Morgunblaðið - 07.04.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.04.1966, Qupperneq 15
Fimmtuélagwr 7. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ lb Nú eftir hátíðarnar kemur út sumaráætlun L&L, sú glæsilegasta, sem við höfum staðið að. Þar er að finna stærsta úrval hópferða, sem íslenzk ferðaskrifstofa hefur boðið. Farið verður til yfir 20 landa í ferðum sem eru frá 7 til 23 daga langar. Ýmist er flogið, siglt eða far ið í bílum og oft notast við mismunandi farartæki í sömu ferð. Eins og áður bjóðum við hagstæð kjör og sem fyrr er vaijdað til vals á far arstjórum okkar. Lítið í sumaráætlun okkar áður en þér gerið pönt- un annars staðar — þar er að finna ferðir við allra hæfi. Varðandi aðsóknina að ferðum okkar má nefna, að þegar fyrstu vor- ferðirnar voru auglýstar fyrir nokkru seldust öll sætin upp á nokkrum tímum. Var þá um að ræða ferðir með ms. Gullfossi þ. 28. maí. Var þá bætt við tveim ferðum til viðbótar með Krónprins Frederik, sem einnig siglir þ. 28. maí. Einnig þær ferðir eru uppseldar og þannig munu 120 farþegar fara utan þennan dag. Það er ætíð skynsamlegt að ljúka ferðaáætlunum sínum í tíma. Viljum við benda farþegum okkar á, að hafa samband við okkur hið fyrsta. 27. apríl — 15 dagar. Vort'erð til Danmerkur. Þetta er fyrsta vorferð okkar og er siglt með Krónprins Frederik báð ar leiðir. Dvalizt er 5 daga í Kaup mannahöfn og tvo í Færeyjum. Ferðin er tilvalin hvíldarferð og kostar aðeins frá kr. 9.300,00. 7. maí — 17 dagar Kaupmannahöfn — Amsterdam Hamborg. Siglt báðar leiðir með Gullfossi. í þessari ferð siglir skipið beint til Hamborgar og þaðan er ekið til Amsterdam og síðan um Ham- borg til Kliafnar. Þegar hafa marg ir skráð sig í þessa ferð, sem farin er á einum fallegasta tíma vorsins. Verð kr. 10.890,00. 9. júní — 15 daga Miðevrópuferð. Siglt er báðar leiðir með Krón- prins Olav, en síðan farið í lang- ferðabíl frá Kaupmannahöfn um Hamborg — Harz — Miinchen — Salzburg — Innsbruck — Gar- misch Partenkirchen — Ulm — Frankfurt — Lubeck. Lögð er áiherzla á fegurstu héruð þýzku og austurrísku Alpanna. Verð kr. 15.850,00. 20. júní. — 19 dagar. Rínarlönd. Siglt er utan með Krónprins Olav, en síðan haldið frá Kaupmanna- höfn til Þýzkalands og þar farið um Travemiinde allt til Heidel- berg og þá um fallegustu staði Rínarhéraðanna. Leiðin til baka liggur um Hamborg, Kaupmanna- höfn og Gautaborg, þaðan sem flogið er til íslands. .Verð kr. 14.900,00. 24. júní. — 15 dagar. Bretland — Danmörk Þetta er ein af vinsælustu hóp- ferðum okkar, sem árlega hefur verið fullskipuð. Flogið er til Glas gow, en fanð í bíl suður Bretland um Vatnahéraðið — Stratford on Avon og Oxford. Dvalizt er á fjórða dag í London, en síðan siglt til Kaupmannahafnar með skipi D.F.D.S. Eftir þriggja daga dvöl í Höfn er haldið til Gautaborgar og flogið þaðan heim. Verð kr. 14.900,00. 8. júlí — 22 dagar Stóra Mið-Evrópuferðin. Þessi ferð er ein helzta nýjung í sumaráætluninni í ár. Flogið er til Gautaborgar og þaðan heim aftur, en farið í langferðabíl frá Gauta- borg um Berlín — Dresden — Prag — um fallegasta hérað Ung- verjalands — til Vinarborgar — Berchtesgaden — Hamborg — Kaupmannahöfn. Undir leiðsögn Guðmundar Steinssonar verður þetta eflaust ein eftirsóttasta ferð okkar. — Verð kr. 18.600,00. 8. júlí — 2. sept. — 15 eða 22 dagar. — Spánarferðir. Frá 8. júlí að telja efnum við til vikulegra Spánarferða. Spánn hef ur um langt árabil verið vinsæl- asta ferðamannaland íslendinga, sem sækjast eftir sumri og sól. — Hvern föstudag eftir 8. júlí má hefja ferð til Sitges, sem er strand bær sunnan við Barcelona. Komið er við í Kaupmannahöfn og Gauta borg í ferðunum, sem geta verið 15 eða 22 dagar eftir vild. Verð frá kr. 15.000,00. 23. ágúst. — 18 dagar. Sviss — Italía — Frakkland. Flogið er til Luxemburg og þaðan farið í bíl um nokkur fegurstu hér uð Evrópu. Fyrst verða fyrir okk- ur Vogesafiöllin, síðan Svörtuskóg ar og Bodensee. Ekið er um Sviss nesku Alpana og síðar eftir ítölsku og frönsku Rivierunni. Bakaleið in liggur upp Rhonedalinn og til Parísar, þaðan sem flogið er heim um London. — Verð kr. 16.900,00. 25. september. — 20 dagar. Austur-Afríka. Haustferð okkar í ár er til Kenya og Tansaníu. Flogið er um Frank- furt til Mombasa og síðan farið um helztu þjóðgarða þessara landa þar sem við sjáum öll hin stærri viltu dýr svo sem fíla og ljón í sínu náttúrlega umhverfi. Einnig er dvalizt nokkra daga á baðströnd í Malindi á strönd Indlandshafs. Verð kr. 34.800,00. Það er alkunna, að Lönd & Leiðir hafa undanfarin ár boðið ódýrustu hópferðirnar til útlanda. Skýringin er einfald- lega sú, að sökum hins mikla fjölda far þega sem ferðast á okkar vegum höfum við undanfarin ár leigt flugvélar til flutninga á mörgum hópferða okkar og þannig getað lækkað flutningskost naðinn. Einnig nú f sumar höfum við náð hagstæðum samningum varðandi þessa flutninga og verður því ekki lun hækkanir að ræða á ferðum okkar. LEIÐIR AÐALSTRÆTI 8 SÍMI 20800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.