Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. nóv. 1966 Eric Ambler: Kvíðvæniegt ferðalag og brynvörðum vögnum og flug vélum. Hann kingdi rúsínunum. — Flugvélarnar voru dásamleg sjón og komu mér til að hugsa um guð. — Og hvers vegna aettu þær að gera það? spurði Haller. Hann var sýnilega ekkert hrif- inn af hr. Mavrodopoulos. — Þær komu mér til að hugsa um guð. Annað veit ég ekki. Maður finnur þetta í maganum. Þrumuveður fær mann líka til að hugsa um guð. En þessar flug vélar voru betri en þrumuveð- ur. Þær hristu loftið eins og pappírsblað. Meðan Graham var að horfa á varirnar, sem iétu þetta kjaft- æði frá sér fara, tók hann að að velta því. fyrir sér, hvort ensk ur kviðdómur, sem fengi þenn- an mann til meðferðar, ákærð- %n um morð, myndi telja hann veikan. Og samt var hann það nú. En hjá þessum manni var það veiklun í undirvitundinni, sem kom upp á yfirborðið, og þá gat haann fundið guð í þrumum og eldingum í hávaða sprengju- flugvéla og fallbyssuskotum. En hjá svona manni gat samt morð- starfsemi verið atvinna. Ein- hverntíma hafði hann vafalaust verið hissa á því, að menn skyldu vilja greiða rausnar- legt gjald fyrir að drepa mann, sem þeir gátu svo auðveldlega gert sjálfir. En vitanlega hafði hann að lokum ályktað eins og margir heppnir kaupsýslumenn — að hann væri sniðugri en með bræður hans. Afstaða hans til morðstarfseminnar mundi vera sú sama sem snyrtiherbergis- vörður hefði til tækjanna á staðn um, eða víxlari til þess að taka prósentur fyrir sfarf sitt: algjör- legt atvinnuatriði. — Eruð þér nú á leið til Róm- ar? spurði Haller kurteislega. Það var þessi þunglamalega kutt eisi gamla mannsins við unga bjánann. — Ég fer til Genúa, sagði Banat. — Mér skilst, sagði Graham, að það merkilegasta, sem er að sjá í Genúa, sé kirkjugarðurinn. Banat spýtti út úr sér rúsínu- kjarna. — Er það svo? Hvers- vegna? Augsýnilega kom svona athugasemd honum ekkert út ur jafnvægi. — Hann er sagður vera mjög stór og vel hirtur og mörg sýpru- tré í honum. — Hver veit nema ég fari þangað. Þjónninn kom með súpuna. Haller sneri sér að Graham, óþarflega áberandi, og tók að tala um Parthenon. Það virtist sem hann væri vanur að raða niður hugsunum sínum upphátt. Eintalið, sem á eftir kom krafð- ist raunverulega einskis af hlust andanum nema þess, að kinka kolli einstöku sinnum. Úr Part- henon fór hann svo í fornsögu- legar, hellenskar fornleifar, ara- biskar hetjusögur og Vedatrú. Graham borðaði í hugsunarleysi og horfði á Banat. Maðurinn stakk upp í sig matnum eins og hann nyti hans. Og svo, meðan hann var að tyggja, leit hann til beggja hliða á víxl, eins og hund ur yfir skál með matarleifum. Það var eitthvað aumkunarvert við manninn. Graham áttaði sig á því — og varð hverft við — að hann var aumkunarverður á sama hátt sem api gat verið það, vegna þess, hve hann líktist manni. Hann var alls ekki geð- veikur, heldur var hann hættu- legt dýr. Máltíðinni lauk. Haller fór til konu sinnar, eins og hann var vanur. Graham var feginn tæki- færinu og fór því í frakkann sinn og gekk út á þilfarið. Það hafði lygnt og skipið ruggaði nú hægt. Það var á góðri ferð, og vatnið, sem straukst aftur með síðum þess, hvæsti og ólgaði, eins og það væri glóðheitt. Það var kalt og hreint veður. Rósaolíuþefurinn sat fastur í kokinu á honum og nefinu. Hann dró að sér ilmlausa loftið með vellíðan. Hann var kominn yfir fyrstu hindrunina, sagði hann við sjálfan sig. Hann hafði setið andspænis Banat, góða stund, og talað við hann, án þess að láta á neinu bera. Manninn gat alls ekki grunað, að hann vissi neitt eða skildi. Þá var fram- haldið auðvelt. Ekkert annað en vera rólegur. Hann heyrði fótatak að baki sér og hrökk við. Þetta var Josette. Hún kom til hans, brosandi. — Ah! Svona er þá kurteisin yðar! Þér biðjið mig að ganga með yður og svo bíðið þér alls ekki eftir mér. Ég verð að finna yður! Þér eruð slæmur maður! — Afsakið, en það var svo þungt loft í salnum, að .... — Það er alls ekkerc þungt loft í salnum, og það vitið þér eins vel og ég. Hún tok hann undir arminn. — Nú göngum við saman og þér segið mér, hvað er raunverulega að. — Hann leit snöggt á hana — Raunverulega að? Hvað eigið þér við? Hún varð strax „fín dama“. — Svo að þér ætlið ekki að segja mér það? Þér viljið ekki segja mér, hversvegna þér kemuð hér um borð. Og þér viliið ekki segja mér, hvað gerzt hafur í dag, sem hefur gert yður svona taugaóstyrkan? — Tauga ........? — Já, hr. Graham, þér eruð taugaóstyrkur. Hún yppti öxl- um og varpaði frá sér gervi fínu dömunnár. — Þér verðið að af- saka, en ég hef fyrr séð fólk verða hrætt. Það lítur allt öðru vísi út ef það er þreytt eða því verður óglatt í loftlausu her- bergi. Það er alveg sérstakur svipur á því. Andlitið á því minnkar og gránar kring um munninn og það er á sífelldu iði með hendurnar. Þau voru nú komin að stiganum upp á báta- þilfarið. Hún sneri sér og leit beint á hann: — Eigum við að fara upp? Hann kinkaði kolli. Það hefði hann líka gert, hefði hún stungið upp á því, að þau styngju sér fyrir borð. Nú gat hann ekki hugsað nema um eitt: Ef hún sæi hræðsluna út úr mönnum, þá mundi Banat ekki síður gera ÞEIR MENN MENNEN Kostakaup Háteigsveg 52 Höfurri opnað fatamarkað mikinn og góðan, sérlega ódýran. — Gerið kostakaup í Kostakaup, Háteigsvegi 52. (Beint á móti Sjómannaskólanum). það. Og ef Banat tæki eftir því .... en hann gæti ekki hafa tek- ið eftir því. Hann gæti það ekki. Hann.... Þau voru nú komin upp á bátaþilfabið og hún tók hann aftur undir arminn. — Þetta er indælis veður, sagði hún. — Ég er fegin, að við getum gengið svona. Ég var hrædd um í morgun, að ég hefði verið yður til leiðinda. Mig lang- aði raunverulega ekkert að fara til Aþenu. Þessi stýrimaður, sem lítur svo stórt á sjálfan sig, bauð mér að koma með sér, en ég gerði það ekki. En ég hefði far- ið, ef þér hefðuð boðið mér það. Það er ekkert smjáður, heldur blákaldur sannleikur. — Það er fallegi af yður, taut- aði hann. Hún hermdi eftir honum — Það er fallegt af yður. Æ, þér eruð svo hátíðlegur. Það er réti eins og þér hafið óbeit á mér. Honum tókst að brosa. — Nei, það er allt í lagi með yður. — En þér .treystið mér ekki samt. En ég skil það. Þér sjáið mig dansa í jockey, og svo seg- 23 ið þér, af því að þér eru svo lífs reyndur: Ah! Ég verð að vara mig á þessari konu. Ekki satt? En ég er vinur yðar og þér eruð svo vitlaus. — Já, það er hverju orði sann ara. — En yður lízt nú samt vel á mig? — Já, ég kann vel við yður Nú datt í hann heimskuleg hua- detta. Hann skyldi segja henni frá Banat. — Þá verðið þér líka að treysta mér. —Já, það verð ég. Það var vitanlega vitleysa. Hann gat ekki treyst henni. Tilgangur hennar lá svo í augum uppi. Hann gat engum treyst. Hann var ein- mana — fjandalega einmana. Ef hann hefði einhvern til að tala við um þetta, yrði það ekki út af eins bölvað. En ef nú Ban- et hafði séð út úr honum hræðsl- una og hitt, að hann væri á verði. Hafði hann séð það eða hafði hann ekki? Það gat hún sagt honum. — Hvað eruð þér að hugsa um? — Morgundaginn. Hún sagðist vera vinur háns. Ef hann þarfn- aðist nokkurs núna, þá var það vinur, mátti guð vita. Einhvern, sem hann gæti talað um það við og rökrætt það. Enn vissi þetta enginn nema hann einn. Ef eng- inn annar vissi það, yrði eng- inn eftir til að kæra Banat Hann gæti farið leiðar sinnar, frjáls maður, og hirt kaupið sitt. Hún hafði á réttu að standa. Það var heimskulegt að vantreysta henni fyrir það eitt, að hún hafði dansað í kiúbb. Ef út í það er farið, hafði Kopeikin kunnað vel við hana og hann var enginn græningi, þegar kvenfólk var annars vegar. Þau voru nú komin út í horn- ið undir brúnni. Hún stanzaði, eins og hann reyndar vissi fyrir- fram, að hún mundi gera. — Ef við verðum hér hreyf- ingarlaus, verður okkur kaít. Það er betra að halda áfram að ganga í kring á þilfarinu. — Ég hélt, að þér ætluðuð að spyrja mig einhvers. — Ég hef þegar sagt yður, að ég er ekkert spurul. — Já, satt er það. Munið þér eftir því, að í gærkvöldi sagði ég yður, að ég hefði komið hér um borð til að forðast mann, sem væri að reyna að skjóta mig, og að þetta hann lyfi hendinni — væri skotsár? — Já, ég man það, og mér fannst það léleg fyndni . — Já, heldur betur léleg. En svo vill bara svo illa til, að þatta er bókstaflega satt. — Jæja, þá var það satt. Hann sá ekki framan í hana, en heyrði að hún dró snöggt að sér and- ann, og fann fingur hennar grípa fast um handlegginn á sér. — Nú eruð þér að ljúga mig fulla. — Nei, því miður ekki. — En þér eruð verkfræðingur. Það sögðuð þér sjálfur, sagði hún ásakandi. — Hvað hafði þér gert af yður, til þess að nokkur maður vilji yður feigan? — Ég hef ekkert gert fyrir mér. Það vill bara svo til, að ég er í áríðandi erindum, og vissir keppinautar vilja ekki, að eg komist aftur til Englands. — Nú eruð þér að ljúga. — Já, ég er að ljúga, en þó ekki svo mjög mikið. Ég er I áríðandi erindum, og það eru vissir menn, sem vilja ekki, að ég komizt aftur til Englands. Þeir leigðu mann til að kála mér, meðan ég var í Gallipoli, en tyrkneska lögreglan tók þá fasta áður en þeir gácu neitt aðhafzt. Þá leigðu þér atvinnumorðingja til að framkvæma verkið Þegar ég kom í gistihúsið mitt úr Jock- ey, hérna um nóttina, beið hann mín þar. Hann skaut en hitti hinsvegar ekki nema í höndina á mér. Hún stóð á öndinni. — Þetta er svívirðilegt! Skepnuskapur! Vissi Kopeikin af þessu? — Já, það var að nokkru leyti hans hugmynd, að ég skyldi fara með þessu skipi. — En hvaða menn eru þetta? — Ég veit ekki nema um eínn. Hann heitir Möller og á heima i Sofia. Tyrkneska lögreglan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.