Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. nór. 1866 MORCUNBLADIÐ 17 Framhald af bls. 1. á farsóttum, og á einum stað hefur brotizt út misl- ingafaraldur. Mestur er þó ótti manna við taugaveiki. Hræ dýra liggja víða, og er reynt að koma í veg fyr- ir sóttkveikjur með því að brenna þau með eldvörp- um. Fornfræg listaverk, sem um langt skeið hafa verið stolt ítala, m. a. listaverkin í Uffizi-safninu í Flórens, liSSja undir skemmdumejfjjrs^(jvar fióSsins. eða eru talin ónýt. Þá eru gömul vopn í Bargello- safninu, frá renaíssance- tímanum, þakin aur, og sum talin eyðilögð. Flóðin hófust fyrir alvöru á föstudag, en tveimur sólar- hringum eftir að ár flæddu yfir bakka sína, fór ástandið enn hraðversnandi. íbúar Flórens bera húsgögn út á götu til þeiris meðan sólin streitist við að þurrka af götunum (AP 7. nóv.). Hörmuleg lýsing Fréttamaður AP-fréttastof- unnar, Piere de Garzarolli, lýsti ástandinu svo í gær, sunnudag: „Flóðin eru nú í rénum i Flórens og Feneyjum, en stóráin Pó er enn í örum vexti. Síðla í dag, sunnudag, féll skriða mikil nærri Belluno, í Ölpunum, og gróf- ust þar nokkur hús. Þegar er vitað þar um 11 látna, en tala þeirra var áður talin vera nær 200. Óttazt er, að hundruð manna kunni að láta lífið, áður en hamfarirnar ganga yfir, jafnvel þúsund manns. Þúsundir hafa veikzt eða slasazt. Rúmlega 100.000 manns vinna nú að björgunarstarfi á flóðasvæðunum, þar sem rqynt er að koma fólki í nauð um til bjargar, og koma í veg fyrir farsóttir, m. a. með því að fjarlægja lík. Páll páfi VI hélt í dag ræðu í Róm, þar sem hann beindi þeim tilmælum til al- mennings, að beðið væri fyrir þeim, sem um sárt eiga að binda. Páfi sagði m. a.: „Með því að biðja sameinumst við bræðrum okkar . . . biðjum um frið fyrir fórnardýr ham- faranna, og huggun fyrir þá, sem misst hafa ástvini sína. Hugsanir okkar leita til yfirvaldanna, og þeirra, sem reyna að koma bástöddum til hjálpar. Við biðjum allt gott fólk að gera allt, sem í þess valdi stendur, til þess að létta þjáningar þeirra, sem verst hafa orðið úti“. Hundruð þúsuhda manna eru heimilislausir. Heil héruð eru einangruð, og þar er fólk í hættu vegna matar- og vatnsskorts, regn, kulda og hættu á skriðuföllum. Þá hafa ofbeldisverk og þjófnaðir farið í vöxt. í fangelsi einu í Flórens reyndu 150 fangar að klifra yfir fangelsismúrinn, en vopnaðir lögreglumenn náðu þó yfirhöndinni. Skutu þeir í 10 mínútur upp í loftið, og tókst að knýja fangana til hlýðni. 80 aðrir fangar brut- ust þó út. Einn þeirra drukkn Svona var umhorfs i elnni af aðalgötum Flórens á föstudag er áin Arno flæddi þar um götur. (AP. 5. nóv.) aði, nokkrir hafa náðzt, en flestir þeirra leika þó enn lausum hala.“ Hræðslan við farsóttir í dag, mánudag, segir svo í AP-fréttum frá Ítalíu: Batnandi veður hefur nokk uð auðveldað björgunarstarfið í dag, en hræðsla manna við farsóttir vex nú hröðum skrefum. Sameiginlegt björg- unarlið ítala og bandarískra hermanna vinnur nú á öllum flóðasvæðunum. 150 lík hafa fundizt, en talið er, að tala látinna sé um 300. Þó liggja enn engar endanlegar tölur fyrir, og því kann manntjón- ið er vera mun meira. Nú eru þrír dagar liðnir frá því, að fyrstu skriðurnar féllu í kjölfar flóðanna í Mið- og Norðaustur-Ítalíu. Björg- unarlið hefur þó ekki náð til hundraða þorpa og svæða, sem orðið hafa illa úti í ham förunum. Bandarískar her- stöðvar á Ítalíu hafa sent lið manna til björgunarstarfsins, og alls er nú talið, að fjórð- ungur milljónar manna séu við þau störf. Veðurstofur hafa spáð betra veðri. Dregið hefur úr regni. Á öllu flóðasvæðinu, frá Flórens í suðri til Feneyja í norðri hafa sýklar komizt í drykkjarvatn, og hundruð gripa hafa farizt. Hefur það mjög aukið á hættuna á því að til farsótta komi. í borginni Belluno norður af Feneyjum hefur gosið upp mislingafaraldur, og heil- brigðisyfirvöld óttast tauga- veiki. Sveitir hermanna, vopnaðar eldvörpum, fara nú um sveitir til þess að brenna upp skrokka dýra, sem liggja eins og hráviði á víð og dreif. Enn er meginhluti flóðasvæðisins án rafmagns. Frá Flórens Mesta flóð í 1000 ár — tjón meira en í styrjöldinni í Feneyjum segja opin- berir starfsmenn, að þar hafi ekki komið slík flóð í 1000 ár. Þar liggja brotnir gondólar í síkjum, og meginhluti allra bygginga hefur orðið illa úti, vegna vatnsflaumsins og aurs. Enginn getur sagt til uin tjón það, sem orðið hefur. Hvergi mun þó tjón hafa orðið meira en í borginni Flórens og Toskana héraði. Meira tjón varð á einum degi í Flórens af flóðunum <Jn í allri síðari heimsstyrjöldinni. Flórens hefur löngum verið talin höfuðborg þeirra lista, sem menn iðkuðu á endur- reisnartímanum. Listaverk eyðileggjast Þar hafa listaverk, sem ekki verða metin til fjár, eyðilagzt eða skemmst. í Uffizi-safninu, sem heims- frægt er liggja 8000 málverk gamalla meistara undir skemmdum og víst þykir að sum þeirra séu með öllu ónýt. Sama er að segja um gullsmíðaverkstæði þau, við Ponte Vecchio, sem fræg eru. AP segir, að meðal þeirra verka, sem skemmzt hafa, séu myndir Lorenzo Lotto. Þá er listaverk Andrea del Sartos, „Síðasta kvöldmáltíð- in“, frá 1519, undir vatni. Mikill skaði hefur orðið á Ponte Vecchio, kapellunni á dómkirkjutorginu og klaust- urskirkjunni San Salvi. í Dólómítafjöllum í NTB-fréttum, síðdegis í dag, mánudag segir að björg- unarlið hafi orðið flemtri slegin er þær komu til flóðahéraðanna við Dóló- mítafjöll. Þar liggja heil þorp grafin undir skriðum, og vegir og brýr hafa skolazt burt með vatnsflaumnum. Þangað eru nú komin ítölsk herfylki, sem notast m. a. við þyrlur. í Pó-dalnum vinna þús- undir manna að því að lag- færa flóðgarða, sem brustu um helgina. Vatnið heldur áfram að stíga, og talið er, að þeir nálgist nú 100.000, sem orðið hafa að flýja heimili sín. Sól skein i Feneyjum í dag, í fyrsta sinn eftir að ógæfan skall yfir. Þá opnuðu fyrstu bankarnir í Flórens í dag, en þar varð að takamarka það fé, sem sparifjáreigendur gátu tekið út. Allir seðlar voru blautir, og varð að bíða eftir, að þeir yrðu þurrkaðir. Síðustu fregnir herma, að eina milljón manna skorti nú mat á flóðasvæðunum, og því hefur mesta áherzlan verið iögð á að brenna hræ, sem líkur væru til, að fólk kynni að leggja sér til munns í neyð sinni. Samþykktir Kven- réttindafélags íslands FUNDUR Kvenréttindafélags ís- lands, haldinn 18. okt. 1966, læt- ur í ljós harm sinn yfir hinum mörgu slysum, sem orðið hafa síðastliðið sumar og mörg und- anfarin af völdum landbúnað- arvéla. Fundurinn telur, að við svo búið megi ekki lengur standa, heldur verði að hefjast handa til þess að reyna að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Fundurinn skorar því á hæst- virt Alþingi og landbúnaðarráð- herra að láta semja lög, sem miðið að því að fækka þessum óhugnanlegu slysum. Greinargerð: Þar sem ekki mun unnt að , framlengja banni, þótt í lög I væri leitt, um að unglingar stjórni dráttarvélum og öðrum landbúnaðarvélum, verður að finna aðrar leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi slys. Bena má á nokkur atriði, sem að gagni mættu koma: 1. í hverri sveit fari fram ár- lega skipuleg kennsla fyrir þá unglinga, og aðra sem vinna eiga við landbúnað næsta sum- ar, en hafa ekki lært eða kunna ekki meðferð véla og farar- tækja. Kennslan miðist ekki að- eins við að geta ekið tækjun- um, sem mun vera tiltölulega auðvelt heldur verði mikil áherzla lögð á, að nemendur geri sér grein fyrir takmörk- unum tækjanna og hættunum þeim samfara. T.d. má benda á nauðsyn þess, að ökumaður geri sér fulla grein fyrir beygjuradius tengivagns, að ökumaður sé dómbær á hallaþol ökutækis, að ökumaður gæti þess hverju sinni við hleðslu, að | þyngdarpunktur verði hvorki | of aftarlega né of framar- lega og að ökumaður láti aldrei fríhjóla niður brekkur. 2. Árlegt eftirlit verði haft með landbúnaðarvélum á svip- aðan hátt og með bifreiðum. 3. Eftirlitsmaður, t. d. full- trúi sýslumanns eða tryggingar- félags, fari auk þess á milli bæja og kynni sér, hvort gætt sé settum reglum og varúðar miðað við aðstæður á hverjum bæ. Eftirlitsmaður hafi rétt til að banna þeim, sem brjóta sett- ar reglur, að vinna við þessar vélar, og nái það jafnt til bænd- anna sjálfra sem þeirra er hjá þeim vinna. 4. Lágmarksaldur og/ eða lág marksstærð unglinga til að stjórna landbúnaðarvélum verði áskilin. Fundur Kvenréttindafélags ís- lands, haldinn 18. okt. 1966, lýsir ánægju sinni yfir því, að barnaverndarnefnd Reykjavík- ur hefur haft frumkvæði un» að aukið eftirlit sé með því, að reglur um útiviist barna séu virtar. Skorar fundurinn á for- eldra og aðrar uppalendur að kenna börnunum að hlýða þessum reglum. Fundur Kvenréttindafélags Is- lands, haldinn 18. okt, 1966, lýsir ánægju sinni yfir fram- komnu frumvarpi til laga um fávitastofnanir og treystir því að það verði samþykkt á yfir- standandi Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.