Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 3
ar x xv/j
ilU v .
Hverf frá Saurbæ þakk-
látur Guði og mönnum
Stutt samtal við sr. Sigurjón Guðjónsson
prófast í Saurbæ
„ÞAÐ er óhætt að segja, að
ég hætti ánægður prestskap.
Ég hef verið svo lánsamur
að hafa gott fólk í söfnuðum
mínum, og í Saurbæ hefur
okkur hjónunum liðið vel,“
sagði séra Sigurjón Guðjóns
son prófastur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, þegar við
hittum hann að máli í gær
í hinu nýja heimili hans,
Eskihlíð 20 hér í borg, í til-
efni af því, að hann lætur nú
af prestsskap í Saurbæ eft-
ir 35 ára starf, og þar af í
rúmlega 20 ár prófastur í
Borgarfjarðarprófastsdæmi.
„Ég er þakklátur fólkinu
þar efra, bæði í Saurbæjar-
sókn og Leirársókn. Við mætt
um þar alltaf hlýju og vel-
vild allan tímann. Mér finnst
guðs blessun hafa hvílt yfir
mér og starfi mínu, og fer
þaðan ánægður. Kirkjusókn
var þarna eins og gengúr og
gerist í sveitaprestaköllum,
fólkið sótti kirkju sína vel,
og á stórhátíðum og við ferm
ingar mjög vel.
Ég minnist þess frá stú-
dentsárum mínum í guðfræði
deildinni að mig dreymdi eitt
sinn draum, að ég væri stadd
ur á ókunnugum stað. Mér
fannst ég staddur í birkihlíð,
og lítil rennandi lind skopp-
aði þar framhjá. Ég hallaði
mér útaf stundarkorn, og þá
finnst mér eins og við mig
sagt: „Hérna átt þú nú að
verða.“
Þegar ég svo síðar kom að
Saurbæ, þekkti ég aftur stað
inn úr draumnum. Og ég hef
aldrei sótt frá Saurbæ, og það
er raunar einkennilegt, að
næstum enginn prestur, sem
þar hefur setið, hefur gert
það. Það er eins og einhver
helgi hvíli yfir staðnum, sem
bindi hann þar órjúfandi
böndum. Sjálfsagt er það, að
einhverju leyti vegna minn-
inganna um séra Hallgrím
Pétursson. Það fer ekki hjá
því, að sú minning sæki á
huga þess prests, sem Saur-
bæ situr.
Og væri ég ungur sagði ég
við eftirmann minn í fyrra-
dag, myndi ég óðar sækja
þangað aftur, ætti ég kost á
því, þ.e.a.s., ef konan mín
vildi koma þangað með mér.
Við berum þetta undir pró
fastsfrúna, Guðrúnu Þórar-
insdóttur og hún tekur und-
ir þessi orð. „Langafi minn,
séra Þorvaldur Böðvarsson
var þarna prestur, og ég hef
ævinlega kunnað vel við mig
í Saurbæ.“
„Ég var vígður til prests
1. júní 1931, ásamt séra Þor-
grími Sigurðssyni prófasti á
Staðastað, og vígðist strax til
Saurbæjar. Lengst af rak ég
allstórt bú með prestsstarf-
inu, átti þetta um 13 kýr og
150 fjár, þegar flest var, en
á síðari árum hafði ég þó
eingöngu kindurnar. Ég varð
að byggja sjálfur yfir mig
prestssetur árið 1936, og það
var allerfitt á þeim árum.
Já, þú minnist á Hallgríms
kirkju í Saurbæ. Segja má,
að kirkjubyggingin hafi ver-
ið samofin flestum starfsár-
um mínum í Saurbæ. Þetta
var eiginlega 40 ára stríð. Það
mun hafa verið á héraðs-
fundi, sem haldinn var ■ á
Grund í Skorradal, sem hug-
myndin um Hallgrímskirkju
í Saurbæ kom fyrst fram frá
Friðrik Bjarnasyni tónskáldi
i Hafnarfirði, sem þar var þá
staddur. Menn voru auðvitað
bæði með og móti henni, og
það var margt um þetta
skrifað. Sumir töldu, að kirkj
una ætti að reisa í Reykja-
vík, en aðrir aðhylltust Hall-
grímskirkju í Saurbæ. Kirkj-
an var svo vígð 28. júlí 1957
áf þáverandi biskupi Ás-
mundi Guðmundssyni. Marg
ir telja hana fegurstu kirkju
landsins. Fram komu marg-
ar teikningar af kirkjunni,
og var sú fyrsta eftir Árna
Finsén. Málið féll þó niður
um stund en síðar var svo
efnt til samkeppni um kirkju
teikninguna, en engin teikn-
ingin hlaut 1. verðlaun, og
Séra Sigurjón Guðjónsson,
prófastur í Saurbæ.
ákvað þá byggingarnefndin
að leita til húsameistara rík-
isins, Guðjóns Samúelssonar,
henni. Skiptar skoðanir urðu
um þá teikningu, og lá mál-
ið niðri seinni stríðsárin. Þó
hafði verið steyptur grunn-
ur af Guðjónskirkju. Að lok-
um var svo Sigurði Guð-
mundssyni arkitekt falið að
teikna kirkjuna. Stytti hann
kirkjuna um 8 metra, en lét
breiddina halda sér, og telja
allir, að honum hafi farizt
verkið vel úr hendi. Þetta
mun vera eina kirkjan, sem
Sigurður teiknaði, og var það
skaði, að hann ekki teiknaði
fleiri kirkjur.
Kirkjan var að mestu leyti
byggð fyrir samskotafé, og
bárust kirkjunni margar
mjög rausnarlegar gjafir, sem
of langt mál yrði að telja hér
upp. Hvalfjarðarstrandar-
hreppur lagði mikið af mörk
um, einnig ríkissjóður undir
lokin. Auðvitað mæddi
kirkjubyggingin allmikið á
heimili okkar, og svo hin
seinni ár hinn gífurlegi fjöldi
gesta, sem komið hefur til að
skoða kirkjuna, en þeir
skipta þúsundum, og eru þá
ekki taldir með kirkjugestir
í sókninni. Til dæmis má
geta þess, að sl. sumar komu
um 2500 manns til að skoða
kirkjuna. Við héldum 3 Hall
grímshátíðir til að minna á
kirkjubygginguna, árin 1933
og 1934 og 1936, en þær lögð-
ust niður vegna mikilla erfið
leika við samkomuhaldið.
Einkanlega spillti mjög vont
veður 1934 hátíðinni.
Ekki má gleyma hinu góða
samstarfi, sem ég alltaf átti
við séra Friðrik Friðriksson
og þá Skógarmenn í Vatna-
skógi, og er mér það ríkt í
minni, þegar séra Friðrik
kom með allan drengjaskar-
ann á sunnudögum „marsér-
andi“ niður hlíðina, eins og
þar færi herforingi með lið
sitt. Fylltu þá drengirnir oft
kirkjuna. Ég gaf séra Friðrik
eitt sinn tvö heimalingslamb-
hrúta, hvítan og svartan, sem
Skógarmenn hinir eldri
muna sjálfsagt vel eftir. Hvít
ur varð fljótlega fyrir bif-
reið, en Svartur fylgdi oft
séra Friðrik á göngu hans um
Akranes, en svo fór hann að
hnýfla fólk, sem vildi tala við
séra Friðrik, eins og hann
væri afbrýðissamur og mun
hann hafa orðið, að ióga hon
um stuttu seinna.
Ég vil að lokum aðeins
endurtaka það“, sagði sera
Sigurjón að lokum, „að ég
er ákaflega þakklátur sóknar
• börnum mínum fyrir allan
þeirra hlýhug til mín og
konu minnar. Ég mun n.k.
sunnudag kveðja söfnuðinn
við messu í Saurbæ, og á
Leirá þann 20. nóvember.
Hvað við tekur nú, veit ég
ekki, en ég hef í frístundum
mínum á undanförnum árum
unnið nokkuð að sálmasögu,
og ætli maður haldi því ekki
eitthvað áfram.“
Fr. S.
SIAKSTEINAR
Kosningar
í Danmörku
Hin skyndilega ákrörðun
dönsku rikisstjórnarinnar um
að efna til þingkosninga nú í
þessum mánuði, hefur að von-
um vakið mikla athygli og um-
ræður á Norðurlöndum og fyr-
ir nokkru ræðir Hofedstadsblad
et í Helsingfors kosningahorf-
urnar og segir meðal annars:
„fhaldsmenn standa nú sam-
kvæmt Gallup-skoðunum tölu-
vert sterkar að vígi en fyrir
2 árum, en staða Vinstri flokks-
ins er nokkurn veginn sú sama
og þá. Skoðanakannanir spá
nokkrum ávinningi fyrir borg-
araflokkana tvo, og menn biða
með eftirvæntingu eftir að sjá
hvernig hlutföllin verða milli
þeirra. Ef til vill er sótt enn
harðar að jafnaðarmönnum frá
vinstri en hægri. Þjóðlegi Sósial
istafiokkurinn“ nýtur þess að
hafa verið í stjórnarandstöðu,
hann getur ákært stjórnarflokk-
inn fyrir allt það sem verr hef-
ur farið á timabili erfiðra efna
hagslegra aðstæðna. Ef skoðana-
kannanir standast, getur „Þjóð-
legi Sósialistaflokkurinn búizt
við nokkrum ávinningi, en þó
er staða þeirra samkvæmt GaU-
up-skoðunum mjög breytileg,
og árangur þeirra í kosningum
mun byggjast töluvert á því,
hvernig kosningabaráttan þró-
ast.“
Sviðamessa Ferðafélagsins:
/
Vegíeg árbók F. í. næsta ár
helguð Sprengisandsleið
SVIÐAMESSA Ferðafélags Is-
lands, hin 24. í röðinni, var hald-
in í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um sl. sunnudag. Hafði stjórn
félagsins boðið þangað nokkr-
um velunnurum þess og blaða-
mönnum.
Einar Guðjónsen, fram-
kvæfndastjóri félagsins; gerði í
fáum orðum grein fyrir starf-
semi félagsins á liðnu sumri.
Hann sagði, að sumarið hefði
verið gott ferðasumar, enda þótt
ferðalögin hefðu byrjað seinna
en venjulega, vegna þess hve
voraði seint. Voru á sumrinu
farnar 95 ferðir og voru þátttak
endur 2419. í fyrra voru farnar
108 ferðir, en þátttakendur þá
voru 2678 að tölu.
Hann drap þessu næst á fram-
kvæmdir á vegum félagsins í
sumar, og sagði að engir nýir
skálar hefðu verið byggðir, held
ur hefði gömlu skálunum ein-
ungis verið haldið við, og nokkr
ar endurbætur gerðar á sumum.
Hann taldi miklar líkur á að
mögulegt yrði að byggja nýja
skála næsta sumar, en ekki ver
ið ákveðið hvar þeir yrðu byggð I næst grein fyrir vetrarstarfsem-
ir, en staðir eins og Landmanna I inni og kvöldvökunum í vetur.
laugar, Veiðivötn og Sprengi-
Verða þær aðallega í formi
fræðslufunda, og fengnir ýmsir Svíþjóð
fjölfróðir menn til þess að halda harðri kosningahríð, þegar tíl
fyrirlestra, og einnig sýndar
kvikmyndir og skuggamyndir.
arhæf á skattaskýrslum.
sandssvæði hefðu verið nefnd i
því sambandi.
Hann ræddi um umgengni við
skálana, sem hann kvað vera
miður góða, sérstaklega á þeim
stöðum, þar sem húsverðir væru
ekki. Nefndi hann sérstaklega í
því sambandi Hvítanesskála, en
þar væri umgengnin fyriV neð-
an allar hellur, og væri sama
hvaða ráðum væri beitt til þess
að bæta þar úr — ekkert þýddi.
Þessu næst gerði Jón Eyþórs-
son, ritstjóri Árbókarinnar,
grein fyrir næstu Árbók. Gat
hann þess að nú væri svo komið,
að nú væri lokið öllum sýslu-
lýsingum, og tæki þá næst við
að segja frá miðhálendinu. Verð
ur næsta árbók helguð Sprengi
sandsleið, og hefur Hallgrímur
Jónasson, kennari, ritað hana.
Hallgrímur lýsti í stuttu máli
þessari árbók sinni, og verður
hún án efa mjög fróðleg aflestr
ar.
Lárus Ottesen gerði þessu
II
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Faxaskjól
Ásvallagata
Fossvogsblettur
Fálkagata
Austurbrún
Lambastaðahverfi
Skerjaf. - sunnan fl.
Talið við afgreiðsluna simi 22480
Jafnaðarmenn
á undanhaldi
Eins og þessi tilvitnun í hið
finnska blað ber með sér, er
þvi nú almenn spáð, að nokkuð
muni halla undan fæti fyrir
jafnaðarmönnum í Danmörku
og borgaraflokkanir vinna á. Ef
niðurstaða kosninganna verður
sú er það mjög í samræmi við
þróunina í Noregi og Svíþjóð,
og þá mega jafnaðarmenn í
vissulega búazt við
þingskosninganna kemur þar í
Sigurður Jóhannsson, forseti Jafnaðarmenn hafa nú í
félagsins tók síðastur til máls, áratugi verið áhrifamestir um
°S gat þess m.a. að á næsta ári þróun stjórnmála á Norðurlönd-
ætti Ferðafélag íslands 40 ára unum þremur. þag er Dan.
afmæli, og vildi hann minna vel ... . ,
unnara félagsins og aðra þá, sem mor*tu> Noregi og Svíþjóð. Þar
styrkja vildu félagið með fjár- hafa verið byggð upp að margra
framlögum, að þau væri frádrátt dómi velferðarþjóðfélög, sem
eru til fyrirmyndar. En þótt
margar hinna nýfrjálsu þjóða
heims líti til þessra landa, sem
sérstakra fyrirmynda, verður
þó ekki fram hjá þeirri stað-
reynd komizt, að ýmiss alvarleg
vandamál hafa fylgt í kjölfar
hinnar miklu velferðaruppbygg-
ingar þessara landa. Af þeim
sökum hafa menn velt því fyr-
ir sér, hvort því séu ekki ákveð-
in takmörk sett, hversu Iangt
skuli ganga á braut velferðar-
þjóðfélagsins. En hvað svo sem
um það er, verður úrslita
dönsku kosninganna beðið með
eftirvæntingu, því að þær muuu
staðfesta eða ekki, hvort þeir
straumar, sem byrjuðu í Nor-
egi, og vart hefur orðið í Sví-
þjóð eru að vaxa á Norðurlönd-
um, og hvort stjórnartimabil
Jafnaðarmenn í þessum löndum
sé nú senn á enda.