Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað LAMPA ÚRVAL Ljós & Hiti Sími 15184 Bræðslusíldarverð Ráðist norðaníands og austan SÍÐASTLIÐINN laugarag náð- ist samkomulag í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins um braeðslusíldarverðið norð- anlands og austan. Mbl. hafði í gær tal af Jónasi Haralz, forstjóra Efnahagsstofn- unarinnar og sagði hann , að samkvæmt samkomulaginu yrði verðið óbreytt, kr. 1,37 á hvert kg. frá 6. nóvember til 15. nóv- ember að báðum dögum með- töldum. Hinn 16. nóvember lækkar síðan verðið í kr. 1.20 hvert kg og helzt það til 31. desember. Jónas sagði, að þessi ákvörð- un hafi verið tekin með at- kvæði oddamanns og fulltrúa síldarkaupenda, þ.e. síldarverk- smiðjanna gegn atkvæði síldar- seljenda. Enn hefur ekki verið ákveð- ið verð bræðslusildar sunnan- lands og vestan, en Jónas sagði, að fundir stæðu nú yfir um það mál og væri ákvörðunar að vænta mjög bráðlega. Maður finnur stóra peningaf úlgu á götu SKÝRT var frá í sunnudags- blaði að nokkrir drengir hefðu fundið stóra peningafúlgu undir steini í vesturbænum, og cftir því sem Mbl. hefur fregnað hef ur enn ekki tekizt að hafa upp á eiganda peninganna. 1 gær fregnaði blaðið ennfremur að maður hefði fundið litlu minni peningafúlgu á Bergstaðastræt- inu. Maður þessi heitir Eyþór Erlendsson til heimilis að Barma hlíð 52, og tókst Mbl. að ná tali af honum í gær, og bað hann að segja frá því, hvernig það vildi til að hann fann pening- ana. — Það var um kl. tíu á laug- ardagsmorguninn, sagði Eyþór, að ég var staddur á Bergstaða- stræti skammt frá Hóíei Holt. Ég var á hraðri ferð, þar sem ég var að fara í veg fyrir stræt- isvagn skammt frá Landsspítal- anum, er ég sá umslag liggja á götunni, og tók það upp. Ég sá fljótlega að í því vora mikiir peningar. Umslagið var með bréfhaus Hótel Holts og merkt íslenzkum manni. Ég ákvað þeg ar að fara með bréfið til lög- reglunnar, en kom því ekki við þennan dag, þar sem ég hef í ýmsu að snúast, en fór daginn Njarðvíkingor Aðalfundur Sjálfstæðisfélags- ins Njarðvíkingar verður haldinn þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 20.30 í samkomuhúsinu Stapa. eftir til lögreglunnar og afhenti peningana. Eru þeir nú í vörzlu hennar, þar til tekizt hefur að hafa upp á manni þeim, er um- slagið er merkt. Gunnar Thoroddsen, sendiherra, og Gunnar Gunnarsson, rithöf- undur, framan við hús Hæstaréttar Danmerkur. — Nordfoto. a mann RÁÐIZT var á ölvaðan mann sl. laugardagskvöld og hann rændur peningum sínum. Maðurinn var á rölti fyrir ut- an Þórskaffi, er hann hitti þar tvo menn, sem buðu honum snafs. Maðurinn þáði hann og gekk síðan með mönnunum tveimur lítið eitt niður fyrir Þórskaffi. Þar réðust þeir á hann, slógu hann niður í göt- una, og rændu frá honum pen- ingaveskinu. Tæmdu þeir veski hans, en í því voru um 1000 kr., en hentu síðan veskinu aftur í manninn, Maðurinn kærði at- burðinn til lögreglunnar, og náð ust mennirnir litlu síðar. Sydney, Astraliu, 5. nóv. AP • Bandaríski kafbáturinn TIRU sem strandaði á fimmtudag á svokölluðu Frederick rifi, um 530 km frá Mackay hefur ekki enn náðst á flot, Bótur þessi er 1526 lestir, með áttatíu manna áhöfn. Hann er sagður lítt skemmdur og skip- verjar í engri hættu. Þrjú skip eru á leið til aðstoðar. Málflutningur hafinn í handritamálinu í Hæstarétti Danmerkur * „lifálaferlin eingöngu milli Arnasafns og menntamálaráðuneytisins danska4% sagði Christ rup í söknarræðu sinni MORGUNBLAÐIÐ sendi einn af blaðamönnum sínum, Björn Jóhannsson, til Kaupmannahafnar að fylgjast með handritamálinu fyrir Hæstarétti Danmerkur. Mun hann ásamt Rytgaard, fréttaritara blaðsins í Kaupmannahöfn, skýra frá gangi mála, þar til dómur er fallinn. Hér á eftir fer frásögn Björns af fyrsta degi réttarhaldanna. Kaupmannahöfn, 5. nóvember. ur, sem staddur er í Danmörku MUNNLEGUR málflutningur [ ásamt konu sinni í einkaerind- ingnum. 1 salnum voru einnig meðlimir Árnasafnsnefndar með formanninn Westergaard-Niel- sen í broddi fylkingar, svo og var þar mættur Bröndum Ni- elsen, fyrrum formaður nefnd- arinnai*. Um handritamálið fjalla 13 dómarar undir forsæti Aage Lor enzen. Tveir dómarar hafa vik- ið sæti, þar sem þeir hafa águr komið við sögu mólsins. Dómar- arnir tveir eru Helga Pedersen, fyrrum dómsmálaráðherra, sem átti sæti á þjóðþinginu þegar það samþykkti fyrsta skipti ár- ið 1961 lögin um afhendingu handritanna, og Mogens Hvidt, sem var ritari handritanefndar- innar árin 1947 til 1951. Rétturinn hófst með því að lesinn var upp dómur Eystri- Landsréttar frá 5. maí sl. í máli Arnasafnsnefndar gegn danska menntamálaráðuneytinu um ó- Framhald á bls. 31. hófst í handritamálinu um kl. 9 í morgun í Hæstarétti Danmerk ur i Kristjánsborgarhöll. Búist er við að málflutningurinn taki 3-4 daga, en að því búnu verður málið tekið til dóms. Meðal þeirra sem mættir voru í sal Hæstaréttar í morgun voru Gunnar Thoroddsen sendiherra, Gunnar Gunnarssoii rithöfund- um, Gunnar Björnsson, sendi- ráðunautur, og Páll S. Pálsson hrl., sem kom frá Reykjavík sérstaklega í þeim erindagjörð- um að fylgjast með málflutn- Ekki vitað enn, hvort nhrifo Framboð í Suður- landskjördæmi Listi við S j álf stæðisf lokksins kosningarnar í vor ákveðinn Samningar með hærri Á FUNDI Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna MtR, nú fyrir helgina, hélt sendi herra Sovétríkjanna á Islandi Vashnov ræðu og gat þess, aö Rússar hefðu áhuga á að selja Islendingum benzin með hærri oktantölu. Mbl. hafði að þessu tilefni tal af Vilhjálmi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Olíufélagsins h.f og spurði hann um þetta mól. Vilhjálmur sagði, að Rússar hefðu boðið benzín með oktan- um benzín oktantölu tölunni 90, en það benzín, sem til landsins er flutt hefur oktan- töluna 87. Hins vegar sagði Vil- hjálmur, að olíufélögin gerðu sig ekki ánægð með benzín, sem hefði lægri oktantölu en 93. Samningar eru nú rétt að hefj- ast við verzlunarfulltrúa Sovét- ríkjanna og er ekki unnt að segja neitt um málið að svo stöddu. Aðspurður sagði Vil- hjálmur, að verðmunur á þess- um tveimur benzíntegundum væri ekki mikilL gæti hér af atómsprengingu Kínverja MORGINBLAÐIÐ snéri sér til Raunvísindastofnunarinnar og spurðist fyrir um hvort hér hefði komið fram við geislamælingar, áhrif af atómsprengingu Kín- verja nú fyrir skemmstu, en tal- ið var að geislaský hefði farið austur yfir Bandaríkin og Atl- antshaf eftir sprenginguna. Blaðið fékk þær upplýsingar að enn */æru ekki kunnar niður stöður af geislamælingum frá síðustu viku og því ekki kunn- ugt um áhrif af þessu hér á landi, enn sem komið er. HELLU, 7. nóv.: — Framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi við alþingis- kosningarnar, sem fram fara næsta vor, var einróma sam- þykktur á aðalfundi kjördæm- isráðs flokksins, er haldinn var hér á laugardag. Listinn verður þannig skip- aður: 1. Ingólfur Jónsson, ráðherra. 2. Guðlaugur Gíslason, alþm. 3. Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli. 4. Ragnar Jónsson, skrifstofu stjóri, frá Vík. 5. Sigfús Johnsen, framkv. stj., Vestmannaeyjum. 6. Grímur Jósafatsson, kaup- félagsstjóri, Selfossi. 7. Siggeir Björnsson, bónði í HoltL 8. Sigurjón Sigurðsson, h 'ndi í Rafholti. 9. Sigurður Haukdal, pies.ur á Bergþórshvoli. 10. Guðrún Lúðvíksdóttir, fiú, Kvistum í Ölfusi. 11. Hálfdán Guðmundsson, verzlunarstjóri í Vík. 12. Jóhann Friðfinnsson, kaup maður, Vestmannaeyjum. Sigurður Óli Ólafsson, alþm., óskaði eindregið eftir að vera ekki í framboði, en hann skip- aði 3ja sæti listans við síðustu kosningar. Voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu kjördæm- isins á undanförnum árum. í stjórn kjördæmisráðsins voru kosnir: Jón Þorgilsson, Hellu, formaður, Björn Guð- mundsson, Vestmannaeyjum, Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.