að hrinda fólki yfir stigahandrið? Mér fannst heil eilífð síðan ég hefði verið einn með Lukku. St. Johns Wood virtist vera einhver allfjarlægur staður, enda sagðist hún vera orðin útfarin í neðan- jarðarbrautunum. Þegar við komum út á umferðagötu, sem var sneisifull af fólki með kúlu hatta og regnhlífar, þjótandi í vinnuna sína, fór hún að blaðra eitthvað um sönginn sinn og frumsýninguna og veizluna og mömmu, þegar hún hitti drottn inguna, og þegar hún var í miðri romsunni, fann ég, að ef ég fylgdist ekki með henni — ekki einu sinni hálfa leið. — Finnst þér þetta ekki býsna dásamlegt, elskan? Hún hafði stolið þessu frá mömmu — nú var það „elskan“ í öðru hverju orði. Ég gretti mig. — Stundum get ég ekki al- mennilega trúað því. Cannes ... London.... Og nú skal ég segja þér, elskan, ég gleymdi því áð- ur. í gærkvöldi lofaði Anny mér að fara með mig til Jöhn Cav- anagh og líta á brúðarkjól. Við komum til neðanjarðar- brautarinnar og gengum niður tröppurnar ásamt öllum þessum þúsundum af kúluhöttum og regnhlífum og brezkum hraðrit- unarstúlkum. Ég ætlaði í Bond Street, því að það er rétti stað- urinn til að kaupa gjafir, að því er Lukka sagði. Hún rudd- ist á undan mér, stakk smá- skildingum í sjálfsala og náði í viðeigandi aðgöngumiða handa okkur. Svó vorum við að ryðj- ast gegn um hliðið, eins og sard ínur innan um aðrar sardínur, og á leið niður sjálfhreyfistig- ann. — Nikki elskan......! — ... Rauða veskinu hennar var ýtt óþægilega í síðuna á mér. —- Hvað gengur að þér? Þú ert vonandi ekki enn að brjóta heil- ann um........ — Æ, í guðs bænum! — En, Nikki, jafnvel þó hún hefði gert það.... — Ef? — Elskan, ég hefði átt að segja þér það fyrr. Þú verður að jafna þig á því. Það er bú- ið og- gert. Það verður ekkert j gert út af því, og auk þess í kemur þér það ekkert við. Og auk þess er hún alveg dásam- leg, þrátt fyrir allt. Okkur var ýtt úr sjálfhreyfi- stiganum neðst, af mannþröng- inni, sem á eftir okkur kom, j Svo vorum við að ryðjast gegn um einhvern gang út á vagna- pallinn. Lukka varð viðskila við mig, svo náði hún til mín aftur og hélt í handlegginn á mér, og aftur stakkst rauða veskið í síðuna á mér. — Elskan, þú verður að taka þessu skynsamlega. Hún er dá- samleg, hvað sem þú segir. Við töluðum saman. Ég sagði þér það aldrei. — Töluðuð saman? — Þetta kvöld í Cannes, eftir að þú varst kominn í rúmið Þú hafðir gloprað þessu út úr þér um hjónabandið og Roger Ren- ard. En hún er enginn bjáni. Hún hafði getið upp á því, sem gerzt hafði Nikki, hú sver, að þetta með hr. Piquot hafi verið slysni, að það hafi allt verið slysni. Og jafnvel þó að við trú- um henni ekki — þá verðurðu að athuga, hvað góð hún hefur verið okkur. Hún var alveg dá- samleg þetta kvöld. Eftir að við höfðum talað saman, játaði hún, að það hefði verið rangt af sér að hafa mig grunaða. Elsk an, sagði hún, ég sé það allt nú. Við höfðum komizt á kant, bara af því, hvað við erum líkar. Svo að..... Allt í einu fann ég, að n þoldi ég ekki meira. Þetta hafði verið að brjótast í mér dögum saman, en ég hafði ekki viljað kannast við það. En nú var kom ið að því. Ég elskaði þessa stúlku alls ekki. Líkaði ekki einu sinni vel við hana. Hvað hafði gerzt? Hvemig í dauðanum höfðum við komizt svo langt, að vera meira að segja farin að tala um brúðarkjóll og kirkjubrúðkaup og.... Við vorum á pallinum og stóð um alveg frammi á brúninni, en frá öllum hliðum ýtti fólk á okkur. Ég gat heyrt lestina koma drynjandi eftir göngunum, í áttina til okkar. Eitthvert æði greip mig, ég var yfirkominn af innilokunarkennd. Og það var ekki einasta fólkið í kring um mig, sem ýtti á mig frá öll- um hliðum — það var líka hún Lukka. Brúðarkjóllinn .. kirkju- brúðkaupið ... Ég þyldi þetta ekki sekúndunni lengur. Lestin nálgaðist drynjandi. Ég gat séð rautt nefið á henni koma út úr göngunum. Ég sneri mér frá Lukku og tók að klóra mig til baka. — Nikki! Ég heyrði röddina, en mér var alveg sama. Ég tróðst blindandi gegn um mannþröngina. Ég komst aftast á pallinn og hras- aði um bekk, sem þar var. Ég áttaði mig aftur og ruddist gegn um þröngina áleiðis tii útgangs- ins. Ég var' rétt kominn þangað, þegar ég heyrði óp. Það var í rauninni ekkert óp, heldur eins og sameiginlegt andvarp heils mannfjölda og svo hvein í heml unum, svo að skar gegn um mig. — Hvað er þetta? — Hvað var þetta? Ég var rétt kominn fram á pallbrúnina, og þar sem Lukka hafði verið, einmitt þar sem framendinn á lestinni var, nú hreyfingarlaus var heil martröð af andlitum, sem þrýsti sér á rúðurnar, til þess að sjá út. Kona veinaði upp yfir sig. Þá önnur. En þá kom ein rödd, sem skar sig úr hinum, rétt eins og hún væri að ávarpa mig, sem auðvitað ekki var. — Hver skrattinn! sagði hún. — Stúlka .... sem hefur dottið út af pallinum í troðningnum . .. bein fyrir lestina .... Guð minn góður, þetta er ljótt að sjá .... nei, Hilda, ekki núna ... vertu ekki að horfa á það. Ekki horfa. En ég horfði. Og þama niðri á sporunum, sá ég rauða vesk- ið hennar Lukku .... og eina hönd. 19. kafli. Hópurinn, hugsaði ég. Hver sem var hefði getað verið á eftir okkur í hópnum .... Hver sem var..... Mamma . . Ég gat ekki hugsað í samhengi, og varla, að þetta væri nein hugs- un, því að hún hvarf í óskapn- aðar-hringiðuna, sem í mér var, alveg eins og ég hvarf og lét hrinda mér í manngrúanum, burt frá staðnum. Lögreglan mundi koma. Ég yrði að bíða. Hversvegna? Vegna þess, að ég hafði verið með Lukku. En ég hafði bara ekki verið með henni þegar .... þegar .... Einhver hringiða í manngrú- anum var að ýta mér aftur á- leiðis að útganginum. Mamma! Þessi hugsun eða tilfinning, eða hvað það nú var, kom aftur upp á yfirborðið og þurrkaði allt annað út. Ég varð að kom- ast til mömmu. Hversvegna? í guðs bænum, hvað viltu henni framar? Hvernig gætirðu hugs- anlega horft framan I....? En svona var þetta og svona hafði það alltaf verið, ef 1 nauðirnar rak, alla þá tíð, sem ég gat mun að. Farðu til mömmu! Ég var klemmdur upp við íhvolfa vegginn ,rétt hjá aug- lýsingunni um Anny Róod og fjölskyldu hennar í Palladium. Ég tók á öllum kröftum og lét ýta mér gegn um útgöngudyrn- ar og út í ganginn. Allir streymdu inn, en enginn út. Það var ofulítill tómur gangur fram með veggnum. Ég hljóp að sjálfhreyfistiganum, sem gekk upp og smeygði mér að lokurn eftir ýmsum leynigötum og komst þannig alla leið heim. Ég tók upp lykilinn og reyndl að koma honum í skráargatið, En það virtist eitt hið fráleit- asta, sem ég gæti tekið upp á. Einhvernveginn tókst það samt og dyrnar opnuðust og ég gat heyrt rödd mömmu. Ég gekk inn í setustofuna. Þar var mamma. Hún var í ljós- rauðum ihnislopp, og stikaði fram og aftur í æsingi. Drottn- ingarkjóllinn lá útbreiddur á borði og kvensurnar þrjár voru á höttunum kring um hann. — Það skal ekki bregðast, þrumaði mamma, í þessum tón, sem hún notaði við tízkuhöf- undana. <— Hvert sem ég fer. , Balmain, Balenciaga, Dior. Allt- af skal eitthvað þurfa að koma fyrir á síðustu stundu. Þið, vesl- ingarnir, ég veit, að það er ekki ykkur að kenna en........ Þá kom hún auga á mig. Nikki, hér er hræðileg felling, rétt undir vinstri erminni. Ég hafði alveg verið búinn að gleyma kvensunum þremur, sem voru að koma þegar við Lukka vorum að fara. Þegar ég leit á þær, fór um mig einhver þægilegur spenningarhrollur. — Mamma, sagði ég. — Hafa ekki þessar dömur verið hérna allan tímann? — Hvaða tíma, elskan? Þær hafa ekki verið hérna nema síð- an þið Lukka fóruð. Nægilega lengi til að fara í þennan kjól og finna.... Mér létti svo snöggt, að það olli næstum sársauka. — Mamma, geturðu talað við mig einhversstaðar í einrúmi? — Já, en, Nikki..., — Æ, gerðu það. Ég fann ósjálfrátt, að arnar- augun voru nú fyrst að sjá mig. Síðan sneru .þau að kvensunum. — Ég kem eftir augnablik, elskurnar. Haldið þið bara á- fram. Hún stakk hendinni undir arm mér. Við fórum upp í svefnher- bergið hennar, og hún lokaði á eftir okkur. — Hvað gengur að þér, Nikki, elskan? Ef þú bara vissir, hvem ig þú lítur út..... Ég var farinn að buna út úr mér allri sögunni og mamma að beina að mér hvössum, undr- andi spumingum. — Já, en lögreglan? — Ég beið ekki eftir henni. — Beiðstu ekki? Hversvegna ekki? Ég leit á hana og þetta var einhvernveginn yfirnáttúrlega allt í lagi. Ég vissi, að ég gat sagt það. — Ég hélt, að þú hefðir hrint henni. — Ó, Nikki. Nú sat ég á rúm- stokknum. Hún skellti sér nið- ur við hliðina á mér og vafði mig örmum. — Hvernig geturðu hugsað annað éins? Elsku dreng urinn minn! — Já, en, mamma, það leit út eins og .... — Leit út... leit út! Hvað getur maður gert við þessa stráka? En hlustaðu nú á mig, Nikki. Þér finnst það líklega kaldranalegt. En seinna sérðu, að það er ekki nema satt, og ég get eins vel sagt þér það. Ég veit vitanlega ekkert, hvernig þetta gerðist við neðanjarðar brautina. En hún var hræðileg stúlka. Armarnir hennar, sem voru utan um mig, voru afskaplega róandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.