Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 30
30 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 196S Þrjú mörk Hermanns - og Valur í úrslitum Valur vann Akureyri 3-2 HERMANN Gunnarsson, mið- herji Valsliðsins átti frábæran leik á laogardaginn er Valur og AJkureyringar mættust í unidan- úrslitum Bikargeppni KSt. Hann skoraði öll þrjú mörk Vals og tryggði félagi sínu með því rétt- inn til lokabaráttunnar um bik- arinn sem Valsmenn heyja við Keflvikinga eða Akumesinga (eftir því hvorir sigra á sunnu- daginn). Valsmenn unnu Akur- eyringa með 3—2 og var sigur þeirra verðskuldaður, bví svo mjög þjörmuðu þeir að Akureyr- ingum í siðari hálfleik. Hins veg- ar höfðu Akureyringar tögl og hagldir í teiknum í fyrri hálf- leig og hefðu þá með heppni og meiri nákvæmni getað náð forskoti, en í hléi stóð 1—1. jr Mörg tækifæri Akureyringa. Ef frá er talið gullvægt tæki- færi Bergsveins Alfonssonar inn- herja Vals á 4. mín. — en hann stóð þá óvalcfaður 1—2 m. frá marki en hitti ekki knöttinn — voru tækifærin framan af nær eingöngu Akureyringa. Þeir réðu vallarmiðjunni og sóttu mjög, en sóknarleikur þeirra var óná- kvæmur og skötin meira upp á von og óvon en vel undirbúin. A 18. mín skora Akureyringar. GaJ Guðni fram miðjuna, yfir vöm Vals og Kári komst inn- fyrir, en færið var orðið þröngt. Em Kára tókst eigi síður að lyfta knettinum yfir markvörð Vals og í netið. Laglega gert. Síðar átti Valsteinn lúmskt skot, sem Sigurði tókst að verja í horn og upp úr hornspymunni bjargaði Arni Njálsson á mark- línunni. Bæði Steingrímur og Kári kom ust í færi við Valsmarkið, en voru ónákvæmir í skotum — og misnotuðu tækifærin. Þeir gömlu sigruðu Á SUNNUDAGINN fór fram leik ur í Hafnarfirði á milli liðs þess sem Albert Guðmundsson þjálf- aði á sínum tíma og komst í I. deild og yngri knattspymu- manna í Firðinum. 10 ár eru nú síðan Albert kom fyrst til Hafn- arfjarðar og rétt um 10 ár síðan hafnfirskir knattspyrnumenn undir forystu Alberts unnu sig upp í fyrstu deild. Leikurinn á sunnudaginn var mjög skemmtilegur og lauk með sigri þeirra eldri 3-1. Albert var eins og áður sá sem skapaði og byggði upp, einnig skoraði hann 2 mörk og er það ekki á hverjum degi, sem vallargestir fá að sjá slík mörk, sem honum er lagið að skora. Engin þreytumerki voru að sjá á þeim eldri og til marks um það, þá vildu þeir ekkert leikhlé, ibara halda áfram, en þetta hefur sennilega komið flatt upp á þá yngri. Að leik loknum bau K.R.H. til kaffidrykkju í Altþýðuhúsinu og þar var öllum leikmönnum í eldra liðinu afhentur oddfáni sem sérstaklega var gerður í þessu tilefni. Valsmenn átti i fyrri hálfleik líka sín tækifæri þó færri væru. Ingvar komst tvívegis í gott færi en skaut framhjá. Loks á 43. mín. jafnaði Her- mann. Hann lék laglega gegnum Akureyrarvörnina upp úr inn- kasti og skoraði af hliðarlínu markteigs úr þröngu færi. Lag- lega gert. í síðari hálfléik tóku Valsmenn öll völd á vellinum í sínar hend- ur og sóttu nú án afláts. Það var þó ekki fyrr en á 31. mín að sóknin bar árangur. Upp úr út- spyrnu frá Sigurði markverði hoppaði knötturinn yfir Jón Stefánsson miðvörð og Hermann notaði sér tækifærið vel, lék að markinu og skoraði örugglega. Tíu mínútum síðar lék Ingvar upp að endamörkum og gaf út og fyrir mark Akureyringa. Hermann spymti viðstöðulaust fast og snöggt. Einar markvörð- ur hafði hendur á knettinum, en var illa viðbúinn snöggu skot- inu og missti knöttinn milli fóta sér í mark. Þetta varð markið er réði úr- slitum. Á 43. mín tókst Akureyringum að minnka bilið. Var fast sótt að Valsmarkinu og Skúli Ágústsson skoraði af stuttu færi úr þvögu. ic Liðin. Hermarin Gunnarsson bar af í Valsliðinu. Hann réði ekki við Jón á vallarmiðjunni, en leitaði þá til skiptis út til hliðaniifS' og var leikur hans mjög ógnandi og bar enda góðan ávöxt fyrir Val. Ingvar átti og góðan leik sem innherji, vann mjög vel, en var mistækur í skotum. Berg- sveinn átti og góðan leik. Vals- vörnin hefur stundum staðið sig betur ,en Sigurður Dagsson í markinu sjaldan eins vel. Varði hann markið í hreinum „Jashin- mm stil" „átti“ ef svo má segja allan vítateiginn. Ónókvæmni og festuleysi í leik framherja Akureyringa átti rík- astan þátt í að liðið uppskar ekki eins og til var sáð í fyrri hálf- leik. Ef vel hefði verið að unnið, hefði liðinu átt að takast að gera út um leikinn sér í hag á fyrsta hálftímanum. En það er mest sjálfssök að Akureyringum tókst ekki betur nú. Beztu menn liðsins voru Guðni, Skúli og Ein- ar í markinu. Hinir allir og reynd ar þessir þrír einnig, hafa sýnt betri leiki áður. Einstaklingstil- raunir framherjanna eru allt of tíðar á kostnað árangursríks sam leiks. — A. St. Hörður Felixsson skorar mark K.R. Keflvíkingar slógu KR úr Bikarkeppninni Unnu harðsnúið B-lið 2-1 SÍÐASTI leikur 4. nmferffar Bikarkeppni KSl var leikinn í Njarffvíkum á sunnudag. Áttust viff Keflvíkingar og b-liff KR. Keflvíkingar sigruðu meff 2-1 og var sigur fyrir Keflavík fyllilega réttlátur, og gat raunar eftir tækifærum orðiff stærri. Leikur- inn var hins vegar baráttuleikur frá upphafi og mættust þama tvö góff liff. Kom frammistaða bliffs KR nokkuff á óvart, þó í liðiff þeirra væru margir reyndir menn, og sýndu þeir í ríkum mæli hinn fræga KR-keppnis- anda. KR hefur unnið sigur í Bikar- keppni KSÍ ár hvert síðan keppn in var upp tekin 1960. Nú hins vegar eru bæði lið KR úr keppn inni áður en til undanúrslita kemur. Varð a-liðið úr leik með- an 3 af beztu leikmönnum liðs- ins voru fjarstaddir. Við það styrktist b-liðið nokkuð, en hvorki Heimir né Ellert fengu tækifæri til að taka þátt í Bikar keppninni af áðurnefndum sök- um og vegna gildandi reglna. Á- Lélegar affstæffur Vægast sagt voru aðstæður á Njarðvíkurvelli illa boðlegar á sunnudaginn. Völlurinn var haug Mark Vals se múrsiitum réði. Hermann skoraði af vítapunkti. KR mætir sænsku meistur- unum fyrst um Evrópubikar ÍSLANDSMEISTABAR KR í körfuknattleik ákváðu á sínum tíma að taka þátt í keppninni um Evrópubikar félagsliða í körfu- knattleik. Hefur nú skipulag 1. um ferðar keppninnar verið ákveðið og hafa KR-ingar dregizt á móti sænsku meisturunum Alviks Basketballklulbb í Bromma við Stokkhólm. Fyrri leikurinn verður háður hér heima 6. nóvember, en hinn síðari 13. nóv. í Stokkhólmi. Dóm ari í leiknum hér heima verður Englendingurinn W. Taylor, en aðstoðardómari belgískur. Dóm- ari í Stokkhólmi verður Þjóð- verjinn W. Hercher en aðstoðar- dómari finnskur. Um styrkleika sænsku meistar- anna er lítið se/n ekkert vitað, en ef draga má lærdóm af styrk- leikahlutföllum ísl. og sænska landsliðsins, þá setti hér að vera um að ræða mjög álíka lið og jöfn að styrkleika. Svíar unnu síðasta landsleik yfir íslending- um með örfárra stiga mun. Þar í landi dreifast landsliðskraftarn- ir meir en hér, þar sem þar eru um 70 félagslið en hér aðeins ör- fá sterk lið. í Evrópukeppninni nú taka Iþátt 25 lið karla og 17 lið í kvennakeppninni. Núverandi ihandhafar Evrópubikarsins er spánska liðið Real Madrid. í fyrra tóku þáverandi ísl. meistarar ÍR þátt í sömu keppni unnu írsku meistarana og kom- ust í 2. umferð en voru þar slegn ir út af frönsku meisturunum. tolautur og stór moldar- og aur- flög í báðum vítateigum. Við- torögð knattarins á vellinum voru óútreiknanleg og ofan á bættist strekkingsvindur. Fyrir áhorf- endur er þarna ekkert afdrep og í ofanálag varð að krækja fyrir eða klífa moldartoingi vegna vega framkvæmda. • Keflvíkingar kusu að leika und ' an vindinum og sókn þeirra hófst þegar og fór mestur hluti fyrri hálfleiks fram á vallarhelmingi KR. Komst KR-vömin oft í klípu en stóð sig yfirleitt vel. Hins vegar voru framherjar ÍBK held ur ónákvæmir og fóru oft geyst í sakirnar. 2-0 í leikhléi Bæði mörk ÍBK voru skomð um miðjan fyrri hálfleik. Fyrra markið kom upp úr sóknarlotu eftir hornspyrnu. Var barizt um knöttinn við vítateig og þar kora að Sig. Albertsson framv. ÍBK fékk knöttinn rétt utan teigsins, eygði tækifærið, skaut fallegu skoti ,sem Gísli Þorkelsson fékic ekki ráðið við. Á 27. mín var dæmd auka- spyrna á KR rétt við vítateigs- horn. Högni Gunnlaugsson fram- kvæmdi spyrnuna og sendi glæsi lega í bláhorn marksins fjær, Hafði Gísli átt að geta varið þetta, ef hann hefði verið rétt staðsettur — en skot Högna var glæsilegt. Eftir gangi leiksins í fyrri hálf leik hefðu mörk Keflavtkur get- að orðið mun fleiri, en óná- kvæmni og oft góð vörn KR kom í veg fyrir slíkt. Mark KR Fyrst í síðarí hálfleik sóttu KR-ingar mjög undan vindinum. Var stöðugt hætta við IBK mark ið fyrstu mínútumar og á 6. mín fojargaði Kjartan mjög naum- lega, en vel. Á 11. mín. bjargaði Kjartan meistaraleiga skoti Ólafs miðh. í horn. Hornspyrna var frakv. af Gunnari Guðmannssyni. Hann kunni vel að reikna með vindin- um og knötturinn féll rétt fram- an við mark ÍBK. Hörður Felixson miðvörður var kominn fram og tókst að skalla 1 markið. Þannig vom það varnarmenn liðanna sem skoruðu öll mörkin- Eftir Iþetta tókst Keflvíkingum að breyta vörn í sókn og ekki er hægt að tala um steðjandi Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.