Morgunblaðið - 07.04.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.1966, Qupperneq 2
MORGU NBLADID Fimmtudagur 7. april 1966 * LAND AUÐÆFA OG ANDSTÆÐNA Á SÍÐUSTU árum hefur ferða- mannastraumur frá íslandi til Bandaríkjanna aukizt mjög. Einkum hefur það verið í sam- bandi við heimssýningarnar, sem þar hafa verið haldnar. I grein þessari verður gerð til- raun til að færa væntanleg- um ferðamönnum hagnýtan fróðleik um verðlag og venj- ur í Bandaríkjunum, svo og sýnishorn af því, hvað þar er að sjá. Bandaríkin eru stórt land, sem spannar tæplega 5 þús. km. frá austri til vesturs. Land- ið er byggt fólki alls staðar að úr heiminum og er íbúafjöldi iþess í dag tæpl. 200 milljón manna. Fyrsta varanlega land- námið í „nýja heiminum“, var í St. Augustine í Florida árið 1565. Á fyrstu öldinni þar á eftir, átti landnám sér einkum stað á landssvæði því sem nefnt er Nýja England, en það er norðaustur hluti landsins. I>essi nyrðri landsvæði voru í fyrstu brezkar nýlendur, en á árunum 1754—63 háðu Bretar og Frakk ar miklar styrjaldir út af land inu, sem lyktaði með sigri Breta. Sigur þeirra varð þó skammvinnur, því landnemarn- ir vildu sjálfstæði, og var því lýst yfir árið 1776, eftir harða bardaga. Á þessum tíma voru 13 fylki í ríkjasambandinu, en í dag eru þau 50. Ferðamaður, sem hug hefur á að fara til Bandaríkjanna, hefur um tvennskonar farar- tæki að velja; skip eða flugvél. Þeir sem kjósa flugvél, fara venjulega til New York, en þó er rétt að geta þess, að beinar flugferðir eru frá ýmsum stöð- um í Evrópu til annarra stór- borga vestan hafs. Þau flugfélög, sem annast ferðir frá íslandi til Bandaríkj- anna, eru Loftleiðir og Pan American. Flugfargjöld til Bandaríkjanna hafa lækkað mjög á seinustu árum og hefur það mjög aukið ferðamanna- strauminn þangað. Miðað við vegalengdina er í dag mun ódýrara að fljúga til New York en til Evrópu. Hér verða birtar nýjustu töl- ur yfir farmiðaverð flugfélag- anna: Vetrargjöld: Loftleiðir Pan American Báðar leiðir kr. 9491 kr. 12307 Sumargjöld: Báðar leiðir Loftleiðir kr. 13091 Pan American kr. 15988 21 dags gjöld: Loftleiðir kr. 7613 Pan American kr. 8009 Hin svonefndu vetrargjöld eru í gildi sem hér segir: Frá Reykjavík til New York frá 28. sept. til 17. júlí. Frá New York til Reykjavíkur 3. ágúst til 22. maí. Rétt er að vekja athygli á því, að ferðamaður, sem fer til Bandaríkjanna í fyrri hluta júlímánaðar á vetr- arfargjaldi, getur farið heim aftur eftir 3. ágúst, einnig á vetrarfargjaldi. Eins og sézt á gjaldskránni hér að ofan, eru fargjöldin hjá Pan American nokkuð hærri en hjá Loftleið- um. Athygli skal vakin á því, að Pan American notar Douglas DC8 þotur. og er flug- tími þeirra frá Reykjavík til New York um 5 klst. Skrúfu- þotur Loftleiða fljúga til New York á 6% klst. Það fyrsta, sem væntanlegur ferðamaður þarf að gera, er að hafa samband við bandaríska sendiráðið hér og fá upplýsing- ar um hvaða skjöl hann þarf að útfylla og útvega í sambandi við ferðaleyfi. Annað atriðið, sem ekki er síður mikilvægt er að gera eins nákvæma ferða- áætlun og tök eru á. Eins og áður er sagt eru Bandaríkin stórt land, og þar sem ferðafólk hefur venjulega takmarkaðan tíma og fé. þá er hentugast að gera ferðaáætlun. Að sjálfsögðu eru margir sem kjósa að gera ferðaáætlanir frá degi til dags. Hvor leiðin sem valin er, þá hefur ferðamaður- inn um fjögur farartæki að velja er hann kemur til New York: Flugvélar, járnbrauta- lestir, langferðaibifreiðir og leigðar bifreiðir. Nákvæmar upplýsingar um þessi ferðatæki getur væntanlegur ferðamaður fengið hjá ferðaskrifstofum hér heima eða í New York. Hagmýtar upplýsingar. Rétt er að geta þess í sam- bandi við stutt eða löng ferða- lög innan Bandaríkjanna, að fé- lög járnbrauta og langferða- vagna bjóða erlendum ferða- mönnum upp á 15% afslátt frá venjulegu farmiðagjaldi. Hvar Það var í Alamo virkinu í Xexas, sem hin fræga sögupersóna David Crocket lét lífið. sem ferðamaðurinn er staddur í Bandaríkjunum, getur hann tekið bifreið á leigu, ekið hvert á land sem hann vill ög skilið bifreiðina eftir hjá nálægustu skrifstofu leigjandans. Meðal- gjald fyrir bifreiðaleigu er 10 doliarar á dag plús 10 cent fyrir hverja mílu sem ekin er. Banda rísk yfirvöld virða ökuleyfi frá allmörgum ríkjum, þ.á.m. frá íslandi, en ökumaðurinn verður þó að fá staðfestingu á ökuleyf inu hjá bandaríska bifreiðaeftir litinu. Þar sem farmiðagjald hjá járnbrautum og langferðavögn- um er breytilegt, er heppileg- ast fyrir væntanlegan ferða- mann að kynna sér nýjustu upplýsingar um þessi atriði hjá ferðaskrifstofum áður en hann gerir ferðaáætlun. Ódýrast er að ferðast með langferðahif- reiðum og meginkosturinn við þessa leið er sú, hve hægt er farið yfir, en það gerir ferða- manninum kleyft að sjá meira af landinu en ella. Þessi leið er að sjálfsögðu óhentug fyrir fólk sem hefur takmarkaðan tíma. Gistigjald í bandarískum hótel um er mjög mismunandi; 5 til 20 dollarar fyrir nóttina. Fyrir ferðamenn, sem ferðast í leigð- Coloradofljótið var um 114 miljón ára að grafa Grand Canyon gljúfrið i Arizona. Glúfur þetta telst eitt af undruin veraldar. um bifreiðum eru hin svonefndu mótel hagkvæmust. HPvar sem ferðamaðurinn ekur, mun hann finna mótel meðfram veginum. Næturgisting á slíkum stöðum er frá 5 til 10 dollarar og hafa mörg mótelin upp á ýmsa auka- þjónustu að bjóða, svo sem sundlaugar, tómstundaherbergi og leiksvæði fyrir börn. Fyrir þá er ferðast í bifreiðum, er hagkvæmast að leita að móteli ekki síðar en kl. 7 að kvöldi, því eftir þann tíma getur verið erfitt að finna góð mótel, eða á því verði sem hentar ferða- fólkinu. Sú evrópska venja, að setja skóna sína út fyrir her- bergisdyrnar að kvöldi til að fá þá burstaða, kemur ekki að neinu gagni í hótelum eða mótel um vestra, því þessi venja þekk ist þar ekki. Eins og ferðamanninum er vafalaust kunnugt, eru Banda- ríkin byggð fólki frá öllum lönd um heims og því mun hann fljótlega komast að raun um að matur þar vestra er einstaklega fjölbreyttur og eðlilega á mis- munandi verði. Morgunverður er snæddur milli 7,30 og 10,00 og samanstendur hann venju- lega af bacon ,eggjum, ristuðu brauði, ávaxtasafa og kaffi, sem líklega má telja þjóðardrykk landsmanna. Meðalverð á morg unverði er frá 75 centum til eins og hálfs dollars, en að sjálf sögðu fer verðið allmikið eftir matstaðnum. Góðan miðdegis- verð getur ferðamaðurinn feng ið fyrir $ 1,25 til $ 3,00. Aðal- máltíðin í Bandaríkjunum er kvöldverðurinn og er hægt að fá ágæta máltíð fyrir 2 til 5 dollara. Að sjálfsögðu er hægt að fá mun dýrari máltíðir en þetta. Þjónustufé eða þjórfé er föst venja í Bandarikjunum, en hún er mörgum Evrópubúum ekki að skapi. Reikningur á mat- sölustað eða kaffistofu er stíl- aður upp á ákveðna upphæð og venulega gefur neytandinn um 15% í þjónustufé. Enginn skyldi þó ætla að þetta sé skylda. Þjónustuféð er veitt sem viður- kenning fyrir góða þjónustu og er neytandanum í sjálfsvald sett hve mikið hann gefur, ef hann þá telur þjónustuna hafa verið einhverrar umbunar virði. Þurfi ferðamaður á aðstoð að halda við farangur sinn, annað hvort á flugvelli eða á hóteli, getur hann fengið burðarmann sér til aðstoðar. Venja er að greiða burðarmanninum 25 til 30 cent fyrir hverja tösku sem hann ber, en að sjálfsögðu er þetta ekki þjónustufé, heldur vinnulaun. Rétt er fyrir ferða- menn að hafa það í huga, að föst vinnulaun þess fólks, sem veitir honum þjónustu, eru mið uð við að fólkið fái greitt þjón- ustufé sérstaklega. í Bandaríkjunum er margt að sjá. í öllum stærri borgum Banda ríkjanna, gefst ferðamanninum kostur á að sækja hljómleika, leikhús kvikmyndahús, — skemmtistaði og söfn ýmiskon- ar. 1 stórborgunum er haldið uppi sýningaferðum; ekið um markverð hverfi í strætisvögn- um og er leiðsögumaður ávallt í förinni. Snætt er á forvitni- legum matstöðum og einnig gefst ferðamanninum kostur * að kynnast næturlífi stórborl- arinnar. Landslag í Bandaríkjunum býður ferðamanninum upp á ótrúlegar andstæður. Gróður- lausar sandauðnir í Arizona, skógivaxnar hæðir. í Pennsyl- vania og Wisconsin, víðáttu- miklar sléttur í miðvesturfylkj- unum og hrikalega fjallgarða í Coloradofylki og víðar. Grand Canyon gljúfrið í Arizona er talið eitt stórfengtega.sta nátt- úruundur á plánetu okkar. Gljúfur þetta er 23 km. á breidd og 1% km. á dýpt. Sá sem einu sinni hefur komizt í snertingu við þetta sérkenni- lega fyrirbrigði, gleymir því seint, eða aldrei. í stuttri blaðagrein sem þess- ari, verður að sjálfsögðu ómögu legt að gera viðhlítandi greiu fyrir þeim fjölda landfræði- legra fyrirbrigða, sem er að finna í þessu stóra landi. Verð- ur hér því aðeins tekið eitt sýnishom. 1 Miðvesturfylkjum Suður- Dakota er að finna afar sér- kennilegt landslag. Þar er stórt landflæmi, sem á ensku er nefnt „The Badlands". Þar er ekki stingandi strá að sjá, en nokkuð vestar eru sérkennileg fjöll og hæðir, sem nefnast „The Black Hills“ (Svörtu hæð- ir). 1 eina tíð var mikið gull- nám í þessum hæðum og enn í dag er þar starfrækt stærsta gullnáma landsins. Það er í eitt af fjöllum þessa svæðis, Mt. Rushmore, sem andlit fjögurra forseta Bandaríkjanna hafa ver ið höggvin út. Þarna skammt frá er um þessar mundir verið að umbreyta heilu fjalli í Indíána, ríðandi á hesti. Fyrirmyndin að þessu stórkostlega líkneski er sögufrægur Indíáni, sem héb „Crasy Horse“, (Tryllti hestur). Hann kom mikið við sögu í átök unum, sem á sínum tíma áttu sér stað á þessum slóðum milli Indíána og hvítra manna. Mik- ið kapp hefur verið lagt á að viðhalda gömlu námufaæjunum eins og þeir voru á liðinni öld. Heimsókn í gömlu vínkrárnar, er l'íkt ög að hverfa 100 ár aftur i tímann. Pistólur hinna al- ræmdu fjárhættuspiiara og vísundabana þess tíma skreyta veggina, við hlið ljósmynda at nafntoguðum Indíánahöfðingj- um. Þeim er áhuga hefur á að fara til Bandaríkjanna og ferðast þar um, er bent á, að Pan American flugfélagið hefur gefið út gagnmerka handbók um Bandaríkin fyrir erlenda ferðamenn. Bók þessi ber nafn- ið „New Horizons U.S.A.“ og eru í henni hagnýtar upplýsing ar um hvaðeina, sem væntan- legur ferðafnaður þarf á að halda. Hópferðabilar allar stærðir ©55Mr------------- e INfilllOH Simi 37400 og 34307.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.