Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1965 lan Srnith, forsætisráðh. Rhodesiu: Sjálfstæði er það sem við viíjum London, 11. okt. — NTB-AP IAN Smith, forsætisráðherra Rhodesiu bjóst í kvöld til heim ferðar frá London til Salisbury, eftir að samningaumræður hans og brezku stjórnarinnar um fram Schweitzer sæmdur Leifs Eiríkssonor verðlnununum New York, 11. okt. (NTB) HINN látni mannvinur, Albert Schweitzer, var sl. laugardag sæmdur Leifs Eiríkssonar verðlaununum fyrir þetta ár. Munu verðlaunin, sem ef til viU munu verða allt að 100.000 dollarar renna til sjúkrahúss þess, sem Albert Schweitzer kom á fót í Lamba rene í Afríku. Verðlaunin voru afhent við sérstaka hátíðaathöfn á heimssýningunni í New York á Leifs Eiríkssonar deginum Sá, sem fram kom fyrir hönd Schweitzers var ungfrú Erika Anderson, er var náinn vinur Schweitzers. Hinn látni mann vinur hafði verið látinn vita um verðlaunin áður en hann dó fyrr á þessu ári. Johannes S. Newton, for- maður Leifs Eirikssonar stofn unarinnar skýrði blaðamönn-l um frá því, að fénu yrði safn- að víðs vegar um heim og að hann gerði ráð fyrir, að safn- ast myndu um 100.000 dollar- ar, tíð Rhodesiu höfðu faið út um þúfur. Má nú búast við því, að nú verði undinn bráður bugur IAN SMITH forsætisráðherra Rhodesíu að sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Rhodesíu, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Lond on. Fyrr um daginn hafði Ian Smith verið kallaður að nýju óvænt á fund með Wilson, for- sætisráðherra Bretlands, en eftir fundinn sagði Smith, að hann hefði ekki haft neinar breyting- ar í för með sér.* 1 Við brottför sína á fiugvellin- um, sagði Smith, að „ekki veeri unnt að brúa“ sarhkomulagið við Bretland vegna kröfu Rhode- síu um sjálfstæði. „Sjálfstæði er það, sem við viljum, og það er áreiðanlega næsta skynsamlega skrefið“, sagði Smith ennfremur við brott för sína. Allt virðist því benda til þess nú, að Smith sé ákveðinn í því að slíta nýlenduna, sem stjórnað er af hvtíum mönnum, úr sam- bandi við brezka samveldið. Stjórn Gerhardsens sagði af sér / gær Per Borten falin stjórnarmyndun Osló, 11. okt. (NTB) ÓLAFUR Noregskonungur fól í dag formanni Miðflokksins, Fer Borten stórþingsmanni að mynda nýja ríkisstjóm. Varð Borten við tilmælum konungs og klukku- tíma síðar fékk hann aftur áheyrn hjá konungi, þar sem hann afhenti konunginum tillög- uraar um myndun ráðuneytis. Sovétríkin aðvara Indónesíuíorseta — segja barátijna gegn kommúnistum nábargjöf til heimsvaldasinna Jakarta, 11. okt. (AP—NTB) HERINN í Indónesíu heldur áfram herferð sinná gegn komm- únistum í landinu, og herma óstaðfestar fregnir að rúmlega þúsund þeirra hafi verið hand- teknir, en þúsundir flúið til fjalla. Sukamo forseta barst í dag símskeyti frá leiðtogum Sovét- ríkjanna, þeim Alexei Kosygin, forsætisráðherra, Leonid Brezh- nev, flokksleiðtoga, og . Anastas Mikoyan forseta, þar sem þeir fagna batnandi heilsu hans, en vara hann jafnframt við því að beita þá valdi, sem „ötullegast berjast gegn heimsvaldastefn- unni“, eins og það er orðað. Sjálfur kom Sukarno til Ja- Leiðrétting í MBL. sl. laugardag var skýrt ' frá umræðum, sem fram fóru um tannlæknanám á borgar- stjórnarfundi 7. okt. sl. Þar eð dagskrártillaga í>órs Vilhjálms- sonar í málinu misprentaðist, verður hún prentuð hér aftur: „Þar sem menntunarmál tann- feekna eru til meðferðar hjá stjórnarráði og Háskóla íslands, telur borgarstjórn ekki ástæðu til að gera ályktun um tannlækna- nám í háskólanum, en tekur fyr- ir næsta mál á dagskrá." karta í dag, en hann hefur dvalið í sumarhöll sinni í Bogor frá því byltingartilraunin var gerð hinn 1. þessa mánaðar. Hélt Sukamo rakleiðis til forsetahallarinnar, og tók þar m.a. á móti nýjum sendiherra Sviss. I símskeyti sovézku leiðtog- anna segjast þeir fagna því að hann sé nú á batavegi og hafi að nýju tekið við embættisstörf- um sínum. En þeir bæta við þeirri aðvörun að allar aðgerðir til að veikja þau öfl, sem ötulleg ast berjist gegn heimsvaldastefn unni, veiki einnig Indónesíu og séu náðargjöf til heimsvalda- sinna. Ekkj nefna leiðtogarnir kommúnisma. Hin nýja fjögurra flokka ríkis- stjóm verður tilnefnd af ríkis- stjóm Einars Gerhardsen á ríkis ráðsfundi í fyrramálið, þriðju- dagsmorgún. í fundarlok í Stóiþinginu í dag strax eftir að fjármálaráðherr- ann hafði lagt fram fjárlagafrum varp stjórnarinnar fyrir árið A myndinm sést Johnson Banda ríkjaforseti taka sin fyrstn spor eftir uppskurð þann, sem gerð ur var suL föstudag, er gall- blaðran var tekin úr forsetanum. Fór aðgerðin fram á Bet- hesda Naval Hospital nál. Washington og sést forsetinn þar á milli tveggja manna úr starfsliði sjú krahússins. — AP. Johnson á annríkt í sjúkrahúsinu Bethesda, Maryland, 11. okt. (AP-NTB). JOHNSON Bandaríkjaforseti kenndi nokkurrar vanlíðanar í dag eftir erfiðustu nótt sína frá því hann gekkst undir uppskurð 1966, bð Einar Gerhardsen um' s.l. föstudag og gallblaðran var orðið, þar sem hann gaf þessa tekin úr honum. En þrátt fyrir yfirlýsingu: I vanlíðan ræddi hann í þrjá stund dag! arfjórðunga við Hubert Hump- hrey, varaforseta, um ýms þau mál, sem á döfinni eru. Ræddu Ríkisstjórnin heldur í fyrsta ríkisráðsfundinn með hans hátign konunginum, eftir að Stór þingið kom saman. Eftir þau úr- slit, sem kosningar til Stórþings- ins í september leiddu til, mun stjómin á þesum ríkisráðsfundi leggja fram lausnarbeiðni sína. Strax að loknum ríkisráðsfund inum kallaði konungur forseta Stónþingsins, Bent Ingvaldsen á sinn fund. Hann ráðlagði kon- ungi að snúa sér til Per Borten, sem kom til konungshallarinnar skömmu síðar. A morgun, þriðjudag, mun rík- isstjórn Bortens koma saman á fyrsta ríkisráðsfund sinn-og mun þá verða gengið frá því, hvaða ráðuneyti munu heyra undir hina einstöku ráðherra. AKRANESI, 11. okt. — Pólar- víking, sænskt skip, brunaði inn á hðfnina í morgun og lagðist að hafnargarðinum, lestaði þar 125 tonn af dýrafóðri frá Har- aldi Böðvarssyni og Co. og Heimaskaga hf og fer á Norður landamarkað. Haförn og Höfrungur 1. eru á sjó í dag. — Hér hefir rignt megnið af deginum og sírignt klukkutímum saman. — Oddur. þeir m.a. hugsanlega heimsókn Ludwigs Erhards, kanzlara Vest ur Þýzkalands til Bandaríkj- anna í næsta mánuði, ástandið í Rhodesíu, deildu Indverja og Pakistana og nýjustu fréttir frá Dóminíkanska lýðveldinu. Blaðaifulltrúi forsetans, Bill D, Moyers, hafði það eftir lækn- um forsetans að eðlilegt væri að sjúklingurinn kenndi vanlíðan- ar á þessu stigi. Einnig hefði það haft áihrif á nætursvefninn að forsetinn tók engin svefnlyf í gærkvöldi. Varðandi hugsanlega heimsókn Efhards sagði Moyers _að strax að loknum kosningum í Vestur- Þýzkalandi í síðasta. mánuði, hefði Jöhnson sent Erhard heilla óskaskeýti, og látið í ljós vonir sínar um áð þeir gætu bráðlega hifzt einslega og ræðst við. Ef úr heimsókninni getur orðið, verður það þriðji fundur þeirra Erhards og Johnsons frá því sá sfðarnefndi tók við forsetaem- bætti. Hittust þeir fyrst í Texas í árslok 1963, en síðan aftur i júní s.l. í Washington. Um helgina átti Johnson for- seti annríkt í sjúkrahúsinu í Bet- hesda. Á laugardag undirritaði hann 13 ný lög og ræddi við ýmsa helztu ráðgjafa sína. Á sunnudag átti hann langan fund með Humphrey varaforseta, en seinna um daginn kom fjöl- skylda forsetans í heimsókn, og gat hann þá fengið nokkra hvíld. Helge Ingstad veitt Nansensverðlaunin Osló, 11. okt. (NTB) NANSENSVERÐLAUNUNUM var úthlutað í dag og hlutu þau að þessu sinni rithöfundurinn Helge Minnzt verði 1100 ára af- mœlis íslandsb. 1974 í GÆR lagði ríkisstjórnin fram á þingi eftirfarandi þingsályktunartillögu um hvernig 'minnast skuli ellefu hundruð ára afmælis íslands- byggðar árið 1974: Alþingi ályktar að kjósa sjö manna nefnd til að íihuga og gera tillögur um me'ð hverjum hætti minnast skuli á árinu 1974 ellefu hundruð ára afmælis byggðar á ís- landi. Forsætisráðherra skipar formann nefndarinnar. í greinargerð þingsályktun- artillögunnar segir svo: Að tæpum níu árum liðn- um verður ellefu hundruð ára afmæli stöðugrar byggðar á Íslandi. Sjálfsagt er að svo merks afmælis verði minnst á viðeigandi hátt og þykir ráðlegt, áð menn verði nú þegar settir til að ffliuga það, því að ýmislegt kemur til greina svo sem samning og útgáfa heillegrar fslandssögu, bygging nauðsynlegra þjóð- hýsa, hátíðahöld í líkingu vi'ö þau, sem voru 1874 og 1930 og fL Ingstad og dr. Herman Löven- skjöld. Verðlaunin voru heiðurs- skjal og ávísun að upphæð 10.000 norskar kr. til hvors þeirra. Á meðal ástæðna þeirra, sem úlhlutunarnefndin færði fyrir veitingu verðlaunanna til Helge Ingstad, benti nefndin á, að hann hefði getið sér mikinn orðstír með því að leita fornleyfa í sam- bandi við ferðir norrænna manna tii Ameríku á miðöldum og auk þess með langri vísindalegri starfsemi sinni um fjölda ára á sviði vísinda, bókmennta o.fL varðandi heimskautalöndin. í þakkarræðu sinni sagði Ing- stad m.a., að Nnansen hefði unn- ið mikið að sömu málefnum og hann sjálfur hin síðari ár og að Nansen hefði í bókum sínum bent á, að Vínland hafi hlotið að vera langt til norðurs á megin landi Ameríku /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.