Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 8. nóv. 198« MORCUNBLAÐIÐ 23 Síld að austan unnin hér í sfórum stíl um helgina NÚ um helgina var mikið að gera í fiskverkunarstöðvum hér á Suðvesturlandi, en þá var tekið allmikið af Austur- landssíld til verkunar hér. Hingað til Bæjarútgerðar Reykjavíkur kom afli úr tveim- ur skipum. Gísli Árni kom til Þorlákshafnar me'ð 220 tonn síld- ar, og var það magn flutt með bílum hingað til Reykjavíkur, en Þorsteinn RE kom hingað alla leið með 180 tonn. Af afla þessara skipa voru 1600 tunnur saltaðar á Póllands- markað og nokkuð flakað, en um 2000 tunnur fóru til fryst- ingar. Talið er að nýting sídar- innar hafi verið mjög góð, enda er síldin falleg, sterk og átulaus. Siglingin af miðunum fyrir aust- an er um tveir sólarhringar og skiptir að sjálfsögðu máli hvort komið er til Þorlákshafnar e'ða til Reykjavíkur. Munar þar átta stunda siglingu. Hér í Reykjavfk var einnig verkuð síld í öðrum verkunar- stöðum. Þá kom mikið magn síldar til Vestmannaeyja og var verkuð í öllum stöðvum þar, einnig í Sandgerði. Sömu sögu er að segja frá Handrit af Passíu- sálmunum sýnd Á ÞESSU ári eru liðnar réttar þrjár aldir síðan Passíusáimar sr. Hallgríms Péturssonar voru prentaðir fyrsta sinni — á HóX- um 1666. í tilefni þessa efnir Lands- bókasafn íslands til sýningar í Síða ur Passiusálmahandriti, •em skrifað er laust fyrir 1800. — ÍB 524, 8vo. lestrarsal safnsins. Meðal þess, *em þar er sýnt, er eiginhandar- rit sr. Hallgríms að sálmunum, það er hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholt 1661. — Stálskipasmiði það minnsta eitt ungt fyrirtæki í þessari iðngrein, sem þó var búið að sanna sinn tilverurétt með vönduðum skipum og að því er be/.t er vitað vel heppnuðum. Ef hin umrædda grein mín með röngum tilvitnunum, gæfi tilefni til þess að um þessi mál væri rætt í fullri alvöru og með opin augu „fyrir staðreyndum, aem máli skipta", er tilgangi mín- tim með hinum mörgu greinum inínum og vangaveltum um þessi mál ná'ð. Að lokum vil ég þakka Otto Schopka fyrir svar hans og von- ast eftir, að hinn nýi tónn, þótt veikur sé, sem fram kemur i lok greinar hans, eigi eftir að eflast _og spádómur hans um innlendar skipasmíðar rætist „fyrr en oeinna". Reykjavvk, 9. október 1966. Guðfinnur Þorbjörusson. Handritið er meðal mestu kjör- gripa Landsbókasafns. Þá er komið fyrir í sýniborðum nokkr um Passíusálmahandritum frá 17du, 18du og 19du öld, sumum listavel skrifuðum og skreyttum. — Hér getur að líta fyrstu prent un sálmanna og allar útgáfur þeirra fram á 19du öld og hinar merkustu yngri útgáfur, enn- fremur þýðingar sálmanna, m.a. á kínversku. — Loks er dregið fram nokkurt sýnishorn þess, sem ritað hefur verið um Passíu sálmana sérstaklega. Sýningin í lestrarsal Lands- bókasafns stendur til næstu helgar. Salurinn er opinn kl. 10—12, 13—19 og 20—22 hvern virkan dag. (Frá Landsbókasafni íslands). Akranesi, en þaðan fékk blaðið svofellda frétt: Akranesi, 7. nóv. Skipin Höfrungur II kom með 1220 tunnur, og Sólfari með 830 lönduðu hér um síðustu helgi og var síldin öll tekin til vinnslu salt og nýttist vel. Línijbáturinn Rán var í róðri á laugardag og aflaði 7 smálesta af blöndúðum fiski. — HJÞ. Leiguskip kyrr- sett á Akureyri fpar til sett var trygging vegna skemmda á farmi þess SJÓPRÓF fóru fram á Akur- eyri nú um helgina vegna skemmda á farmi í leiguskipi Eimskipafélags íslands „Irish Rose“. Skemmdirnar stöfuðu af leka með lestarlúgum skipsins á leið til íslands, en lekinn stafar hins vegar af lélegu viðhaldi á lúgunum. Skemmdanna varð vart, þegar skipið kom til Reykjavíkur um daginn, en tryggingafélögin kröfðust ekki sjóprófa, fyrr en skipið kom til Akureyrar. Farm urinn var aðallega kornvara (fóð urkorn), sem fara átti til Reykja víkur, Akureyrar og Húsavíkur, en auk þess nokkrir bílar. Ekki er fullljóst hve skemmdirnar eru miklar, en þær stöfuðu af ryð- menguðum sjó. Tryggingafélögin kröfðust peningatfyggingar af hálfu þess aðila, sem leigði Eimskipafélag- inu skipið, en ekki náðist sam- band við hann. Á sunnudags- morgun náðist hins vegar sam band við eiganda skipsins, sem lagði fram umbeðna tryggingu fyrir hugsanlegum skaðabóta- kröfum. Eigandinn, sem er írskur mun hafa leigt skipið félagi í Suður- Ameríku, sem aftur leigði það manni í New York, en hann síð- an Eimskipafélaginu. Skipið fór frá Akureyri kl. 2.30 í fyrradag. - Iþróttir Áœtlunarflug til Raufarhafnar FLUGFÉLAG Islands hóf í gær áætlunarflug til Raufar- hafnar og lenti Glófaxi DC-3 vél félagsins á hinum nýja flug velli um kl. 11.30 í gærmorg- un. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn, Einars Jónssonar fjölmenntu ibúar á Raufarhöfn á völlinn til þess að verða vitni að þessum merka áfanga í samgöngumál- um þar nyrðra. Voru á flugvell- inum um 150 manns. Meg flugvélinni komu 11 far- þegar og 9 fóru til baka. Flug- vélin kom frá Akureyri og var 33 mínútur áleiðinni, en 41 mín útur til baka. Einar sagði, að flugmennirnir hefðu látið vel af flugvellinum og þótt hann góð- ur. Flugvöllurinn á Raufarhöfn var gerður í sumar og er hann 1200 m. að lengd. Yfirumsjón með verkinu hafði Ólafur Páls- son, verkfræðingur í flugvallar- gerð. Rafmagnsskömmtun hjó síldai- verksmiðjunum austanlands NU fyrir helgina bilaði 700 kíló- watta vél í dieselrafstöðinni a Síðustu forvöð að gera skil í dag 1 DAG eru síðustu forvöð til þess að gera skil í hinu glæsi- lega Landshappdrætti Sjálfstæð isflokksins. Nokkrir stuðnings- menn flokksins eiga enn eftir að gera skil, og eru þeir beðnir að hraða skilum sem mest, en tek- ið verður á móti þeim i skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll. Öðrum sem hafa hug á að eignast miða i þessu gæsilegasta bílahappdrætti ársins skal bent á að miðarnir eru til sölu í happ drættisbifreiðum við Austur- stræti eitt, og á skrifstofunni við Austurvöll. Er verð mið- anna aðeins 100 kr., en. verð- mæti bifreiðanna þriggja er á aðra milljón króna. Hreánsun vegna o’íumeng unar Reyk’avíkurhafnar af stað efnabreytingu í olíunni þannig að hún botnfélli. Kvað hann verkinu engan veginn lok- ið, og ekki sæist fyrir enda þess enn. SVO sem kunnugt er af frétt- um lak mikið magn af olíu úr geymum í Örfirisey síðari hluta sumars. Komst olían í Reykja- víkurhöfn og hefur síðan verið unnið að því að ná olíunni upp. Mbl. hafði í gær tal af Einari' Fyrirtækið Loftorka sér um Thoroddsen, yfirhafnsögumanni framkvæmd verksins og á það og spurðist fyrir um, hvernig f erfiðleikum vegna þess, hve verkið gengi I oiian berst með vindi og Einar kvað mikið magn oliu I *traumum og þarf því að elta hafa verið veitt upp úr höfninni, i hana unl alla hofn' Einar kvaðst því fleytt ofan af sjónum, en allta að um 20 lestum af olíu einnig hefði verið notað sér- ] hafi verið bjargað upp úr höfn- stakt eyðingarefni, sem kæmi inni. Neskaupstað og við það þurfti að skammta rafmagn í rúman sólarhring til síldarverksmiðj- anna á Austfjörðum. Var raf- magnslaust í verksmiðjunum í um sólarhring í senn. Samkvæmt upplýsingum yfir- manns Rafmagnsveitna ríkisins á Egilsstöðum, Jóns Helgasonar, var í fyrstu nauðsynlegt að skammta rafmagnið á meðan verið var að tengja saman veit urnar. Vonaðist hann til, að til frekari skömmtunar þyrfti ekki að koma. í gær var enn ekki búið að gera við hina biluðu vél. Framhald af bls. 30 ir. Flest stig í leiknum skoruðtl hjá KR Kolbeinn 21, Gunnar 18, Guttormur 16, og hjá Ármanni Hallgrímur 20 og Birgir 16. 3. fl. karla, Ármann—ÍR 31:16 Þetta var skemmtilegur leikur að horfa á því leikgleði þessara ungu drengja er svo áberandi meiri heldur en hjá eldri flokk- um. Ármannsliðið sýndi mjög skemmtilegan leik og er bak- vörður liðsins, Jón Sigurðsson, mjög skemmtilegur og leikinn. Er þar á ferðinni stórt efni og verður gaman að fylgjast með h'onum í framtfðinni, en hann á- samt Birni Christiansen, eru langbeztu menn Ármannsliðsins og skoruðu nær öll stig þess. ÍR- liðið var ekki í essinu sínu 1 leiknum og hefur oft sýnt mun betri leik, en það háði þeim greinilega hversu þeir voru lág- vaxnari en mótherjar þeirra. 2. fl. karla, KR—Ármann 40:26 KR-ingarnir voru betri aðilinn í þessum leik og áttu Ármenn- ingar ekki sinn bezta dag þetta kvöld. Var aldrei um neina keppni að ræða í leiknum og með stöðuna 24:11 í hálfleik var aldrei spurning um að KR yrði sigurvegarinn í leiknum. Beztir hjá KR voru Brynjólfur og Ágúst, sem varði mörg skot and- stæðinganna mjög skemmtilega. Mfl. karla, KR—ÍS 99:59 Einkennileg tilviljun að KR skuli sigra tvö kvöld í röð me’ð nákvæmlega sömu stigatölu og vera svona nærri hinum lang- þráðu 100 stigum án þess að ná þeim, er óheppni sem ekki hend- ir KR-inga á hverjum degi. — Þessi leikur var aldrei nein keppni, yfirburðir KR-inga voru algerir og höfðu frá upþhafi yfir- höndina í leiknum. Var sam- leikur þeirra og hittni oft með afbrigðum góð og hraðupphlaup þeirra eru mjög vel útfærð. — Þannig fer fyrir ökumönnum, ef aðgætnin og varkárnin er litils virt. Nú er mesti slysatimi ársi ns og þess vegna er aldrei brýnni þörf fyrir aðgæzlu. Varizt slys in!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.