Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1965, Blaðsíða 14
14 . MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. október 1965 Þessi mynd er tekin í Osló síð degis á föstudag, er forstöðum aður Yale University Press, Chester Kerr, sagði frá fund i landabréfsins fræga í Norsku Vísindaakademíunni í Osló. Margir munu kenna vangasvip inn á manninum til hægri, því þ ar er kominn Helge Ingstad, sem manna mest hefur unnið að r annsóknum á byggð norrænna manna á austurströnd Ameriku á víkingaöld. Lykillinn að gátunni um kortið fannst af tilviljun Rakinn ferill þessa sögulega korts H É R á eftir er úrdráttur úr frásögn Olivers Jensens, ritstj. „American Heritage“, sem birt er í blaði hans í tilefni af því, að nú liggja fyrir niðurstöður rannsókna á hinu merka Yale-korti. Skýrir hann þar frá því, hvernig saman voru raktar slóðir kortsins og skýringarhandrits þess. HER fer á eftir sagan af því hvernig saman komu hand- ritahlutar þeir er saman áttu, eins og hana sagði Oliver Jen- sen, ritstjóri „American Heri- tage“ í blaði sínu: í októbermánuði árið 1957 kom að máli við tvo fræði- menn er störfuðu við bóka- safn Yale-háskóla, fornbóka- sali einn þar úr grenndinni, Laurence Whitten áð nafni, og hafði meðferðis handrit, sem honum hafði áskotnast í Bvrópu. Þótti fræðimönnun- um tveim, Alexander C. Viet- or og Thómas E. Marston, sem töluverður fengur myndi vera að hándriti þessu. Það hafði að geyma afrit af áður óþekktri frásögn um Mon- góla, er fært hafði í letur munkur einn, bróðir de Bridia. Hét frásögnin „The Tartar Relation" og virtist vera frá um það bil miðri fimmtándu öld. En það sem jók hálfu meir við gildi hándritsins var það, að því fylgdi samanbrotið landabréf, 28x40 cm. að stærð, teiknáð með brúnu bleki á bókfell og hvorttveggja bund- ið inn saman. Kortið og frá- sögnin er fyrr greinir. Miklu mest var þó um það vert, að á korti þessu mátti sjá ótrú- lega nákvæma teikningu af Grænlandi, og — mönnum til mikillar furðu — aðra, nokk- uð torkennilega af Vínlandi, „því er fundu þeir Bjarni og Leifur“. Ekki hafði áður komið í leit irnar kort, gert fyrir daga Kólumbusar, er sýndi og sann aði landafundi norrænna manna svo að ekki varð í efa dregið, og væri svo sem sýndist um kort þetta, að þar væri komið fyrsta landabréf- ið sem Ameríka sæist á, þó svo áðeins væri um að ræða hluta hennar og teikningin væri ó- fullkomin — sætti það mikl- um tíðindum. Einn stór ljóður var þó hér á — sem sé sá, að landabréfið virtist engan veginn eiga við handrit það sem bundi'ð var inn með því. Bandið var til- tölulega nýtt göt þau á kort- inu, sem rekja mátti til bóka- orma stóðust ekki á við svip- uð ummerki á frásögninni af Mongólum. En svo var það, sjö mánúð- um síðar og fyrit hreinustu tilviljun, er Dr. Marston var að taka upp bókapakka frá London sjaldgæfar bækur, sem hann hafði pantað frá bóksölu einni austanhafs, að hann rakst á annað handrit ekki sfður forvitnilegt. Það var eitt tveggja, sem pantað hafði verið og var brot úr miðaldasögu, sem kallaðist „Speculum Historale", skráð á þrettándu öld, af Vincent nokkrum frá Beauvais. Dr. Marston bað Mr. Whitt- en, fornbóksalann sem fyrr sag'ði frá, að skoða handritin. „Það kvöld“ sagði Dr. Mar- ston, „kóm ég ekki heim fyrr en að áliðnu kvöld'i, klukkan eitfchvað gengin í ellefu. Ég var varla kominn inn úr dyr- unum þegar síminn hringdi. Það var þá Mr. Whitten og var í miklum hugaræsingi. Handrit Vincents de Bauvais, sagði hann, var lykillinn a'ð gátunni um landabréfið og Taratara-handritið. Rithönd- in var sú sama, vatnsmerkin á pappírnum sömuleiðis og ferill bókaormanna sem fyrr sagði sýndi allt saman, að kortið hafði verið fremst í bandinu og Mongólasagan aft- ast, en „Speculum Historiale" staðið þar á milli. Þegar hér var komið sögu, fóru þeir Whitten og fræði- mennirnir tveir að renna grun í, hversu siórmerkur þessi handritafundur þeirra var. En þeir fóru ekki með mál- ið í blöðin, heldur höfðu á fræðimannlegri háttu og hófu langa og ýtarlega rannsókn á því. Leitað var til sérfræðinga í ýmsum greinum og fengið álit þeirra á öllu er máli skipti. Kom þá m.a. í ljós, að papp- ír sá, sem skráð var á bæði frásögnin af Mongólum og eins brotið úr Speculum, varð rakin til einnar og sömu papp- írsgerðarinnar í Rínardaln- um miðjum og talin vera frá því um miðbik fimmtándu aldar. Skriftin reyndist einnig vera eftir einn og sama mann inn, bœ'ði það sem á landa- bréifið var ritað og eins bæði handritin. Allar getur er því að leiða, að uppruna handrits þessa sé að leita til svissneska bæjar- ins Basel, þar sem hal-diö var kirkjuþing eitt langt o.g mik- ið einmitt um þetta leyti og stóð frá 1431 til 1449. Þing þetta sóttu kirkjunnar menn hvaðanæva að úr heiminum og þá einnig frá Norðurlönd- um, ræddu hagi sína og sinna kirkna og skiptust á upplýs- ingum. Fræðirrjenn þeir er fengizt hafa við rannsóknirn- ar eru allir á eitt sáttir um a'ð lóta muni nærri að dag- setja megi handritið „um 1449“. — Yale-kortið Framhald af bls. 1. Herjólfsson hafi kannað af hafi 986 og Leifur lent á nær tveimur áratugum síðar, sú hin sama og Þorfinnur Karls- efni hafi síðan sótt heim og viljað stofna á nýlendu sína, sé Vínland það sem á kortinu sjáist. Þá þykir og fullsannað, sam . kvæmt því er í textanum greinir, að Eiríkur Gnúpsson, biskup yfir Grænlandi, hafi farið til Vínlands árið 1121, að boði páfans í Róm, Pascuals II., og hafi þá verið á Vín- landi nýlenda norrænna manna og Eiríkur biskup haft þar vetursetu, a.m.k. einn vetur. Ekki hefur áður fundizt neitt kort, er renndi stoðum undir frásagnirnar af Vín- landsfundi norrænna manna ©g gert hafi verið fyrir daga Kólumbusar. Ekki hefur held ur fundizt annað kort eldra þessu af nokkrum hluta ^Ameríku. Er það því mál manna, að þetta sé „merkasti kortafundur aldarinnar.“ Átta ára rannsóknir liggja að baki „ The Vinland Map and the Tartar Relation“ ritverks þéss, er út kom í morgun, mánudag hjá Yale Univer- sity Press samtímis í Bret- landi og í Bandaríkjunum, og norskum vísindamönnum var frá skýrt á fundi í norsku Vísinda- akademíunni í Oslo síðdegis á föstudag. Forstöðumaður útgáfu- fyrirtækisins í London, Chester Kerr, fór sjálfur austur til Osló þessara erinda og sagði hann m. a., að mikinn nýjan fróðleik væri að finna í verkinu, sem hefði að geyma niðurstöður rann sóknanna er fram hefðu farið í kyrrþei undanfarin átta ár og að- eins verið í vitorði fárra manna. George D. Painter, annar tveggja starfsmanna British Muse um sem við rannsóknirnar feng- ust, telur kortið vera afrit af öðru korti, nokkrum áratugum eldra, er týnzt hafi, en norðvest- urhlutann — þar sem sjást ís- land, Grænland og Vínland, telur Painter hafa verið upphaflega teiknaðan á íslandi á fyrra helm ingi 14. aldar. Bendir Painter á, að dr. Helge Ingstad, norski forn leifafræðingurinn, hafi síðan 1960 unnið að uppgreftri húsa- tótta á Nýfundnalandi, sem allar líkur virðist benda til að séu gerðar af norrænum mönnum. Segir Painter, að það gæti ver- ið freistandi að nota kortið sem sönnunargagn í aldagamalli deilunni um það, hvar könnuð- irnir norrænu hafi komið að landi. Painter og samstarfsmað- ur hans, R. A. Skelton, eru þó báðir þeirrar skoðunar, að það myndi vera ósanngjarnt. „Við teljum, því miður“, segir Painter, - „að teiknirigin af Ameríku sé — öfugt við teikninguna af Græn- landi (sem er hin nákvæmasta) — aðeins riss eitt og byggð á sögusögnum og munnmælum, en styðjist ekki við beinar könnun- arferðir". — ★ — 1 Dr. Helge Ingstad, sem var einn vísindamannanna, er boðið var til fundarins í norsku Vís- indaakademíunni á föstudaginn, sagði í sjónvarpsviðtali í Osló á sunnudagskvöld, að Vínland væri staðsett þar á kortinu, sem svaraði til breiddargráðu staðar " þess er hann hefði gert á sína fornmenjafundi. „Þó svo kortið sé á munnmælum byggt“, sagði Ingstad, ,er það næsta athyglis- vert, að það skuli staðsett*svo langt í norður“. ' Annars sagðist Ingstad telja að sögulegar heimildir og forn- menjafundir sjálfs hans í fimm Vínlandsferðum tækju af allan efa um að byggð hafi verið á þessum slóðum um árið 1000. „Kortafundurinn og kynning hans nú munu styðja mjög hug- myndina um að það hafi verið landfræðingur sænskur, sem Leifur heppni sem fann Ameríku fyrstur rnanna", sagði Ingstad. Bók Ingstads sjálfs um rann- sóknir hans og uppgröft á Ný- fundnalandi kemur út í næsta mánuði og á það minnti prófessor Hans W:son Ahlman, kunnur forðum var sendiherra lands síns í Osló, er fréttastofnanir í Stokk- hólmi leituðu álits hans á upp- ljóstran tíðindanna. Sagði Ahl- man fréttina hafa komið mjög flatt upp á sig, „en maður verður að taka þetta trúanlegt, þegar það kemur frá fræðimönnum Yale-háskóla“ sagði prófessorinn, sem fengizt hef ur mikið við rannsóknir á landafræði heim- skautslandanna. Minnti Ahlman á, að í næsta mánuði kæmi út bók Ingstads um rannsóknir hans og uppgröft á Nýfundna- landi, en sú bók væri enn eitt sönnunargagnið fyrir því sem verið hefði vitað mál um aldir, að norrænir menn hefðu fundið Ameríku löngu. fyrir daga Kól- umbusar. — ★ — f frétt sem birtist í danska stórblaðinu Berlingske Tidende Á föstudag, undir fyrirsögninni „Ný sönnun þess að víkingarnir voru á -undan Kólumbusi", segir frá því, að norska Vísindaaka- demían muni halda hátíðlegan dag Leifs heppna með því að birta opinberlega nýtt sönnunar- gagn fyrir því að norrænir vík- ingar hafi fundið Norður-Ame- ríku löngu fyrir daga Kólumbus- ar. Hefur blaðið það eftir norsk- um fræðimönnum, að sönnunar- gagnið, sem fram muni leggja Ch. Kerr frá Yale-háskóla, hafi að geyma „stórkostleg tíðindi varðandi Vínland“. Berl. Tidende getur enn- fremur í frétt sinni J. Kr. Tornöe, norsks sérfræðings í frumsögu Ameríku, sem boðið hafi verið til fundarins í Vísinda- akademíunni í Osló og segir, að hann hafi nýverið sent frá sér tvær bækur um Vínlandsmálið og hafi það vakið almenna at- hygli, að í annarri þeirra stað- hæfi hann, að Kólumbus hafi komið til heimskautseyjarinnar North Devon, sem sé vestan við Thule, fimmtán árum áður en hann er sagður hafa fundið Ameríku. Þá segir Politiken í Kaup- mannahöfn frá þessu á sunnudag sl. og hefur að fyrirsögn „Vin- land pá verdenskort længe för Columbus tid“ (Vínland á al- heimskorti löngu fyrir daga Kólumbusar). Sú frétt er þó um sumt röng, því þar segir m. a. „í verkinu er því haldið fram, að Mongólar hafi siglt yfir At- lantshaf, þegar þeir höfðu lagt undir sig mikinn hluta Evrópu, og að þeir hafi ásamt víkingun- um fundið meginland Ameríku, löngu áður en Kólumbus komst þangað". Ýmislegt fleira er rang hermt í fréttinni, s. s. að ritverk- ið, sem heiti ,The Vinland Map and the Tartar Relation" sé verk þriggja vísindamanna, eins bandarísks og tveggja brezkra. Nöfn þeirra hefur þó blaðið rétt, en getur ekki hins fjórða þeirra, Vietors, samstarfsmanna Mars- tons við Yale-háskólabókasafnið. — ★ — Frá fréttaritara sínum í K.höfn fékk Mbl. í dag þær fregn ir, að danskir vísindamenn tækju tíðindunum um Yale- kortið af áhuga, en sumir þeirra væru þó í nokkrum vafa um, hversu mætti túlka kortið og upp lýsingar þær sem því fylgdu. Dr. Aksel E. Christensen, próf- essor í sögu við Kaupmanna- hafnarháskóla, sagði í viðtali við Berl. Tid. í dag, að ekki verði í efa dregin staðhæfing Yale- há- skóla um að kortið sé ófalsað, en hitt sé aftur á móti meira vafa- mál, hvort það megi túlka sem sönnun þess að víkingarnir hafi fundið Vínland. „Það er vitað mál“, segir próf. Christensen, „að sænskur klerkur sat kirkju- þingið í Basel árið 1440, ár það sem talið er að kortið hafi verið gert og sömuleiðis er það vitað, að klerkur þessi var fróður vel um Gota og þeirra háttu og kunni góð skil á sögu Norðurlanda fyrr á öldum. Frásagnir hans af glæsi- legri fortíð Svíaríkis eru þó vafa- söm blanda af rómantík og raun- sæi, og hann verður ekki talinn með áreiðanlegustu heimildum. Klerkur þessi mun hafa þekkt nokkuð til íslenzkra málefna og ekki er ósennilegt, að hann hafi látið ljós sitt skína á kirkjuþing- inu í Basel og að kortið sé byggt að einhverju leyti á upplýsingum frá honum,“ segir próf. Christen- sen. „Á fimmtándu öld var það þegar á margra færi að draga upp dágóð kort, en um flest þeirra er það að segja, að fjar- lægari lönd eru þar teiknuð eftir aðfengnum upplýsingum en ekki eftir beinni frásögn landkönn- uða. Prófessorinn lýkur máli sínu með því að segja, að hann hafi ekki sjálfur séð kortið ennþá en hann dragi mjög í efa, að það megi nota til sönnunar því að norrænir menn hafi fundið Vin- land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.