Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 22
22
MORCUNBLAOIÐ
triðjudagur 8, nóv.,1966
Alúðarkveðjur og þakkir sendi ég ykkur öllum, sem
sýnduð mér vináttu og tryggð með nærveru ykkar og
kveðjum á 70 ára afmælisdegi mínum, 20. okt.
Bið ykkur allrar blessunar.
Málfríður Bjarnadóttir, Akranesi.
t
Konan min,
IIILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR
lézt í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að kvöldi 6. þ.m.
Ólafur Vilbergsson, Suðurgötu 9.
ARI GUÐMUNDSSON
frá Höfn í Hornafirði,
lézt á Elliheimilinu Grund þann 4. nóv. sl.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Aðstandendur.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdáfaðir,
PÁLL J. HELGASON
tæknifræðingur, Hafnarfirði,
andaðist laugardaginn 5. nóvember.
Inger Helgason, börn og tengdaböm.
Elsku litli drengurinn okkar og bróðir,
ÞÓRÐUR GUÐNI
andaðist 26. október í barnadeild Landsspítalans. —
Jarðarförin hefur farið fram. — Hjartans þakklæti til
Settingja og vina fyrir auðsýnda hluttekningu. —
Guð blessi ykkur öll.
Sigurlaug R. Guðmundsdóttir,
Jón Hreiðar Hansson,
Gunnar Þorkell Jónsson,
Þórsgötu 8.
Mín elskulega kona,
SVALA THORSTEINSSON
fædd Jensen,
andaðist á laugardagskvöld, 5. nóv. sl.
Friðþjófur Thorsteinsson
og fjölskylda.
Systir okkar,
SIGRÍÐUR SVANA ÞORSTEINSDÓTTIR ERIKSEN
lézt í Kanada 20. október sl. — Jarðarförin hefur far-
ið fram. — Fyrir hönd systkina.
Gísli Þorsteinsson.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför,
KRISTJÁNS KRISTINSSONAR
matsveins.
Guðbjörg Kristinsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir,
Svava Kristinsdóttir, Benedikt Kristinsson,
Anna Kristinsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir.
Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu vegna fráfalls
STEFÁNS Ó. BJÖRNSSONAR
frá Laufási.
Edda Svava Stefánsdóttir, John S. Magnússon,
Hafsteinn Þór Stefánsson, Halla Ólafsdóttir,
Jón Baldvin Stefánsson , Sif Aðalsteinsdóttir,
Aðalheiður Thorarensen,
Vilborg Oddný Bjömsdóttir,
Jón Sigurður Björnsson.
Eiginkona mín,
KATRÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Flatey, Breiðafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
9. nóvember nk. kl. 3 e.h.
Steinn Ágúst Jónsson.
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér
hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns,
ERLINGS PÁLSSONAR
fyrmm yfirlögregluþjóns.
Sérstaklega þakka ég lögreglusjóra og lögreglunni í
heild. Borgarstjóra, íþróttahreyfingunni og öllum fyrr-
verandi starfsfélögum mannsins míns, fyrir þá vinsemd
og virðingu, er þeir sýndu minningu hins látna.
Bið ég ykkur öllum guðs blessunar.
Fyrir mina hönd, dætra, tengdasona og bamabarna.
Sigríður Sigurðardéttir.
— Rafvæðing
Framhald af bls. 11
bera, sem til þarf til að koma sér
upp slíkum veitum og reka þær,
án þess að þeir sem þar búa, búi
við mikið hærra raforkuverð
heldur en aðrir landsmenn, það
mun verða happasælli leið í þess
um málum, heldur en sú sem nú
er farin.
Að endingu vil ég vekja at-
hygli þeirra á því, sem búa við
ekkert eða ófullnægjandi raf-
magn, að athuga vel sina að-
stöðu heima í héraði, en ein-
blína ekki um of á tenginu frá
ríkisveitunum og gerast þeirra
leigu-takar um ókomna framtíð.
Takíð bændurna á Snæfjalla-
strönd ykkur til fyrirmyndar,
ráðið þessum málum sem mest
sjálfir heima í héraði.
Þið takið ána, sem runnið hef-
ur frá ómunatíð við bæjarvegg-
inn eða túnfótinn, í ykkar þjóh-
ustu, hættið áð nota dýra er-
lenda, orkugjafa, en notið í þess
stað jnnlenda orku, sem náttúra
fslands er svo auðug af, og marg
faldið notkun þessarar dásam-
legu orku, sem raforkan er.
f staðinn fýrir raflýsingu
sveitanna hefjist þið handa um
rafvæðingu sveitanna.
Patreksfirði 22. 10. 1966
Hafsteinn Daviðsson.
— Draugagangur
Framhald af bis. 19
ir einna mest á lagaformála úr
gömlum Stjórnartíðindum: „Því
bjóðum Vér og skipum. . o.s.
frv. Hér er sama fullyrðinga-
hneigðin og í grein Ólafs Jóns-
sonar í Ord och bild, sem ég
minntist á í grein minni. En ein
mitt slíkar staðhæfingar verða
til þess að ekki er kleift að halda
uppi rökræðum um bókmenntir
hér. Þegar fjalla'ð er um mál-
efni í fullyrðingartón, í stað hóf-
samlegrar athugunar, er sjálf-
gefið að grundvöllur skynsam-
legra rökræðna er ekki fyrir
hendi.
Hér hefur verið drepið á nokk
ur atriði í þessum skrifum, sem
ætla mætti ,að kæmu almennum
bókmenntaumræðum eitthvað
við. Hnútur S.A.M. í minn garð
skipta ekki máli, og sama er að
segja um velmeintar tilraunir
hans til að upplýsa mig um að
landafræði sé hlutlæg fræðigrein
en bókmenntir huglæg fðja, og
sé þvi samlíking mín um jökl-
ana tvo út í hött (,,frumleg“).
Nú mætti benda á, að bæði
S.A.M. og aðrir hafa kvartað
yfir, að ísl. skáldsögur séu tengd
ar við ákveðin svæði (sveitir)
og þykir það ókostur. Ef til vill
kemur hér einna skýrast í ljós
sú hneigð til dilkadráttar, sem
margir þessara bókmenntamanna
virðast haldnir af. Ég tilfærði
gamansamt dæmi, sem varpar
ljósi á meira en í fljótu bragði
virðist. Sagan sýnir, að raunvís-
indi er hægt að rangtúlka, ekki
síður en huglæg efni og hefur
verið gert. Ma'ður er nefndur
Blefken. . . . Annars hefði ég
alltaf haldið að skáldsagan fjall
aði um manneskjur fyrst og
fremst og staðsetningin skipti
minna máli.
Loks Iítur út sem S.A.M. sé
að falbjóða dómaraskikkju sína,
þeim er nenna að fara í hana,
um leið og hann minnir á að
ég hafi borið hana sjálfur á síð-
um Morgunblaðsins og ég sé því
„manna bezt fallinn til að dæma
Bjarni Beinteinssom
lögfræðincur
AUSTURSTRÆTI 17 (SILI.I * valoiI
SlMI 135 36
SKÚLI J. PÁLMASON
héraðsdómslögmaður.
Sambandshúsinu, Sölfhólsg. 4.
Símar 12343 og 23338.
LOGI GUÐBRANDSSON
héraðsdómslögmaður
l.augavegi 12 — Sími 23207.
Viðtalstimi kl. 1—5 e.h.
um, hvernig hún fer öðrum“.
Ég hef nú raunár ekki falazt eft-
ir þessu plaggi, en þykist hafa
sannfærzt um, bæði við starf
mitt við Mbl. og á öðrum vett-
vangj að íslenzkum bókmennt-
um sé. meiri greiði gerður með
hófsamlegri kynningu en hvat-
skeytislegri dómgirni, sem bygg-
ist einvörðungu á persónulegu
mati. Ég er ekki viss um, að
persónulegt mat sé einhlítt í þess
um efnum fremur en mörgum
öðrum. Að minnsta kosti verð-
ur það að byggjast á traustuin
grundvelli sanngirni og skiln-
ings, ekki sízt þegar skrifað er
fyrir erlenda lesendur, sem að
vonum hafa takmarkaða þekk-
ingu á efninu.
Jón Björnsson.
BILAR
Rambler Ameriean
1966
ekinn 5 þús. km.
Sérlega glæsilegur.
Rambler Ameriean
1965
ekinn 20 þús. km.
einkabíll.
Rambler Classie '65
Fallegur bíll.
Renault Major '65
sem nýr.
Rambler Ameriean
1964
ekinn 40 þús. km.
Einkabíll.
Opel Rekord '64
special De-Luxe, ekinn
40 þús. km.
Opel Caravan '64
Toppgrind o.fl.
Vauxhall Velox '63
einkabíll, ekinn 35 þús.
km.
Simea 1963
Góður bíll.
Austin Cipsy B
1963
á fjöðrum.
Austin Cambridge
D 1963
Lítil útborgun.
Hagstæð kjör. Skipti möguleg
Chrysler-um boðið
Vökull hl.
Hringbraut 121 — Sími 10600
GLEBAUGNAHÚSIÐ
TEMPLARASUNDI3 (homið)
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar, eigum dún- og fiður-
held ver, gæsadúns- og
dralon-sængur og kodda af
ýmsum stærðum.
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3. Sími 18740.
(Örfá skref frá Laugavegi)
I
ravj<3 bœ
Óðinstorgi.
Við »11 tækifæri
>f Smurt brauð
>f Snittur
>f Brauðtertur
Pantanir í síma:
20 - 4 - SO
Guijón Styrkársson
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 6. — Simi 18354.
leqsieinap
J plötuy
S. Helgason hf.
Súðarvogi 20. — Sími 36177.