Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1969 NÚ um helgina lauk í Grimsby fimm daga heim- sókn fulltrúa borgarstjórnar Reykjavíkur og íslenzka sjáv- arútvegsins. Er Geir Hall- grímsson, borgarstjóri vænt- anlegur heim í dag ásamt konu sinni, Ernu Finnsdóttur, sem einnig var með í förinni. Morgunblaðinu hafa borizt meðfylgjandi myndir frá heimsókinni og eftirfarandi frásögn frá fréttaritara blaðs- ins í Grimsby. ' Grimsby, 7. okt. Geir Hallgrímssyni, borgar- stjóra og fylgdarliði hans — borgarstjórafrúnni, fulltrú- um borarstjórnar og fulltrú- um sjáyarútvegsins, sem með Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ávarpar borgarráðið í Grimsby. Heimsúkninni í Grimsby lokið voru í förinni, — var hjartan- lega fagnað er þau komu til Grimsby í fimm daga vináttu- heimsókn í boði borgarstjór- ans hér, Denys Ptechells, Petchell er sem kunnugt er, kvæntur íslenzkri konu, og er hún hin fyrsta landskvenna sinna, er gegnir stöðu borgar- stjórafrúar í þessari borg, sem mál er ekki annað að sega, en að opinberir aðilar hafa borið fram mótmæli við toll- yfirvöldin. Óhætt er að segja, að hin mesta vinsemd hafi ríkt með- an á heimsókninni stóð. Þó komu fyrir ýmis atvik, sem hefðu getað ýft upp gömul sár. Til dæmis lá við. að arritari, Frederick Ward, sagði þeim frá sögu borgarinn ar og mikilvægustu stöðum. Að svo búnu sátu íslending- arnnir hádegisverðarboð Fé- lags fiskiskipaeigenda í Grims by. Lét brezka útvarpið taka af því kvikmynd og tók jafn- framt viðtöl við íslenzku gest- ina. Að loknum hádegisverðin- um skoðuðu gestirnir meðal annars lögreglu- og slökkvi- liðsstöð borgarinnar. Síðan héldu þeir til heimilis Krist- ínar óg Denys Petchells í Healing, skammt fyrir utan borgina og drukku þar síð- degiste — ásamt íslenzku brennivíni og pönnukökum. Um kvöldið var þeim búin veizla, þar sem meðal annars voru allir borgarráðsmennirn- ir í Grimsby og konur þeirra. Þar hélt Pétchell borgarstjóri ræðu, þar sem hann sagði m. a., að Grimsby-búar ættu íslenzku þjóðinni mikla skuld að gjalda: „Við éigum lands- mönnum ykkar mikið að þakka fyrir margháttaða lið- veizlu og hjálp, sem þeir hafa jafnan veitt fúslega, þegar fiskimenn okkar hafa verið í nauðum staddir undan strönd um íslands. Við munum ávallt minnast þeirra með mesta þakklæti og við munum ekki gleyma þvi, að þeir hafa stefnt sjálfum sér í hættur, hætt lífi sínu — og jafnvel týnt lífi — til að reyna að hjálpa fiskimönnum okkar. Síðan drap borgarstjórinn á, að þjóðirnar báðar, Bretar og íslendingar virtust eiga við ýmis svipuð vandamál að stríða, m. a. ættu báðar í höggi við óhagstæðan greiðslujöfn- uð við erlend ríki. Kvað hartn það þó gleðja sig að heyra, að Bretar væru með beztu viðskiptavinum íslendinga, þar sem 24% af útflutningi þeirra færi til Bretlands — mikill hluti þess til Grimsby. Þar í móti kæmi, að Bretar hefðu selt íslendingum nokkra togara og stöðug sala væri á ýmiss konar neyzlu- varningi til íslands. Sagði hann utanríkisviðskipti lífs- nauðsynleg báðum þjóðunum og skyldu fslendingar ekki óttast, að Grimsbybúar skirrð ust við að efla gagnkvæm við- skipti við íslendinga. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, svaraði ræðunni og sagði vináttubönd og nú jafn vel fjölskyldubönd — tengja Grimsby íslandi. Og þótt ekki yrði hjá því komizt, að skoð- ana-mismunur kæmi fram af og til, ætti hann sér ekki djúp ar rætur. — Og sú staðreynd, að báðir aðilar byggðu líf sitt á söfu lýðræðishugsjónunum, væri grundvöllur, er gerði þeim kleift að leysa gagn- kvæm vandamál og stuðia Framhald á bls. 23. Fru Diana Chapman, dóttir borgarstjórahjónanna í Grims by, festir blóm í jakka Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Borgarstjórahjónin í Grimsby, frú Kristin og Denys Petc- hell; borgarstjórahjónin í Reykavík, Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir og dóttir Petchell hjónanna, frú Diana Chapman, ásamt fulltrúum borgarstjórnar Reykja- víkur og íslenzka sjávarútv egsins og nokkrum borgarráðs- mönnum frá Grimsby. öllum íslendingum er kunn af margra ára viðskiptum. íslenzku gestirnir komu til Grimsby sex klukkustundum síðar en áætlað var. Var ástæðan sú, að þeir töfðust í tvær klukkustundir í Glas- gow vegna þoku og aðrar tvær kukkustundir á flugvell inum í London. Blöð og útvarp hafa fylgzt nákvæmlega með heimsókn- inni og birt viðtöl við gest- ina. Þá féll það í góðan jarð- veg hjá erlendum fréttastof- um, að íslendingunum var gert að greiða 35 shillinga toll af gjöfinni, sem þeir hugð ustu færa borgarstjórninni í Grimsby. Var það málverk af fiskimönnum að starfi eftír Gunnlaug Scheving. Um það brezka útvarpið gengi of langt i athugasemdum sínum um fiskveiðitakmörkin, fisk- sölukvótana og þorskastríðið. Og þótt báðir aðilar hefðu reynt að láta, sem aldrei hefði neitt borið í milli, hefði það verið til lítils, — gamlir draug ar lágu í leyni. Þessi heim- sókn íslenzku gestanna var því afar mikilsverð. Hún kvað niður þessa drauga í eitt skipti fyrir öll. Áttu hinar frjáls- legu viðræður gestanna við fulltrúa borgarráðsins og fisk- iðnaðarins í Grimsby mikinn þátt í þvi að bæta andrúms- loftið. Fyrsta dag heimsóknarinn- ar, bauð Peterchell, borgar- stjóri, gestina velkomna í fundarsal borgarráðs og borg- Islenzku gestirnir a fiskmarkaði í Grimsby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.