Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 21
T>riðjudagur 12. október 190S tyORGU N BLAÐIÐ 21 >jarni Helgasen Kveðjuorð t>a'ð vakti athygli vegifarenda mánudaginn 4. október síðastlið- inn, að fáni var dreginn í hálfa stöng á Menntaiskólanum -í Reykjavík. Maður spurði mann, hverju þetta mundi sæta, hvort einhver af hinum gömlu og þekktu kennurum þess skóla hefði nú kvatt þetta líf eftir langan starfsdag. Svo var þó ekki. Þennan dag hafði látizt einn af nemendum skólans, piltur taeplega 17 ára gamall, á morgni starfsdags, sem allar líkur bentu til að yrði giftudrjúgur, ef heilsa og líf hefði enzt. Þessi piltur var Bjarni Helga- Bon frá Silfurtúni í Garðahreppi. Hann var fæddur í Ólafsvik 12. nóv. 1048, sonur hjónanna Helga Björnssonar og Kristínar Gunn- arsdóttur. Helgi er ættaður úr Ólafsvík, sonur Björns Jónssonar sjómanns þar og konu hans Kristínar Bjarnadóttur, en Björn var móðurbróðir Alexanders Stefánssonar kaupfélagsstjóra, Fríðu Eyfjörð kennara og þeirra eystkina. Kristín kona Helga er norðlenzkrar ættar, dóttir Gunn- ars Marteinssonar bónda í Kast- hvammi í Reykjadal, en það er ein grein Reykjahlíðarættar og náskylt Jóni Sigur’ðssyni í Yzta- felli. í þessum ættum bæði nyrðra og vestra er margt af traustu og vönduðu fólki og vel greindu, eins og þeir vita, sem 'því eru ki.nnugir. Og Bjami Helgason sór sig í ættina. Bjarni fluttist ungur með for- eldrum sínum í Silfurtún og ólst þar upp á góðu heimili þeirra ásamt tveim systrum. Hann stundáði nám í Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði í þrjá vetur og þó raunar ekki nema tvo og hiálfan, því að fyrsta veturinn 'kom hann ekki í skólann fyrr en eftir nýár vegna veikinda, og mun það hafa verið sami sjúk- dómurinn og nú dró hann til dauða eiftir nokkurra vikna sjúkrahúslegu. Reyndist Bjarni ágætur nemendi, þótt heilsan væri aldrei sterk, hljó'ðlátur og hlédrægur, en þó góður félags- maður og gat vel tekið þátt í góðu gamni, prúður og jafnlynd- ur, drjúgur vi’ð námið, enda bæði iðjusamur og prýðilega greindur, samviZkusamur og vandaður í vinnúbrögðum. Lauk hann lands prófi við góðan orðstír vori'ð 1064. Gerðum við kennarar hans okkur vonir um, að þar gæfist þjóðfélaginu sfðar nýtur og far- sæll starfsmaður, sem Bjami Helgason var. En þetta hefur farið á annan veg. Eiftir eins vetrar nám í menntaskóla er Bjarni horfinn úr hópi glaðra námssystkina, 1 Sölumaður sem standa eftir með þunga al- vöru í huga og eiga erfitt með að átta sig á því, áð þessi góði, trausti og elskulegi félagi þeirra komi aldrei aftur. Söknuður þeirra er djúpur og sárari en þau fái komið í orð, ekki sízt þeirra, sem haifa fylgzt með hon um í námi nú í fjóra vetur, not ið ljúfrar nærveru hans í leik og starfi. En allir, sem þekktu Bjama, sakna hans og sjá eftir honum. Og við, sem eldri erum, skiljum, að þjó'ðlfélagið missir mikils við fráfall efnilegra ung- menna eins og Bjarna Helgason- ar. Skólasystkin Bjama senda for- eldrum hans og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar kveðjur. Undir þær kveðjur taka allir, sem honum voru kunnugir. Megi foreldrum hans verða þáð huggun í sárum harmi, að þar áttu þau vammlausan og góðan dreng, sem Bjarni var. Óiafur Þ. KrLstjánsson. — Yale-korfið Framhald af bls. 17 fræði kirkjunnar á miðöldum og taldist liggja undir biskupsstól- inn á Görðum á Grænlandi. Það hiskupsdæmi glataðist aldrei úr landafræðinni og þar með ekki heldur Ameríka. — Menn telja að Yaie-kortið sé gert á kirkju- þingi, sem haldið var í Basel í Sviss 1431—49. En rökin em mér ekki kunn. Þetta þing sóttu menn víða að úr kristninni. Það var þing sameinuðu þjóðanna í þá daga, og einingin var engu djúp- stæðari milli þeirra en við eig- um að venjast. Þar sátu fulltrúar Eiríks af Pommern, konungs - íbróttir hættu við ÍBK markið eftir þetta. Hins vegar urðu Keflvíkingar all ágengir við mark KR er á leið og tókst reyndar að skora á síðustu mínútu leiksins, en það mark var dæmt ógilt vegna rang stöðu — en sá dómur er ekki auð skilin af frásögn leikmanna, en undiritaður var ekki í aðstöðu til að dæma þar um. ■ár Liðin Lið KR barðist af miklum krafti og sýndi mikinn baráttu- vilja. En knattspyrnulega séð stóðu þeir að baki Keflvíkingum, þó sjö leikmanna liðsins hafi leik ið í landsliðinu. Sveinn Jónsson var bezt maður liðsins. Ágætan leik áttu og Gunnar Guðmanns- son, Gísli markvörður, Örn Stein sen, Ólafur miðherji og Hörður, sem þó barðist stundum meir af kappi en forsjá. f^flvíkingunum tókst ekki að sýna sína beztu hlið og hefur kannski völlurinn háð þeim hvað mest. Framherjarnir fóru sér oft of geyst í fyrri bálfleik miðað við aðstæður og fengu oft hlaup en engin kaup. Vörnin var betri hluti utísins svo og hliðarfram- verðirnir. Sigurvin bakvörður, Sig. Albertsson, Högni, Guðni og Kjartan áttu beztan leik. Fram- herjarnir náðu oft laglegum leik en Rúnar, Jón Jóh. og Jón Ólafur glötuðu allir upplögðum tæki- færum. — A. St. Norðurlanda, tveir biskupar, og var annar sænskur: Nikulás Ragvaldi. Þegar átti að skipa þeim félögum til sætis, vandað- ist málið. Nikulás hinn sænslci, krafðist að sitja á fremsta bekk, þar eð hann væri fulltrúi göfug- ustu þjóðar heims, Gotanna fornu, sem væru forfeður allra frægra þjóða, og afrek þeirra sjálfra reyndust óteljandi. Þing- ið sendi legáta til Banmerkur, og þar sannfréttu þeir, að ríki Eiríks næði til yztu marka verald ar. Það var ekki á færi neins kanslara að skrá nöfn allra þeirra landa og eyja, sem lágu undir þennan stólkonung,- sem ríkti m.a. yfir skrælingjum og and- fætlingum, sögðu þeir. Kirkju- þingið var öðrum 'þræði skóli í landafræði og ríkjaskipan. Fátt hefur mönnum þar þótt forvitni- legra en fréttir af hinu mikla veldi konungsins í Kaupmanna- höfn. Eiríkur konungur lét gera merkilegt kort af ríki sínu um 1430. Það er alkunnugt, sýnir m.a. Grænland mjög vel, og því fylgir klausa, sem segir, að hægt sé að sigla vestur frá Noregi til Kína. Þetta kort kemst í hend- ur á Paolo Toscanelli, ítölskum lækni og kortagerðarmanni, ári’ð 1439, en hann gerði svo landa- bréf fyrir Kristofer Kólumbus Á 15. öld er ísland mitt í hring iðu mikilla atburða. Þá situr utan ríkismálaráðherra Norðurlanda, Daniel Kepken frá Liége í Belgíu um skeið á vetrum við hirðina á Skarði á Skarðsströnd hjá þeim Birni Þorleifssyni og Ólöfu ríku Yale-kortið er sá hlekkur, sem lengi hefur skort til þess að tengja með fullum myndugleik forna atburði íslenzkrar sögu við atburði 15. aldar. Ég hef reynt að gera það í rit- gerð í Sögu, tímariti Sögufélags- ins, sem á að koma út innan 'skamms. Ég hafði ekki hugmynd um Yale-kortið; þess vegna er þar margt sagt með varfærni, sem nú mun teljast fullsannað. Séð yfir hluta af skálarustunum. Meðfram torfveggnum er helluröð undan þiljum méð stoðarholum á milli. — Rústirnar Framhald af bls. 17. alveg óskemmda, því slíkir þiljusteinar með stoðarholum á milli hafa ekki fundizt hér áður. Þessi sJsáli mjólskar í báða enda, en það er einkenn andi fyrir alla meiri háttar skála frá Víkingaöld. Setin eru um 20 sm. hærri í ’skál- unum í Hvíbárholti en þau voru jafnan upphækkuð á slíkum skálum og síðan koma torf- veggirnir utan um. óskast frá næstu mánaðamótum. Upplýsingar á skrifstofunni í dag og á morgun kl. 10—12 og 2—5. Upplýsingar ekki veittar í síma. Efnagerð Reykjavíkur hf. Laugavegi 16. Atvinna óskast Stúika vön almennum skrifstofustörfum óskar eWr atvinnu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Stundvís“. r * ODYRT - ODYRT Drengjabuxur, terylene frá kr. 195,00. Herrabuxur, terylene kr. 495,00. Gallabuxur kr. 129,00. Bílateppi kr. 155,00. Vmnufatakjallarinn Barónsstíg 12. Stú’ka eða piltur óskast til sendiferða hálfan eða allan daginn. — Upplýsingar á skrifstofu Friðriks Jörgensen, Ægis- götu 7, Reykjavík. — Sími 22000. Husnæði óskast Viljum taka á leigu ca. 250 fermetra húsnæði fyrir skrifstofur og verkstæði. — Þarf að vera tilbúið 1. maí 1966. Löggildingarstofan, Skipholti 17, Reykjavík. Lausar stöður Stöður tveggja eftirlits- og viðgerðamanna við lög- gildingarstofuna í Reykjavík, eru lausar til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfa manna. — Umsóknarfrestur til 20. október 1965. Löggildingarstofan, Skipholti 17, Reykjavík. Verðlækkun Seljum næstu daga barna- og unglingabækur á stór lækkuðu verði. — Haustið er lestrartími, notið því tækifærið og kaupið gott lesefni á lágu verðL Verðlækkun þessi stendur aðeins í nokkra daga. Bókabúð Æskunnai* Kirkjuhvoli. Jólahannyrða- vörurnar komnar. Mikið úrval. — Einnig klukkustrengir og hör. Margt fleira til hannyrða. Verzlunin Jenny Skólavörðustíg 13A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.