Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 195* ! LlwiiiSilí L.S ÍMMÉVM ÍÍiUli mannayfirsextugt FIMMTI hluti þeirra þingmanna, sem sæti eiga á 86. löggjafar- þinginu er kominn yfir sextugt, en tíundi hluti þeirra er undir fertugsaldri. Skv. upplýsingum frá skrifstofu Alþingis eru þessir þinmenn nú komnir yfir sexutgt: Bjartmar Guðmundsson, Björn Jónsson, Hanníbal Valdemarsson, Hermann Jónasson, Karl Krist- jánsson, Sigurður Ágústsson, Sigurður óli ólafsson og Skúli Guðmundsson. Undir fertugsaldri eru aðeins sex þingmenn, Geir Gunnarsson, Ingvar Gíslason, Jón Skaftason, Pétur Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen og Ragnar Arnalds. Frumvarp til breytingu ú Iögum um Bjurgrúðusjöð íslunds Þingforsetar kjörnir á Aiþingi Birgir Firmsson forseti Sameinaðs Alþingis, Sigurður Óli Ólafsson forseti Efri deildar og Sigurður Bjarnason forseti Neðri deildar f GÆR var agt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 8 14. fefor. 1961, um Bjargráðasjóð ís- lands. í greinargerð er fylgir frumvarpinu segir, að lagt sé til að framlög sveitafélaga og rík- issjóðs til Bjargrá'ðasjóðs verði tvöfölduð. Á þessu ári nema framlögin samtals ca. 1.9 millj. króna. Sjóðurinn hefur orðið að hlaupa undir bagga með bænd- um, einkum á Austurlandi, nú á þessu hausti vegna hins mikla grasbrests, sem þar hefur oi'öið vegna kals í túnum. Sjóðurinn —Alfyingi Framhald af bls. 1. kostnaður við embættisrekstur 4,2 millj. Til læknaskipunár og heilbrigðismála 143,8 millj. Vega mál, samgöngur á sjó, vitamál og hafnargerðir, flugmál, veður- þjónusta o.fl. 141 millj. Eftirlaun og styrktarfé 87,8 millj. í greinargerð fyrir fjárlaga- frumvarpinu segir m.a.: Eftir reynslu ársins 1964 og horfum um afkomu ríkissjóðs á þessu ári, var augljóst við undir- búning fjárlaga fyrir árið 1966, að miðað við sömu tekjustofna og óumflýjanlega útgjaldaaukn- ingu, að óbreyttri löggjöf og fyr- irsjáanlegum hækkunum verð- lags og launa, hlyti að verða mik ill greiðsluhalli hjá ríkissjóði á næsta ári. Nauðsyn þess að stöðva hinn alvarlega greiðslu- halla verður naumast umdeild, því að hallarekstur ríkissjóðs hlýtur að hafa óheillavænleg á- hrif á efnahagsþróunina í land- inu. Atvik þau, er ollu greiðsluhalla ríkissjóðs árið 1964 og fyrirsjá- anlegum halla 1965, komu til eft- ir að fjárlög þessara ára voru af- greidd. Verður auðvitað eigi séð fyrir fremur nú, hvort efnahags- þróunin á árinu 1966 hafi áhrif í svipaða átt, en nauðsynlegt er að mæta þá slíkri þróun með skjótum gagnráðstöfunum. — Grundvallarstefna fjárlagafrum- varpsins er sú, að útgjöldum rík- issjóðs á árinu 1966 verði haldið innan þeirra marka, að unnt hefur varið í þessu skyni sam- tals 6,6 milljónum króna þar af 4,2 milljónum króna sem styrk og 2,4 milljónum króna sem vaxtalaus lán til 5 ára. Til þess að geta gert þetta varð sjóður- inn að taka 3 milljóna króna lán í Búnaðarbankanum. Af þessu má ljóst vera, áð tekjur þær, sem sjóðurinn hefur nú, hrökkva ekki til þess að veita slíka aðstoð sem hér um ræðir. í samfbandi við framangreinda aðsto'ð sjóðsins ákvað ríkisstjórn in að beita sér fyrir hækkun á tekjum sjóðsins. verði að forðast greiðsluhalla, án þess að grípa til almennra skatta hækkana. Af þessu leiðir, að greiðslu- jöfnuði verður ekki náð nema með því að létta útgjöldum af ríkissjóði og hækka álögur á tak mörkuðum sviðum. í meginatrið- um eru ráðstafanirnar þessar: Fjárfestingarframlög verði svip uð og á þessu árL Hækkað hefur verið verð á á- fengi og tóbaki. Fellt verði niður að fullu beint framlag ríkissjóðs til vegagerða, en -fjárins aflað með hækkun á benzín-skatti. Létt verði af ríkissjóði að greiða rekstrarhalla Rafmagns- veitna ríkisins, en raforkuverð hækkað sem því nemur. Hækkaðar verðí ýmsar auka- tekjur ríkissjóðs. Lagt verði sérstakt gjald á far- seðla til utanlandsferða, að und- anskildum farseðlum námsmanna og sjúklinga. Eignarskattur verði hækkaður til að standa straum af framlög- um til húsnæðismála, svo sem efnislega var samþykkt á síðasta þingi. Útgjöld ríkissjóðs á árinu 1966 verða skv. frv. 252.7 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1965. Þessi samanburður er þó ekki raunhæfur fyrir þá sök, að fram lög til fjárfestingar voru síðar lækkuð um 20%, eða um 85 millj. kr. til þess að mæta útgjalda- auka vegna aðstoðar við sjávar- útveginn skv. L nr." 34/1965, alls Á FUNDI í Sameinuðu Alþingi og deildarfundum í gær fór fram kosning þingforseta. Forseti sam- einaðs Alþingis var kjörinn Birg- ir Finnsson, forseti Efri deildar, Sigurður óli Ólafsson og forseti Neðri deildar, Sigurður Bjarna- son. Halldór Ásgrímsson, aldursfor- seti þingmanna stýrði fundi í Sameinuðu Altþingi er hófst kl. 1.30 í gær, en skrifarar voru til- nefndir Ólafur Björnsson og Skúli Guðmundsson. 55 millj. kr., og 6.6% launahækk- un öpinberra starfsmanna um 65 millj. kr. Yantaði því 35 millj. kr. á að lækkun fjárfestingar liða nægði til að mæta þessum útgjöldum. Er því útgjaldahækk- unin frá fjárlögum þessa árs raunverulega um 217.7 millj. kr. Tekjuáætlun frv. er byggð á athugunum Efnahagsstofnunar- innar í ágústmánuði. Er óhætt að fullyrða, að sú áætlun er þanin til hins ítrasta, þannig, að þar er ekkert frekara svigrúm til hækk unar. Við samanburð á einstökum greinum frumvarpsins og fjár- lögum yfirstandandi árs, bér að hafa í huga, að upphæðir þær, er standa í fjárlögum, eru ekki ætíð sömu upphæðir og þær, sem raunverulega voru greiddar á þessu ári, vegna þess að fram- kvæmdur var 20% niðurskurður ur á flestum fjárfestingarliðum. Auk þess er áætlún fyrir 3% vísitöluuppbót á laun á 19. gr. fjárlaga í einni tölu. Á móti kem ur, að áætlun fyrir 4% grunn- launahækkun starfsmanna rík- isins, er kom til framkvæmda 15. júlí s.l., og um 1% hækkun á kaupgreiðsluvísitölu, og er þá miðað við vísitöluna, eins og hún var 1. júní s.l., þar af hafði ver- Forseti Sameinaðs Alþingis var kjörinn Birgir Finnsson (A) með 30 atkvæðum, Karl Krist- jánsson (F) hlaut 17 atkvæði og Hannibal Valdimarsson (K) 9. Sigurður Ágústsson (S) var kjörinn fyrsti varaforseti með 30 atkvæðum. 27 seðlar voru auðir og annar varaforseti var kjörinn Sigurður Ingimundarsson (A) með 30atkvæðum, 27 seðlar voru auðir. Þá voru haldnir deildafundir ið áætlað fyrir 3% hækkun henn- ar á 19. gr. fjárlaga í ár, eins og fyrr segir, sem var nokkurn veg- inn í samræmi við hækkun henn ar 1. marz s.l., en þá hækkaði hún um 3.05%. Ástæðulaust þyk ir að rekja hækkanir á einstök- um launaliðum frumvarpsins, er verða á þessum sökum, en þær breytingar á rekstrarútgjöldum, er mestu máli skipta, eru eftir- farandi, og er þá tekið tillit til niðurskurðar fjárfestingarliða í núgildandi fjárlögum. Dómgæzla og lögreglustjórn hækkar um 20 millj. kr., m.a. vegna aukinnar löggæzlu. Fram- lag til vegamála lækkar um 38 millj. kr., en gert er ráð fyrir því, að vegasjóði verði bættur upp sá teknamissir með hækkun innflutningsgjalds af benzíni. Kennslumál hækka verulega að vanda eða um 53 millj. kr. Kem- ur þar m.a. til árleg nemenda- fjölgun og sú kennarafj ölgun, er af henni leiðir, svo og hækkun fjárveitinga til skólabygginga. Landbúnaðarmál hækka um 21 millj. kr., aðallega vegna auk- innar jarðræktarframlaga. Raf- orkumál lækka hins vegar um 39 millj. kr., þar eð gert er ráð fyr- ir því, að ríkissjóður standi ekki lengur undir . hallarekstri Raf- magnsveitna ríkisins. Frumvarp um úrbætur í Húsnæðis- málum láglaunafólks lagt fram I gær — Fasteignamat til eignaskatts sexfaldað 1 GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofn- un ríkisins. Efnislega er frum- varp þetta í samræmi við yfir- lýsingu þá, er ríkisstjórnin gaf í sumar um húsnæðismál í sambandi við samninga verka- lýðsfélaganna um kjaramál. Er þar gert ráð fyrir sérstökum úr- bótum í húsnæðismálum lág- launafólks. Ennfremur eru í frumvarpinu ákvæði um sex- földun fasteignamats til eigna- skatts. Með frumvarpinu er ráð fyrir þvi gert, að ríkisstjórnin fái heimild tiá að láta byggja hag- kvæmar ódýrar íbúðir í fjölbýl- iShúsum í samvinnu við lilutað- eigandi sveitarfélög. íbúðir þess- ar skulu vera vandaðar, hag- kvæmar og stáðlaðar án ótþarfa íburðar. Þá eru ákvæði um, að hámarkslán Húsnæðismálastjórn ar skuli framvegis hækka eða lækka í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar 1. júlí 1964. Þó er heimilt að veita hærri lán til efnalítiila meðlima verkalýðs félaganna og skal í því skyni verja 15—20 milljónum kr. ár- lega af tekjum byggingarsjóðs ríkisins. Láglaunafólk í verka- lýðsfélögunum skal hafa for- kaupsrétt að íbúðum þeim, sem byggðar eru skv. framansög'ðu og er heimilt að veita meðlim- um verkalýðstfélaga lán tiil kaupa á íbúðunum, sem nemur 4/5 hlut um af verðmæti ibúða og skal þá telja gatnagei'ðargjald með verðmæti íbúða. Lán þessi skulu vera til 33 ára afborgunarlaus fyrstu 3 árin, en endurgreiðast á 30 árum. Kaup- andi skal hafa greitt 5% aif verð mæti íbúðarinnar einu ári áður en honum verður afhent fullgerð íbúð, en 16% ber honum að greiða með jöfnum afborgunum næstu þrjú árin. Sem fyrr segir eru ákvæði í frumvarpi þessu um sexföldun fasteignamats til eignaskatts en í athugasemdum við frumvarpi'ð segir, að hækkun fasteignamats, sem samþykkt var á síðasta þingi hafði gefið 16—19 millj. kr. Vanti því 21—24 mililj. kr. upp á framlagið. Er því lagt til ,að fasteignamat verði þrefaldað í þessu sambandL og stýrðu aldursforsetar deild- anna fundi, í efri deild Sigurð- ur Óli Ólafsson (S) og í neðri deild Halldór Ásgrímsson (F). Forseti Efri deildar var kjörinn Sigurður Óli Ólafsson (S) með 11 atkvæðum, fyrsti varaforseti Jón Þorsteinsson (A) með 11 atkvæð- um og annar varaforseti Þorvald ur Garðar Kristjánsson (S) með 11 atkvæðum. Forseti Neðri deildar var kjör- inn Sigurður Bjarnason (S) með 19 atkvæðum, fyrsti varaforseti Benedikt Gröndal (A) með 19 atkvæðum og annar varaforseti Jónas Rafnar (S) með 17 atkvæð um. Skrifarar Efri deildar voru kjörnir þeir Bjartmar Guðmunda son (S) og Karl Kristjánsson (F) og skrifarar Neðri deildar Matthl as Bjarnason (S) og Sigurvia Einarsson (F). Útgjöld til félagsmála hækka um 106 millj. kr. í því sambandi ber að hafa í huga, að á 19. gr. núgildandi fjárlaga er í liðnum: „hækkun útgjalda vegna áætl- aðrar 3% launahækkunar" gert ráð fyrir 16.4 millj. kr. vegna hækkunar á almannatrygging- um, og verður hækkun á félags- málum samkvæmt" frumvarpinu þá um 90 millj. kr. og stafar raun ar að langmestu leyti af hækk- un á almannatryggingum. Gjöld samkvæmt 19. gr. hækka um 111 millj. kr. Munar þar mest um liðinn: „hækkun útgjalda vegna launahækkunar“, 100 millj. kr., er kemur í stað áðurnefnda liðar vegna 3% áietlaðrar hækk- unar á kaupgreiðsluvísitölu, að upphæð 42 millj. kr. Auk þess hækka niðurgreiðslur um 16 millj. kr. og útflutningsuppbæt- ur um 26 millj. kr. Útborganir á 20. gr. lækka um 21 millj. kr. miðað við núgild- andi fjárlög, en hækka raunveru- lega um 3 millj. kr. þegar tekið er tillit til niðurskurðar á fram- lögum til verklegra framkvæmda á yfirstandandi árL Lóntaho vegna vega og flugvalla í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina tiil lántöku vegna vega og flugvallargerða. Er það frumvarp til sta’ðfesting- ar á bráðalbirgðalögum er gefin voru út 8. júlí s.l. en þar kveður á um að ríkisstjórninni sé heim- ilt að taka ián, allt að 60 mill- jónum króna vegna flugvalla og vegagei'ða á Vestfjörðum og vegna lagningar Reykjanesbraut- ar. Voromenn taha sæti d þingi TVEIR varaþingmenn táka nú sæti á Alþingi. Eru það Ragnar Jónsson skrifstofustjóri er tekur sæti Davíðs Ólafssonar og Ingi R. Helgason lögfræðingur er tekur sæti Edvarðs Sigurðssonar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.