Morgunblaðið - 08.11.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.11.1966, Qupperneq 5
Þriðjudagur 8. növ. 1966 MORCUNBLADIÐ 5 \ ( „Rússar eru 47 árum á undan Bandaríkjamönnum í myndlist" anna er greinilegt og túlkun- in ætti að vera: Páfinn er fulltrúi staðnaðrar þjóðfé- lagsstofnunar, sem lifandi — Sýningin er opinská og tekur þjóðfélagsvandamál til meðferðar vafningalaust, en er einnig blandin súrrealisma. Sýningin nefnist tvíræðu nafni, „Pope Art“, (páfa-eða popplist). Á öllum málverk- unum hefur mynd Jóhannes- ar 23. verið afskræmd með því að hlutar úr þekktum málverkum frá síðustu öld „Páfalist". - segir Ferró siaddur í París DAGENS Nyheter skýrir frá því fyrir nokkru, að íslenzki málarinn Ferró hafi haft verk sín á sýningu, sem hef- ur verið sýnd á ýmsum stöð- um í úthverfum Stokkhólms í síðasta mánuði. Listdómari blaðsins, Olle Granath, kemst m. a. svo að orði um þessa sýningu: eru málaðir yfir vangamynd af páfanum. Innihald mynd- mótaðar hugmyndir nýrra tíma þrengja að á hverri mynd. Hér má bæta við þeim skilningi, sem leggja má í myndirnar, er þeir sígildu listamenn, sem Ferró höfðar til, eru teknir sem páfar í heimi listarinnar. Fagurfræði Ferrós er byltingarkennd, en myndir hans hafa alltaf verið ríkar af tilvitnunum úr lista- sögunni. Þær tilvitnanir eiga að öllum líkindum ekki bara að lýsa þakklæti til fyrir- rennaranna. Hann tilheyrir kynslóð evrópskra lista- manna, sem finnst lokuð hefð þrengja að sér. Eina leiðin til að brjótast út hefur verið fólgin í því að beina háði og afskræmingu að því, sem fyrirrennararnir töldu verð- mætast. Morgunblaðið ræddi við Ferró í listamannabústað hans í París og innti hann eftir því hvort með „pope- art“, eða páfalist væri upp- runnin ný öld í málaralist- inni, að hans dómL — Ekki held ég það, sagði Ferró. — Málið er í raun- inni útrætt af minni hálfu. Þetta var góður páfi og mér þykir vænt um hann. Ég kalla hann „pabba“. Ég keypti póstkort með mynd af „pabba" fyrir nokkrum ár- um í Róm og tók þá eftir því, að hann mundi líta vel út á málverkum. Ég málaði seriu af honum, það eru í henni 14 myndir. Ég hélt sýningu á þessari seríu í Róm og þá lét „pabbi“ taka eina myndina úr umferð Það var mynd af honum og fáeinum ítölskum nunnum og „pabbi“ var að blessa yfir málverki af naktri konu eftir Modig- liani, en þetta málverk lá á sjúkrabeði. Síðan hirti lög J reglan í Mílanó þessa mynd 1 og ég hef ekki fengið að sjá hana lengi. — Eruð þér með sýningu í Párís núna? — Jú, nú sýni ég saman- burðarmálverk í París. Það er samanburður á bandarísk- um og rússneskum málverk- um og ég hef fundið það út, að Rússar eru 47 árum á undan Bandaríkjamönnum í málaralist. Ég er þeirrar skoðunar, að sósíalrealismi verði mál málanna í mynd- list í Bandaríkjunum eftir fáein ár. Þér að segja er sýning mín í París að vissu ( leyti framlag mitt til bættrar sambúðar milli austurs og vesturs. Er páfalist yðar angi af popplist, eða sér fyrir- brigði í listinni? — Æ, ég veit það ekki. Ég hef ekki nennt að skýrgreina þetta fyrir sjálfum mér. Málið er eins og ég sagði út- rætt af minni hálfu. Mér þykir verst ef „pabbi“ hefur orðið móðgaður við mig út af þessu í lifanda lífi. Hins vegar er popplist eins og hún þekkist í dag einhver kóka- kólaafskræming vestur í Bandaríkjunum. Ég Íít með fögnuði til þeirrar stundar, þegar þeir uppgötva sósíal- realismann. 7 Hylki gúmmi- björgunarbáta INiý gerð — og göirol þo í ERINDI í útvarpinu um daginn og veginn nýlega vék Helgi Hall- varðsson skipherra að því, að sér hefði sagt maður nokkur, sem mikið hefur unnið að öryggismál um sjómanna, að hann hefði rek- ið augun í nýja tegund umbú'ða um gúmmíbjörgunarbát um borð í einum fiskibáta okkar, sem lá hér í höfninni. — Hafði hann eldrei séð þennan útbúnað áður og því farið að athuga hann nán- ar, sérstaklega með það fyrir eugum hvernig ætti að opna hann, ef í nauðir ræki. Sagði maður þessi við Helga Hallvarðs- ®on að skipverjar hefðu sagt sér að varpa ætti bátnum fyrir borö, kippa síðan í spotta og þá myndi báturinn opna sig. Við nánari at- hugun segist maður þessi hafa hafa komizt að raun um, að bát- inn þyrfti að taka fyrst úr um- foúðunum og varpa síðan fyrir borð. — Síðan segir Helgi í er- indi sínu: „Það er því rétt hægt eð ímynda sér hvernig hefði far- ið ef skipverjarnir hefðu þurft á gúmmíbjörgunarbát að halda í neyð“. Vegna þessara ummæla sneri Skipaskpðun ríkisins sér til Helga Hallvar’ðssonar skipherra til að fá upplýst í hvaða skipi þessi nýja gerð umbúða um gúmmí- björgunarbáta væri. Þar eð Helga Hallvarðssyni var ekki kunnugt um nafn þessa fiskibáts né held- ur um hvaða umbúðir var að ræða, fékk Skipaskoðunin upp- lýst hjá honum hver sá maður væri, sem séð hafði þennan nýja umbúnað. Sá maður upplýsti nafn bátsins og gerð þessara um- búða. — Kom þá í ljós, að hér er um að ræða mjög algengar umbúðir um gúmmíbjörgunar- báta á íslenzkum skipum. Þess- ar umbúðir hefir Skipaskoðun ríkisins viðurkennt fyrir mörg- um árum, og þær eru í miklum fjölda íslenzkra fiskiskipa, sem smíðuð hafa verið í Noregi. Þessar umbúðir hafa i daglegu tali verið nefndar „saumavéla- kassarnir", og það er einmitt notkun þessara umbúða sem er sýnd í kennslukvikmynd Skipaskoðunar ríkisins um notk un gúmmíbjörgunarbáta. Kvik- mynd þessi hefur verið og er sýnd um allt land í kvikmynda húsum á undan aðalmynd, og hana hefir því séð mikill fjöldi sjómanna. Hér er því langt frá því að um sé að ræða nýjar og áður óþekktar umbúðir um gúmmíbjörgunarbáta. Reyndar hef ég heldur enga trú á að mistök gætu orðið við að sjósetja gúmmíbjörgunarbát, sem geymdur væri í þessum um búðum, jafnvel þótt algjör við vaningur ætti í hlut og maður sem enn ekki hefur séð kennslu kvikmynd Skipaskoðunarinnar — sem ég að sjálfsögðu vil hvetja eindregið alla sjómenn t að sjá. Umbúðirnar eru þannig, að neðst er pallur, sem er boltað- ur fastur í skipið. Ofan á pall- inum er bogmyndað lok, sem fest er með bendlum með hrað lokum á. Ef viðvaningur ætl- aði að reyna að sjósetja gúmmí báta-kassann með öllu saman, þá er augljóst að hann myndi byrja á að losa hraðlokann, sem heldur lokinu. Þetta lok er laust, og skaðlaust þótt það færi í sjóinn, — og þá kemur í ljós gúmmíbjörgunarbáturinn með handföngum til lyftingar, og línu, sem er föst við skip- ið innan í kassanum. Viðvan- ingur mundi varla láta sér detta annað í hug en að kasta fyrir bor'ð gúmmíbátnum í umbúðun- um sem hann nú er í, og síðan kippa í snúruna, og þetta er al- veg rétt aðferð. Ef hann ekki kippir í snúruna myndi hún fljótlega ef eitthvað væri að veðri strekkjast það mikið, þar sem snúran er föst við skipið, að gúmmíbáturinn myndi blás- ast út sjálfkrafa. Til að losa kassann af þilfarinu þarf skrúf lykil,' og oftast þarf fyrst að opna kassann og færa til gúmmí bátinn í umbúðunum til að kom ast að boltunum, — og ég sé enga ástæðu til að ætla að jafn vel algjör viðvaningur myndi láta sér detta í hug að reyna það. Þótt meðferð gúmmíbjörgunar báta sé einföld þá er ég sam- mála Helga Hallvarðssyni skip- herra í því, að menn sjá það aldrei of oft hvernig nota á gúmmíbát. í kvikmynd Skipa- skoðunar ríkisins eru rétt sýnd handtök og' skýrð ýmis atriði, sem ekki er víst að öllum sé ljóst t. d. varðandi dvöl á gúmmí bát, um matarskammta, vatns- skammt, loft-einangrun á botni hans og fleira. Vil ég því enn hvetja alla sjómenn til að sjá þessa kvikmynd. Kvikmyndahús um vil ég þakka fyrir að hafa ina ókeypis til sýningar á und- ina ókeypis til sýningar í und- an aðalmynd, og þeim stendur ávallt til boða að fá myndina til sýningar. Reykjavík 1. október 1966. Hjálmar R. Bárðarson. New York, 5. nóv. NTB. • Geysileg snjókoma var í gær viða í Bandaríkjunum. Er vitað, að a.m.k. 32 menn í sex ríkjum biðu bana af völdum hríðarbylja og í morgun var snjólagið víða allt að því meter að dýpt. Mest mældist það á nokkrum stöðum í Miehigan, þar sem það komst upp í 120 cm. 5 bótar d línu frd Stykkishólmi í HAUST hafa 5 bátar stundað frá Stykkishólmi fiskveiðar með línu og hefur afli verið. fremur í ÁRSSKÝRSLU ferðamála- nefndar (Tourism Committee) O.E.C.D., sem gefin var út i Paris í júlímánuði sl., er meðal annars ekýrt frá eftirfarandi: Á árinu 1965 hafa 115 milljón ir einstaklinga ferðast um heims byggðina. Af þessum fjölda voru rúmlega 94 milljónir eða 82% þegna meðlimaríkja O.E.C.D. 75 milljónir voru Evrópumenn, en 19 milljónir Bandaríkjamenn Frá árslokum 1961 til ársioka 1965 hefir ferðamönnum aðildar ríkja O.E.C.D. fjölgað að meðal tali um 12% á ári. Mest hefir aukning. erlendra ferðamanna orðið á milli áranna 1964—1965 í þessum löndum: Tyrklandi 79%, Portúgal 49,7%, Grikklandi 25,7% og ís- landi 25,7%. Hjá hinum miklu og grónu ferðamannalöndum er aukning á ofannefndu tímabili þessi: í Frakklandi 8,3%, á Ítalíu 5,7% og á Spáni 3,7%. Heildardvalartími erlendra ferðamanna í neðantöldum lönd um á árinu 1965 var þessi: Noregur 5,8 dagar, Spánn 12.5 dagar, Frakkland 9,5 dagar, Austurríki 6,7 dagar, Sviss 3,7 dagar og Portúgal 1,8 dagar. Spánn er allra landa hæstur með 12,5 meðadvalardaga á ^r- lendan ferðamann en Portúgal lægst með 1,8 dvalardag að með tregur, eða frá 2 til 5 tonn í róðri. Þá hefur einn og einn róður verið og góður og hæsti afli hefur í eitt sinn numið um 11 tonnum í róðri. Seinustu daga hefur verið mikið af smálúðu afla bátanna og í gær taldist úr einum róðri sem var rúm 4 tonn, alls 122 smálúður. FréttaritarL altali á hvern erlendan ferða- mann. Á árinu 1965 var heild- ar umsetning í „túrisma" um heimsby ggðina 11,6 billjonir dollara, eða 6,2% af neildarvéltu heimsbyggðarinnar í vörum og varningi. Þau Evrópulönd innan O.E.C.D. sem flest hafa gistirúm eru: Bretland 1,077,500 rúm, Ítalía 1,076,500 rúm, Austur- Þýzkaland 701,200 rúm og Frakkland 596,900 rúm, en þau eru öll í flokkuðum gistihúsum, en í gistirúmafjölda hinna land- anna eru innifalin gistirúm í „motelum" og á gistiheimilum, (Bourding houses). Á íslandi eru nú um 3000 gisti rúm. Þar af eru í skólum og þeim gistihúsum sem eingöngu eru rekin sumarmánuðina rúm- lega 1,200 gistirúm. Gistirúm ut an Reykjavíkur, sem rekin eru allt árið eru um 900 talsins. í Reykjavík eru nú 849 gistirúm í viðurkenndum gistihúsum, þar af eru 150 rúm í Stúdentagörð- unum, sem eingöngu eru reknir sumaimánuðina. Heildarnýting gistirýmis í við urkenndum gistihúsum er ákaf- lega misjöfn í hinum ýmsu lönd um. Svíþjóð hefir hæstu heildar nýtingu á gistirými, eða 70%, en lægst heildarnýting gistirým is er i Austurríki. eða 26%. (Frá Ferðamálaráði), Lm 3000 gistirúm fyrír ferðamenn hér á landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.