Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1965 Páll frá Þverá og kona hans arfleiöa Verzlunarráö íslands Stofnaður skal sjóður til að efla hag íslenzkrar verzlunarstéttar í SKÝRSLU þeirri, er Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, flutti á aðalfundi Verzlunarráðsins sl. föstudag skýrði hann frá arf- leiðsluskrá hjónanna Hallfríðar Proppé og Páls Stefánssonar fra Þverá, þar sem þau arfleiða Verzlunarráð að eignum sínum. Segir svo í arfleiðsluskránni: „Við undirrituð hjón, ég P. Stefánssön frá Þverá og ég Hall- fríður Stefánsson, fædd Proppé, sem eigum enga afkomendur, gjörum hérmeð svofellda Arfleiðsluskrá: Hvort okkar sem lengur lifir skal erfa það, sem fyrr deyr, að öllum eignum þess, föstum og lausum. Eftir lót þess okkar, sem leng- ur lifir, skulu allar skuldiausar eignir dánarbúsins ganga til Verzlunarráðs íslands. Skal Verzl unarráðið stofna sjóð af erfða- fjármununum, sem nefnist SJÓÐ UR FRÍÐU PROPPÉ og P. STEFÁNSSONAR FRÁ ÞVERÁ. Fjárhagsár sjóðsins skal teljast frá 7. marz ár hvert til jafnlengd ar næsta ár, og stjórnar Verzlun- arráðið sjóðnum og annast um ávöxtun fjármuna hans, á sem tryggilegastan hátt. Verði fjár- munir dánarbús arfleiðanda þess, er lengur lifir, að einhverju leyti fasteignir eða verzlun í rekstri, skal Verzlunarráðið annað hvort sjá um að ná sem mestum arði af fasteigninni og reka verzlun- ina áfram á sem haganlegastan hátt, eða selja þessar eignir Iþannig, að sem bezt verð fáist fyrir þær, allt eftir þvi sem væn legast má telja fyrir sjóðinn. Þó má hvorki verzlun né fasteignir búsins komast í hendur neinnar einkasölu né samvinnufélags til eignar né umráða. Verzlunarráðið annast um styrkveitingar úr sjóðnum sam- kvæmt því, er segir hér á eftir, en styrkveitingar skulu fara fram 18. maí það ár, sem styrkur er veittur i fyrsta sinn 18. maí 1969. Tilgangur sjóðsins skal vera að efla hag hinnar íslenzku verzl- unarstéttar ,vernda rétt hennar í hvívetna, efla frjálsa verzlun i landinu og vinna gegn hvers kon ar verzlunarófrelsi, ríkiseinka- sölu og sérréttindum einstakra verzlunarfyrirtækja, sem njóta skattfrelsins eða annarra hlunn- inda um fram kaupmenn, þar á meðal samvinnufélg og kaup- félaga, sem reka jöfnum höndum innflutning og útflutning eða vöruskiptaverzlun. Til þess að ná þessu markmiði, sem sjóðnum er samkvæmt fram anskráðu ætlað, má Verzlunar- ráðið verja árlega allt að helm- ing tekna sjóðsins gegn jöfnu framlagi frá hinni íslenzku verzl- unarstétt. Af þessu fé má á ári hverju veita 1-2 ungum mönn- um úr verzlunarstéttinni styrk til framhaldsnáms í verzlunarfræði í enskum eða amerískum verzlun arháskóla. Það er skilyrði fyrir styrkveitingunni, að styrkþegi hafi gengið í Verzlunarskóla fs- lands og útskrifast þaðan með fyrstu einkunn. Ennfremur verð- ur hann að hafa starfað við eina af stærri verzlunum eða heild- verzlunum hér á landi eða að minnsta kosti 1-2 ár, og hafi hann góð meðmæli fyrir reglusemi og áhuga fyrir starfinu og ætli sér og hafi skilyrði til þess að starfa hér á landi og í þarfir hinnar frjálsu islenzku verzlunarstéttar á eigin ábyrgð eða hjá öðrum, en ekki í samvinnufélögum, sem hafa sameinaðan innflutning og útflutning eða njóta skattfrelsis eða annara hlunninda umfram kaupmenn iandsins. Gangi styrk- þegi síðar í þjónustu einhvers slíks samvinnufélags eða einka- sölu, skal hann skyldur að end- urgreiða styrkinn og skuldlbinda sig til þess um leið og styrkurinn er honum veittur. Sá helmingur árstekna sjóðs- ins, sem ekki verður notaður ár- lega samkvæmt þessari máls- grein, leggst við höfuðstól hans. Verði eitthvert ár ekki helming- ur árstekna sjóðsins notaður svo sem að framan er fyrirmælt, leggjast allar ónotaðar árstekjur við höfuðstólinn. Frá andláti arfleifðanda þess, er lengur lifir, ber Verzlunarráð- inu að sjá starfsmanni verzlunar innar Jóni Proppé og konu hans fyrir lífvænlegri atvinnu eða líf- eyri meðan lifa, ef þau lifa arf- leífendur bæði. Leggist Verzlunarráð íslands niður vegna pólitísks ofbeldis og kúgunar ieða af öðrum ástæðum svo sem þeim að öll verzlun í landinu verði einokun ríkis eða samvinnuféiags með sérréttind- um umfram kaupmenn, þannig að frjáls verzlun líði undir lok, skal framangreindur sjóður óskiptur falla undir umráð bún- aðardeildar Háskólans og Búnað arháskóla íslands, verði hann Páll Stcfánsson frá Þverá. stofnaður sem sérstök deild við Háskólann. Skal þá helming vaxta sjóðsins árlega varið til þess að styrkja efnilega kandi- data frá téðri búnaðardeild eða búnaðarháskóla til framhalds- náms við erlendan búnaðarhá- skóla aðallega á Norðurlöndum, en þó ekki í Þýzkalandi. Háskóla ráð veitir styrkinn eftir sömu reglum og að framan segir um verzlunarstyrkinn eftir þvi sem við getur átt, og er skylt að end- urgreiða styrk, sem veittur er samkvæmt þessari málsgrein, Hallfríöur Proppé sömu tilfellum og skylt er að end urgreiða verzlunamámsstyrki. Það okkar hj^.a, sem lengur lifir, má ekki með arfleiðsluskrá eða dánargjörningi ráðstafa eign- um þeim, er það fær samkvæmt þessari arfleiðsluskrá, og ekki getur heldur annað okkar breytt ákvæðum hennar í lifenda lífi okkar beggja nema með sam- þykki hins. Reykjavlk, 6. maí 1942.“ Eignir dánarbúsins, sem arf- •leiðsluskráin nær til, námu alls rúmlega 556 þús. kr. Greinargerð stúdentaráðs iiin tannlæknad eildina Stúdentaráð Háskóla íslands viH vekja athygli á því vand- ræðaástandi, sem skapazt hefur við Tannlæknadeild Háskóla Is- lands nú í haust við það, að ákveðið hefur verið, að deildin taki ekki við neinum nýjum stúdentum. Hefur Stúdentaráð kynnt sér alla málsmeðferð vandlega og aflað sér tilheyr- andi gagna. Lagt hafði verið til fyrir tveimur árum, að leitazt yrði við að útskrifa 12-15 tann- læknakandidata á ári, sam- kvæmt athugunum Guðjóns Hansens tryggingafræðings, til að reyna að bæta úr þeim mikla tannlæknaskorti, sem ríkt hefur. Síðustu árin hafa verið teknir inn í deildina ár- lega 8-10 stúdentar, en um það bil helmingi fleiri hvort árið í fyrra og hittiðfyrra. Námstím- inn er áætlaður 6 ár, og eru það síðari 4 árin, sem skapa aðal- vandamálið, en kennslan krefst þá afar mikils húsnæðis og út- búnaðar. 1 fyrra var áformað að taka inn í deildina 8 stúdenta, en fyrir tilstilli menntamála- ráðuneytisins voru teknir inn 15 á grundvelli loforðs ráðuneyt- isins um stóraukinn fjárhagsleg an stuðning við deildina. Deild- in hefur verið til húsa í Land- sptíalanum í leiguhúsnæði, sem löngu er orðið alltof lítið, og þar á ofan bætist, að útlit er fyrir, að deildin þurfi að víkja úr húsnæðinu að ári. Forsvars- menn deildarinnar litu því svo á í fyrra, að með loforði ráðu- neytisins væri við það átt, að húsnæðisvandamál deildarinnar yrðu leyst. Upp úr 15. sept. kom í ljós, að þessi skilningur for- svarsmanna deildarinnar var rangur, þar eð ráðuneytið lét í ljós, að það hefði aðeins ætl- að að veita þennan fjárhags- lega stunðing til rekstur deild- arinpar ,en ekki til að leysa hús næðisvandamálið, enda teldi það, að vandamál ætti Háskóli íslands að leysa sjálfur með eigin fé. Fyrir liggur áætlun. frá síð- • Skattlagning á Suðurnesjavegi Velvakanda hafa borizt bréf frá Suðurnesjamönnum, þar sem mótmælt er fyrirhug- aðri skattlagningu umferðar á hinum nýja og steypta Suður- nesjavegi. Segja bréfritarar, að einkennilegt sé að skattleggja þá eina landsmanna fyrir veg um byggðarlag sitt, ekki sízt þegar tillit sé tekið til þess, hve mikill hluti þjóðartekn- anna verði til þar í verstöðv- unum. • Venus skrifar Velvakanda Þá hefur Unglingaklúbb- urinn Venus sent þessum dálk- um bréf, þar sem kvartað er undan því, hve lítið sé gert fyrir unglinga á aldrinum 13 — 15 ára. Öll hús séu lokuð fyrir þeim á kvöldin (hvað um heimilin?), enda sé mikið um unglinga á götunum á kvöldin. Ekki sé einu sinni neitt í Ríkis- útvarpinu fyrir þá að hlusta á, nema þátturinn ,Lög unga fólksins", sem sé á miðviku- dagskvöldum. Hann sé þó ekki nema í 45 mínútur, en mætti gjarnan vera klukkutíma. Þá er þeim tilmælum beint til út- varpsins, að þátturinn „Með ungu fólki“ hefjist að nýju. „Og að endingu, munið: Æskan í dag, þjóðin á rnorgun". • Blaðaafgreiðsla á ísafirði „ísfirðingur" skrifar i tilefni af klausu í einu dagblað- anna um afgreiðslu viðkomandi blaðs á ísafirði. í klausunni segir, að þegar eftir komu flug- vélar sé afgreiðslan opin bæði *fyrir áskrifendur og þá, sem vilji kaupa blaðið í lausasölu. Megi til undantekninga telja, ef menn geti ekki tekið með sér blaðið, um leið og þeir fari í hádegismatinn. Síðan segir „ís- firðingur“: „Þarna er einhver misskiln- ingur á ferðinni, því að dagblöð in eru yfirleitt ekki tilbúin til afgreiðslu fyrr en eftir hádegi. Annars er það ekki mergur málsins heldur hitt, að blöðin (þetta á við um öll dagblöðin) eru ekki borin út til kaupenda, heldur er ætlazt til að þau séu sótt á afgreiðslurnar. Ég leyfi mér að segja að þetta fyrir- komulag sé algjörlega ófært; til mikilla óþæginda fyrir kaup- endur og til stórskammar fyrir y* : ~ ‘f' >t asta ári um húsnæðis- og tækja- þörf tannlæknadeildar, ef vel ætti að vera, og er áætlaður stofnkostnaður ca. kr. 50 millj- ónir. Er fráleitt að láta sér til hugar koma, að Háskóli íslands geti með eigin fé komið upp viðunandi húsnæði fyrir deild- ina í náinni framtíð. Það er þvi ljóst, að þar verður ríkisfram- lag að koma til, og það mjög fljótlega, eigi ekki að skapast algjört neyðarástand í málefn- um tannlæknadeildarinnar. Má t.d. benda á, að útlit er fyrir, að þegar í vetur komi upp mikl ir erfiðleika á að sjá öllum stúd- entum, sem þegar hafa hafið verklega námið (búnir með tvö ár), fyrir námsaðstööu hérlend- is! Stúdentaráð Háskóla Islands leyfir sér að átelja harðleja framkomu menntamálaráöu- neytisins í þessu máli. Telur Stúdentaráð, að með þessum Framh. á bls. 31 umboðsmenn dagblaðanna á ísafirði. Laugardaga og sunnudaga eru afgreiðslurnar opnar smástund eftir komu flugvélar, sem yfir- leitt kemur um kl. 1. Ef kaup- andi hefur ekki aðstöðu til að komast í afgeiðsluna þessa stuttu stund, sem hún er opin, þá er blaðið glatað þann dag- inn. Virka daga er þetta ástand jafnvel enn bagalegra, því að fólk, sem er bundið við vinnu frá kl. 1 — 6, hefur að jafnaði engan kost á að fá blöðin. Þetta fyrirkomulag er því furðulegra, sem áskriftargjaldið virðist vera það sama og annars staðar, þar sem heimsending er inni- falin. Það skal skýrt tekið fram, að þetta á jafnt við um öll dag- blöðin og er hér með skorað á afgreiðslumenn þeirra að kippa þessum málum í lag sém allra fyrst. — ísfirðingur". Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til að panta Raflilööur fyrir veturinn. Bræ&urnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.