Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1965 Frá slysstaðnum á Hofsvallagötu Stdrslys á Hofsvallagðtu M J Ö G harður árekstur varð um kl. 3 í gær á mótum Hofs- vallagötu og Grenimels. Þarna var stór sandflutninga- bíll á leið suður Hofsvallagötu, en Volkswagen 1500 á leið norð- ur göftma. Vörubílnum var sveigt til hægri inn á Grenimel og var kominn yfir miðlínu götunn- ar, er Volkswagenbíllinn skall framan á honum. Skullu saman hægri framhorn bílanna beggja. Lagðist hægri hlið Volkswag- enbílsins mjög mikið inn og þvingaðist niður þakið og glugga karmurinn, þannig, að fullorðin kona, rúmlega fimmtug, sem var í framsæti Volkswagenbílsins sat þar klemmd undir og varð fyrir miklu höggi. Eru meiðsli hennar talin mjög alvarleg. Stúlka, sem sat hægra megin í aftursæti, fékk mikið högg hægri fót og hlið og er sennilega um brot að ræða. Stúlkan er 17 ára að aldrL Skiptust á kveðjum á degi Leifs heppna í TILEFNI af degi Leifs Eiríks- sonar, 9. október, hefur forsetti Bandaríkjanna, Lyndon B. John- son, sent for9eta íslands svo- fellda orðsendingu: Kæri herra forseti. Margir þættir tengja ísland og Bandaríkin, og er e.t.v. elztur þeirra hin sameiginlega minning vor um Leif Eiríksson . Margar kynslóðir Bandaríkja- manna hafa hrifizt af sögunni um hinar frækilegu könnunarferðir þessarar miklu norrænu hetju. í því skyni að minnast afreka hans og vekja athygli á sameig- inlegum verðmætum og erfðum þjóða vorra, hef ég mælt svo fyrir ,að 9. október skuli vera dag ur Leifs Eiríkssonar. Á þessu ári minnumst vér sérstaklega mikilvægra tengsla milli ís- lenzku þjóðarinnar og Bandaríkj anna með því að 25 ár eru liðin, síðan stofnað var opinbert sam- band milli þjóða vorra. Af þessu tilefni sendi ég yður, herra forseti og íslenzku þjóðinni kveðjur mínar og árnaðaróskir. Yðar einlægur Lyndon B. Johnson. Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, hefur í fjarverul forseta Islands, þakkað kveðjul Bandaríkjaforseta á þessa leið: Herra forseti! í fjarveru forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, leyfi ég mér að þakka vinarkveðju yðar til hans í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar, 9. október. Þegar það fréttist fyrir ári, að þér, herra forseti, hefðuð ákveðið að 9. október skyldi vera helgað ur minningu Leifs Eiríkssonar var því mjög fagnað á íslandi sökum þess að með því var stað- fest að nýju hversu mikils þjóð yðar metur afrek þessa sonar íslands. Minningin um Leif Eiríksson er nátengd virðingunni fyrir eðlis kostum, slíkum sem áræði, þreki og þrautseigju og einnig hugsjón unum um jafnrétti og lýðfreLsi, einmitt þeim hugsjónum og eðiis kostum, sem mjög hafa eflt Bandaríkjaþjóðina til þeirrar for ystu, sem hún nú gegnir í hinum frjálsa heimi. íslendingar telja sér sæmd að því að eiga slíkan arf ásamt með Bandaríkjamönnum, og í tilefni af því að 25 ár eru síðan stofn- að var til opinberra og mjög vin- samlegra tengsla milli þjóða vorra, sendi ég yður og banda- rísku þjóðinni alúðarkveðjur. Yðar einlægur Bjarni Benediktsson. JorSoziör Guðmnndor Guðmundssonur í Óleigsiirði t DAG fer fram jarðarfor Guð- mundar Guðmundssonar frá Ófeigsfirði, sem lézt af slysförum 4. október s.l. Verður hann jarð- settur að Árnesi. Guðmundur var á 16. ári er hann lézt. Hann var sonur Guðmundar Péturssonar bónda í Ófeigsfirði og Elínar Guðmundsdóttur konu hans. Guðmundur Guðmundsson var mesti efnismaður. Hann átti að fara í héraðsskólann að Reykjum í haust. En foreldrar hans munu í þessum mánuðsi flytjast vestur til Bolungarvíkur. Mikill harmur er að þeim kveðinn og öðrum ættingjum ' og venzlamönnum hins unga pilts, sem féll í blóma lífsins, með svo sviplegum hætti. Til fólksins í Ófeigsfirði streymir í dag hljóðlát samúð mikils fjölda fólks, sem þekkir til hins forna höfuðbóls og þess dug- mikla og drengilega fólks. sem þar hefur búið. f aftursæti voru einnig tvítug- ur píltur og 17 ára stúlka, dóttir konunnar, Stúlkan er með á- verka í andliti og fótum og mik- ið marin. Pilturinn varð ekki fyrir meiðslum. Ökumaður Volkswagenbílsins, tvítugur piltur, sonur konunnar, slapp ómeiddur við áreksturinn. Ökumaður vörubílsins slapp einn ig algerlega við meiðsli. Konan og stúlkan, sem sat hségra megin aftur í, voru fluttar í Landsspítalann, en dóttirin til rannsóknar í Slysavarðstofuna. Volkswagenbíllinn er mjög mikið skemmdur, ef ekki ónýt- ur, en vörubíllinn er lítið skemmdur. Vegna hinna alvarlegu meiðsla konunnar hefur rannsóknarlög- reglan beðið blaðið að bíða með birtingu nafna. Fréttin um kortafundinn FKÉTTIN um kortafundinn mikla, sem Morgunblaðið birti sl. laugardag, hefur að vonum vakið gífurlega athygli. í blaðinu í dag er skýrt nánar frá staðreynd- um málsins, en samkvæmt þeim hníga öll rök að því, að kortið sanni siglingar norrænna manna til Vestur-- heims. Er því ekki einungis um að ræða „merkasta kortafund aldarinnar“, heldur er hér um að ræða eina merkustu frétt aldarinnar í augum Isleiidinga. Tvö Reykjavíkurblaðanna réðust á sunnudag á Morgunblaðið fyrir birtingu fréttarinnar og segja, að það hafi verið gert í heimildarleysi. Auðvitað er á- stæðulaust að elta ólar við slíkar bollaleggingar, enda birti Ríkisútvarpið fréttina á sunnudag frá norsku fréttastofunni NTB, svo að þá hefði hún einnig átt að brjóta af sér samkvæmt áliti Reykjavíkurblaðanna tveggja (sem fullyrtu, að ekki mætti minnast á málið fyrr en í gær, mánudag). Auk þesá má benda á, að fréttar þessarar er getið í Norðurlandablöðum fyr- ir helgi, t.d. í Berlingatíðindum (á föstudag) og í Politiken (á sunnudag, sú frétt virðist þó vera mjög brengluð). Morgunblaðið frétti af máli þessu á föstudag, eða áður en fréttatilkynningin frá útgáfufyrirtækinu barst íslenzkum blöðum í hendur, bað fréttaritara sinn í London að hafa samband við útgáfufyrirtækið og leita nánari fregna af þessum merka kortafundi. Var það auðsótt mál og gaf útgáfufyrirtækið upplýsingar um það, sem spurt var um og skýrði m.a. frá för sérfræð- inganna til Noregs til þess að skýra frá fréttinni. Hef- ur för þeirra til Noregs (sem ekki er minnzt-á í frétta- tilkynningunni) ekki vakið hvað minnsta athygli hér vegna deilna um það, hvort Leifur hafi verið Islend- ingur eða Norðmaður. En hvað sem því líður taka NTB-fréttin í íslenzka Ríkisútvarpinu á sunnudag og upplýsingar þær, sem Morgunhlaðið fékk hjá hinu erlenda forlagi á föstu- dag af allan vafa um, að rétt hafi verið að geta um fréttina á laugardag, degi Leifs heppna, eins og Morg- unblaðið gerði. Er augljóst að snnars hefði fréttin bor- izt íslendingum frá útgáfufyrirtækinu fyrir milli- göngu NTB-fréttastofunnar'norsku. 14 hafa viðurkennt eignaraðild að smygivarningnum í Langjökfi ÖIBum skipverium hefur verið sleppt úr liaidi Fyrri hluta ágúst sl. fann toll- gæzlan mikið magn af óleyfi- Iega innfluttu áfengi og tóbaki í ms Langjökli við komu skips- ins til Reykjavíkur frá útlönd- um. Var málið kært til saka- dóms. Margir skipverja voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald og var hinn seinasti þeirra látinn laus úr haldi sl. laugardag. Niðurstaða rannsóknarinnar er meðal annars þessi: 14 skip- verjar hafa viðurkennt að hafa smyglað í þessari ferð skips- ins samtals 2940 flöskum af genever, 990 flöskum af gin, 19 flöskum af öðru áfengi svo og 125.400 vindlingum og 200 smá- vindlum. Voru skipverjar ýmist sex, tveir eða einir síns liðs hér að verki. >eir áttu mjög mis- munandi mikið magn af -varn- FÉLÁGSHEIMIU Opið hús í kvöld Nýtízkuleg húsakynni Veitiiigar Tónlist HEIMDALLAR ingnúm, sumir aðeins vindlinga eða fáeinar flöskur en aðrir nokkur hundruð flöskur og einn kveðst hafa átt samtals 642 áfengisflöskur og 30 þúsund vindlinga. Varningurinn var fal inn á 12 stöðum víðsvegar í skip inu, bæði 1 farmi, í vistarverum Góð síldveiði í Sondunam í GÆR var góð síldveiði inni í Sundum. Voru komnir þrír bátar að bryggju hér í Reykja- vík í gærkvöldi með góðan afla allt að 300 tunnur á bát, en þarna er um litla báta að ræða. og vinnustöðum skipverja milli þilja, í geymslum, loftræstingu svo og í tvöföldum rúmbotni. Skipverjar segjast" hafa keypt geneverinn mestmegnis í Hol- landi á sem svarar 24—25 ís- lenzkar krónur flöskuna og að nokkru í Þýzkalandi fyrir lítið eitt hærra verð, en ginið hafi þeir keypt í Bandaríkjunum á sem svarar um 43 krónur flösk- una. Þeir skipverja, sem mest áfengismagn áttu, hafa viður- kennt að hafa ætlað það til sölu hér á landi en þeir hafa stac- fastlega neitað því að kaupandi hafi verið ákveðinn. ítarleg rannsókn hefir farið fram í því skyni að staðreyna hvort einhverjir í landi háfi átt hlutdeild í fyrrgreinöu áfengis- og tóbakssmygli svo og hvort hér hafi verið um fram- hald á fyrri smyglstarfsemi skip verja að ræða. Rannsókn málsins er nú lokið og verður það sent saksó'knara ríkisins til ákvörðunar. (Frá sakadómi Reykjavíkur). Skotið að 2 mönnum SKOTIÐ var að tveim mönnum um fimmleytiö aðfaranótt sunnudags á bak við Ilótel Skjaldbreið, er næturvörður hótelsins var að fylgja gesti í bakhús, sem þar er. Lenti skotið í járnvarða hlið hússins, skammt frá nönnunum. Að því er Njörður Snæhóím, rannsóknarlÖgreglumaður, tjá'ði blaðinu, heyrðu mennirnir skot- hveli og þótti sem kúlan færi rétt hjá þeim. Fundu þeir gat á húshliðinni, sem þeir töldu geta verið eftir byssukúlu. Gerðu þeir lögreglunni viðvart. Ekki uröu þeir varir við mannaferðir. Njörður kvaðst hafa fundið riffilkúlu, sem skotið hafði ver- ið í vegginn. Sagði hann, áð rannsókn málsins stæði enn yfir. Það lægi enn óljóst fyrir og skotmaðurinn ekki fundizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.