Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 3
íriðjudagur 12. oktSber 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 FÉL.AGS- og tómstundastarf- semi Æskulýðsráðs Reykja- víkur er nú nýlega hafið. í tilefni þess 'efndi Æskulýðs- ráð til almennrar kynningar á starfsemi sinni á laugardag síðastliðinn og jafnframt sýn- ingar á tómstundarviðfangs- efnum æskufólks að Fríkirkju vegi 11. Meðal gesta sem sóttu sýninguna á laugardag voru ýmsir fulltrúar úr borgar- stjórn Reykjavíkur. Upphaf- lega átti henni að ljúka í gær, en hefur nú verið framlengd til kl. 10 í kvöld. Fjölmörg félög og klúbbar starfa í náinni samvinnu við æskulýðsráð og má þar nefna Leikhús æskunnar, en mark- mið þess er að efla leiklistar- áhuga æskufólks á aldrinum 15—25 ára. Hyggst klúbburinn Flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kynnti þjóðdansa af ýmsu tagi. Sýningunni lýkur ■ kvöld kl. 10 Tónlistarklúbburinn lagði einnig fram sinn skerf og lék létt lög fyrir gestn Vilhjálmur H. Gíslason hermdi eftir þjóðfrægum mönnum og gerði mikla lukku. Auk þessa sem hér er að framan nefnt hefur Æsku- lýðsráð beina eða óbeina samvinnu við fjölmörg félög og aðila, sem vinna að æsku- lýðsmálum, t. d. hin fjöl- mörgu kirkjulegu félög, Skátahreyfinguna og íþrótta félögin, svo eitthvað sé nefnt. Ungt fólk, sem hefur hug á að stofna félög eða klúbba um áhugamál sín er velkom- ið að leita til framkvæmda- stjórans, Reynis Karlssonar, og njóta þeirrar aðstoðar, sem æskulýðsráð getur veitt. En víkjum aftur að sýn- ingunhi á félags- og tóm- stundastarfsemi Æskulýðs. — Þar gefur að líta fjölmarga eigulega hluti, bæði sem unn ir hafa verið á vegum Æsku- lýðsráðs í skólum og í klúbb- unum sjálfum, og má þar nefna bast- og tóarvinnu, bein- og homavinnu, flug- módelsmiði, leðurvinnu o. m. fl. 1 heild er sýning þessi hin skemmtilegasta og mjög gott dæmi um hina miklu og gagn legu starfsemi Æskulýðsráðs. Einnig voru ungmennin, sem skemmtu gestunum við opn- un sýningarinnar, klúbbum sínum og Æskulýðsráði til mikils sóma. Sýningunni lýk- ur eins og áður segir kl. 10 í k völd. vinna að þessu markmiði með almennum félagsfundum, bók menntakynningum og tilsögn í leikbókmenntum. Á áður- nefndri sýningu gafst gesttun kostur á að sjá nokkrar ljós- myndir er teknar hefðu verið af sýmngum klúbbsins og einn ig kom þar fram par úr klúbbnum og söng nokkur lög úr þekktum söngleikjum. Stjörnuklúbburinn nefnist annar og er markmið hans að stuðla að heilbrigðu félagslífi og vinna gegn notkun áfengis á skemmtunum æskufólks. Til gangi sínum hyggst klúbbur- inn ná með því að halda uppi fjölbreyttu félagslífi, gangast fyrir ferðalögum og efla á- huga félagsmanna á listurn og menningarmálum almennt. f>á er einmg starfandi Fugla- fræðiklúbbur og efnir klúbb- urinn til fræðslufunda, kvik- myndasýninga, auk þess sem hann fer könnunarferðir um ágrenni borgarinnar. Á sýningunni gafst gestum einnig kostur á að heyra hljómsveitia „Léttir tónar“ leika undir stjórn Karls Jónatanssonar, en markmið tóhlistarklúbbsins er að efla tónlistaráhuga æskufólks og kynna því bæði sígilda og þjóðlega tónlist, auk nútíma- tónlistar og danslaga. Klúbb- urinn hefur í hyggju að mynda stóra hljómsveit sem leikið geti sem fjölbreyttasta tónlist, og er hljómsveit sú er sýningargestum gafst kostur á að heyra í fyrsti vísirinn að henni. Einnig má nefna Borðtenn isklúbbinn, en hann vill efla áhuga æskufólks fyrir borð- tennis. Þá mun Æskulýðsráð nú eins og undanfarna vetur efna til námskeiða í sjóvinnu og hefjast þá í lok október. Starfsemi flestra fyrr- nefndra klúbba fer fram að Fríkirkjuvegi 11. í golfskálunum í Öskjuhlíð er annað tómstimdaheimili Æskulýðsráðs og þar hafa þrír klúbbar starfsemi sína til húsa. Er þar fyrst að nefna vélhjólaklúbbinn Eld- ingu, en hann efnir til fræðslu- og skemmtifunda. í>á er einnig verkstæði á veg um kiúbbsins, þar sem fé- lagar geta unnið að viðgerð- um hjóla sinna flest kvöld vikunnar. Bifreiðaklúbbur Reykjavík ur er tiltölulega nýr af nál- inni, stofnaður í fyrra, en markmið hans er að veita félagsmönnum aðstöðu til eigin viðgerða á bifreiðum sínum, efna til akstursæfinga og stuðla að hópferðum um landið á vegum klúbbsins. Einnig heldur hann fræðslu- og skemmtifundi. Þriðji klúbburinn sem hefur starf- semi sína til húsa í golfskál- anum í Öskjuhlíð er Flug- módelklúbbur Rvíkur og er vinnustofa klúbbsins opin flest kvöld vikunnar. Um- sjónarmaður með starfsem- inni í golfskálanum er Jón. Pálsson. Reynir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs. Kynning á starfsemi Æskulýösráös STAKSTFII\iAR Framsóknar- afturhaldið ' Þótt Framsóknarflokkurinn hafi jafnan reynt að nudda sér utan i ýmsa frjálslynda flokka í Bandarikunum og Vestur- Evrópu, i þeirri von, að kjós- endur telji eitthvað líkt meS Framsóknarflokknum og þeim, sýnir þó saga Framsóknarflokk* ins og verk hans allt annað. Hin dauða hönd Framsóknaraftur- haldsins lá eins og mara á þjóð- inni á þeim tima, sem Fram- sóknarflokkurinn var mest ráð- andi um stórnmál í landinn og hefti athafnaþrá hennar. Greinilegast af öllu er þetta þó á ákveðnum landsvæðum á ís- landi, þar sem Framsóknarmenn hafa verið mikils ráðandi um langan aldur réðu Framsóknar- menn ríkjum á Austurlandi og í Strandasýslu. Allir vita, að þessir landshlutar drógust langt aftur úr öðrdm hlutum landsins, í framförum og uppbyggingu. Hin dauða hönd Það var í rauninni ekki fyrr en fyrir rúmlega hálfum áratug, að Austurland fór að rétta úr kútnum eftir þriggja áratuga yfirráð Eysteins Jónssonar. Sér- staklega drógst. landbúnaðurinn í þessum landshluta aftur úr landbúnaðinum annars staðar í landinu, þótt víða á Austurlandi séu mjög búsældarleg héruð. Ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst sú, að Framsóknar- foringjarnir á Austurlandi héldu bændunum niðri af ráðnum hug. Þegar aðrir bændur á íslandi hófust handa um mikla rækt- un og uppbyggingarstarfscmi skömmu eftir styrjöldina, ráð- lagði kaupfélagsstjóri einn á Austurlandi bændunum þar að geyma peningana sína í kaupfé- laginu fremur en að leggja þá í framkvæmdir. Afleiðingin varð sú, að það var ekki fyrr en Iangt var liðið á sjötta áratug aldarinnar, að verulegar fram- farir hófust í landbúnaði á Aust- urlandi. Hin dauða hönd Eysteins Jónssonar og Framsóknaraftur- haldsins sá fyrir því að Aust- firðingar bjuggu ekki við eins miklar framfarir og aðrir lands- menn. Sömu sögu er að segja úr Strandasýslu, þar sem Her- mann Jónasson var um áratugi einráður. Þar eru einnig búsæld- arleg héruð, en Hermann sá fyrir því, að Strandasýsla drógst langt aftur úr öðrum hlutum Vest- fjarða í uppbyggingarstarfsemi, vegalagningu og almennri fram- faraþróun. Hin dauða hönd Her- manns og Framsóknarafturhalds- ins sá fyrir því, að Strandamenn bjuggu við verri hag en aðrir landsmenn. Verkin tala f báðum þessum landshlutum hafa orðið geysimiklar framfarir á undanförnum árum. Sildin hefur auðvitað átt mikinn þátt i að skapa velsæld á Austurlandi, en það frelsi sem núverandi ríkisstjórn hefur veitt mönnum til athafna hefur haft hvetjandi áhrif. Vegalagnir í Strandasýslu hafa stóraukizt, og nú nýlega hefur Árneshreppur komizt i vegasamband við aðra hluta landsins. En ólukkufuglar Fram- sóknarafturhaldsins hafa enn sin áhrif víða í landinu. í Kópavogi ræður framkvæmdaleysið ríkj- um og hin dauða hönd Fram- sóknarafturhaldsins sem þar er í samvinnu við kommúnista hefur sett sitt mark á þennan unga kaupstað. Framsóknaraftur haldið lætur ekki að sér hæða, verkin tala ,og má með sanni segja, að verkin sýni að mesti afturhaldsflokkur á íslandi er Framsóknarflokkurinn, sem svo sannarlega ber ekki nafnið með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.