Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 13
ÞriSjudagur 8. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 „NÝJUNGAR í UMFERÐA- FRÆÐSLU í SKÓLUM" Rætt við Pétur Sveinbjarnarson, fulltrúa umferða- nefndar Reykjavíkurborgar TTMFERÐARFRÆÐSLA á íslandi hefur mjög verið efld núna síS- ustu árin, þó sérstaklega í Reykja vík, þar sem hætta af völdum umferðar er mest. Hafa þessi mál verið tekin mjög föstum tökum af viðkomandi aðilum, eem eru umferðarnefnd Rvíkur og umferðardeild gatnamála- stjóra, og lögreglan. Hafa þeir gengizt fyrir útgáfu á margvís- legum fræðslubæklingum um umferðarmál, og fyrir umferðar- herferðum með margvíslegum á- róðursbrögðum, sem borgarbúar muna eflaust eftir frá s.l. ári. Mbl. átti fyrir skömmu tal við Pétur Sveinbjörnsson, full- trúa hjá umferðarnefnd, sem hef ur unnið hvað mest að þessum málum, og bað hann að skýra frá því helzta sem gert hefur verið í umferðarfræðslu upp á síðkastið, og hvað væri í deigl- unni að gera. — Það var um svipað leyti árs í fyrra, sagði Pétur að um- ferðarnefnd, umferðardeild gatna málastjóra, og lögreglan gerðu áætlun yfir almenna umferðar- fræðslu, og komu henni í fast form. Við skiptum þessum áætl- unum í tvo aðalhluta, en það voru umferðarfræðsla í skólum, cg umferðarfræðsla fyrir allan al menning. Hefur þetta fræðslu- kerfi verið reynt í rétt eitt ár, en fullsnemmt er að tala um hver árangur hafi orðið af því — það á eftir að koma betur í Ijós síðar. Þó má geta þess, að undanfarna þrjá mánuði hefur árekstra- og slysatala ekki hækkað, þrátt fyrir hina gífur- legu fjölgun bifreiða í umferð- farni. — Varðandi umferðarfræðslu í skólum má fyrst nefna, að hún er nú orðin skyldunámsgrein á skólaskyldustiginu. Lögreglan hefur ráðið sérstakan varðstjóra, sem fer á milli skólanna og sér þar um umferðarfræðslu, og má sérstaklega hrósa henni fyrir það framtak. Við höfum útbúið bækl- inga með leiðbeiningum fyrir gangandi vegfarendúr, og þeim dreift í barna- og unglingaskól- um. Þá var í vor gengizt fyrir reiðhjólaskoðun í hinum ýmsu hlutum borgarinnar, og börn- unum um leið sýndar fræðslu- kvikmyndir um umferðarmál. í vetur gengumst við fyrir spurningakeppni meðal skólabarn 12 ára bekkjardeilda barnaskól- anna, og skiptum við keppninni í þrjá hluta. Fyrst voru spurning- ar lagðar fyrir öll skólabörn á þessu aldursstigi, en með því móti fengum við mjög góða heild armynd af þekkingu barna á um- ferðarreglunum. Síðan kepptu lið hinna ýmsu skóla saman, og loka þátturinn var, er þeir tveir skól- ar, sem lengzt höfðu náð, kepptu til úrslita. Höfum við í hyggju að endurtaka þessa spurninga- keppni aftur í vetur. Þegar 7 ára bekkir barna- skólanna byrjuðu í haust send- um við með þeim dreifibréf til foreldrana, þar sem við fórum fram á það, að þau hjálpuðu börnunum að finna hættu- minnstu og öruggustu leið til viðkomandi skóla, kenndu þeim • Hitarar Veturlnn er komlnn og MASTER hitararnir eru líka komnir. — Fimm mismunandi stæðir. — Tryggið yður hitara í tíma. — G. ÞORSniNSSON 8 JBHHSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 að fara rétt yfir götur o.s.frv. Samfara þessu reyndum við að auka eins og kostur var um- ferðaröryggið í nánd við skólana. Og fleiri nýjungar mætti nefna í þessu sambandi. Við munum núna einhverja næstu daga senda sérstakt kennsluplagg með vetr- arumferðarreglum heim með 7 ára börnum, sem þau verða að læra. Þessu plaggi fylgir sér- stakt eyðublað, þar sem foreldr- arnir viðurkenna að börnin hafi kynnt sér þessar reglur. Að laun um fá börnin eins konar viður- kenningu, sem eru lítil endur- skinsmerki. Reykjavíkurborg hefur fyrir milligöngu samtak- anna „Öruggur akstur“ fest kaup á 10 þúsund endurskinsmerltj- um, sem afhent verða öllum skólabörnum. Nú, og þá er kom- ið að atriði, sem við erum ákaf- lega stoltir af. Við höfum látið gera kver upp á 64 síður, sem kallast „Vegastafróf". Er það eins konar vinnubók fyrir um- ferðarfræðslu. Lögreglan mun heimsækja alla barnaskóla, af- henda þeim þetta kver, og ræða við börnin um umferðarmál. En við ætlum að reyna að ná til fleiri en bara skólaskyldunn- ar. í fyrravetu-r gerðum við til- raun í samráði við Æskulýðs- ráð með námskeið fyrir 16—17 ára unglinga, þar sem við gáf- um þeim kost á að undirbúa sig undir ökupróf. Það hefur oft verið talað um að unglingarn- ir séu viss plága í umferðinni en með betri þjálfun og undir- búningi má auðveldlega koma í veg fyrir það. Þessi námskeið voru 8—12 kennslustundir, og komu þar fram lögregluþjónar og menn úr bifreiðaeftirlitinu og fræddu unglingana um ör- yggi, ábyrgð og skyldur öku- manna. Gaf þetta námskeið mjög góða raun, og er ákveðið að endurtaka það í 4-bekk gagn- fræðaskólanna, og halda slík námskeið í allan vetur. — Við munum í framtíðinni að sjálfsögðu leitast við að halda uppi stöðugri umferðarfræðslu til handa almenningi, og verður það gert á sama hátt og áður, með þáttum í útvarpi, 'blöðum og væntanlega í sjónvarpi. Eins og menn muna höfum við geng- izt fyrir umferðarherferðum í samvinnu við þessa aðila, — við höfum látið útbúa ýmis kon- ar áróðursspjöld, og stillum upp bílflökum við fjölfarna staði. En það sem er okkar mesta á- hugamál núna, er að efna til kvöldnámskeiða 1—2 kvöld í. viku fyrir þá sem lokið hafa bíl- prófi og vilja rifja upp og fylgj- ast með. Þetta er mjög tíðkað erlendis, og þykir gefa mjög góða raun. LÓAINI tiEkynnir: líýkomið í miklu úrvali telpnakjólar, stærðir: 1 til 14 ára. — Úlpur 1 til 12 ára, verð frá kr. 350,00 til kr. 550,00. — Kuldastretchbuxur, skriðbuxur, vettlingar, hanzkar, húfur í glæsilegu úrvali. Telpnasloppar 2 til 14 ára og fleiri vörur. ATH.: Eldri kjólar seldir á niðursettu verði. Verð frá kr. 150,00. Barnafataverzlunin LOAN Laugavegi 20 B. (Gengið inn frá Klapparstíg, móti Hamborg). ' NY CORTINA ALGERLEGA NÝ CORTINA 1967 Hinir framúrskarandi kostir eldri Æ gerða Cortina nýttir til hins ýtr- | asta. Glæsilegt útlit, þægindi og rými. Vélar 59,5 og 65 hestöfl 5 höfuðlegur. Hita- og loftræsti- kerfið „Aeroflow" eykur enn þægindin. Gírskipting í gólfi, á stýri eða sjólfskipting. KYNNIST CORTINA 1967 d§?>UMB0ÐIÐ Hfí HRI5TJÁN550N H.F SUÐURLANDSBRAUT 2 • SlMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.