Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 8. nóv. 1966 Botnvörpuveiðar og veiðar með öðrum veiðarfærum Hafnarfirði 3.11. 1966. MIKIÐ hefur verið um það undanfarið að togbátar hafi verið teknir að ólöglegum veið- um innan landhelgi. Nú er ekki meining mín að rifja þær fréttir upp að nýju, enda óþarfi. Heldur aetla ég að freista þess, að skýra og reyndar verja athafnir okk- ar togbátaformanna, sem orðið hafa fyrir hinum sterka en þó milda hrammi landhelgisgæzl- unnar, og einnig hinna, sem sloppið hafa. Eins og allir vita eru margskonar veiðarfæri not- uð hér við land og látin að mestu afskiptalaus, bæði af stjórnarvöldum og almenningi, ©11 nema botnvarpan. Að mínu áliti eru menn beittir herfileg- um misrétti í málum þessum öll um, og á ég þá aðallega við þá aðila, sem Viðriðnir eru hina svokölluðu úreltu bátastærð 40 —100 lesta, sem þrátt fyrir allt skila þjóðarbúinu miklu meira gjaldeyrisverðmæti en flesta grunar, sem ekki þekkja til. Báta þessa er mjög erfitt að manna, vegna ýmissa orsaka, m. a. vegna mikillar atvinnu í landi við óskyld störf sjávarútvegin- um og mikilla yfirboða í sam- bandi við þau. Og þá er ekki um annað að ræða én að halla sér að botnvörpunni,' vegna þess að þar þarf ekki nema helming venjulegrar áhafnar, eða 5 menn og eru það þá allt aukahluta- menn með sæmileg laun, þótt ekki komi til nema trygging. Botnvarpan hefur löngum af al- menningi verið álitin hið mesta ungviðisdrápstæki, sem í sjó hef ur verið látið. Má vera að svo hafi verið áður, þegar menn réðu möskvastærð sjálfir og allskyns klæðningar og húðir lokuðu henni gjörsamlega, svo ekkert kvikt slapp sem í henni lenti. Nútíma varpa, sem notuð er af bátum og togurum hér við land er vægast sagt ólíkt veiðarfæri, og er mönnum hægast að kynna sér það sjálfir, um borð í veiði- skipunum og á netaverkstæðum. Misréttur sá, ér ég minntist á áður er aðallega fólginn í því, að leyfa Páli og banna Pétri. Og á ég þar við í fyrsta lagi drag- nótina, ég get ekki með nokkru móti séð að bátastærð skipti þar neinu, eða það veiðarfæri sé skað lausara en varpan, nema kannski síður væri. Þess mætti svo kannski geta, að sumum þeim, er þennan veíðiskip stunda, hef- ur tekizt með ágætum að aftra því að dragnótin lokist í drætti, og væri það mál athugandi út af fyrir sig, en kannski óþarfi af óviðkomandi, þar sem veiðar þessar eru sagðar undir vísinda legu eftirliti eins og allir viflu. Þá eru það næturnar, sem mig langar lítillega að minnast á. Þegar verið er að veiðum með þær á grunnu vatni eins og oft á sér stað bæði við síld, loðnu og bolfiskveiðar, við skulum segja á 20—30 föðmum, en sjálft veiðarfærið 50—60 faðma djúpt, með svo að tonnum skiptir þung um blýateini ,og öllu tilheyrandi, þá benda allar líkur til að allt fari í botn, og það all hressi- lega. Með þetta er svo skarkað, oft af miklum bátafjöldá svo lengi sem eitthvað kemur á leit artækinu, sem liklegt þykir, hvað sem það svo reynizt þegar til kemur. Að vísu voru nýlega sett- ar reglur um möskvastærð þorsk nóta, en ekki veit ég annað, en leyfilegt sé að kasta síldarnót, hvar sem er og á hvað sem er. Einnig var sett reglugerð um bann við smásíldarveiði, en ein- hvern veginn hef ég grun um, að smásíldin hafi þar með horfið af miðunum og finnst mér það all undarlegt. I þriðja lagi mætti svo minnast á humarveiðarnar, sem eru leyfðar ár hvert frá 15. maí til 30. ág. og stundaðar af um og yfir 100 bátum með smáriðinni humarbotnvörpu, sem engu sleppir nema allra smæstu kvikindum ,og'get ég upplýst þá, sem ekki hafa vitað áður, að oft er minni partur af því, sem í vörpunni lendir humar, heldur allskyns smáfiskur. Sjá nú ekki allir heilvita menn hverskonar framkvæmd er á öllum þessum málum. Pinnst nokkrum furða þótt virðing manna þverri algjörlega fyrir úr- eltum lögum um bann við botn- vörpuveiðum. Ég hélt, að við útfærslu landhelginnar væri ver- ið að bægja frá útlendum veiði- skipum, en íslendingar ættu sjálf ir að nýta það mikla flæmi, sem þeir fengu þar til umráða með þeim tækjum sem bezt henta á hverjum tíma. Hvaða rök mæla með því lengur, að banna marg- umrædda botnvörpu, sem getur skilað úrvalshráefni á land ekki síður en línan marglofaða. Að vísu er sagt svo, að landhelgin sé opin fyrir íslenzk togskip upp að 4 mílum, á stórum svæðum við landið vissa hluta árs. Það er að segja frá yztu skerjum og annesjum, og dregin bein lína þar á milli. Og er það svo a.m.k. hér við Faxaflóa og SV-land, að sárafáir staðir fyrir utan línu koma til greina fyrir togbáta, vegna botnlags, en þeir geta ekki dregið nema þar sem við köll- um „silkibotn“. Geta nú ekki þeir aðilar, sem um mál þessi eiga að fjalla brugðið skjótt við eins og þeirra er von og vísa, og komið þessum málum í skynsam- letg horf nú þegar. Hlutur stjórn arvalda í þessum málum hefur síður en svo verið þeim til sóma á undanförnum árum. Fyrst þau eru á annað borð að skipta sér af aðferðum við fiskveiðar hér við land, og ber þar hæst það atriði, að leyfa nótaköst upp í landssteinum, eða reyndar hvar sem er, með nokkurra mm legg í möskva, drepandi allt sem í og undir þeim lendír og þar á meðal allskonar smáfisk, ýsu, þorsk og fl. sem er langt undir nýtilegri stærð til manneldis og oft í miklu magni, en það mega þeir eiga sem veiðar þessar stunda, „að reynt er að fara hljótt með“. Er lengi hægt að standa á þessu af þeim, sem um mál þessi eiga Á VEGUM fyrirtækisins Hurðir hf. kom hingað til lands aðal- forstjóri bandaríska fyrirtækis- ins, New Castel International, fyrirtæki þarlendis á sviði Pomeroy Sinnock, en það fyrir- tæki er eitt elzta og þekktasta í framleiðslu á hljóðeinangruðum hurðum og hreyfanlegum inn- veggjum. Meðan hann dvaldist hér flutti hann m.a. fyrirlestur um hljóðeinangrun í Arkitektafélagi fslands á vegum Byggingaþjón- ustunnar. Þótti eiindið fróðlegt, enda gaf Sinnock arkitektunum kost á að heyra ýmiskonar hljómmagn á segulbandi, til þess að gera fyrirlesturinn líflegri. Það mun vera næsta sjaldgæft að fyrirtæki, sem í þessu tilfelli var Hurðir hf., bjóði Arkitekta- félaginu að fá menn frá þekkt- um byggingavöruframleiðend- um til þess að halda fyrirlestur um byggingamálefni, sem koma viðkomandi framleiðslufyrir- tæki ekki beint við, félaginu að kostnaðarlausu. New Castel International hóf fyrst fyrirtækja að framleiða hinar hljóðeinangruðu hurðir ár ið 1934. Hafa þær náð miklum vin sældum um allan heim. í Banda ríkjunum eru þær mjög mikið að fjalla? Ég hef með þessum orðum mínum verið að reyna að sýna fram á, hvers vegna við á togbátunum erum í hreinskilni sagt: „Farnir að færa okkur upp á skaftið“. Við getum ekki komið auga á að nein ástæða sé lengur fyrir hendi að útiloka svo til alveg notkun botnvörpunnar, sem er útbúin samkvæmt alþjóða samningum og er ábyggilega skaðlausasta veiðarfærið af þeim sem ég hefi áður minnzt á. Það hefði sjálfsagt farið betur á, að mér pennafærari maður hefði látið í sér heyra um þessi mál, en ég vona að sjónarmið okkar skiljist betur en áður. Að siðusju vildi ég lítillega minnast á frétt, sem birtist í Mbi. 30.10. s.l. og var um töku 5 tog- báta, sem kvartað hafði verið undan úr landi. Þar á meðal var bátur sá, sem ég stýri. Mikið öryggi má það okkur sæfarend- um vera, að svo vel skuli fylgzt með ferðum okkar í landi, því staður sá sem við, og a.m.k. 2 af þessum bátum, höfðum haldið okkur á undanfarna <}aga, og vor um að lokum teknir á, er ca. 22 mílur eða tæpa 42 km. frá næsta landi. Birgir óskarsson, m.b. Guðbjörgu GK $ ATH.: Ekki verður komizt hjá að gera þá athugasemd við grein Birgis Óskarssonar, að augljóst er að mönnum beri að fylgja settum lögum, hvað sem líður persónulegri skoðun þeirra á þeim. notaðar í skólum, leikfimisölum svo og í íbúðarhúsum til þess að skipta stofum eða sölum f smærri herbergi. Fyrirtækið hef ur umboðsfyrirtæki í 75 þjóð- löndum, þar af eru fyrirtæki f 45 löndum er framleiða þessar hurðir eða veggi sjálf með einka leyfi frá þessu fyrirtæki, en hin löndin kaupa hurðirnar í heilu lagi. Hurðir hf. hófu að framleiða þessar hurðir 1955, og hefur ver ið mikil sala í þeim hérlendi* síðan. Mjög lítið fer fyrir þess- um hurðum, sem eru eins kon- ar rennihurðir og má geta þess, að 14 metra breiðri hurð má renna upp í nokkurs konar geymslu, sem er réttur fermetri að stærð. Heimdellingar Gerið skil á happdrættismið- um til skrifstofunnar 1 dag. Opið til kl. 19. Nú eru að verða síð- ustu forvöð, dregið eftir þrjá daga. Landshappdrætti Sjálfstæðis- fk>kksins. CHHYSLER PAHTS Höíum fengið bretti á Dodge 1955 og 1966 Takmörkuð sending Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 121. — Sími 10-600. Pólsk viðskipti Confexim Lodz Pólsk viðskipti Confexim Lodz 2 fulltrúar, frú Orlowsba og frú Karwacka, frá Con- fexim Lodz,dvelja hér nokkra daga með ný sýnishorn af margskonar fatnaði, kvenna, karla og barna. Einkaumboð fyrir Confexim Lodz: íslenzk-erlenda verzlunarfélagið hf. Tjarnargötu 18. — Símar 20400 og 15333. Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að veita styrki til náms erlendis í félagsráðgjöf. Styrkir þessir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, er hyggjast takast á hendur félagsmálastörf í stofn- unum Reykjavíkurborgar, t.d. í sjúkrahúsum, við barnavernd og félagsmálaskrifstofu. Áskilið er, að umsækjendur hafi a.m.k. gagnfræða- próf. — Umsóknum skal skilað í skrifstofu félags- og framfærslumála, Pósthússtræti 9, eigi síðar en 30. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri næstu viku daglega, nema laugardag, kl. 16.00—17.00. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík. 5. nóvember 1966. Flutti fyrirlestur um hljóðeinangrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.