Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLADID Þriðjudagur 8. nóv. 1966 Eldsvoði á Laugavegi aðfaranótt sunnudags Drukkinn maður reyndi að tefja slökkvi- lið og sjúkrabifreið d leið þeirra d brunastað AÐFARANÓTT sunnudags kl. 2.23 var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 53 B við Laugaveg, en þar var þá eldur í kjallara hússins að vestanverðu í miðju húsi. Slökkvistarf var erfitt og tók það rúmar þrjár klukkustundir, en eldurinn var að fullu kaefð- ur kl. 5.45. Urðu miklar skemmd ir á húsinu. Á götuhæð hússins var rit- véla- og myndavélaverzlun, en varningi þeirrar verzlunar var að mestu bjargað. Þá var einn- ig í húsinu aktía- og söðlaverk- stæði og munu skemmdir hafa orðið miklar á því. Á efri hæð hússins bjuggu tvær konur og í kjallara bjó kanmaður og mun hafa orðið tjón á húsmunum þeirra. Eldsupptök eru ókunn. Þess má geta að er slökkvi- Sjómonnaverk fall í Perú Lima, Peru, 7. nóv. (AP) ENGIN lausn er sjáanleg í sjómannaverkfallinu I Peru, sem er á áttunda degi í dag. Nær verkfallið til um 20 þús. fiskimanna, og var ráðgert að leiðtogar sjómannanna ættu fund með útgerðarmönnum á morgun, þriðjudag. Verkfall fiskimannanna hef ur leitt til þess að um 40 þús. starfsmenn fiskimjölsverk- smiðja í landi eru atvinnu- lausir. Kröfur fiskimanna eru aðal lega þær að verð á ansjónum til bræðslu hækki um 80—115 soles tonnið, og að vélamenn fái 3.000,00 soles mánaðar- laun (um kr. 4.800,00). bifreiðar og sjúkrabifreið voru á leið norður Snorrabraut að hinu brennandi húsi slangraði drukkinn maður fyrir allar bif- reiðarnar, svo að þær þurftu að hemla. Virtist þessi maður gera það sér að leik að tefja bifreið- arnar, sem voru fimm að tölu. Óþarft er að taka fram hversu alvarlegar afleiðingar slíkt fram ferði hefði getað haft og þá ekki sízt fyrir hinn drukkna, sem hæglega hefði getað farið sér að voða með þessum leik, sagði Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóri í viðtali við Mbl. í gær._________________________ Frá brunarústunum við Laugaveg. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Allmörg umferö aróhöpp norðanlands um helgina Akureyri, 7. nóvember. ALLMÖRG umferðaróhöpp urðu á eyfirzkum og akureyrskum bíl- um nýliðna helgi. Hið fyrsta var í Víðidal í Húnavatnssýslu á laugardag, er jeppi úr Eyjafirði valt út af veginum og hálfónýtt- ist. Ökumaður var einn í bílnum og var að koma að sunnan. Hann er þaulvanur ökumaður, vegur- inn var ágætur og hálkulaus. Eng in skýring er fengin á óhappinu, en eitthvað hefur bilað í bílnum sjálfum. Klukkan 21.05 á laugardags- Sjálfstæðisfélap; Kópavogs AÐALFUNDUR félagsins verð ur haldinn í Sjálfstæðishúsi Kópavogs í kvöld kl. 8.30. Ræðumaður verður Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. Umræðu efni: Þróun, horfur og stefna í efnahagsmálum. kvöld varð mjög harður árekst- ur leigubíls og einkabíls á mót- um Byggðavegar og Hamars- stígs hér í bæ. Leigubíllinn kom sunnan Byggðavegar, þegar einkabíllinn skall á honum aftan verðum, sneri honum til á hálli götunni þannig að hinn fyrr- nefndi kastaðist fyrst á ljósa- staur og kengbeygði hann og síðan á girðingu og mölbraut hana. Bá'ðir bílarnir voru óöku- færir........................ Fimmtán mínútum síðar varð annar árekstur á þjóðveginum fólksbilar ætluðu að mætast, en vegurinn reyndist of mjór. Á svipuðum slóðum valt fólks- bíll héðan úr bæ um kl. 3 um nóttina. Þrennt var í bílnum, sem valt fram af hárri vegar- brún, kom niður á þakið, valt síðan á hjólin aftur og er afar illa leikinn. Hálka var á vegin- um og aksturinn of hraður miðað við aðstæður. Það má telja mikið lán og mildi, að engin meiðsli urðu á fólki í öllum þessum umferðar- neðan við Kristnes, þegar tveir I óhöppum. — Sv. P. fsland í f jóröa neðsta sæti eftir 3 umferðir Bandaríkjamenn mættu ekki til leiks á móti Rússum í annarri umferð Sverrir Júlíusson. Nœturœvintýri innbrofsþjófa: Féll 6 m ofan af hús- Sjálistæðismenn þaki, lenti í sandbing “3neskrep,K Annar festist í glugga, er hann vildi brjótast inn AÐFARANÓTT mánudagsins gerði ungur maður tilraun til þess að brjótast inn í Hót- el Vík. Komst hann inn uni glugga hússins, og hélt síð- an ferð sinni áfram upp á efstu hæð hússins. Þar brá hann sér snaggaralega út í gegnum þakglugga, en hefur ekki varað sig á að nokkur ísing var á þakinu. Er skemmst frá því að segja, að manninum skrikaði fótur á hálu þakinu, og rann sem leið lá niður það, og þeyttist fram at því. Af þak- inu og niður á jafnsléttu er um 60 metra fall, og hefði maðurinn eflaust stórslasast, ef ekki hefði viijað svo heppi lega til, að hann lenti í stór- um sandbing, sem þarna var. Maðurinn var undir áhrifum áfengis. Ekki fór betur fyrir öðr- um ungum manni, sem gerði tilraun til þess að brjotast inn í vörugeymslu aðfaranótt sunnudags. Járnrimlar voru fyrir glugganum, og reyndi maðurinn að sjnokra sér inn á milli þeirra, en tókst það ekki betur en svo, að hann festist í glugganum. Eigandi hússins vaknaði við brölt innbrotsþjófsins, og gerði iög reglunni þegar aðvart. Bra hann sér að svo búnu út, og hélt um fætur þjófsins, svo hann gat sig hvergi hrært, þar til lögreglan kom á vett- vang og tókst að losa mami- AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins í Miðneshreppi verður haldinn nk. sunnudag kl. 14 í samkomuhúsinu í Sandgerði. — Sverrir Júlíusson, alþingismaður, flytur þar ræðu um stjórnmála- viðhorfið, en Aðalsteinn Gísla- son ræðir um hreppsmál. NÚ er lokið þremur umferðum á skákmótinu í Havana á Kúbu. íslendingunum hefur ekki gengið vel fram að þessu og eru þeir nú í fjórða neðsta sæti með 3Vi vinning, en fyrir neðan þá eru Noregur, Spánn og Kúba. Rússar hafa tekið forystuna með 10 vinninga, en Júgóslavar fylgja fast á eftir með níu vinn- inga. Er óvíst að Rússar hefðu haldið fyrsta sætinu fyrir Júgó- slövum, ef þeir hefðu ekki feng ið gefna 4 vinninga frá Banda- ríkjunum. Ástæðan fyrir því var sú, að Bobby Fischer, sem er Gyðing- ur, mæltist til þess að hann þyrfti ekki að tefla á laugardag- inn gegn Rússum af trúarbragða ástæðum. Á þetta vildu Rússar ekki fallast, og neituðu öllum tillögum um frestun, og haíoi það í för með sér að Banda- ríkjamennirnir mættu ekki til í gær var V-gola eða kaldi þurrt austan lands. I London um mestan hluta landsins en var 15 st. hiti en í New York norðan átt var í uppsiglingu. var hitinn ekki langt fyrir É1 voru vestan lands en ofan frostmark í morgunsárið. leiks, og hlutu Rússar því alla fjóra vinningana. Islendingar tefldu við Argen- tínu í fyrstu umferð og hlu.u 1% vinning, en í annari umfeið töpuðu þeir fyrir Búlgörum 3—1. í þriðju umferð tefldu þeir svo við Tékka og þá tapaði Gunnir Gunnarsson fyrir Jansa, en hinar skákirnar fóru allar í bið. Þær voru svo tefldar í gær og fór þá svo að Friðrik tapaði fyrir Hort, Guðmundur Pálmason gerði jafn tefli við Pilip og Freysteinn jafn tefli við Kavalek. Önnur úrslit í annari umferð urðu: Noregur—Rúmenía 2—2, Arg entína—Þýzkaland 3Vz—V4; — Tékkóslóvakía—Spánn 2VÍ—IV2; Júgóslavía—Ungverjaland 2—2; Danmörk 3V4—V2. í þriðju umferð urðu úrslit sem hér segir: Júgóslavía—Nor- egur 4—0; Kúba—Rússland Vá —3V4; Danmörk—Rúmenía 1—3; Spánn—Bandaríkin Vá—3'/2; — Þýzkaland—Búlgaría 2—2, og Argentína—Ungverjaland 2—2. Staðan í riðlunum öllum að loknum þremur umferðum er þessi: Rússar 10 vinninga; Júgo- slavar 9 vinninga; Argentína 8 v. Búigaría 8 v., Rúmenía 8 v., U. S.A. 7 V4 v., Tékkar 7 v. Ung- verjaland 7 v., Danmörk 5V4 v., A-Þýzkaland 3V4 v., ísland 3Vá, Noregur 3 v., Spánn 2V4, Kúoa 1V4 vinning. Riðill B. England 8V4, Holland 8V4, Sviss 8V4, Finnland 7, Pólland 7, Aust- urríki 6V4, Kolumbía 5V4, Belgía 5, Indónesía 5V4, Skotland 4V4, Kanada 4V4, Frakkland 4V4 og Svíþjóð 4. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.