Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 8. nóv. 1966
MORGU N B LAÐIÐ
25
— Byltingarafmæli
Framhald af bls. 1,
málaráðherra Sovétríkjanna,
Rodions marskálks Malinov-
skys, sem flutti aðalræðuna
við hátíðahöldin á Rauða torg
inu þessu sinni, að hann fór
hörðum orðum um Kína og
stefnu þess í alþjóðamálum
og þá einkum afstöðuna til
Víetnam. Malinovsky mars-
kálkur flutti ræðu sína sov-
ézka hernum og hallmælti
einnig stefnu Bandaríkjanna
í Víetnam og vestur-þýzkum
endurskoðunarsinnum og
taldi samstarf þeirra við
Bandaríkin af illum toga
spunnið, en til þess var tekið,
að hann var hálfu mildari í
máli í garð Bandaríkjanna en
í ræðu þeirri er hann flutti
við 1. maí hátíðahöldin í vor.
Haldin var veizla í Kreml að
loknum hátíðahöldunum á Rauða
torginu og þar flutti ræðu Leonid
Brezhnev, aðalritari kommúnista
flokks Sovétríkjanna, og kvað
Sovétríkin fylgja stefnu friðar
og njóta nú meiri álits á alþjóð-
legum vettvangi en verið hefði
óður og nefndi hvorki Banda-
ríkin á nafn né heldur Kína.
Spakmæli Maos
f Peking var einnig haldin
veizla í tilefni dagsins í sendiráði
Sovétríkjanna í Peking og var
þar ekkert fyrirmanna af Kín-
verjum utan Chen Yi, utanríkis-
ráðherra, sem kom þar tíu mínút
um síðar en til stó’ð með nokkru
fylgdarliði embættismanna og
hafði skemmri viðdvöl en aðrir
gestir eða rúman klukkutíma. —
Bendifulltrúi Sovétríkjanna í Pek
ing, J. N. Rasjdukov, tók utan-
ríkisráðherrann tali með aðstoð
túlks og fór hið bezta á með þeim
að því er virtist. Kínverskir þjón
ar við sendiráðið lögðu einnig
sinn skerf til hátíðahaldanna með
þvi að hafa uppi við framreiðslu
störfin bæklinga með spakmæl-
um Mao Tse-tungs . Einnig minnt
ust Rauðu varðliðarnir dagsins
þegar að morgni og hópuðust sam
an úti fyrir sendiráðsbyggingunni
og hrópuðu and-sovézk slagorð.
Voru varðliðarnir um þúsund og
iinntu ekki látum fyrr en eftir
rúman klukkutíma.
Enn um Bal-
tiku-ferðina
Frú Margrét Jónsdóttir hefur
beðið Mbl. að birta eftirfar-
andi athugasemd:
í HINNl frægu Baltíkaför sem
fyrr getur, heyrðum við hjónin
því fleygt meðal farþeganna að
skipstjórinn á skipinu hefði lagt
á það áherzlu að farþegar yrðu
ekki fleiri en 300 talsins, en ekki
komist upp með moðreik fyrir
áfergju Islendinganna sem að
ferðinni stóðu. En hefði skip-
stjórinn fengið þessu ráðið,
hefðu allir á skipinu fengið góð-
ar vistarverur og liðið vel. En
íslendingarnir höfðu nú annað
sjónarmið. En við höfðum ekki
sannanir fyrir að þetta væri rétt
hermt, þess vegna áræddum við
ekki að hafa orð á þessu í við-
talinu við Matthías Johannessen.
En nú höfum við fengið þessa
sögusögn staðfesta í samtali sem
við áttum við fyrsta ritara í
sendiráði Sovétríkjanna.
Og svo er það eitt sem mig
langar til að leiðrétta. Mér varð
sú skyssa á í viðtalinu, að fara
skakkt með verðið á klefunum
sem við hírðumst í. Ég sagði að
hver koja hefði kostað kr. 25,300
en rétta verðið var kr. 26,300.
Og vil ég nú biðja hina háu
herra, þá Ragnar Ingólfsson og
Margeir Jóhannsson, sem kallað-
ir voru öðru nafni verðlagsstjór-
ar, velvirðingar á þessari röngu
meðferð á reikningslist þeirra.
Margrét Jónsdóttir.
Kinverski kommúnistaflokkur-
inn samdi skeyti í tilefni bylt-
ingarafmælisins og sendi sovézku
þjóðinni en gat hvorki stjórnar
Sovétríkjanna né sovézka komm
únistaflokksins að neinu. Skeyti
þetta var mjög stutt eða um
hundráð orð, en yfirleitt hafa
slík heillaóskaskeyti verið mun
lengri og í fyrra var sambærilegt
skeyti á sjötta hundrað orð.
Enn eitt dæmi og ekki þeirra
sízt um síkólnandi sambúð
landanna var ritstjórnargrein í
málgagni kínverska kommúnista
flokksins, Dagblaði þjóðarinnar,
þar sem ráðist er á Leonid Brezh
nev með nafni og hann sakaður
um and-kínverska hegðan með-
an stóð ferðalag Johnsons Banda
ríkjaforseta um SA-Asíu fyrir
skemmstu. Segir í greininni að
svo sviksamlegt háttalag æðstu
manna í Sovétríkjunum auki
yfirgang og yfirlæti Johnsons og
hans iíka.
Á Rauða torginu
Ræða Malinovskys sem áður
sagði frá var flutt ofan af graf-
hýsi Lenins að vanda og var til
þess tekið að varnamálaráðherr-
ann virtist enn illa haldinn af
kvefi og átti erfitt með að halda
fulium raddstyrk allt til loka
ræðunnar, sem fjallaði að lang-
mestu leyti um ástandið í al-
þjóðamálum. Malinovsky sagði
að glæpsamlegt athæfi Banda-
ríkjamanna í Vietnam og SA-
Asíu yki iiættuna á heimsstyrj-
öld og ítrekaði fyrri yfirlýsing-
ar Sovétríkjanna um að vietnam
ska þjóðin stæði ekki ein uppi,
Sovétmenn myndu veita henni
allt það fulltingi er með þyrfti
og ekki léki á því nokkur efi
að hinni réttlátu baráttu henn-
ar myndi lykta með fullum
sigri,
Er þar kom ræðu Malinov-
skys hlýddu menn á það hissa
í fyrsta skipti í Moskvu að Kín-
verjar voru þar opinberlega
bornir hÖrðum sökum. Malinov-
sky sagði að afstaða Kínverja
til Vietnam-málsins væri þránd
ur í götu samheldni allra fram-
farasinnaðra afla og sameinuðu
átaki þeirra til aðstoðar Viet-
nam en baráttu gegn Bandaríkj
unum og öðrum heimsvaldasinn
um og sagði að þessi afstaða
ýtti undir Bandaríkin að halda
uppteknum hætti um glæpsam-
legt athæfi sitt austur þar. Mal-
inovsky lauk máli sínu með því
að minna á síaukinn herstyrk
Sovétríkjanna og annarra komm
únistalanda og sagði að hver
sá sem hygði á innrás í lönd
þeirra myndi hrakinn aftur um
hæl og hljóta háðulega útreið.
Undir þessum lestri marskálks
ins stóð upp sendifulltrúi Kina
í Moskvu eins og áður sagði úr
sæti sínu á virðingarpalli við hlið
grafhýsisins og gekk á brott og
með honum tveir sendiráðs-
starfsmenn aðrir.
Þetta var í annað skiptfð á
tæpum sólarhring að sendifull-
trúi Kína mótmælti á þennan
hátt ummælum sovézkra leiðtoga
um Kína.
Að vanda var hersýningin
næsta atriði á dagskrá hátíða-
haldanna eftir ræðu Malinov-
skys, þessu sinni var hún með
stytzta móti og ekkert var þar
nýstárlegt að sögn sjónarvotta
utan brynvörð bifreið sem jafn-
víg er á sjó og landi og búin er
mjög hreyfanlegum byssum. Þá
voru sýndar þar eldflaugar af
Kosmos-gerð, sem sovézkur
talsmaður sagði að væru nú svo
fulkomnar að þær mætti senda
hvert á land sem væri og dygði
þá ekkert til varnar.
I kjölfar hersýningarinnar
kom svo almenn skrúðganga og
tóku þátt í henni um 8000 íþrótta
menn. Hvasst var á Rauða torg-
inu meðan hátíðahöldin fóru
þar fram og nýfallinn snjór á
jörðu.
Fulltrúi Kína gengur af fundi
í Kreml í mótmælaskyni
Á sunnudag var haldinn mikill
fundur í Kreml sem sótti um
6000 manna og þar á meðal allir
helztu leiðtogar kommúnista-
flokksins og fjöldi erlendra gesta.
Aðalræðuna þar flutti Arvid J.
Pelshe, 62 ára gamali bolsévikki
og hinn eini af leiðtogum Sovét-
ríkjanna nú sem var félagi i
flokknum fyrir byltinguna sem
nú á 49 ára afmæli. Pelshe lá
ekki vel orð til Bandaríkjamanna
fyrir afstöðu þeirra til Vietnam-
málsins og fordæmdi hernaðar-
aðgerðir þeirra austur þar en
fór ekki út í smáatriði varðandi
hugsanlega samninga um Viet-
nam heldur ítrekaði stuðning
Sovétríkjanna við kröfur komm-
únista eystra. Sagði Pelshe að
tilboð Bandaríkjanna um samn-
ingaviðræður væru tilgangslaus-
ar meðan Bandaríkin ykju enn
herafla sinn í Vietnam og sýndu
þess engin merki að þau vildu að
linnti styrjöldinni í landinu.
Polshe gat Kína í ræðu sinni
og kvað Kínverja hafa skorazt
undan samvinnu við önnur
kommúnistaríki um aðstoð við
N-Vietnam og lá illa orð til Kína
af þessum sökum. Einnig drap
Pelshe á menningarbyltinguna
og fordæmdi hana og var þá
sendifulltrúa Kína er fundinn
sat nóg boðið og reis úr sæti
sínu og gekk út.
Samvinna engu að síður.
Þrátt fyrir tíðindi þau sem
orðið hafa undanfarið í sambúð
Sovétríkjanna og Kína undir-
rituðu ríkin á sunnudag sam-
komulag um samvinnu á sviði
vísinda og tæknimála sem gilda
á til júnímánaðar ' næsta árs.
Hvergi hefur þess þó verið getið
i hverju samvinna þessi verði
fólgin.
Afmælisins minnst víða.
Byltingarafmælisins í Sovét-
ríkjunum var minnzt víða um
heim og Sovétstjórninni barst
fjöldi heillaskeyta. Nágrannaríki
Kína, Norður-Vietnam og Norð-
ur-Kórea létu í ljósi mikinn hlý
hug til Sovétríkjanna í tilefni
dagsins og var til þess tekið að
veizlu sendiherra Sovétríkjanna
í Hanoi, höfuðborg N-Vietnam
í kvöld sóttu allir helztu ráða-
menn í landinu að Ho Chi-minh
forseta meðtöldum. Þar var einn
ig staddur sovézki geimfarinn
German Titov, formaður sovézkr
ar sendinefndar sem nú er stödd
í N-Vietnam þeirra erinda að
efla vináttutengsl landsmanna og
Sovétrikjanna. í Pyongyang, höf
uðborg N-Kóreu var einnig hald
in veizla í sovézka sendiráðinu
í kvöld og sótti hana margt ráða
manna í landinu en hvorki komu
þar þó forseti landsins né for-
sætisráðherra.
1 V-Berlín, lögðu sovézkir
sendiráðsstarfsmenn og yfir-
menn úr hernum austan megin
Berlínarmúrsins blómsveiga að
stríðsminnismerki Sovétmanna
vestanmegin múrsins, skammt
frá Brandenborgarhliðinu. Ekk-
ert var til tíðinda við athöfnina
sem var stutt og ekki voru þar
haldnar neinar ræður, en heið-
ursvörður var þar og hljómsveit
úr hernum.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
JÖMBÖ
J. MORA
Hótelið lítur betur ut að innan og
sjálfur gestgjafinn tekur á móti þeim.
— Við vildum gjarnan fá herbergi og
nóg að borða, og te. Gestgjafinn segir
að svo skuli verða.
Og svangir sem ulfar háma vinir okk-
ar í sig matinn, sem bragðast þeim mjög
'vel, eftir allan dósamatinn, sem þeir
hata borðað undanfarið.
JAMES BOND
James Bono
IY IM FUMiNG
M<m RY JOHM McLUSKY
Of — —
Þeir verða þess ekki varir að á með-
an þeir snæða heimsækir Kinverji nokk-
ur gestgjafann og spyr hann margra
spurninga um nýju gestina.
Eftii IAN FLEMING
Með sársauka sneri ég mcr við í sætinu
til þess að líta um öxl.
Mér fannst ég aðeins geta grillt í —
Spang er á eftir okkur í Iestinni!