Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 17
MORGU N BLAÐIÐ 17 Þriðjudagur 12. október 1965 ! i Rústirnar í Hvítárholti sýna snyrti- mennsku í hýbýlum fornmanna FJÖGUR jarðhús frá 10. öld hafa verið grafin upp í Hvít- árholti í Hrunamannahreppi, svo sem frá var skýrt í sunnu- dagsblaði Mbl., en þar var í fyrra grafinn upp skáli frá sama tíma, og í sumar fjós og hlaða. Hér birtum við myndir, sem Þór Magnússon, fornleifa fræðingur, hefur tekið á upp- graftarstaðnum. Sýnir ein skál ann, önnur eitt jarðhýsið og sú þriðja ræsi, sem frá því liggur. Slíkt ræsi liggur að- eins frá einu af smáhýsum, og telur Þór öruggt að það jarð- hús að minnsta kosti hafi ver- ið baðstofa Eitt grafhýsið. — StoSarholur . ,.«)» Jjást meðfram reggnumog 1| eldstæSið t i 1 vinstri. í jarðhúsinu, sem er 214x3% m. á stærð, eru meðfram veggj-um holur undan stoðum hússins og sjást þær greini- lega á myndinni. Til vinstri eru hlóðirnar og sést inn í þær. Þetta hefur að líkindum verið gufuibað og segir þór, að ef til vill hafi gufan fengizt með því að hita steinana ofan á hlóðunum og setja þá svo glóðheita í kalt vatn. Aðspurð ur hvort hugsast geti að forn- menn hafi verið svo hreinleg- ir að þeir hefðu fjögur bað- hús á einum bæ; sagði Þór, að óneitanlega hafi fornleifafræð ingunum fundizt skrýtið að finna 4 slík smáhýsi, en það þeirra sem hefði frárennsli hafi örugglega verið baðhús. Slík niðurgrafin smáhjýsi hafi fundizt í Danmörku og séu menn ekki á eitt sáttir um til hvers þau hafi verið notuð. Sumir kalli þau „Affaldsgrub- er“, þar eð aska og rusl hefur fundizt í sumum þeirra, aðrir telja það hafa verið þræla- geymslur og sumir vefstofur, því þar hafa fundizt snældu- snúðar og kljásteinar. Hér fundust reyndar nokkrir kljá- steinar við uppgröftinn. Þriðja myndin, sem hér fylgir, sýnir hluta af skála- rústinni. Þar sést röð af stein- um meðfram veggjum og hol- baðhúsinu. ur á milli. Steinarnir, sem eru meðfram báðum veggjum, í miðju skálans og dálítið til endanna, hafa verið til stuðn- ings undir þiljunum, en hol- urnar á milli eru undan mjó- um stoðum. Líklegt að forn- menn hafi notað birkirafta í þetta, því þeir hafa ekki flutt með sér nema nauðsynlegustu máttarviði. Þessi hýbýli bera vott um mikla snyrtimennsku. I miðjum skálanum, sem er mmnst skemmdur, var snotur langeldur, heldur, hellur eru í botni og hellurönd umhverf- is. Telur Þór það mikinn skaða að fá ekki þessa rúst Framhald á bls. 21 I Yale-kortii er hlekkur sem lengi hefur skort — segir Björn Þorsteinsson, sagnfr. (Fixlanda-kortið): Hér birtist mynd af „fixianda“-kortinu frá þriðja fjórðungi 15. aldar. Kort þetta markar tímamót í korta- gerðarsögu íslands, hér faer 1 andið fyrst svip af sjálfu sér (t. d. sjást eyjarnar á Breiða firði, Vestmannaeyjar o. fl.) Illa verde (Græna eyjan) er Grænland, en suður af því er Ila de Brazi, en svo nefndu Bri stol-menn Nýfundnaland á síð- ari hluta 15. aldar. (Ástæðan til nafngiftarinnar er m. a. sú, að Englendingar verzlstðu í ó leyfi í dansk- norska ríkinu, og urðu þessvegna að koma sér u pp nýjum nafngiftum. Lengst til hægri er írlan(d). Af samanburði þessara korta og Yale-kortsins sést, hve miklu framar Yale-kortið stendur öðrum kortum frá þessari öld. BJÖRN Þorsteinsson, sagnifræð- ingur flutti fréttaauka í ríkisút- varpið í gærkvöldi og ræddi hinn nýja kortafund. Morgunblað ið hefur fengið leyfi til áð birta fréttaaukann og fer hann í heild ihér á etfir: Með miklum ævintýrum hefur Jandabréf frá 15. öld komið í dagsljósið vestur í Bandaríkjun- um. Þetta er heimskort, sýnir veröldina, sem vestrænir menn þekktu um þær mundir er kortið var dregið: Evrópu, Afríku og l Asíu og hluta af Norður-Ame- ríku, sem ber nafnið Vínland, og á kortinu kvað standa, að þann heimshluta hafi þeir fundið Bjarni og Leifur, en þeir félagar munu vera íslendingarnir Bjarni Herjólfsson og Leifur heppni Eiríksson. Eftir þeim fréttum sem borizt hafa, þá virðist kort- ið vera ófalsað. Upplýsingar þess eru auðvitað engin nýlunda, sízt hér á landi. Fomsögur okkar og aðrar heimildir sanna, að það landsvæði, sem við köllum austur strönd Norður-Ameríku, fundu og könnuðu Islendingarnir Bjarni og Leifur á árunum 9S6—990. Síðan stunduðu Grænlendingar siglingar þangað vestur a.m.k. fram undir miðja 14. öld. Svarti dauði herjaði Evrópu um 1350, og eftir það er okkur ókunnugt um ferðir evrópskra manna vest ur til ameríska meginlandsins fyrr en Bristolmenn fard í könn- unarferð þangað, sennilega um 1430. Það hefur verið skammt milli stóratburða í landfundasögunni á síðustu tímum. Árið 1956 fann bandarískur prófessor, Vigneras að nafrd, í skjalasafni í Simanca á Spáni forna skýrslu um sigl- ingu John Cabots til Nýfundna- lands 1497, en þar segir m.a., að Bristolmenn hafi fundið og kann að austurströnd Kanada í gamla daga. Þessir gömlu dagar voru eftir mínum heimildum um 1430, en aðrir telja þá hafa verið á árunum 1481—95, en það er önn- ur saga. Skjalið frá Simanca taldist til dagsins 1 dag mesta uppgötvun aldarinnar í Land- fundasögu Ameríku. Nú hefur annar atburður orðið engu ó- merkari. Simanca-skjalið sannar, að Norður-Ameríka var þekkt land- fræðileg staðreynd í Evrópu á 15. öld, áður en Kólumbus fór sína frægðarför. Bristolmenn stunduðu miklar siglingar til ís- lands, og fjölmargt bendir til þess, að þeir hafi einmitt siglt héðan til Grænlands og þá vest- ur yfir Davíðssund. — Yale-kort- ið staðfestir óvéfengjanlega, að hin íslenzk-norska landfræði- þekking er orðin alþjóðleg í Evrópu um miðja 15. öld. Að vísu eru til ýmsar aðrar kunnar heimildir, sem sanna þetta sama. Hinir vísu menn, sem fjallað hafa um Yale-kortið, staðhæfa, að það sé fyrsta landabréf fyrir daga Kólumbusar, sem sýni einhvern hluta Ameríku. Þetta er rangt, því að Grænland er vel merkt á landabréf þegar um 1427, og frá miðri öldinni eða sama tíma og Yale-kortið er til svonefnt Fixlanda-kort, enskt að uppruna, sem sýnir bæði Grænland og eyna Brazil þar suður af, en Brazil er 15. aldar nafn á Ný- fundnalandi. Yale-kortið ætti að vera þeim mönnum áminning, sem gjarnt er að véfengja fornar og góðar heimildir, islenzkar og erlendar. Adam ad Brimum getur um Vín- land í bók sinni um Hamborgar- biskupa seint á 11. öld, og þatf með var það komið inn í landa* Framhald á bls. 21 ; (Cloudius Clavus) — Hér er hluti af korti Claudiusar Clavus ar frá Fjóni, sem Björa Þor- steinsson minnis á i þessari g rein sinni. Kortið er frá því um 1430 eða skömmu síðar og sýnir Grænand, ísland, Bretlandsey jar og Skandinavíu. Kortið er talið gert að undirlagi Eiríks konungs af Pommern.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.