Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 8. nóv. 1966 Bruninn á Eyrarbakka: „Fólk hefur verið okkur svo hjálp- leut að okkur skortir ekkert" SVO sem skýrt hefur ver- ið frá í fréttum brann ofan af 12 manna fjölskyldu á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags síðastliðinn. — Fólkið bjargaðist naum- lega út fáklætt, en engu tókst að bjarga af innan- stokksmunum. Blaðið átti í gær símtal við Sverri Bjarnfinnsson, skipstjóra, að Búðarstíg 2, en hann er heimilisfaðir fjölskyldunn- ar, sem varð fyrir hinu til- finnanlega tjóni. — Við búum nú í verbúð- um hér á staðnum og er það hið ágaetasta húsnæði og skortir okkur ekkert. Við misstum að sönnu allt okkar í brunanum, en fólk hér á Eyrarbakka svo og á Selfossi og Reykjavík og víðar hefir verið okkur svo einstaklega hjálplegt að það hefir sent okkur allt sem okkur vanhag aði um og meira en það, bæði Sverrir Bjarnfinnsson, skipstjórL mat, húsbúnað, föt og pen- inga. Ég var að koma heim um kl. eitt um nóttina, hafði ver ið í húsi hér í plássinu, segir Sverrir, — þegar ég varð þess var að eldur var laus í eld- húsinu. Eldurinn var þegar svo magnaður að mér varð fyrst fyrir að vekja fólkið mitt og koma því út. Það voru allir komnir í svefn nema ég. Þetta var gamalt hús úr timbri, klætt með striga og pappa og málað á hann. Eldurinn læsti sig því eins og örskot um allt húsið. Það mátti ekki tæpara standa að fólkið kæmist út. Engu varð því bjargað, en fyrir dugnað slökkviliðanna hér á Eyrabakka, Stokkseyri og Sel fossi tókst að verja nærliggj andi hús svo þau skemmdust svo til ekkert. Það má telja að það hafi tekizt aðeins fyr- ir ötula framgöngu slökkvi- liðsmanna, því hér standa húsin mjög nálægt hvert öðru. Við hjónin eigum 10 börn og voru átta þeirra heima, það yngsta fjögurra ára og hið elzta 15 ára. Eitt barna okkar var hjá gamalli konu hér á staðnum, en elzta dóttirin er í skóla í Bifröst 1 Borgarfirði. Innbúið hjá okkur er tryggt fyrir 150 þús. krónur, en það segir skammt nú á dögum. Hinsvegar hefir fólk verið okkur sérstaklega hjálplegt, en auðvitað höfum við orðið fyrir tjóni, sem að sumu leyti verður aldrei bætt. Við erum öllu þessu fólki mjög þakklát og ég bið ykkur fyrir innilegar þakkir til þeirra allra. Við erum öll frísk og eng- um varð meint af þessu. Syst ir mín býr skammt frá okkur og konan fór þangað með börnin og allt var háttað nið- ur í rúm þegar í stað. Að síðustu spyrjum við Sverri um sjómennskuna. Hann á bátinn Þorlák helga, en hefur ekki verið með hann sjálfur frá því í sept- ember. Verkfall á barnaheim- ilum Sumargjafar FRÁ og með deginum í gær kom til framkvæmda verkfall, er verkakvennafélagið Sókn boð aði til vegna starfsstúlkna í barnaheimilum Sumargjafar, þeirra, er starfa við barnagæzlu og í eldhúsum. 1 gær voru því öll barnaheimili Sumargjafar lokuð, en þar njóta um 1200 börn vistar á degi hverjum. Mbl. hafði í gær tal af Ásgeiri Guðmundssyni, formanni Sumar gjafar og sagði hann, að sátta- fundur hefði staðið yfir frá því kl. 17 á sunnudag og til kl. 15 um morguninn aðfaranótt mánu dags. Samkomulag tókst ekki og hefur fundur ekki verið boðaður að nýju. Ásgeir sagði, að hér væri um *ð ræða nær 1200 stúlkur og í rauninni bæri ekki annað á milli Skeniman á Kefla- víkurflugvelli ÞAR sem framleiðslufyrirtæki strengjasteypu hér í bænum haía óskað skýringa á ummælum, er réttilega voru eftir mér höfð í samtali við blaðamenn á Keflt- víkurflugvelli hinn 6. þ.m., vil ég skýra frá eftirgreindu: Vegna ófullnægjandi upplýsinga um kostnað við skemmu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli, sem ég und irritaður vann við, er mér ljilft að skýra frá því, að skemman, sem er járnklætt stálgrindahús með glerullareinangrun og vinyl plastáferð að innan, kostaði kr. 217,00 hver rúmm. Skemma þessi er með 24 þakgluggum, auk nauð synlegra hliðarglugga og dyra. Eftir mínum útreikningi kostar slíkt hús úr strengj asteypu, eili- angrað, múrhúðað og málað utan og innan með álímdum pappa í asfalt á þak kr. 640,00 pr. rúmm. í þessu verði er ekki reiknað- ur kostnaður við undirstöður, gólf, innréttingar, hitalögn, og fl. Skemma Loftleiða, eins og hún er nú, er að minni hyggju um 30% ódýrari en hún hefði verið byggð úr hinu varanlega efni, strengjasteypu og tilheyr- andi. Guðmundur Jóhannsson, en það, að þær krefðust vakta- álags á tímanum milli kl. 17 og 18, en þann tíma teldu þær ut- an venjulegs vinnutíma. Þeta er í fyrsta skipti, sem Sumargjöf á í vinnudeilu og sagði Ásgeir, að félaginu þætti mjög miður, að deilan skyldi ganga svo langt sem raun bar vitni. Sumargjöf lítur svo á, að stúlkurnar þurfi fyrst að ná 44 stunda vinnuviku áður en til vaktaálags komi. Venjulegur vinnutími á barnaheimilum Sumargjafar er nú frá kl. 9 á morgnana til kl. 18. Heimiluð kaup tveggju strundferðaskipu í GÆRDAG barst Mbl. frétta- tilkynning þess efnis, að rikis- stjórnin hefði heimilað Skipa- útgerð ríkisins að kaupa tvö strandferðaskip, en svo sem kunnugt er, eru skip þau, sem Ríkisskip hefur notað til þessa, orðin úrelt, og nýlega var eitt þeirra selt til Englands. Féttatilkynningin er svohljóð- andi: Ríkisstjórnin hefur samkvæmt tillögu stjórnarnefndar Skipaúl- gerðar ríkisins heimilað nefnd- inni að undirbúa kaup eða smíði tveggja strandferðaskipa á bilinu frá 7—1000 lestir að burðarþoli og verði þetta fyrst og fremst góð og hentug vöruflutningaskip, þó með svefnklefum fyrir að minnsta kosti 12 farþega hvort, auk salarkynna. Svavar Guðnason Halldór Laxnes* ritar bók um list Svavars Guðnasonar og bætir nýium kafla í Skáldatima um jbað, hvernig sé að vera rithöfundur á íslandi HALLDÓR Laxness rithöf- undur, kom heim með Gull- fossi í gærmorgun, en hann hafði þá setið ráðstefnu til undirbúningsstofnun hags- munasamtaka rithöfunda, sem haldin var í París á vegum Stefjasamtakanna þar. 1 fréttaauka útvarpsins í gærkvöldi var viðtal við Halldór, og var hann þá m.a. spurður að því hvort hann hefði skrifað bók á dönsku um Svavar Guðnason listmál ara og svaraði hann þá: „Já, ég get nú ekki neitað því. Ég vann að því í sumar að skrifa litla bók um Svav- ar Guðnason og skrifaði hana reyndar á dönsku, því að ég var beðinn um það af dönsku forlagi og ég skal bæta þvi, við, að það er mjög ánægju- legt starf fyrir mig, en ekki alveg vandalaust, því að það hefur aldrei verið skrifað af verulegri efnisfastri alvöru um Svavar Guðnason. Þeir lofa hann á hvert reipi og elska hann mjög heitt í Dan- mörku og enda víðar á Norð- urlöndum, en það var hvergi til aðgengileg veruleg heim- ild um hans verk, en með hjálp Svavars og ýmissa góðra manna gat ég viðað að mér miklu af Ijósmyndum og eftirgerðum myndum.“ Halldór sagði, að bókin kæmi út eftir nýárið og ekki væri ákveðið hvort hún kæmi út á íslenzku. Þá var Halldór spurður að því, hvort von væri á fram- haldi á Skáldatíma og svar- aði hann: „Ég hef nú ekki hugsað um neitt framhald ennþá. Ég hef ekki haft tíma til þess. En ég hef lofað Svíum að skrifa dá- lítið langan kapítula inn í Skáldatíma um efni, sem þeim er hugstætt og forvitni er um og það er nú það verk, sem ég hef með höndum ein3 og er. Ég verð að ljúka því á sem stytztum tima, því að þeir ætla að gefa bókina út í stóru upplagi í Paper back, þ.e.a.s. í vasabrotsútgáfu. Halldór kvaðst skrifa kafl- ann á íslenzku, en hann yrði svo þýddur. Kaíiinn fjallaði um það hvernig væri að vera rithöfundur á Islandi. Hvers konar ástand sálarinnar og likamans fylgi þeirri kvöð og ég hef lofað að skrifa slíkan BRIDGE FIMMTUDAGINN 3. nóv. hófst á vegum Tafl- og Bridgeklúbbs- ins tvímenningskeppni. I lækna- húsinu við Egilsgötu. Mætt voru til leiks 42 pör. Spilað var í þremur 14 para riðlum. Jafn- framt hófst Bridge-kennsla fyrir byrjendur sem Hjalti Elíasson sér um, ásamt nokkrum kennur- um. í þann hóp er hægt að bæta 5 nemendum fyrir n.k. fimmtu- dagskvöld, en þá hefst önnur umferð og áframhaldandi kennsla kl. 8. Staða 8 efstu eftir 1 umferð er þessi: 1. Júlíana og Unnur með 192 st. 2. Rafn og Þorvaldur með 188 sL 3. Júlíus og Tryggvi með 1®7 st. 4. Zóphonías og Tryggvi 184 st. 5. Rósmundur og Stefán 182 st. 7. Björn og Jón Odds 180 st. 6. Ólafur og Þórhallur 182 st. 8. Hörður og Bjarni 177 st. Frá Tafl- og Bridgeklúbbnum) Geimstöð Moskvu, 5. nóv .NTB • Frá því var skýrt í Moskvu í gær, að sovézkir vísindamenn hefðu í október sl. skotið á loft geimrann- sóknarstöð. Litlar upplýsingar fylgdu um rannsóknarstöð þessa. Var sagt, að hún væri á braut umhverfis jörðu, með jarð- nánd um 100 km og jarðfirð um 400 km og væri hér um að ræða fyrstu tilraun í nýj- um tilraunaflokki. Rannsókn arstöðinni hefur verið gefið nafnið Jantar, sem þýðir raf. kapítula og verður hann lík- lega nokkuð langur, sagði Halldór í lok fréttaaukans. Mbl. náði í gærkvöldi tali af Halldóri Laxness og spurð ist frekar um bókina um Svavar. Halldór sagði, að þetta væri lítil bók, um 80 blaðsíður með myndum, og yrði hún gefin út hjá Gyld- endal. Upprunalega hefði verið ákveðið að bókin kæmi hjá Rasmus Navers forlag, sem aðallega hefði gefið út bækur um listir, en nýverið hefði Gyldendal keypt þetta forlag. Aðspurður um það, hvers vegna hann hafi verið beð- inn að skrifa bókina svaraði Halldór, að Svavar væri lang frægasti málari af íslenzku bergi í Danmörku og Danir álitu, að hann hafi endur- reist danska list í nútíman- um. Bókin væri rannsókn á list Svavars, eins konar stú- día. Þá sagði Halldór, að hann væri ekki byrjaður á kaflan- um hvernig væri að vera rit- höfundur á íslandi, sem væri innskot í Skáldatíma. Hann hefði svo mörg verkefni, sem ryddust fram, að enn hefði hann ekki haft tíma til að sinna honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.