Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1965 fHwgustftfafrife Ú'tgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavflc. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson.. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ARANGURSRÍK EFNAHA GSSTEFNA /^jaldeyrisforði landsmanna " var í lok ágústmánaðar 1811 milljónir króna, og hef- ur aldrei verið meiri. Það sem af er þessu ári hefur gjald- eyriseignin aukizt um 218 milljónir króna. Þessar tölur segja sína sögu um einn mark verðasta árangur þeirrar efna -hagsstefnu, sem tekin var upp hér á landi 1960. Ef menn láta hugann reika nokkur ár aftur í tímann til þess tímabils, er vinstri stjórn sat hér að völdum, minnast margir þess ástands, sem þá ríkti í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar. Gjaldeyrisforðinn var enginn, skuldirnar er- lendis jukust, lánstraustið var þorrið, gjaldeyrisþörf landsmanna var bjargað frá degi til dags og þeir sem sóttu um kaup á gjaldeyri í bönk- unum hér, urðu stundum að bíða dögum og jafnvel vikum saman áður en þeir fengu afgreiðslu. Þetta ástand var mikill álitshnekkir út á við og skapaði stórhættulegt ástand í fjármálastöðu þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum. Efnahagsstefnan, sem upp var tekin árið 1960, hefur valdið algjörri byltingu í gjaldeyrismálum okkar, gjald eyrisforðinn hefur farið vax- andi ár frá ári, og aldrei verið meiri en nú. Þetta skapar þjóðinni aukið öryggi í erfið- leikum, álitsauka og betri stöðu í viðskiptum við aðrar þjóðir, og auðveldar mjög öll viðskipti manna við útlönd, eins og öllum er kunnugt, sem á gjaldeyri þurfa að halda. Gjaldeyriseignin nú er glæsilegt tákn árangursríkrar efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar, og fátt undirstrikar betur mismuninn á núver- andi stjórnarstefnu og stefnu vinstri stjórnarinnar en ein- mitt það hörmulega ástand, sem ríkti í gjaldeyrismálum þjóðarinnar á tímum hennar og það öryggi í gjaldeyrismál- um, sem nú hefur tekizt að skapa. LEIFUR HEPPNI Dandaríkjaforseti hefur á- ® kveðið að 9. október skuli vera dagur Leifs heppna í Bandaríkjunum. Með því er fenginn opinber viðurkenn- ing bandarískra stjórnarvalda á því, að landi okkar, Leifur Eiríksson, varð fyrstur til að finna meginland Norður- Ameríku, svo sögur fari af. Sama dag og Leifur heppni var þannig heiðraður í Banda ríkjum Norður-Ameríku, og jafnframt hér á íslandi með athöfn við Leifsstyttu á Skólavörðuholti, birti Morg- unblaðið athyglisverða frétt um merkan kortafund, sem fræðimenn telja, að sanni frá- sagnir fornra' sagna um Vín- landsferð Leifs Eiríkssonar. En landafundir Leifs heppna eru ekki aðeins sögu- leg staðreynd, sem við íslend- ingar getum verið stoltir af. Forsætisráðherra sagði í ræðu við Leifsstyttu á laugardag- inn: „Landafundir Leifs Ei- ríkssonar og ferðir þeirra, sem í kjölfar hans sigldu, voru afrek, sem eiga skilið að lifa í minningu fleiri en nor- rænna manna einna. Hetju- dáðir þeirra hljóta að vera öllum, sem þeim kynnast hvatning til þess að kanna ó- kunna stigu, "ryðja braut til nýrrar þekkingar og nýs at- hafnasvæðis“. „Þess vegna erum við nú saman komin við styttu hans á þeim degi, sem við hann er kenndur, í þeirri von, að aldrei verði látin niður falla leitin að nýjum landamærum mannlegrar þekkingar til tryggingar aukinni farsæld sem flestra“. Og sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, James Pen- field, sagði í ræðu á sama stað: „Leifur Eiríksson stend- ur ennþá sem hvatning og inn blástur, sem sýnir oss hvernig hugrekki, einbeitni og full- komið samræmi styrks og vilja getur yfirunnið ógn- vekjandi erfiðleika og hættur á leiðinni að voldugu tak- marki. Það er þessi hlið á sögu Leifs sem mér er hug- stæð nú á þessum degi, er við heiðrum minningu hans“. Frægðarsaga Leifs heppna, sem nú er viðurkennd af öll- um og líklega staðfest með einum merkasta kortafundi aldarinnar, er okkur íslend- ingum því ekki einungis til- efni til stolts yfir afrekum ís- lenzks manns fyrr á öldum. Hún hvetur okkur til þess að sýna dirfsku, stórhug og á- ræði í uppbyggingu þessa lands á örlagaríkum tímum og halda hátt á loft, því merki sem forfeður okkar reistu. LOFORÐ HERMANNS EFNT ar sem talsverð blaðaskrif hafa enn orðið vegna kaupa ríkissjóðs á húsi Guð- mundar í. Guðmundssonar, 8 sinnum kringum jörðina á bíl 34 ÁRA belgískur blaðamað- ur og 26 ára Japani komu fyrir skömmu til Kaup- mannahafnar eftir 350 þús. km ferðalag umhverfis jörð- ina í sama bílnum. Þessi vega lengd svarar til átta hringa umhverfis jörðu. 14. júní 1960 lagði belgíski blaðamaðurinn Michel L. Delpierre upp í þessa merki- legu ferð á Volkswagen „rúg brauði“, en Japaninn slóst í för með honum í lok ársins 1961. Ferð sína hóf Delpierre frá Bruxelles og var þá belg- ískur kunningi hans í för með honum. Fyrst lá leið þeirra félaga í gegnum S- Evrópu, Tyrkland og til ír- aks, þar sem þeir dvöldu í boði forsetans. í suðurhluta írans varð Delpierre viðskila við kunningja sinn og hélt hann því áfram einsamall yfir hinar hættulegu saltslétt ur og hafnaði lokks í Pak- istan, þar sem Ayub Khan, forseti, tók á móti honum. Þaðan lá leiðin í gegnum Khyber skarðið og til Ind- lands. Nehru, þáverandi for- seti, veitti Delpierre viðtal og eftir þriggja mánaða ferða lag, með hjálp áttavita, hafði hann þrætt Kashmir, Nepal, Sikkim og Assam og hafnað loks í Shan. Á þessu ferðalagi var hann tekinn höndum af skserulið- um og varpað í dýflissu. Með hjálp innfæddra tókst honum þó að sleppa og halda ferðinni áfram til Thailands, eftir vegum og vegleysum sem ópíumsmyglarar notuðu. Frá Bangkok ók hann sem leið lá í gegnum Cabodia til Vietnam. Þegar Delpierre var staddur í suðurhluta Thai- lands varð hann fyrir slöngu biti, en það varð honum til Ferðalangarnir sýna leiðina sem þeir fóru. lífs að hann gat sjálfur sprautað sig með móteitri. Frá Thailandi lá leiðin til Ástralíu og eftir nokkra mán aða ferðalag þar hélt Delpi- erre til Philipseyja og síðan til Hong Kong. í Rauða-Kína dvaldi hann í sex vikur í boði stjórnar- innar og ferðaðist þar mikið um, en hélt siðan til Japan. í Tókíó 1981, hitti Delpi- erre Yutaka Okano, sem ferð aðist með honum um landið í fjóra mánuði. í Japan fékk Delpierro botlangakast, en þegar hann var fær um að halda ferðinni áfram til Am- eríku, ákvað Okano að slást með í förina. Árið 1962 ferðuðust þeir félagar um Mexíkó og Mið- Ameríku ríkin. Þeir gerðu tilraun til að fara í gegnum Darien frumskógana, en urðu frá að hverfa; engum hefur tekizt það ennþá. Leiðin lá síðan í gegnum Perú og Bólivíu og síðan til Suður- Afríku. Eftir að hafa ekið í gegn- um Mið- og Vestur-Afríku, komu þeir félagar til Senegal, en þar hófst hættulegasti og erfiðasti hluti ferðalagsins. Þaðan lá leiðin í gegnum Mauritaníu og spönsku Sa- hara á þeim árstíma sem allra veðra er von. Eftir vili- ur miklar í sandstormum komust þeir um síðir til Mar- okko, og í nóvember 1964 komu þeir til Gibraltar. Þeir félagar hafa ekið vítt og breitt um Evrópu, beggja vegna járntjaldsins, og eru nýkomnir til Kaupmanna- hafnar Frá Kaupmannahöfn munu þeir félagar halda til Svíþjóðar, Finnlands og Nor- egs, en þessari 350 þús. km. bílferð umhverfis jörðu mun ljúka í Bruxelles í lok þessa UTAN ÚR HEIMI fyrrum utanrxkisraðherra og bæjarfógeta í Hafnarfirði, þykir Morgunblaðinu rétt að vekja athyglí á nokkrum stað reyndum þessa máls. Kaup þessi voru gerð á grundvelli loforðs, sem Her- mann Jónasson, forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar, hafði gefið Guðmundi í. Guð- mundssyni í bréfi dagsettu 1. apríl 1958, um að ríkissjóður keypti hús hans, þegar hann óskaði eftir í árslok 1959. í bréfi þessu erusettar ákveðnar reglur um það, hvernig meta skuli eignina, og sérstaklega tekið fram, að lóðina beri að meta sérstaklega. Helgi Eyjólfsson, sem til- nefndur var sem matsmaður af hálfu ríkissjóðs, var ráðinn framkvæmdastjóri Sölunefnd ar varnarliðseigna, löngu áð- ur en Guðmundur í. Guð- /nundsson varð utanríkisráð- herra, og samkvæmt þeim reglum sem gilda, er það ekki utanríkisráðherra, heldur Sölunefndin, sem ræður framkvæmdastjóra, en formaður Sölunefndarinnar er Hermann Jónasson, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem loforðið gaf um kaup á húsi Guðmundar í. Guðmundsson- ar. Þar sem Helgi Eyjólfsson var hvorki ráðinn til starfa síns af Guðmundi í. Guð- mundssyhi né í utanríkisráð- herratíð hans, og þar sem hann er ábyrgur fyrst og fremst gagnvart Sölunefnd- inni og formanni hennar, Her manni Jónassyni, eru engin rök fyrir því, að Helgi Eyjólfs son hafi verið vilhallur í starfi sínu sem matsmaður á fyrrnefndri húseign. Hið eina, sem ásaka mætti núverandi ríkisstjórn fyrir í sambandi við þetta mál er, hvort ríkisstjórnin hefði átt að ómerkja loforð fyrrverandi forsætisráðherra, sem hann gaf er hann gegndi störfum forsætis- og dómsmálaráð- herra í vinstri stjórninni 1958. Það hefur hingað til ekki tíðkazt ,að ríkisstjórnir, sem á eftir hafa komið, hafi gert að engu loforð fyrrverandi for- sætisráðherra, og má búast við því, ef svo hefði verið gert, að Framsóknarflokkur- inn, sem Hermann var for- maður fyrir á þessum tíma, hefði talið slíkt óhæfu gagn- vart fyrrverandi formanni sínum og forsætisráðherra. Hermann Jónasson og sam- ráðherrar hans í vinstri stjórn inni eru því algjörlega ábyrg- ir fyrir þessum húsakaupum, sem gerð eru í samræmi við ákvörðun þeirra 1958, og geta hvorki Framsóknarmenn né kommúnistar skotið sér un..- an þeirri ábyrgð nú. — Tyrkland Framhald af bls. 1 flokkur, stofnaður 1961. Er hann talinn beinn arftaki flokks þess er Adnan Menderes, fyrrum for- sætisráðherra, veitti forstöðu, og bannaður var eftir byltinguna í Tyrklandi 1960,er Menderes var steypt af stóli og hann tekinn af lífi vegna meintrar spillingar og morða á vegum stjórnar.innar. Meðal hinna nýkjörnu þing- manna Réttlætisflokksins eru Yksel Menderes, sonur forsætis- ráðherrans heitins og Nilufer Gersoy, dóttir Celal Bayars fyrr- um forseta. Suleyman Demirel er 41 árs. Hann er verkfræðingur að mennt og stundaði nám í Banda- ríkjunum. Á valdatímum Mend- eres stjórnarinnar stóð hann fyr- ir miklum vegagerðum og vatns- virkjunum, en eftir fall Mender- es var hann í fjögur ár prófessor við tækniskólann í Ankara, þar til hann tók við embætti vara- forsætisráðherra í fráfarandi sam steypustjórn. Á fundi með fréttamönnum f Ankara í dag sagði Demirel að alvarlegasta utanríkisvandamál landsins væri Kýpurdeilan við Grikki, og að þá deilu yrði að leysa með samninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.