Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Fímmtudagur 7. apríl 1966 GRÆNLAND HHK « §§ * vs<‘ „RiVIERA NORÐURSINS" Grænlenzkur veiöimað ur SEGJA má með nokkrum sanni, að þessi áratugur, sem nú er að líða, sé áratugur ferðamannsins. Aldrei fyrr í hinni óralöngu sögu þessar- ar jarðar hafa jafn margir ferðazt jafn víða á jafn skömmum tíma og nú. — Hvert árið, sem líður, mark ar ný met í férðamálum flestra landa, og á hverju ári opnast ferðamönnum ný lönd, nýir heimar. Járn- tjaldslöndin, sem áður voru flestum lokuð, reyna nú mörg að laða til sín sem flesta ferðamenn, stöðugt er verið að opna nýja ferða- mannastaði í suðlægum löndum, ferðamannahótel skjóta upp kollinum á flest- um hugsanlegum stöðum. Víðast er allri nýjustu tækni mannsandans beitt til þess Kortin sýna Julianefcáb- svæöið og svæðið umhverfis Kulusuk. Til þessara tveggja staða má fara með Flugfélagi fslands. að gera ferðamanninum líf- ið þægilegt. Símar, sjón- vörp, bílar, sundlaugar og annað eru við hvert fótmál. En hefur ekki hinn sanni ferðaandi misst nokkuð af rómantískum dýrðarljóma sínum við hinar skjótu sam- göngur, ys og þys tækninn- ar? Æ fleiri telja svo vera með hverju árinu sem líður, og æ fleiri augu beinast ár- lega til þess hluta hnattar- ins, sem að mestu er ósnort- inn ennþá, norðurslóða. Að nokkru megum við Islend- ingar vera þakklátir þessum straumhvörfum, því af þeim höfum við ljóslega hagnað. Hins vegar er ekki ætlunin að ræða þá hlið málanna í þessari grein, heldur það land, sem næst okkur er, en alltof fáir íslendingar hafa til þessa „uppgötvað“, þ.e. Grænland, Rívíeru Norðurs- ins. Það má segja sem svo, að skiljanlegt sé að íslendingar kjósi ‘heldur að ferðast suður á bóginn til sólarlanda, bregði þeir sér út fyrir pollinn á ann- að borð. í hugskoti flestra er Grænland land óveðra, ísa og snjóa. f þessu gætir raunar verulegs misskilnings, því ó- víða munu sumarveður dásam- legri en einmitt í Grænlandi, og fæstir gera sér grein fyrir því, að ef t.d. er farið til Nars- sarssuaq á SV Grænlandi, er ferðast í suðurátt frá Reykja- vík. 7. heimsálfan? Erfitt er að gera sér í hugar- lund hvílíkt geysiland Græn- land er, og mætti raunar um það segja, að það væri heims- álfa fremur en land. Grænland er að flatarmáli 840,000 fer- mílur, eða fjórum sinnum stærra en Frakkland. Vega- lengdin frá nyrzta odda lands- ins til suðurodda þess er álíka löng og flugleiðin frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar. — Strandlengja Grænlands er 24.500 mílna löng, eða um það bil jöfn ummáli jarðar við mið- baug. Suðuroddi Grænlands er lítið eitt sunnar en Osló, en nyrzti oddi þess er á liðlega 83 gráðum norðlægrar breidd- ar. Vestustu hlutar Grænlands eru á svipaðri lengdargráðu og New York, en austustu hlutar þess eru 11,39 gráðum vest- lægrar lengdar. Stærsti hluti landsins liggur norðan heim- skautsbaugs. Hafi menn ekki fyrr gert sér ljóst hvílíkt feikna land hér er um að ræða, kunna þessar tölur e.t.v. að gefa mönn' um einhverja hugntynd um það. Meðfram ströndum Græn- lands eru tröllaukin granítfjöll, sem teygja sig allt að 12,247 fet til himins. Innan þeirra tekur við Grænlandsjökull, 708,290 fermílur að flatarmáli, og er Vatnajökull eins og dverg kríli í samanburði við hann. JÞar ríkir eilíf ísöld, en á þess- um ógnarfrera hafa Bandaríkja menn engu að síður komið upp ratsjárstöð, sem starfrækt er allt árið. Jökullinn teygir skriðjökuls- hramma sína niður í hvern dal og fjörð, og af þeim fæðast borgarísjakarnir með drunum, sem helzt minna á stórskotaliðs orrustu. Firðir í Grænlandi skerast allt að 186 mílum inn í landið, og í landinu er að finna ein- hverja hæstu tinda veraldar. En langt er frá því að Græn- land sé allt hulið ís og frera. íslaus svæði Grænlands eru á stærð við Noreg allan. Algeng- ustu spendýr landsins eru sauð- naut, læmingjar, hreindýr, ref- ir og hérar (snæhérar). Kalatdlit Nunat Grænlendingar nefna sjálfa sig Kalatdlits og land sitt nefna þeir Kalatdlit Nunat, eða Land Kalatdlita. Þeir eru þróaðastir allra Eskimóakynstofna í heimi, og tunga þeirra líkist mest tungu Kanadaeskimóa. Sjálfir vilja þeir ekki, að þeir séu nefndir Eskimóar, heldur Græn lendingar, og skal þeiin, sem til Grænlands fara bent á það. Samkvæmt manntali frá 1960 teljast í Grænlandi 30,663 Græn lendingar, en auk þess eru í landinu búsettir um 3,000 Dan- ir, enda telst Grænland hluti af Danmörku. Til gamans má geta þess, að 1840 töldust Græn lendingar vera 7,877, árið 1919 töldust þeir 13,331 og 1936 töldust þeir 16,680. Má glöggt af þessu marka að fólksfjölg- unin í Grænlandi er gífurleg, trúlega hin örasta í heimi. Allt fram á þessa öld lifðu Grænlendingar að mestu á veiðum, og gegndi þá selurinn mikilsverðu hlutverki, en nú eru fiskveiðar orðnar helzti at- vinnuvegur íbúanna. Um 100 fjölskyldur stunda sauðfjár- rækt í SV-Grænlandi, m.a. í Eiríksfirði og í Görðum. 1956 bjuggu um 39% þjóð- arinnar í bæjum, en 1959 hafði það hlutfall aukizt í 56%. Flótt- inn frá afskekktum stöðum í þéttbýlið hefur einnig teygt anga sína til Grænlands. Stærsti bær Grænlands er GodbhSb, en þar töldust íbú- ar 3,181 í manntalinu 1960. Narssarssuaq Flestir íslendingar hafa ein- hverntíma heyrt getið um Nars sarssuaq (orðið þýðir Stóra Slétta). Þangað heldur Flugfé- lag íslands uppi ferðum á sumrin, og þar eru ískönnunar- flugvélar F. f. staðsettar árið um kring. Narssarssuaq er við Eiríksfjörð og er flugvöllurinn þar gegnt hinum forna bústað Eiríks rauða, Brattahlíð, sem á máli Grænlendinga heitir Kagsiarsuk. Bandaríkjamenn byggðu flug völlinn í Narssarssuaq á styrj- aldarárunum (1941), og ráku þar herstöð til ársins 1958. Gekk flugvöilurinn þá undir nafninu Bluie West One. Er Bandaríkjamenn yfirgáfu Nars sarssuaq, tók danska Græn- landsmálaráðuneytið við rekstri flugvallarins. Við Eiríksfjörð er ákaflega fagurt, og gróður þar er mik- ill á grænlenzkan mælikvarða. Birkikjarr vex upp í miðjar hlíðar fjallanna, og þar getur að líta breiður af bláklukku og eyrarrós. í Narssarssuaq er rekið eitt af fáum gistihúsum á Græn- landi, þ.e. yfir sumarmánuðina. Heitir það Hotel Arotic, og sér danska félagið Aero Lloyd um rekstur þess. Gistiherbergin eru í fjórum gömlum herskálum. „Lúxus“ er þar enginn, en her- bergin hins vegar hreinleg og góð. í aðalbyggingu hótelsins er hægt að kaupa vín, danskan bjór, filmur, póstkort, eitthvað af veiðitækjum, skó, græn- á kajak sinum. lenzka minjagripi o. fl. Dansk- ir matreiðslumenn sjá um elda- mennsku, og er fæði þar skín- andi gott, svo sem búast má við af Dönum. Grænlenzka krónan er gjald- miðillinn í Grænlandi. Hún hefur sama gengi og danska krónan (100 danskar krónur jafngilda 624,50 ísl. kr.), en danska peninga er hægt að nota jöfnum höndum. Ferða- mönnum, sem til Grænlands fara, er bent á, að oft er erfitt að fá 'skipt þar öðrum gjald- eyri, eða ávísunum, þannig að tryggast er jafnan að hafa með sér danskar krónur í reiðu- fé. — Um ferðalög til og í Grænlandi Á þotuöld er nú svo komið, að Grænland er ekki jafn fjarri og áður. Þar við bætist, að Dan- ir eru fyrir löngu orðnir af- huga því, að halda Grænlandi „lokuðu“ fyrir ferðamönnum. Með hverju árinu sem líður eykst ferðamannastraumurinn til Grænlands, og í sumar er búist við að um 1000 ferðamenn leggi leið sína til Narssarssuaq og Julianehábsvæðisins. Sam- göngur við Grænland og inn- anlands þar hafa á seinni ár- um batnað hröðum skrefum, og með tilkomu þotuþyrla A/S Grönlandsfly varð gjörbylting á samgöngumálum landsins. Þetta allt hefur opnað dyrnar einstökum ferðamönnum. Hins vegar eru möguleikar á gistingu í Grænlandi enn sem komið er mjög takmarkaðir. Hótel, í þeim skilningi, sem við leggjum í það orð, þekkjast nánast ekki. Þó ber þess að geta að í Syðri Straumfirði er flug- stöðvarbygging og gistihús, sem rekið er varðandi flugvöllinn þar, en vegna ört vaxandi milli lendinga farþegaflugvéla á al- þjóðlegum flugleiðum þar (Pól- arflug SAS lendir þar t.d.), er aðeins hægt að gista þar ef menn bíða eftir flugfari eða skipsferð, enda var bygging þessi upphaflega við þær þarfir sniðin. í Godtháb er einasta raun- verulega hótel Grænlands, en í ýmsum bæjum landsins má finna svokölluð „gestaheimili". Áður er minnst á sumarhótelið í Narssassuaq. Vegna þessa takmarkaða gistirýmis ráðleggur t.d. Kon- unglega Grænlandsverzlunin ferðamönnum að taka sér far frá Kaupmannahöfn með ein- hverju skipa verzlunarinnar, sem sigla reglubundið til V- 25% FARGJMLÆKKl KEFLAVÍK - GLASGOW Vor-fargjöld Pan American. 15. marz gengu í gildi hin hagstæðu „30 daga“ vorfargjöld Pan American til Glasgow. Fargjaldið er kr. 4.573,00 fyrir báðar leiðir. Vor-fargjöldin gilda einnig til margra ann- arra borga í Evrópu. Engin ferð jafnast á við ferð með hinum glæsi legu þotum Pan American — hvort sem farið er á fyrsta farrými eða „Tourista“-farrými. Flugtíminn til Glasgow er 2 klst. PAN AM —ÞÆGINDI PAN AM — ÞJÓNUSTA PAN AM-HRAÐI Allar nánari upplýsíngar veila: .................... PAM AMEMCáN á blandi og ferðaskrifsiolurnar. E»/VC%r RCCA.IV AÐALUMBOÐ G.HELGASON & MELSTED HF HAFNARSTRÆT119 SIMAR10275 11644

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.