Morgunblaðið - 07.04.1966, Side 10

Morgunblaðið - 07.04.1966, Side 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1966 GRIKKLAND - JÚGÓSLAVÍA Sól, sjór og sögulegar minjar Dubrovnik á Dalmatíuströnd GRIKKLAND er að verða eitt vinsælasta ferðamanna- land í Kvrópu, enda hefur það marga þá kosti sem ferðamenn kunna vel að meta. Veðurfar þar er eitt hið ákjósanlegasta í Evrópu, stöðugt sólskin allt vorið, sumarið og haustið, svo að þar sést vart ský á himni meginhluta ársins. Hins vegar getur Norðurlandabúum orðið nokkuð heitt ef þeir dveljast á meginlandinu, og þá einkum í Aþenu, yfir hásumarið, en þá er líka ævinlega hægt að bregða sér út í eyjarnar, sem eru hreinasta paradís allt sum- arið. Þar er svöl aftangola eft- ir heita daga, sægur baðstranda og hafið kristalsstært. Ferðamönnum, sem kjósa að hafa eitthvað fleira fyrir stafni en baka sig í sólinni, býður Grikkland upp á gnægð for- vitnilegra minja frá öllum skeiðum sögunnar, og mun ó- víða á jarðkringlunni vera sam- an komið jafnstórt og fjöl- breytilegt safn slíkra minja. Þar stóð vagga vestraennar menningar, og þar hafa varð- veitzt ýmsir hlutir sem þykja bera af öðru sinnar tegundar í heiminum, ekki sízt í högg- mynda- og byggingalist, bæði frá fornöld og miðöldum. Annar veikamikill kostur við Grikkland er sá, að landið er lítið og fjarlægðir ekki mikl ar, þannig að komast má yfir ótrúlega mikið af fróðlegum sögustöðum á mjög skömmum tíma. Og er þá ótalinn sá kost- urinn, sem margir munu telja harla þungvægan, en hann er sá, að verðlag í landinu er á- kaflega lágt — lægra en víð- ast hvar annars staðar í Evr- ópu. Að vísu eru til lúxushótel á hæsta Evrópuverði og lúxus- ferðir með skipum í sama verð- flokki, en þeir sem kjósa að búa við óbrotnari kjör geta hæglega fundið dvalarstaði við sitt hæfi, allt niður í 2 dollara á sólarhring og jafnvel enn lægra á fásóttum stöðum, en þar eru aðstæður að vísu mjög frumstæðar. Verðlag er að jafn aði talsvert hærra þar sem ferðamannastraumurinn er ör- astur, en slíkir staðir eru ekki endilega skemmtilegastir eða forvitnilegastir — öðru nær. Margar grísku eyjanna, sem enn eru tiltölulega ósnortnar af ferðamönnum, eru meðal á- nægjulegustu viðkomu- eða (Valarstaða í landinu. Þegar komið er til Aþenu, sem er miðstöð ferðamanna- straumsins, er um marga kosti að velja og alla ákaflega góða. Menn geta t.d. byrjað á að dveljast tvo eða þrjá daga í borginni til að skoða Akrópólis og aðrar fornar menjar þar, sem bæði eru miklar og merki- legar, að ógleymdu fornminja- safninu sem er eitt hið stærsta og merkasta sinnar tegundar í heiminum. Þeir sem láta sér nægja að auðga andann fyrir hádegi geta svo eytt siðdeginu niðri á ströndinni, steinsnar frá borginni, þar sem velja má milli margra baðstranda og sundurleitra. Sumar þeirra eru öllum opnar endurgjaldslaust, aðrar búnar klefum og skemmtitækjum og kostar að- gangur einn til tvo dollara. Kvöldum má eyða í hinum mörgu glæsilegu næturklúbb- um niðri á ströndinni, sem að vísu eru nokkuð dýrir. En það getur líka verið ómaksins vert að reika um gamla hverfið í hlíðum Akrópólis, Plaka, þar sem lífið er litríkt, þrungið tónlist og glöðum söngvaklið, en skemmtistaðir tiltölulega ó- dýrir. Sumir þeirra eru undir berum himni uppi á þökum húsa og útsýni þaðan yfir borg ina dýrlegt. Yfir sumarið er erlendar hljómsveitir og óper- ur undir berum himni í hinu forna hringleikahúsi Heródesar Attíkusar, sem stendur undir hamravegg Akrópólis við hlið- ina á fyrsta raunverulega leik- húsi Evrópu, Díónýsos-leikhús- inu. í hringleikahúsinu, sem rúmar þúsundir áheyrenda, er hljómburður með ólíkindum. Vilji menn bregða sér frá Aþenu til annarra fornfrægra sögustaða, liggur næst að tak- ast á hendur dagsferð til Delfí, hins ginnheilaga miðdepils Grikklands til forna, þar sem haldnar voru miklar trúar- og listahátíðir, helgaðar guðinum Apollóni, ásamt íþróttamótum. Óvíða í Grikklandi er landslag jafnhrikalegt og stórfenglegt eins og í Delfí, og þar eru merkilegar menjar hins foma blómatíma: hof Apollóns, stórt leikhús, íþróttavlöllur, helgi- dómar og fjárhirzlur hinna ýmsu borgríkja, og þannig mætti lengi telja. Annar góður kostur er að leggja upp í dagsferð til Kór- intu hinnar fornu (yfir Kór- intuskurðinn) og áfram suður Pelopsskaga til Mýkenu (þar sem elztu minjar menningar á meginlandi Evrópu voru grafn- ar upp), Epídavros (þar sem stendur stærsta forna leikihús Grikkja, þar sem haldnar eru leiklistarhátíðir á sumrin, með sæti fyrir 16.000 manns), og Navplíon niðri við hin undur- fagra Argos-flóa. Navplíon var fyrsta höfuðborg hins endur- reista Grikklands á síðustu öld. Þó þessi dagsferð sé löng, er lítil hætta á að menn þreytist að ráði, og engin hætta á að hún gleymist þeim sem farið hafa. Vilji menn taka á sig stærri krók á Pelopsskaga og komast alla leið til Ólympíu hinnar fornu, sem var önnur helgasta borg Forn-Grikkja og vettvang ur Ólympíuleikanna, verða þeir að verja til þess a.m.k. tveim- ur til þremur dögum, en það er ferð sem engan svíkur, far- ið yfir hrikaleg fjöll og um margar blómlegar byggðir. Þetta voru þá helztu stað- irnir á meginlandinu sem vert væri að heimsækja frá Aþenu, en vitanlega er um margt fleira að velja, ekki sízt norðan til í landinu, t.d. sjálft Ólýmpos- fjall, heimkynni guðanna, ná- lægt Þessalóníku, munkalýð- veldið Aþos á svipuðum slóð- um, hinar stórfurðulegu kletta- borgir Meteóra typptar klaustr um og loks Jannína, höfuðborg Epírus, með sínum múham- eðsku mjóturnum og undur- fagra vatni. En hætt er við að skyndi- gestinn, sem ekki hefur nema tvær eða þrjár vikur upp á að hlaupa, fýsi að komast út í einhverja hinna mörgu og lokkandi eyja, hvort sem hann nú kýs Hringeyjar, Tylftareyj- ar, Jónísku eyjarnar, Krít eða eyjarnar norður í Þrakíu-hafL Hér er bágt að gera upp á milli mýmargra og mjög góðra kosta. Þeir, sem yndi hafa af sölbökuðum , sendnum strönd- um, gróðri, miðaldaköstulum og hæfilegu magni eldri minja, kjósa sennilega Ródos, „perlu Miðjarðarhafsins“, sem er stærst Tylftareyja undan ströndum Tyrklands. Aðrar eyj ar í sama klasa eru t.d. Patm- os, þar sem Jóhannes á að hafa skrifað Opinberunarbókina, og Kalímnos, þar sem hinir nafn- kenndu perlu- og svampakaf- arar eiga heimkynni. Ekki langt frá Ródos, hand- an við Karpaþos í suðvestri, liggur Krít, stærst og sögufræg ust grísku eyjanna. Þar er að finna elztu minjar menningar í allri Evrópu í Knossos, hinni glæstu höfuðborg eyríkisins til forna. Krít á langa og afar margbreytilega sögu og sérstæð an kynstofn sem sker sig úr öðrum Grikkjum fyrir sakir karlmannlegs vaxtarlags, skap festu, hreysti og fastheldni við fornar venjur. Milli Tylftareyja Dodekan- isos) og meginlands Grikklands liggja Hringeyjar (Kyklades) þar sem velja má um marga ógleymanlega staði sem eru innbyrðis harla ólíkir. Nýtízku legust og eftirsóttust af ferða- mönnum er eyjan Mýkonos, og er þar vel búið að gestum. Steinsnar frá Mýkonos liggur hið ginnhelga og sagnfræga ey- kríli Delos, þar sem goðsögnln segir að Apollón hafi fæðzt, og eru þar margar minjar um forna glæsitíð, bæði gríska og rómverska, en nú er þar engin byggð. Nokkru sunnar í klas- anura liggur Naxos, stór eyja sem mjög kom við sögu áður en veldi Aþenu varð hvað mest, en hún er ekki mikið sótt af ferðamönnum enn sem komið er. Syðst í klasanum liggur Santóríní (hin forna Þíra), ævintýraleg eldfjallac-yja, sem verður flestum ógleyman- leg er þangað koma. Þeim, sem heimsækja vilja sem flesta af þessum stöðum á þægilegan og fljótvirkan hátt, gefst kostur á vikusiglingu með mjög nýtízkulegum skemmti- ferðaskipum frá Píreus (hafn- arborg Aþenu) til Krítar (heimsókn til Knossos), Ródos, (heimsókn til Lindos), Efesus á strönd Litlu-Asíu, Istanbúl (tveggja daga viðdvöl), Delos og loks Mýkonos. Þessa ferð fór íslenzkur hópur 1 fyrsta sinn í fyrra, á vegum ferða- skrifstofunnar Útsýnar, og þótti ógleymanleg reynsla. Nær Aþenu en Hringeyjar liggja nokkrar undurfagrar eyj- ar rétt undan strönd Pelops- saga, þeirra á meðal „lista- mannaeyjan" Hýdra sem er svo fjöllótt að þar verður ekki öðrum farartækjum við komið en psnum og tveimur jafnfljót- um. í Jónahafi vestan Grikk- lands liggja enn margar eyjar og sumar allþekktar, t.d. tþaka Ódysseifs og hin mikla gróður- paradís Kerkíra (öðru nafni Corfu), þar sem gríski kóng- urinn á meðal annars sumar- höll. Þangað flykkjast ferða- menh á sumrin ekki síður en til Ródos og Mýkonos. Kerkíra er nyrzta eyja Grikk- lands, liggur á mörkum Jóna- 'hafs og Adríahafs. Austan og norðan við hana liggur Albania að mestu lokað land, en sé hald ið lengra í norðurátt eru líkur til að menn komist til paradís- ar Títós á Adríahafsströnd, sem er yfir 2000 kílómetra löng og nær frá landamærum Albaniu norður undir Trieste. Meðfram endilangristrandlengjunni ligg- ur fjallgarður, sem einungis er rofinn hér og þar af fallvötn- um, og skýlir hann ströndinni fyrir austannæðingi, þanmg að loftslag er þar mjög gott mestan hluta árs, og má segja að meginstraumur ferðamanna liggi þangað, enda er góður mal bikaður akvegur meðfram encti langri ströndinni. Annars hef- ur ferðamannastraumurinn inn í landið aukizt til muna eftir að fullgerð var hin mikla hrað braut frá Ljubljana um Zagr- eb, Belgrad, Nis, Skopje og suður til Þessalóníku í Norð- ur-Grikklandi. Hefur hún mjög auðveldað ferðalög um landið og örvað menn til að fara land- leiðina frá Norður- og Vestur- Evrópu til Grikklands. Þó Júgóslavía hafi ekki upp á neitt svipaðar fornminjar að bjóða eins og Grikkland, á hún í fórum sínum margt til að gleðja forvitinn ferðamann, t.d. ýmis mannvirki á Adría- hafsströndinni frá tíð Róm- verja og frá miðöldum, fjöld- ann allan af glæsilegum mið- aldakirkjum með frábærum veggskreytingum, listrænan þjóðlegan handiðnað, gamla tónlist og hrífandi þjóðdansa, litríka þjóðbúninga og ákaflega alúðlegt viðmót íbúanna. Allt er þetta' að finna á Adríahafsströndinni, paradís ferðamanna í Júgóslavíu, og yrði of langt mál að telja upp allar þær borgir, þorp, kastala, kirkjur og önnur mannvirki sem stráð er eftir endilangri strandlengjunni. Meginhluti hennar nefnist Dalmatíuströnd, allt frá Starigrad í norðri til Cavtat í suðri. Fyrir norðan Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.