Morgunblaðið - 07.04.1966, Page 4

Morgunblaðið - 07.04.1966, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1966 lega er 15% þjónustugjald bætt á reikinginn. Myntin er franki, sem er heldur lægri en krónan eða 86 aurar. Og konur ættu að muna eftir að hafa lághæl- aða skó í Belgíu, vegna gömlu ójöfnu götulagnanna, sem ómögulegt er að ganga á háum faælum yfir. Holland. Þá er kominn tími til að halda aftur yfir landamæri, nú til Hollands. Aka má t.d. gegn- um stærstu borgirnar, Hague, Botterdam og til Amsterdam, 3En sú síðastnefnda er mjög sér- Jrennileg og því skemmtilegt að hafa þar bækistöð og fara ferð- ir út um landið. Þar er reyndar ar ágætt að byrja ferðina og koma þangað í lofti eða á sjó. I Hollandi er lgndslagið nokk- uð Öðruvísi en við höfum átt að venjast í ferðinni. 40% af Hollandi er unnið undan sjó og því lægra sjávarmáli. Hollendingar fara þarinig að því, að 'þeir gera háa flóðgarða kringum grun'nsævi, sem taka á imdir land. Þegar hringnum hefur verið lokað, erú byggðar dælustöðvar með jöfnu milli- bili á garðana og vatninu dælt út fyrir í djúpa skurði, sem liggja landmegin. En þeir eru aftur 1 sambandi við hið mikla skurðanet, sem leiðir vatnið út í sjó. Áður fyrr voru vindmyll- ur notaðar til að dæla vatninu og setja þessar gömlu vind- myllur með stóru vængina enn svip á landið. Þurrkaði sjávar- botninn er góður undir gras- rækt og því mikil nautgripa- rækt á þessu svæði. Þó er land- ið ekki þurrara en svo að tré- klossar eru bezti fótabúnaður- inn fyrir bænduma. Þannig halda Hollendingar % hlutum af landi sínu upp úr sjó, og eru því stór landsvæði í rauninni marga metra undir sjávarmáli. Allt þetta grasland og þessir skurðir og myllur setja skemmtilegan svip á landið. Og ef komið er á blómatímanum á vorin, þá má aka hvern kíló- meterinn eftir annan og hafa fyrir augunum eitt blómahaf. En stærstu blómasvæðin eru á milli Hague og Haarlem. Að auki eru í Hollandi blómasýn- ingar allt árið og blómaupp- boð, þar sem árlega eru boðn- ar upp og seldar hundruð milljónir af afskornum blóm- um, eins og í Aalsmeersee skammt frá Amsterdam. Byrja uppboðin þar á hverjum morgni kl. 7 og standa fram eftir degi og geta ferðamenn fengið leiðsögn um markaðinn. Amsterdam er mjög heillandi borg með öllum sínum skurð- um og brúm, þar sem andi smekks og þankagangs hinnar auðugu borgarastéttar 17. ald- ar svífur yfir vötnunum. Borg- in er vaxin upp úr vatni og vegfarandinn er sífellt að krækja að næstu brú, sem eru 400 talsins. En eftir skurðun- um gátu skipin áður fyrr siglt með varninginn frá Austur- löndum alveg inn i hjarta borg arinnar og látið hífa hann beint upp á ggymsluloft verzlunar- húsanna, sem enn standa og snúa sínum háu, mjóu stöfnum að skurðunum. Efst á hverjum stafni má sjá bjálka og krók, því á svo dýrmætu landi og ekki alltof traustu, er húsrými ekki eytt undir rúmgóða ganga og verður því enn að hala alla stærri hluti inn um glugga. Fyrir þá sem hafa gaman af listum eru líka í Amsterdam einstök söfn, bæði Rijksmus- eum með gömlu meisturunum, m.a. Rembrandtmyndum, enda hús meistarans í þessari borg, og þar er einnig Borgarsafnið með nútímalist og impression- istunum, þar á meðal einhverju bezta safni af Van Gogh, sem til er. Amsterdam er líka fræg fyrir gimsteinaslípun sína og hjá stærstu slípurunum er tek- ið á móti ferðamannahópum. Loks sakar ekki að geta þess, þegar fslendingar eiga í hlut, að í, Amsterdam er gott að verzla, ódýrar vörur og góðar, og verzlunarhverfin aðgengi- leg. Frá Amsteidam má fara dags ferðir um allt landið, suður í hæðirnar eða um láglendið. Koma þá t.d. í stóra baðstað- inn Scheveningen með sínum stóru, glæsilégu hótelum og löngu baðströndum. Um leið má koma við í Madurodam, þar sem reist hefur verið miniatur- borg, sem með nákvæmum eftirlíkingum sýnir ailt það markverðasta í Hollandi, en ekki í stærri stíl en svo að hæsti turninn nær ekki mann- hæð. Þarna má átta sig á öllu Hollandi í einu. Einnig er gam- an að koma við I Delft, þar sem hið fræga blá- og hvítmálaða hollenzka steintau er unnið og hægt að fá að heimsækja eitt slíkt verkstæði. Amsterdam er höfuðborg Hollands, en þó situr stjórnin í Hague, þar sem eru margar sögulegar byggingar nýjar og gamlar. Þetta er greinileg stjórnarsetursborg með sendi- ráðsbústöðum, stjórnarbygging um og Friðarhöllinni frægu. Það er þó þess virði að koma þar við. Og eins í Rotterdam, þar sem er einhver stærsta höfn í Evrópu. Borgin var næstum öll lögð í rúst í stríðinu, en hefur nú risið upp aftur, ný- tízkuleg og falleg. Ekki er rúm til að telja hér upp allt það í Hollandi, sem vert er að sjá, fremur en í hin- um löndunum sem um var fjall að. En að lokum koma hér nokkrar hentugar upplýsingar fyrir ferðamenn í Ho>llandi. Myntin er gyllini, sem er tæp- ar 12 kr. ísl., og skiptist í 100 sent. Verzlanir eru opnar kl. 8-18. Meðal hótelherbergi fyrir einn mun kosta um 120 kr. en má að sjálfsögðu hækka það með auknum kröfum Víða má líka fá pension og spara með því. Sé þjónustugjald ekki á reikningnum í veitingahúsum, er rétt að gefa 15%. í Hollandi eru sérstök veitingahús sem hafa á boðstólum indónesiskan mat, sem gaman er að bragða. Hollendingar tala sitt tungumál, hollenzku, en mjög margir skilja ensku. Vonandi koma þessar sundur lausu upplýsingar um Benelux- löndin að gangi, þó lauslegar séu. Ef þér eigið myndir — stækkum við þær og mál- um í eðlilegum litum. Stærð 18x24. Kostar ísl. kr. 100,00. Ólitaðar kosta kr. 50.00. — Póstsendið vinsamlega mynd eða filmu og segið til um liti. Foto Kolorering, Dantes Plads 4, Köbenhavn V. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2 A. Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. FLUGFAR STRAX-FAR GREITT SIOflR Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum ________________briggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlun- arflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurn- ar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þessi kostakjör. ÍoFIIFIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.